Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSiNS Hlegið að geðsjúkum Frá Herdísi Benediktsdóttur: ÉG VAR stödd á árshátíð Stanga- veiðifélags Reykjavíkur laugardags- kvöldið 10. febrúar síðast liðinn. Þá veislu hef ég sótt af og til seinni árin. Ég gerði mér því vonir um góða skemmtun, en það fór á annan veg. Veislustjóri að_ þessu sinni var al- þingismaðurinn Árni Johnsen. Hlut- verk veislustjóra er að koma upp af og til, kynna atriði og fara með gam- anmál, sem þá oftar en ekki tengjast stangaveiði, eða í samræmi við tilefn- ið. Árni var á öðrum nótum og undar- legum. Ég hirði ekki um að tíunda einhveija fimmaurabrandara sem hann ruddi upp úr sér, en hrökk hins vegar illa við er hann í löngu máli sagði brandara um fulla flugvél af „Kleppurum" sem fóru í ferðalag til Vestmannaeyja. Var inntak fyndn- innar í fyrsta lagi óskiljanlegt ferða- lag „Klepparanna" og í öðru !agi „hnyttin" samtöl „Klepparanna". Menn get ímyndað sér hvort að þau samtöl hafi verið látin hljóma gáfu- lega. Árni hlýtur að vita, að það ríkja gífurlegir fordómar í þjóðfélaginu í garð fólks sem á við geðræn vanda- mál að stríða. Fordómar stafa venju- lega af fáfræði. Oft er hægt að af- saka fáfræði, en það er erfitt þegar lýðræðislega kjörinn alþingismaður á í hlut. Og eitt er víst að miklu nær væri fyrir háttvirtan þingmanninn að nota fremur aðstöðu sína á lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar til að bæta hag geðsjúkra og eyða fordóm- um en að hafa vandamál þeirra í flimtingum. Og ef hann hefur ekki áhuga á því þá mætti til vara hvetjá hann til þess að halda sér frekar saman en að gera grín að fólki sem á virkilega bágt, getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og rekst alls staðar á veggi í þjóðfélaginu. Éinhveijum kann að þykja ég vera óþarflega viðkvæm og gott sé að geta brosað að vandamálum. Ekki get ég séð að það eigi við í þessu tilviki. Ég þekki frá fyrstu hendi líð- an þeirra sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða og þeir eiga það ekki skilið að alþingismaður standi prúð- búinn í glæsilegum þéttskipuðum veislusal og geri grín að þeim. Og þeir eiga það heldur ekki skilið að hálfur salurinn taki undir sem við- hlæjendur grínistans. Grín alþingismannsins hafði þau áhrif á mig að ég missti alla löngun til að skemmta mér undir sama þaki og hann og hvarf á braut nokkru síð- ■ ar. Sýnist mér að Stangaveiðifélaginu hafi förlast illa að velja til veislustjóm- ar mann sem þekktari er fyrir að „heilsa að sjómannasið" í deilumálum og klípa og sparka í kollega sína á þingi, heldur en nokkuð annað. Von- andi tekst betur til næst. Virðingarfyllst HERDÍS BENEDIKTSDÓTTIR nemi og læknaritari, Þingholtsstræti 35. Á að reisa timburvirki við Dettifoss? Frá Birnu G. Bjarnleifsdóttur: SÍÐASTLIÐIÐ sumar var ég á ferð með fjölskyldunni við Dettifoss. Þá hafði erlend ferðakona nýlega dott- ið og fótbrotnað á gangstígnum niður að fossinum og annað svipað slys varð þar svo skömmu síðar. Á bílaplaninu ofan við fossinn hitti ég svissneska ferðakonu og við tókum tal saman. Hún dásamaði Island með sterkum lýsingarorðum og tók fram að það sem sér fyndist svo sérstakt væri að landið væri svo ósnortið og ferðamannastaðirnir lausir við yfirskipulögð mannvirki. Ég sagði henni frá slysinu sem nýlega hafði orðið þarna á gang- stígnum og spurði hana hvað henni fyndist að ætti að gera til að tryggja öryggi ferðamannanna. „Sem allra, allra minnst," sagði hún. „Alls ekki að gera stiga eða rammgerðar göngubrautir. Það er einmitt þessi einfaldleiki og þetta náttúrulega sem heillar mig og sennilega alla aðra útlendinga sem koma hingað. Þetta virðist allt svo upprunalegt og eðlilegt. Nei, þið megið alls ekki fara að reisa hér einhver mannvirki mitt í þessu tröllslega umhverfi. Það myndi skemma alla stemmningu. Veistu að það eru ekki mörg ferða- mannalönd í heiminum sem eiga svona náttúrulega staði. Annars staðar er allt orðið svo þaulskipu- lagt og óraunverulegt. Viltu gera það fyrir mig að koma þessu áleið- is til þeirra sem ráða ferðamálunum í þessu landi.