Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Aframhald- andi óánægja eða ný forysta? FYRIR dyrum standa kosningar til stjómar í Starfs- mannafélagi Reykja- víkur (St.Rv.). Kosið er um formann og 5 stjórnarmenn til 2ja ára. í framboði er listi uppstillingarnefndar með Grétar Jón Magn- ússon sem formann og í stjórn Helga Eiríks- son, Jónas Engilberts- son, Jakobínu Þórðar- dóttur, Pétur Inga Frantzson og Guðrún Guðjónsdóttur. Auk þess er Birni Amórs- syni stillt upp til eins árs af sérstök- um ástæðum. Ekki er mótframboð gegn honum. Hins vegar hafa tveir til viðbótar gefið kost á sér til stjórnar og tveir til formanns, þau Marías Sveinsson og Sjöfn Ingólfs- dóttir, núverandi formaður. Ég hef setið í stjórn St.Rv. und- anfarin 4 ár en gef ekki kost á mér áfram. Ég tel mig þekkja allvel til málefna félagsins og fagnaði því þegar ljóst var að félagið gæti átt von á nýrri forystu. í eftirfarandi samantekt ætla ég m.a. að íjalla um nokkur atriði sem gætu skýrt slakan árangur félagsins. En að gefnu tilefni ætla ég fyrst að fjalla örstutt um uppstillingamefnd, sem er valin af fulltrúaráði félagsins. Uppstillingarnefnd Sjöfn Ingólfsdóttir segir í blaða- viðtali að hlutverk nefndarinnar sé að stilla upp þeim mönnum sem fyrir em í stjórn og fylla upp með nýjum mönnum gefi þeir sem fyrir vom ekki kost á sér áfram. Ekkert er fjallað um þetta í lögum félags- ins sem ekki er von. Tökum dæmi: Ef stjómarmaður glatar trausti umbjóðenda sinna á uppstillingar- nefnd þá að koma í veg fyrir að um hann verði kosið, vilji hann sjálf- ur gefa kost á sér áfram? Verkefni upp- stillingarnefndar er að stilla upp hæfasta fólk- inu sem kostur er á hveiju sinni. Á undan- fömum ámm hefur það frekar verið regla en undantekning að kosið hafi verið milli manna í nefndinni, bæði um þá sem gefa kost á sér til áfram og eins nýja. Þegar verið var að kanna undirtektir við framboð Grétars var haft samband við 10 af 15 fulltrúum upp- stillingarnefndar. Og vom und- irtektir slíkar að Grétar féllst á að gefa kost á sér. Ekki var á nokk- um hátt farið leynt með þetta. Það er því vandamál núverandi for- manns hafi hún ekkert vitað um þessar þreifingar. Sjöfn hefur gert atkvæðagreiðsl- una í uppstillingarnefnd að miklu máli og reynir að gera hana sem tortryggilegasta. Þannig vonar hún ef til vill að geta komist hjá að ræða höfuðvanda félagsins, sem er slakur árangur hennar í kjaramál- um. Þetta kemur svo sem ekki á óvart því að Sjöfn hefur að mínu mati átt afar erfitt með að greina á milli aðal- og aukaatriða. Þannig hefur t.d. drjúgur tími stjórnarinnar farið í að ræða fánasaum, jólafönd- ur, skemmtanir o.s.frv. en minna farið fyrir umræðu um kjaramál. Kjaramál Samkvæmt skýrslum Kjararann- sóknarnefndar opinberra starfs- manna (KOS) voru meðaldagvinnu- laun borgarstarfsmanna í St.Rv. og ríkisstarfsmanna í SFR svipuð árið 1987, um 41.000 kr./mán. Síðan hefur St.Rv. dregist aftur úr. Á meðfylgjandi línúritum, sem unnin eru upp úr skýrslum KOS, eru bor- in saman meðaldagvinnulaun fé- laga í St.Rv. og a) ríkisstarfsmanna í BSRB, b) leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg og c) bæjarstarfs- manna utan