Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Léttmeti á þorra Þorramaturinn er þungur í maga enda segist Kristín Gestsdóttir í mesta lagi borða hann einu sinni á þorranum en borða því meiri fisk og grænmeti. Eg hitti mann um daginn sem sagði: „Ég ætla aldrei aftur á þorra- blót.“ Hann hafði verið á þorrablóti þrisvar þá vikuna sem flestum þykir líklega nóg en er kannski ekki mjög óal- gengt. Maginn þolir þetta hrein- lega ekki. Við skulum því borða mun meira af léttmeti milli þess sem við sækjum þorrablótin. Núna er ýsan upp á sitt besta fyrir og um hrygningartímann, en eftir það fer hún að verða horuð. Þótt við borðum ýsu allt árið er hún samt misjöfn eftir árstíma. Margt ungt fólk í dag borðar aldrei fisk og telur hann vondan. Illa matreiddur fiskur er vondur, en ef við gætum þess að ofsjóða hann ekki og salta nóg er hann alltaf góður svo framarlega sem hann sé ferskur. Grænmeti og ávextir henta mjög vel með flski. Þetta er fljótmat- reitt og má setja allt á eina pönnu eða í eitt eldfast ílát, þá er eng- inn leiðinlegur fiskpottur. Ávext- ir og grænmeti gerir fiskinn lyst- ugri, fallegri og það sem mestu skiptir - hollari. Ýsuflak í örbylgjuofni 1 ýsuflak um 400-500 g _________1 ’A tsk. salt_____ safi úr ’/a lítilli sítrónu nýmalaður pipar 1. Roðdragið flakið, skerið úr því bein. Setjið á fat. Kreistið sítrónusafa yfir flakið og stráið á það salti og pipar. 2. Setjið í örbylgjuofninn og látið soðna í gegn. Fylgist vel með, örbylgjuofnar eru missterk- ir. í 600 W ofni þarf þetta um 5 mínútur, en í 800 W um 3‘/2. Gætið þess að hafa fiskinn ekki of lengi í ofninum. Ýsuflak með mango 1 ýsuflak, 500-600 g 1 msk. Dijonsinnep 1 'A tsk. salt nýmalaður pipar 2 dl hveiti 2 msk. matarolía 2 + 1 msk. smjör __________1 mango__________ 1 bikarsýrðurrjómi 1 msk, mangosulta (chutney) 2 msk. appelsínusafi 2 appelsínur í sneiðum salatblöð 1. Roðdragið flakið, skerið úr því bein. Skerið í stykki. 2. Stráið salti og pipar yfir. Látið bíða í 10 mínútur. 3. Hitið stóra pönnu, setjið matarolíu og 2 msk. af smjöri á hana, veltið fiskinum upp úr hveitinu og brúnið örlítið á báðum hliðum í feitinni. Setjið síðan í rönd á aflangt fat og haldið heitu. 4. Afhýðið mangóið, skerið í rif frá hinum flata steini. 5. Bætið 1 msk. af smjöri a pönnuna og brúnið mangórifin örlítið. Setjið síðan með fiskinum á fatið. 6. Skerið endana þykkt af appelsinunum, kreistið endana út í sýrða ijómann og setjið mangósultu út i. Setjið rönd af sósunni yfir fiskinn á fatinu. Skerið það sem eftir er af appels- ínunum í sneiðar og raðið með á fatið. Meðlæti: Soðnar kartöflur. Næsta uppskrift er úr bók minni „220 gómsætir sjávarrétt- ir.“ Ysa með gulrótum og lauk 1 ýsuflak, 400-500 g safi úr /2 sítrónu 1 '/2 tsk. salt nýmalaður pipar 3 meðalstórargulrætur 2 meðalstórirlaukar 2 msk. matarolía 2 msk. smjör 1. Roðdragið flakið, skerið bita. Hellið sítrónusafa yfir og látið bíða í 10-15 mínútur. 2. Saxið laukinn, rífið gulræt- urnar gróft. Hitið smjör og olíu á pönnu, hafið meðalhita og sjóð- ið lauk og gulrætur í 10 mínút- ur. Veltið við svo að allt sjóði jafnt. 3. Leggið síðan fiskinn yfir grænmetið setjið lokið á og látið sjóða við hægan hita í um 10 mínútur. 4. Berið fram á pönnunni. I DAG SKAK HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á stóra opna mótinu í Linares í janú- ar. Stigahái rússneski stór- meistarinn Igor Glek (2.635) hafði hvítt og átti leik gegn landa sínum A. Volsjín (2.460), sem er alþjóðlegur meistari. 