Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Heildarkostnaður við flotkví Akur- eyrarhafnar um 290 milljónir króna Nýtingin á kvínni farið fram úr björtustu vonum HEILDARKOSTNAÐUR við kaup á flotkví til Akureyrar og byggingu aðstöðu fyrir hana við Slippstöðina Odda hf. er rétt rúmar 290 milljónir króna, samkvæmt lokauppgjöri. Flotkvíin kostaði um 207 milljónir króna, bygging skjólgarðs tæpar 12 milljónir, kostnaður við dýpun var um 45 milljónir króna og við festing- ar rúmar 26 milljónir. Flotkvíin varð mun dýrari en upp- haflega var gert ráð fyrir enda þá ráðgert að kaupa gamla kví á um 135 milljónir króna. Hins vegar var kostnaður við dýpkun, skjólgarð og festingar mjög nálægt upphaflegum áætlunum. Ný flotkví mun vænlegri kostur Guðmundur Sigurbjömsson, hafn- arstjóri, segir að það sé ekki spurning að mun vænlegri kostur hafi verið að kaupa nýja flotkví á um 207 millj- ónir heldur en 20-50 ára gamla kví á um 135 milljónir. „Flotkvíin hefur komið mjög vel út, skapað mörg verk- efni fyrir Slippstöðina og gefíð aukn- ar tekjur. Þá hefur nýtingin á henni farið fram úr björtustu vonum,“ sagði Guðmundur. Skuld ríkissjóðs við Akureyrar- höfn var áætluð um 135 milljónir króna um síðustu áramót, vegna framkvæmda síðasta árs. Gert er ráð fyrir að höfnin fái um íjórðung skuldar ríkissjóðs greidda á þessu ári, ásamt framlagi til að ljúka fram- kvæmdum í Krossanesi, samtals um 45 milljónir króna. Aldrei verið framkvæmt jafn mikið Guðmundur segir að aldrei áður hafí verið framkvæmt jafn mikið hjá Akureyrarhöfn og á síðasta ári, eða fyrir um 288 milljónir króna. Auk framkvæmda við flotkví, var lokið við að keyra út gijótgarð í Krossa- nesi og byggja þar 80 m viðlegu- kant sem tekinn verður í notkun á þessu ári. Nýr dráttarbátur var byggður hjá Slippstöðinni Odda og afhentur höfninni í apríl sl. og til viðbótar var unnið við Oddeyrar- bryggju og skipulag hafnarsvæðis- ins. Við dýpkun fyrir flotkvínni voru grafnir upp 143.500 m3 af efni og var það notað í uppfyllingu annars staðar. Um 116.000 m3 í Krossanes og um 24.000 m3 í uppfyllingu við Strandgötu. Þá fóru um 13.000 m3 af gijóti í skjólgarðinn við flotkvína. Akureyrarbær, Tækni- og umhverfissviö Sala á tækjum og bílum í eigu gatna- og umhverfisdeildar Tæki gatnageröar: Jaröýta Caterpillar D6C 120 hö, árgerö 1967. Dg-720 Thames Trader vörubifreiö, árgerö 1963. Fp-440 Ford B 1411 sérhæfö sorpbifreið, árgerö 1979. Pallur af 12 tonna vörubifreiö. Bílar og tæki eru til sýnis hjá áhaldahúsi Akureyrarbæjar v/Tryggvabraut og eru upplýsingar veittar þar eöa í síma 462-1193. Tæki umhverfisdeildar. A-4783 Toyota sendibíll, árgerö 1987. G-8067 Nissan Urvan sendibíll, árgerö 1985. Fr-093 Chevrolet pallbíll, árgerö 1979. Ad-681 Massey Ferguson, árgerö 1963. Vagn, heimasmíðaður, stærö 1,6x4,2 m. Vagn, heimasmíðaður meö fjöörum, stærö 1,8x4,0 m. Bílar og vagnar eru til sýnis hjá umhverfisdeild viö Krókeyri og eru upplýsingar veittar þar eöa í síma 462-5600. Dráttarvélin er í láni hjá Skógræktar- félagi Eyfiröinga (Hálsi, Eyjafjarðarsveit). Óskaö er eftir verðtilboðum í viökomandi tæki, þar sem gerö er grein fyrir tilboðsupphæð og greiöslufyrirkomulagi. Tilboðin skulu