“ Tilmælunum komið á framfæri Og hér með kem ég þessum til- mælum svissnesku ferðakonunnar á framfæri. Ástæðan er sú að ein- mitt um þessar mundir sitja lands- lagsarkitektar með reglustikuna á lofti og skipuleggja gangstíg niður að Dettifossi. Þeir eru líka að skipu- leggja gangstíga við Geysi, Dynj- anda/Fjallfoss, Hraunfossa og Krísuvík. Önnur erlend ferðakona lét sömu skoðun í ljósi í sjónvarps- viðtali sem Ómar Ragnarsson, fréttamaður, tók sl. sumar. í sama stréng taka flestir þeir erlendu ferðamenn sem íslenskir leiðsögu- menn fylgja um landið. í mörg ár tóku íslenskir leiðsögumenn saman skýrslu um ástand ferðamanna- staða hér á landi og bentu á ýmis- legt sem betur mætti fara. í skýrslu frá 1990 segir svo um Dettifoss: „Aðkoman (gönguleiðin) að fossin- um er afar erfið rosknu fólki, eins og margir okkar erlendu gesta eru. Vinnuhópurinn leggur mikla áherslu á að lagfærð verði fyrir næsta sumar versta torfæran þar sem klettarnir eru í brekkunni, helst með sams konar gijóti sem þá yrði notað til að gera þrep. Hreinlætis- aðstaða er í ólagi.“ Þegar svissneska ferðakonan nefndi að ísland væri ósnortið komu ósjálfrátt í huga minn viðbrögð Þorleifs Einarssonar, jarðfræðings, sem oft brást hinn versti við þegar slíkt var borið á borð í hans eyru. En í augum útlendinga, sem ekki gera sér grein fyrir þeim upp- blæstri sem landið hefur mátt þola, er ísland það land þar sem ferða- mannastaðir hafa ekki verið út- reiknaðir með reglustiku, íssjoppa þar, hamborgarar þar og minjagrip- irnir frá Taiwan þar. Knappur fjárhagur Ferðamálaráð íslands hefur und- anfarna tvo áratugi ekki talið sig geta séð af fjármagni til að lagfæra ferðamannastaði. I knöppum fjár- hag hefur landkynning setið í fyrir- rúmi. í Morgunblaðinu 4. febrúar sl. kemur fram að nú hafi Ferða- málaráð 16 milljónir króna til að LÖGFRÆÐISTOFA Nýlega opnaði ég lögfræðistofu í Hátúni 2b, Reykjavík. Helstu starfssvið eru samkeppnismál, stofnun hlutafélaga og löggjöf um hlutafélög, sjávarútvegsmál, mann- réttindi, skattamál og löggjöf um fjöleignarhús. Þá sinni ég auk þess öllum almennum lögfræðistörfum, svo sem skaðabótamálum vegna líkamstjóns, innheimtum o.fl. Ég býð nýja viðskiptavini velkomna. Hjörtur Bragi Sverrisson, hdl., Hátúni 2b - 105 Reykjavík, sími 561 4444, bréfsími 552 3020. Netfang: hbs@centrum.is lagfæra ferðamannastaði á þessu ári. í sama blaði er gárugrein eftir Elínu Pálmadóttur, blaðamann: Flumbrað í ferðamálum. Þar ræðir hún einmitt skipulag ferðamanna- staða og vitnar m.a. í þær hug- myndir að reisa stórhýsi á Hvera- völlum í stað þess að koma upp aðstöðu í jaðri hálendisins eins og margir hafa rætt sl. tvo áratugi, en leyfa hálendisstöðunum að halda sínu upprunalega formi eins og framast er unnt. I áratugi hefur ferðamálafólk rætt skipulag ferðaþjónustunnar og þar með hvernig skipuleggja á umferð um hálendið. Þeir sem tóku þátt í fyrstu umræðunum sjá að enn er verið að ræða sömu atriðin og málið er á upphafspunkti. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tek- in. Það sem mér hefur fundist svo- lítið merkilegt er hvað sjónarmið ferðaskrifstofueigenda hafa lítið komið upp á yfirborðið. Hvaða hug- myndir hafa þeir um framtíð há- lendisins? Engin svör hafa fengist við þeirri spurningu hveijir beri ábyrgð á hálendinu eða hveijir hafi þar húsbóndarétt. Eru það sveitar- félögin? Ferðafélögin? Náttúru- verndarráð? Ferðamálaráð sem auglýsir þessa staði? Ferðaskrif- stofufólk sem sendir þangað ferða- menn? Hvað þá með hinn almenna íslenska ferðamann sem ferðast á eigin vegum? Ekki hefur einu sinni fengist svar við spurningunni: Hvar eru mörk hálendisins? Á að leyfa fjársterkum fyrirtækjum að reisa auglýsingaspjöld sem skyggja á það sem verið er að skoða? Er það sú óspillta náttúra sem útlendingar eru að sækjast eftir og við sjálf viljum skoða? Er ekki tími til kominn að niðurstaða fáist svo að hægt sé að varðveita gulleggið, einstæða og tiltölulega óspillta náttúru? Ef mannshöndin á að fá að ráða með ofurskipulagi, hvort sem um er að ræða steinkumbalda eða