Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR + Margrét Magn- úsdóttir fædd- ist á Emmubergi, Skógarströnd, 18. maí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 7. febrúar síðastlið- inn. Foreldar hennar voru Magnús Björns- son, f. 23. ágúst 1885, Margrét Ní- elsdóttir, f. 24 febrúar 1885. Al- systkini Margrét- ar voru: Guðríður, f. 23. febrúar 1919, d. 22. október 1934, Kristín Stefan- ía, f. 12. mars 1920, Alexand- er, f. 2. febrúar 1923, d. 7. júní 1979, Fjóla, dó nýfædd 1924, Svavar, f. 8. apríl 1926. Margrét átti 7 hálfsystkini, þau voru: Guðbrandur, f. 17. júní 1908, látinn, María, f. 20. maí 1909, látin, Emilía, f. 18. apríl 1911, látin, Björn, f. 15. október 1913, látinn, Heiðar, f. 21. nóvember 1939, Jóhann, f. 21. ágúst 1945, Emilía, f. 30. maí 1950. Margrét giftist Högna Oddssyni frá Álfadal í On- undarfirði 1. júlí 1945. Þau tóku kjörson, Örn Högnason, f. 5. júlí 1952. Kona hans er Sesselja Jóhannsdóttir, f. 11. apríl 1950. Börn þeirra eru Már, Grétar, Vilhelmína og Örn Haukur. Áður átti Örn soninn Högna. Utför Margrétar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ÞEGAR við kveðjum Margréti Magnúsdóttur hrannast minning- amar upp. Mér verður sérstaklega hugstætt hvað hún sá alltaf björtu hliðamar í lífinu og hvað hún lagði alltaf gott til allra mála en það var ekki þar með sagt að hún hefði ekki sínar sjálfstæðu skoðanir, þær hafði hún og stóð alltaf föst á sínu ef hún taldi sig hafa á réttu að standa. Margrét var ákaflega hjálp- söm ef til hennar var leitað og vildi hún hvers manns vanda leysa ef þess var nokkur kostur. Þótt líkami Margrétar hrömaði og illkynja sjúkdómur léki hana grátt hélt hún andlegu heilbrigði til síðustu stundar. Svo djúp er þögn við þína sæng að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng svo bijóst þitt fái svala. (Davíð Stefánsson) Þegar ég leit mágkonu mína þar sem hún lá á sjúkrabeð og fylgdist með þegar það líf sem hún hafði lifað fjaraði út hægt og hægt, þá fannst mér ég sjá þann lífsferil sem hún hafði lifað ljúkast upp fyrir mér. Sama æðruleysið og rósemin sem var svo ríkur þáttur í fari henn- ar hafði ekki brugðist henni nú þegar hún þurfti að heyja baráttu við dauðann. Þeim örlögum sínum tók hún yfirveguð og róleg. Þegar Margrét var ung stúlka þurfti hún að líða mikil veikindi en þau yfir- SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR + Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Reykja- vík 5. febrúar 1899. Hún lést á Sjúkrahúsi Reylyavíkur hinn 3. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Þorsteins- dóttir, f. 1876, d. 1957, og Bjarni Jónsson frá Vogi, f. 1861, d. 1926. Sigríður var elst þriggja barna þeirra, bræður hennar voru Þórsteinn, f. 1900, d. 1986, og Eysteinn, f. 1902, d. 1951. Hálfbræður af seinna hjóna- bandi föður hennar eru Bjarni f. 1913, d. 1979 og Magnús, f. 1917, d. 1992, og Jón, f. 1920. Sigríður bjó fyrstu æviárin í Reykjavík en fluttist síðan 1905 til Sauðárkróks með móð- ur sinni og bræð- rum. Næstu árin dvaldi hún oft í Reykjavík við nám og vegna veikinda. Árið 1922 flytja Sigríður og Þór- steinn með móður sinni aftur til Reykjavíkur en Ey- steinn var tekinn í fóstur af ömmu- bróður sínum, Pálma Péturssyni, og konu hans, Helgu Guðjónsdótt- ur á Sauðárkróki. Arið 1923 hóf Sigríður störf í Landsbanka Islands og starfaði þar allt til ársloka 1965 eða í 42 ár. Árin 1927-1928 fékk hún námsleyfi og fór á verslun- arskóla í Hamborg og síðan á Pitmansskólann. Útför Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞAÐ var engin tilviljun að hún fékk styttuna „You are best“. Okkur fannst hún vera gáfuðust, skemmtilegust