hafa borist á skrifstofu bæjarverkfræöings fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 28. febrúar 1996 og veröa þau opnuð þar aö viðstöddum þeim bjóöendum sem þess óska. Heimilt er aö taka hvaöa tilboði sem er eöa hafna öllum. Bæjarverkfræöingurinn á Akureyri. AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján HAfNARBÁTARNIR Mjölnir og Sleipnir drógu þýska togarann Dorado, sem er í eigu Mecklenbur- ger Hochseefischerei, frá Torfunefsbryggju að slippkantinum, þar sem hann varður tekinn í yfir- halningu hjá Slippstöðinni Odda hf. eins og þrír aðrir togarar fyrirtækisins. Sleipnir er nýr hafnar- bátur, sem byggður var í Slippstöðinni Odda hf. og var afhentur höfninni í apríl á síðasta ári. Ragnheiður Runólfsdóttir, sundþjálfari Óðins Hef orðið vör við miklar framfarir hjá sundfólkinu MJÖG öflugt starf er rekið innan Sundfélagsins Óðins og í vetur æfa um 80 ungmenni á vegum félagsins, á aldrinum 6-20 ára. Þar fyrir útan æfir 25-30 manna hópur sundmanna 25 ára og eldri af krafti en sá hópur kallar sig Garpana. Skagakonan Ragnheiðiir Runólfs- dóttir var ráðin þjálfari Óðins á síð- asta ári en þar fer ein allra besta sundkona landsins fyrr og síðar og margreyndur þjálfari. Ragnheiður var ráðin til tveggja ára en hún hóf störf í september si. Góður og áhugasamur hópur Ragnheiður sagðist kunna vel við sig á Akureyri, enda væri góður og áhugasamur hópur að æfa sund hjá Óðni. Hún sagðist hafa orðið vör við miklar framfarir hjá sundfólkinu. Hins vegar kæmi ekki í ljós fyrr en á Innanhússmeistaramóti íslands í næsta mánuði og á aldursflokkamót- inu í sumar hversu framarlega aku- reyrska sundfólkið stendur. „Sundfólkið þarf að ná ákveðnu lágmarki til að komast á Innanhúss- meistaramótið sem fram fer í Vest- mannaeyjum. Okkar fremsta sund- fólk hefur þegar náð þar inn en ég vonast til að komast með 10 manna Málþing um kjara- og réttindamál kennara MÁLÞING um kjara- og réttindamál kennara verður haldið í Lóni við Hrísalund á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 17. febrúar, frá kl. 13 til 17. Þar sem nú líður að endanlegum flutningi grunnskólans til sveitarfé- laga og í ljósi þess að kjarasamningur kennara verður að öllum líkindum framlengdur til áramóta þykir Banda- lagi kennara á Norðurlandi eystra og svæðafélagi Hins ísienska kennarafé- lags ástæða til að efna til málþings um kjara- og réttindamál kennara og skólastjóra. Þar gefst þátttakendum kostur á að leita svara við þeim spurn- ingum sem á þeim brenna. Sveinbjörn M. Njálsson formaður BKNE flytur inngangserindi en fram- sögu hafa m.a. Benedikt Bragason frá HKÍ, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins ís- lenska kennarafélags, og Valgaður keppnishóp til Eyja,“ segir Ragnheiður. Mikil þörf fyrir innisundlaug Sundfólkið æfir að mestu ieyti í Sundlaug Akureyrar, sem er úti- laug en Ragnheiður segir mikla þörf fyrir yfirbyggða laug ekki síst nú yfir háveturinn. „Þá gætum við verið útaf fyrir okkur á æf- ingum og almenningur þá einnig fengið frið til að synda. Við erum með hálfa laugina fyrir æfingar 3-4 tíma dag og það er oft erfitt að vera með allt upp í 16 manns á æfmgu í einu á aðeins tveimur brautum." Sundfólkið