Reykjavíkur. En það er einmitt síðastnefndi hópurinn sem félagar í St.Rv. hafa helst mið- að sig við. Þar eru störf sambæri- legust. Ég hef valið til samanburðar tímabilið frá 1. janúar 1991 til 30. júní 1995. í samanburðinum við bæjarstarfsmenn utan Reykjavíkur, liggja þó aðeins fyrir upplýsingar um eitt ár í skýrslum KOS, 1994. Samkvæmt upplýsingum KOS eru laun háskólamanna ekki í þessum tölum Ég tel það raunhæfan samanburð að bera aðeins saman dagvinnulaun. Þess má þó geta að munurinn eykst hlutfallslega hvað varðar línurit a og c þegar heildarlaun eru borin saman. Samkvæmt KOS var meðal- heildarlaunamunur á borgarstarfs- manni í St.Rv. og ríkisstarfsmanni í BSRB um 190.000 kr. árið 1994. Sjöfn hefur haldið því fram í út- varpsviðtali að Reykjavíkurborg greiði lág laun og það sé ástæðan fyrir slökum árangri félagsins. Ég held að Reykjavíkurborg sé ekkert verri viðsemjandi en aðrir á vinnu- markaðinum. Félag leikskólakenn- ara hefur sýnt fram á að hægt er að semja við Reykjavíkurborg með betri árangri. Mörg undanfarin ár hefur höfuð- krafa St.Rv. í samningum verið að fá greidd sambærileg Iaun og bæj- arstarfsmenn utan Reykjavíkur. Eins og sést á línuritinu hefur for- ystunni litið orðið ágengt í þeim efnum. Sjöfn hefur haldið því fram i út- varpsviðtali að hún ætli sem for- maður að halda áfram á sömu Gott orð fer af Grétari Jóni Magnússyni, segir Pétur Krisljánsson, og hann er þaulvanur félagsmálum. braut. Það þýðir væntanlega, nái hún kjöri, að félagsmenn í St.Rv. halda áfram að dragas't aftur úr eins og línuritin glögglega sýna. Vandamál félagsins Fyrir utan forystuna liggur vandi félagsins m.a. í skipulagi þess. Fé- laginu er skipt í 15 deildir og í hverri deild er að finna flest þau starfsheiti sem samið er um í kjara- samningum. Þegar kemur að kjara- samningum skilar hver deild inn kröfum fyrir sína menn. Þannig geta komið fram 15 mismunandi kröfur fyrir hvert einstakt starfs- heiti. Þetta er svo ruglingslegt að þegar þetta kemur upp á samninga- borðið er þessu yfirleitt sópað burt í einu lagi. Þegar lögunum um kja- rasamninga opinberra starfsmanna var breytt og sérkjarasamningar felldir út, var nauðsynlegt að laga sig að því fyrirkoínulagi. Ég tel að það þurfi að endurskipuleggja fé- lagið og skipta því í 3 deildir eftir faghópum. Skrifstofuhóp, heil- brigðis- og umönnunarhóp og tæknihóp. Hver þessara 3ja deilda ætti að skipa eigin samninganefnd, þannig er auðveldara að samræma kröfur og vinnubrögðin verða mark- vissari. Auk þessara 3ja deilda ætti að halda deild eftirlaunaþega óbreyttri vegna sérstöðu hennar. Sú deild ætti að skipa mann í samn- inganefndir hinna deildanna þriggja. Ég hef áður sett þessa hugmynd fram bæði í stjórn félags- ins og eins í grein í Fréttabréfi St.Rv. en forystan hefur ekki viljað hlusta á hana eða ekki haft þann kjark sem þarf til að hrinda þessu í framkvæmd. Formannsefni Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er að mörgu leyti pólitískari vinnu- staður en almennt gerist og geng- ur. Það getur því verið óheppilegt þegar formaður St.Rv. er virkur félagi í stjórnmálaflokki og sækist eftir frama á þeim vettvangi. Hætta á hagsmunaárekstri