og fallegust frænkna. Hvað við vorum hreykin af henni! Enginn var svo heppinn að eiga svona frænku eins og við. Sífellt að koma okkur á óvart með þekkingu sinni og lifandi áhuga á tilverunni sem hún fylgdist með frá Holtsgötunni. Sigga frænka, afasystir okkar, fór lítið út seinni árin, þá helst út í garð bak við húsið. Okkur fannst garðurinn svolítið leyndardómsfull- ur, ekki þessi venjulegi grasblettur -heldur fullur af sjaldgæfum plönt- um og jurtum sem hún sinnti af kostgæfni. Auðvitað mundi hún jurtaheitin á latínu. í garðinum sínum rækt- aði hún líka ber og framandi græn- meti. Að fara á Holtsgötuna í heim- sókn var sem ævintýri Iíkast, hver hæð bjó yfir sínum töframætti. Á annarri hæð bjuggu Sigga frænka og Doddi. Þau voru afar ólík systkinin og bættu hvort ann- að upp. Þau voru af gamla skólanum, grandvör og heiðarleg og máttu ekki vamm sitt vita. Við systkinin bárum mikla virðingu fyrir þeim MINNINGAR vann hún með aðstoð góðra lækna og heilbrigðu líferni, svo að hún náði nokkuð góðri heilsu á ný og gat notið æskuáranna til fulls. Margrét var fríð kona sem bar sig mjög vel. Var frekar kvik í hreyfingum, rösk og dugleg til allr- ar vinnu. Það fyrsta sem ég man eftir henni í starfi var þegar hún vann á kjólasaumaverkstæði hjá Birni Péturssyni. Eflaust hefur það starf átt vel við hana því hún var komin af hagleiksfólki. Faðir henn- ar og bræður voru annálaðir fyrir hversu góðir smiðir þeir voru, hver í sínu fagi. Margrét var komin af rótgrónum bændaættum, bæði frá móður og föður, að henni stóðu sterkir stofn- ar af sunnanverðu Snæfellsnesi. Hún sjálf var fædd á Emmubergi á Skógarströnd, þar sem fegurð Hvammsfjarðar blasir við. Eyjar og sker hylla uppi, æðarfugl kvak- ar við báru og sand. Þar renna einn- ig fagrar ár í djúpum farvegi með hamrabelti til beggja handa og fögrum fossum sem steypast fram af flúðum. Inn í þetta umhverfi fæddist Margrét. Þarna dvelur hún til fimm ára aldurs, að foreldrar hennar flytjast búferlum til Kefla- víkur þar sem faðir hennar var að setja á stofn járnsmíðaverkstæði sem hann rak til margra ára með sínum dugnaði og eljusemi. Maður hefur tilhneigingu til að ætla að það landslag sem Margrét lítur fyrst augum hafi haft áhrif á skapgjörð hennar og að umgangast fólk almennt, svo fallega gjörði hún það. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni, alltaf tilbúin að bera klæði á vopnin og ef eitt- hvað kastaðist í kekki, í orðsins fyllstu merkingu, var Margrét góð kona sem alltaf var tilbúin að sýna þolgæði og fórnarlund sem voru hennar aðalsmerki í lífinu. Margrét og Högni giftu sig 1945. Hjónaband þeirra var mjög farsælt og var búið að standa í rúm 50 ár þegar dauðinn aðskildi þau. Þeim varð ekki barna auðið en tóku og vildum standa undir þeim kröf- um sem þau gerðu til okkar. Doddi frændi sá um útivistina, óþreyt- andi að fara á skíði og í útilegur með okkur. Eftir að Sigga frænka hætti að vinna í Landsbanka ís- lands þar sem hún vann í 42 ár í endurskoðunardeild var hún alltaf til staðar á Holtsgötunni. Alltaf tilbúin til þess að taka á móti okkur. Við vorum ávallt aufúsu- gestir. Þegar við fórum frá ömmu sem bjó á fyrstu hæð var gengið upp stigann til Siggu, bankað og síðan gengið inn. Oftast lá Sigga frænka fyrir, hún var þá að lesa, ráða krossgátur á erlendum tungumál- um eða með handavinnu. Hún pijónaði gjarnan fína ullarnærboli handa okkur. Oftastnær stungu þeir, oft fundum við líka Iangt grátt hár pijónað í. Jólaboðin hjá Siggu og Dodda á jóladag voru sá dagur jólahá- tíðarinnar sem einna mest var hlakkað til. Jólaboðið, sem var ijöl- mennt var skemmtileg blanda af hátíðleik og