timbur- virki, þá er íslensk ferðaþjónusta í hættu. Að rifja upp hneykslið Frá Guðmundi Guðbjarnasyni: í UMRÆÐUM um formbreytingu ríkisbankanna í hlutafélög hafa réttindamál bankastarfsmanna eðlilega komið upp á yfirborðið. í þeirri umræðu hefur komið fram að þeir eiga rétt á greiðslu launa í allt að 12 mánuði, þrátt fyrir það að þeim bjóðist áframhaldandi starf við sama banka. Þetta er þeirra réttur samkvæmt lögum og talið að ekki verði af þeim tekinn nema bætur komi fyrir þrátt fyrir að tjón verði ekkert. Hafa menn gleymt hneykslun þjóðarsálarinn- ar, sem fjölmiðlar þyrluðu upp, þegar það uppgötvaðist að fyrrver- andi þingmaður og ráðherra og nú bankastjóri fékk greitt, og komst upp með það, þingfarakaup skv. ákvæðum laga þar að lútandi, þrátt fyrir að hafa tekið við hærra laun- aðri stöðu eða muna menn eftir fyrrverandi bæjarstjóra sem tók við lægra launuðu ráðherraemb- ætti og ætlaði að nota rétt sinn til biðlauna samkvæmt kjarasamningi sem hafði verið gerður við hann sem og aðra bæjarstjóra. Hneyksl- un almennings sem fjölmiðlar bás- únuðu út var svo mikil að hann neyddist til að hafna og falla frá rétti sínum til að fá starfsfrið. Enn fremur er vert að rifja upp að fyrr- verandi borgarstjóri og nú forsæt- isráðherra féll frá þessum rétti sín- um til greiðslu biðlauna svo og fyrrverandi þingmaður og ráðherra sem tók við bankastjórastarfi hér- lendis og síðar erlendis. Hvar eru nú fjölmiðlarnir með samvisku þjóðarinnar á herðum sér þegar um er að ræða fjölmenna starfs- stétt bankastarfsmanna sem krefst tvöfaldra launa í allt að 12 mánuði og ijórföld desemberlaun? GUÐMUNDUR GUÐBJARNASON, Dalseli 5, Reykjavík. BIRNA G. BJARNLEIFSDÓTTIR, áhugamanneskja um ferðamál. Þráhyggja (Midwest Obsession). Cheryl Davis vill eignast fjölskyldu og gerir allt til þess aö láta drauminn rætast. í kvöld kl. 23:15 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bflasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Mazda 121 '92, 5 dyra, rauöur, 5 g.p ek. 40 þ. km. Fallegur bíll. V. 750 þús. Willys Koranda 2.3 diesil (langur) '88, 5 g., ek. aðeins 30 þ. km. V. 980 þús. Mazda 323 F GLX ’90, rauður, 5 dyra, sjálfsk., ek,. 87 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. Góður bíll. V. 790 þús. BMW 520i ’88, ek. 140 þ. km., sllúga, leðurinnr., álfelgur, bíltölva, ABS, rafm. í rúðum. V. 1.350 þús. Cherokee Laredo 4.0L '92, ek. 46 þ. km., grænn, rafm. í rúðum, samlæsingar, flöskugrænn o.fl. Sem nýr. V. 2.280 þús. V Toyota Corolla Hatsback XLi '94, grás- ans., 5 g., ek. 47 þ. km. V. 1.030 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ.km., vél yfirfarin (tímareim o.fl. Nótur fylgja). V. 990 þús. Mjög góð lónakjör. Grand Cherokee Limited V-8 '94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal- legur bíll. V. 3.950 þús. Snjósleðapakki: Ski Formula '91, ek. 3.300 km., 70 hö, hvítur. Fallegur sleði. V. 380 þús. Ski Doo Safari '90, ek. 5 þ. km., 60 hö, rauður. Feröasleði. Loran C. V. 420 þús. Mazda 626 GTi Coupé '88, rauður, 5 g., ek. 118 þ. km., sóllúga, spoiler o.fl. V. 790 þús. Tilboð 590 þús. Nissan Micra 1.3 LX '94, 5 dyra, 5 g., ek. 30 þ. km. V. 820 þús. Nissan Sunny Sedan 1.4 LX '95, 5 g., ek. 18 þ. km. V. 1.130 þús. Toyota 4Runner V-6 ’91, sjálfsk., ek. að- eins 43 þ. km. V. 2.150 þús. Toyota Corotla XLi Hatsback 5 dyra ’96, grænsans., 5 g., ek. 4 þ. km. V. 1.250 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 station ’92, blár, 5 g., ek. aðeins 28 þ. km., dráttarkúla, samlæsingar o.fl. V. 1.170 þús. Toyota Corolla Touring XL 4x4 station '91, rauður, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 1.050 þús. Toyota Landcruiser VX T. diesel '93, steingrár, 5 dyra, sjólfsk., ek. 77 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, þjófav. o.fl. V. 4.450 þús. Suzuki Sidekick JLX '90, 3ja dyra, hvítur, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 980 þús. Honda Civic DX '89, 3ja dyra, rauður, 5 g., ek. 87 þ. km. Góður bíll. V. 580 þús. Tilboð: 490 þús. stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.