milli félagsins og flokksins er því vel möguleg. Nú er einstakt tækifæri að kjósa nýja forystu og vekja aftur nauðsyn- lega tiltrú á félagið og forystu þess sem verkfæri í kjarabaráttunni. Ég þekki lítillega til Grétars Jóns Magnússonar, en af honum fer gott orð og hann er þaulvanur félags- málum. Grétar var með í að stofna og stjórna stéttarfélagi í Ólafsfirði og hann hefur um árabil verið virk- ur félagi í Kiwanishreyfingunni á Islandi. Þar hefur hann verið kosinn til æðstu metorða. Hann er fastur fýrir og á auðvelt með almanna- tengsl. Ég er sannfærður um að undir stjórn Grétars munu tengsl stjórnar og hinna almennu félaga eflast til muna og árangur mun ekki láta á sér standa. Ég hvet ykkur, félagar góðir, til að kjósa Grétar og lista uppstilling- arnefndar, það er félaginu fyrir bestu. Höfundur er fráfarandi sijórnar- maður. Línurit A St.Rv. og ríkisstarfs- menn í BSRB 90 þús. kr.- Meðaldagvinnulaun, kr./mán. 85 -----—---------— BSRB rikisstarfsmenn^ 80.........................V Línurit B St.Rv. og félag leik- skólakennara, samningur við Reykjavíkurborg Meðaldagvinnulaun, kr./mán. Línurit C St.Rv. og bæjarstarfs- menn utan Reykjavíkur Meðaldagvinnulaun, kr./m 65 ' 91 1992 1993 1994 ’95 ’91 1992 1993 1994 ’95 JFMAMJJASOND Pétur Kristjánsson Formannskjör í Starfsmanna- félagi Reykjavíkurborgar UNDANFARIÐ hefur einn mót- frambjóðandi minn til formanns- kjörs í -St.Rv., Sjöfn Ingólfsdóttir núverandi formaður félagsins, margsinnis látið frá sér rangar full- yrðingar bæði í útvarpi og í blöðum varðandi störf uppstillingarnefndar': Hún hefur sakað fulltrúa deildanna, sem skipa uppstillingarnefndina, um ósæmileg vinnubrögð. I viðtali við Sjöfn sem birtist í Morgunblað- inu 3. febrúar sl. er haft eftir henni: „Sjöfn segir að Grétar Jón sé for- maður uppstillingamefndar og hann greiði atkvæði með tillögu þar sem honum er stillt upp sem for- manni... Þetta gerðist á síðasta fundi nefndarinnar þegar búið var að ganga frá öllum öðrum atriðum, eins og uppstillingu til stjórnar." Ekki veit ég hvaðan Sjöfn hefur þetta því hún á ekki sæti í uppstill- ingarnefnd og kosningarnar voru leynilegar. Ég hafði ekki ætlað að svara þessum ásökunum en þar sem þetta atriði er orðið að þungamiðju hennar í kosningabaráttunni, trú- lega til að gera mig tortryggilegan og reyna að draga athygli félag- anna frá aðalvandamálum St.Rv., er nauðsynlegt að leiðrétta þetta með því að vitna í !ög félagsins en þar segir m.a. í 7. gr.: „í upphafí hvers árs kýs fuiltrúaráðið upp- stillingarnefnd, skip- aða einum manni úr hverri starfsdeild, (15). Heimilt er að kjósa jafnmarga varamenn. Þá skal kosinn formað- ur nefndar." Til for- manns í ár voru ijórir tilnefndir og fór kosn- ing á þá Ieið að ég fékk flest atkvæði. Ekki er kveðið á um það að kjósa skuli varaform- ann uppstillingar- nefndar. Það er leitt að þurfa að vera að tíunda lög félagsins hér en þar sem núverandi formaður er annaðhvort ekki með á nótunum eða er vísvitandi að siá ryki í augu almennra félaga er það nauðsyn- legt. Uppstillingarnefnd hélt 4 fundi. Verkefni hennar var að stilla upp formanni og 6 stjórnarmönnum. Deildir félagsins voru beðnar um