kátínu. Fyrst var boð- ið upp á gómsætt hlaðborð með smákökum, ijómatertum með gul- um, hvítum og bleikum „marengs" kökum og flatbrauði. Sigga lagði metnað sinn í að baka sjálf kökur fyrir jólin sem hún og gerði fram á síðustu ár. Með þessu góðgæti var borið fram ijúkandi heitt súkkulaði með ijóma. Því næst var öllu-ýtt til hlið- ar og jólatréð sett á mitt gólf. Á jólatrénu var ljósasería sem í bams- huganum virtist vera lifandi, hreyfðist og dansaði með okkur. Eftir dansinn, sem oftast varaði dágóða stund, sérstaklega ef við sungum „vindum, vindum, vefjum band ... “ var boðið upp á ferska ávexti. Sigga frænka bar þá fram fat sem svignaði undan alls kyns ávöxtum er aldrei brögðuðust bet- ur en þá. kjörson sem Margréti þótti afskap- lega vænt um. Henni hefði ekki getað þótt vænna um hann þótt hann hefði verið af henni fæddur. Margrét eignaðist fjögur sonar- börn. Þessum börnum var hún góð amma enda sóttu þau líka mikið til hennar. Aldrei fóru þau svo frá henni, að hún hefði ekki rétt eitt- hvað að þeim í svanga munna þeirra. Þau voru líka hennar sólar- geislar sem ornuðu henni þegar halla fór undan fæti og kraftar fóru að þverra. Mér finnst ég hafí verið heppinn að njóta samfylgdar með Margréti öll þessi ár, notið mannkosta henn- ar og vináttu. Hún var ákaflega nægjusöm kona sem krafðist ekki mikils af lífsins gæðum. Ég hef vart séð manneskju gleðjast jafn- mikið yfír jafnlitlu, eins og hana. Nú hefur þreytt kona sofnað svefninum langa, ég veit að almætt- ið tekur vel á móti góðri sál. Hennar verður sárt saknað af þeim sem umgengust hana mest og sérstak- lega af systur hennar, Kristínu, en ég held að það hafí vart komið sá dagur að þær hefðu ekki samband sín á milli. Mér fannst að það væri svo á stundum að þær fyndu á sér ef eitthvað bjátaði á hjá annari hvorri. Svo bið ég almættið að leiða mágkonu mína á þeim guðs vegum sem hennar eru nú. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þína ættaijörð. (Davíð Stefánsson) Högni minn, ég vona að sá tóm- leiki sem myndast við fráfall Mar- grétar eftir öll þessi ár sem ykkur auðnaðist að eiga samleið megi smásaman dofna í þeirri vissu að nú líði henni vel og að hún sé laus frá öllum þrautum og njóti hvíldar í faðmi guðs. Við hjónin vottum þér, syni þínum og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Magnús Þór Helgason. í dag kveð ég hjartkæra móður- systur mína, hana Maddý eins og hún var alltaf kölluð. Hún lést á sjúkrahúsinu í Keflavík 7. febrúar eftir langa og harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún frænka mín var nátengd mínu lífí, því systurnar móðir mín og hún fæddust með árs millibili og voru svo samrýndar og miklar vinkonur að varla leið sá dagur að ekki væri annaðhvort hist eða talast við í síma og aldrei heyrði ég þeim verða sundurorða. Allan sinn búskap bjuggu þær nálægt hvor annarri og um tíma í sama húsi; Maddý var eins og mín önnur móðir. Þegar ég var barn og for- eldrar mínir þurftu að bregða sér frá var ég yfírleitt hjá Maddý og Högna sem reyndust mér í alla staði einstaklega vel og á ég ljúfar minningar frá þessum árum. Maddý var sérstaklega kát og skemmtileg manneskja sem hafði unun af því að vera meðal fólks og fylgjast með lífinu og tilver- unni. Mjög skemmtilegt var að setjast að spilum með henni og dreif hún alla áfram með áhuga sínum og hressleika. í veislum var hún ómissandi vegna glaðværðar sinnar. Maddý var mjög barngóð manneskja sem var afar stolt af sonarbörnum sínum og þeim ein- stök amma. Börnunum mínum sýndi hún ávallt mikinn áhuga og hlýhug. Það var sárt að fylgjast með henni þessa síðustu mánuði, þegar þessi glaða kona gat ekki