hefur æft seinni part dagsins en um þessar mundir er Ragnheiður að fara af stað með æfingar kl. 6.30 á morgnana og þá í innilauginni, sem er aðeins 12,5 m að lengd. Ragnheiður sagði að lengd laugarinnar skipti ekki höfuðmáli og sjálf hafi hún æft í 12,5 m iaug fram til 16 ára aldurs. „Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að komast í Hilmarsson, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að loknum umræðum verða pallborðsumræður. MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður í Laufáskirkju næstkom- andi sunnudag, 18. febrúar kl. 14. Minnst verður aldarafmælis Þorvarð- ar Þormars, fyrrum prests í Laufási. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðs- kirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Hlynur sýnir í Gallerí+ HLYNUR Hallsson opnar sýningu sína „Þijú herbergi" í Gallerí+ Brekkugötu 35 á Akureyri á morg- un, laugardaginn 17. febrúar kl. 14. Hann er fæddur á Akureyri árið 1968, en stundar nú framhaldsnám í myndlist í Hannover í Þýskalandi. Hlynur hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér á landi og í Noregi auk þess sem hann hefur haldið einkasýn- ingar á Akureyri, í Reykjavík, Þránd- heimi og Hannover. Samhliða sýningunni í Gallerí+ opnar hann sýningu á verkum sínum fremstu röð og þá skipt- ir laugarstærðin engu máli,“ segir Ragnheiður. Áheitasund um síðustu helgi Sundfélagið Óðinn stóð fyrir áheitasundi í Sundlaug Akureyrar um sl. helgi og var tilgangur- inn að safna peningum í rekstur félagsins. Áheitasundið stóð yfir i sólarhring, frá kl. 16 á föstudag og fram til sama tíma á laugardag. Um 60 sundmenn, bæði byijendur, afreksfólk og nokkrir foreldrar, tóku sundsprett og eftir sólarhringinn hafði hópurinn lagt 100,3 km að baki. Félagsmenn söfnuðu áheitum áð- ur en sundið hófst og var þeim vel tekið en alls söfnuðust um 250 þús- und krónur. Þeir sem lögðu þessu máli lið áttu þess kost að giska á hversu marga metra sundmennirnir kæmust á einum sólarhring og kom- ust forsvarsmenn Fiðlarans næst þeirri tölu. Að sundinu loknu var sundfólkinu og fleirum boðið upp á veitingar á laugarbakkanum. í Nýlistarsafninu og Mokka um aðra helgi. Á þessari sýningu eru innsetn- ingar, sjóndeildarhringur, hljóðverk- ið útvörp og nýtt bókverk. Sýningin stendur til 10. mars og er opið um helgar frá kl. 14 til 18. Glerárkirkja Sýning á tilurð Biblíunnar SÝNINGIN „Biblían, hvemig varð hún til?“ verður opnuð í Glerárkirkju á Akureyri á sunnudag, 18. febrúar. í tilefni af 180 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags á þessu ári hefur félagið útbúið þessa sýningu en þar er að fínna kynningu á ritunarsögu Biblíunnar í máli og myndum. Saga Biblíuþýðinga er jafnframt kynnt ásamt sögu Biblíunnar og Hins ís- lenska Biblíufélags. Við opnun sýningarinnar flytur Sigurður Pálsson framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags fræðslu- erindi í safnaðarsal og hefst það eftir messu. Mun hann fjalla um tilurð, sögu og mikilvægi Biblíunnar. Sýningin verður opin í næstu viku, frá mánudegi til sunnudagsins 25. febrúar frá kl. 13 til 17. Ragnheiður Runólfsdóttir i I f ' i i v i t I s V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.