uppástungur um menn i stjórn en auk þess gaf formaður og tveir stjórnarmenn, sem áttu að ganga úr stjórn, kost á sér áfram. Á 4. og síðasta fundi nefndarinnar höfðu nefndinni borist 7 tilnefningar í stjórn og 2 til formanns, þ.e. Sjöfn og undirritaður. Var þá auðséð að koma þurfti til kosninga. Eins og áður er getið er enginn varaformað- ur í nefndinni og ákvað ég því að skipa Garðar Hilmarsson sem til- sjónarmann nefndar- innar, á meðan upp- stilling til formanns var rædd og til að sjá um þær kosningar sem framundan voru. Vék ég síðan af fundi en kom aftur eftir að umræð- um var lokið og tók þátt í atkvæða- greiðslu eins og mér bar skylda til sem fulltrúi minnar deildar. Allir nefndarmenn voru sammála þessu fyrirkomulagi. Þess má geta að Garðar er náinn samstarfsmaður Sjafnar. I fyrrnefndu blaðaviðtali segir Sjöfn einnig: „Hlutverk uppstilling- amefndar er fyrst og fremst að stilla upp mönnum sem fyrir eru Tillaga var gerð um mig, segir Grétar Jón Magnússon, og ég tók þeirri áskorun. og hafa gegnt trúnaðarstörfum. Framboð gegn þeirri uppstillingu hefur vanalega gerst í framhald- inu.“ Enn fer Sjöfn með rangar stað- hæfingar um störf nefndarinnar eins og fram hefur komið hér áður. Þá eru hugmyndir hennar um hlut- verk uppstillingamefndar út í hött því ef það væri meiningin að stilla alltaf upp sama fólkinu og verið hefði í stjórn, hefði nefndin lítinn tilgang. Hlutverk nefndarinnar er alveg skýrt en það er að finna besta fólkið sem í boði er hverju sinni. Og ef ekki næst samkomulag í nefndinni á að gera upp á milli manna með atkvæðagreiðslu. Það var nákvæmlega þetta sem var gert. Ágætu félagar, núverandi for- maður St.Rv. veit ekki um neinn ágreining, hvorki málefnalegan né Grétar Jón Magnússon annan, innan félagsins. Þess vegna hefur hún engar skýringar á því sem er að gerast hvað þá heldur nú eftir að enn hefur bæst í hóp frambjóðenda, framboð Maríusar Sveinssonar. Getur verið að hún hafi ekki hlustað á raddir félags- manna og hafi því einangrast frá þeim? Getur skýringin falist í því að ákvörðunarvaldið sé orðið í hönd- um örfárra félaga? Ég hef verið í St.Rv. í u.þ.b. 5 ár og þar af hef ég gegnt starfi trúnaðarmanns fyrir deild 2 í tæp tvö ár. Á þessum tíma hefur mér fundist ég afskaplega illa upplýstur um það hvað er að gerast í félaginu okkar, ekki síst þann tíma sem ég var það sem kallað er „venjulegur félagi”. Þá skynjaði ég þetta félag mitt sem einhvern forræðisaðila ,sem ákveður hvað mér er fyrir bestu, að mér forspurðum. Ég veit að fjölda félaga minna finnst það sama. Ég hef í mörg ár verið starf- andi í ýmsum félögum og gegnt þar trúnaðarstörfum. Smám saman gerði ég mér grein fyrir að það væri meira en lítið að varðandi stjórnun St.Rv. í vetur þegar við nokkrir félagar fórum að ræða málefni félagsins gerðum við okkur fljótlega grein fyrir því að við vorum sammála um öll aðalatriði. Fljótlega varð þessi hópur fjölmennari og loks kom fram ósk frá félögum allra deilda um að við tefldum fram félaga okkar í formannsstöðu í væntanlegum kosningum. Tillaga var gerð um mig og tók ég þeirri áskorun. Sjöfn Ingólfsdóttir, núverandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.