orðið tjáð sig og brosið bjarta horfið. Á kveðjustund vil ég þakka frænku minni fyrir allt það sem hún var mér og ég mun sakna hennar sárt. En hún skilur svo sannarlega eftir sig fagrar minningar sem gott verður að eiga athvarf í. Ég og fjölskylda mín sendum Högna og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guðríður. Þó að við þátttakendurnir elt- umst og sumir heltust úr lestinni voru jólaboðin alltaf eins. Sigga frænka sá til þess. Síðasta jólaboð- ið hélt hún af mikilli rausn 93 ára gömul, glæsileg sem fyrr. Á Holtsgötunni var alltaf boðið upp á veitingar. Sælgætisskálin var vinsæl. Þar hafði sælgætið nafn, kóngabijóstsykur, Bismark, möndlur, vindlingar. Okkur var boðið inn í stofu og borð dekkað með fínum dúk og servíettum. Allt var svo gott og rann ljúflega niður með lítilli kók. í kaffiboði hjá Siggu frænku fannst okkur við vera sérstakar persónur því að hún kom fram við okkur sem jafningja. Eftir hress- inguna var tekið til og spilakassinn tekinn fram, gjarnan spilað rommí, marías eða slönguspil. Ósjaldan var vinum okkar boðið með í spilamennskuna til þess að njóta góðs af frændseminni. Sigga frænka hafði alltaf nógan tíma fyrir okkur börnin, við þekktum hana bara í góðu skapi, hlæjandi sínum dillandi hlátri. Eftir spil bernskunnar tóku önn- ur umræðuefni við. Þá var rætt um kosti og galla EB, jarðganga- gerð, uppeldismál, kvenréttinda- mál, og er þá lítið eitt talið af hugð- arefnum hennar. Eins og daginn sem hún fór á spítalann, þá með aðkenningu að hjartaáfalli gaf hún sér tíma til að ræða um málefni Seðlabankans og vísaði í nýút- komna bók Þorvaldar Gylfasonar. Hringferð lífsins heldur áfram. Sigga frænka fékk nýja kynslóð spilafélaga. Börnin okkar báru gæfu til þess að kynnast Siggu frænku. Þau voru jafn hreykin af henni og við. Hún var líka sérstök í þeirra augum. Sigga frænka var vel að sér á nánast öllum sviðum, hún vissi allt hvar sem mann bar niður. Hún ræddi mikið við Einar bróð- ur um knattspyrnu bæði heima og erlendis, fræddi hann gjarnan um einstaka Ieikmenn og stöðu liða í Evrópu. Hún hlustaði mikið á klassíska tónlist í útvarpinu. Þau systkinin áttu fasta miða á tónleika hjá Sin- fóníuhljómsveit íslands í áratugi. Þó að hún hefði mikla gleði af klassískri tónlist hlustaði hún líka á popp og hafði á tímabili áhyggj- ur af Mick Jagger þegar hann stóð í einhveiju hjónabandsrugli um árið! í gegnum litla viðtækið sitt náði hún útsendingum erlendra útvarpsstöðva þótt einkanlega hlustaði hún á BBC og útsending- ar frá Frankfurt. Sigga frænka las ávallt mjög mikið. Seinni árin þegar bæði kraftar og sjón höfðu dvínað urðu dagblöðin og erlend tímarit aðal- lesefnið. Vikulega var henni færð- ur skammturinn af enskum, þýsk- um, dönskum og norskum blöðum. Öll blöðin las hún spjaldanna á milli enda var hún jafnvíg á öll þessi tungumál. Sem gamall Reyk- víkingur sagði hún okkur frá stað- háttum, mönnum og málefnum fyrri tíma. Minningarbrot nærri heillar aldar röðuðust saman og gáfu okkur glögga mynd af Reykjavík, þegar Bakarabrekkan var moldargata og stjákla þurfti yfir Lækinn. Sigga frænka bar það með sér alla tíð hversu gott veganesti hún hafði hlotið í uppvexti sínum. Það ásamt afburða greind, kjarki og bjartsýni gerði hana að þeirri góðu manneskju sem hún var. Það er einkennilegt að kveðja Siggu svona um hávetur því að við vorum viss um að hún þyrfti hjálp okkar við að setja upp sumargardínurnar. Sumarið var hennar tími. Hún kvaddi sátt sína löngu jarð- vist og við viljum trúa að henni líði vel í samfélagi góðra sálna. Blessuð sé minning hennar. Hera, Kristín og Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.