34. Bc7! - Hxc7 35. Dxd6 (Með tvöfaldri hótun á c7 og g6) 35. - Bd8 36. Dxg6+ — Kf8 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir 37. Hf4+! - exf4 38. Hxe8 mát. Helgarskákmót Taflfélags Reykja- víkur hefst í kvöld kl. 19.30 og stendur fram á sunnudags- kvöld. Helgarskák- mót TR hafa verið 1 " bæði öflug og vinsæl undanfarin ár. Verð- laun eru 20 þúsund, 12 þús. og 8 þús. og hækka ef þátt- taka er góð. HÖGNIHREKKVÍSI COSPER EF þú einbeitir þér geturðu skrifað undir ávísunina. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Kattholt FRÚ SIGRÍÐUR í Katt- holti hringdi og bað Vel- vakanda að minna á Kattholt, en þar er nú töluverður fjöldi katta í geymslu. Meindýraeyðir á vegum borgarinnar hefur komið með ketti þangað, svo og fólk sem fínnur ketti á flækingi. Fólk sem hefur tapað ketti er beðið að gera svo vel að hafa samband við Kattholt, einnig þeir sem finna ketti og vita ekki hvað þeir eiga að gera við þá. Gullúr tapaðist KVENGULLÚR tapað- ist í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 2. febrúar sl. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 562-2662. Úr fannst KVENÚR fannst á Hverfisgötu í Hafnar- firði sl. þriðjudag. Upp- lýsingar í síma 568-8500 á daginn eða í síma 555-2350 á kvöldi. Árni. Stelpuhúfa tapaðist BLEIK útsaumuð flau- elshúfa tapaðist nálægt Tjarnarbóli um jólaleyt- ið. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-5333. Skóíadót tapaðist TVÖ pennaveski og snyrtidót í hvítum plast- poka tapaðist fyrir utan HM sl. mánudag. Hafi einhver fundið dótið er hann beðinn að hringja í síma 581-1289. Með morgunkaffinu NÚ verður pabbi reiður. Hann var búinn að segja mér að koma heim fyrir hádegi ÞETTA er mín skoðun, en fyrst þú ert kominn hingað geturðu svo sem spurt lækninn. ER þetta allt sem þú hefur að segja? VATNSGLAS? Það er hægt að þvo það hvenær sem er, ég spurði hvað þú vildir drekka. Víkverji skrifar... VÍKVERJA finnst fáránlegt að menn skuli láta sér detta í hug að rukka STEF-gjöld, eftir því hvar hlustað er á útvarp. Afnota- gjald ríkisútvarpsins er nánast nef- skattur, þ.e.a.s. öll heimiti í landinu, sem eiga útvarp eða sjónvarp greiða fyrir að fá að hlusta á þessa fjöl- miðla og fjölmiðlarnir greiða síðan STEF-gjöldin til handhafa einka- réttar. í raun eru stöðvarnar að greiða fyrir réttinn til þess að út- varpa tónlist og öðru efni, sem háð er þessu einkaleyfi. Það er því gjörsamlega út úr kortinu, þegar menn fara að láta kaupmenn greiða þessi gjöld, af því að útvarp er opið í verzlun. I raun hafa allir viðskiptavinirnir, sem í verzlunina koma, greitt fyrir flutn- ing útvarspefnis með afnotagjöld- unum, flutningur útvarpsefnis er þar með orðinn eins konar þjóðar- eign og það á ekki að skipta máli, hvar hlustað er. Öðru máli gegnir, ef verzlunar- eigandi leikur tónlist af geislaplöt- um eða eitthvert annað útgefið efni, sem aðeins er til einkanota, eins og tilgreint er á umbúðum geisla- platna. Tónlist í útvarpinu er hins vegar þegar greidd af útsendingar- aðila. Ef þessi regla gilti, væri eins unnt að kreljast þess af áskrifend- um blaða, að lesi þeir blöð utan heimilis síns, greiði þeir sérstaklega fyrir lesturinn. Þegar slík samlíking er tekin, sjá allir hversu fáránlegt er að halda slíkri innheimtu til streitu. XXX ARANGUR handknattleiks- manna úr KA hefur vakið athygli og eru KA-menn alls góðs maklegir. En Víkveiji verður þess var hjá fólki að auglýsingamennsk- an í kringum liðið sé að verða helzt til mikil 0g sumir hafa nefnt hið landsfræga mont Akureyringa í þessu sambandi. Líklega má rekja þetta að ein- hveiju leyti til þess, að flestallir fjöl- miðlar eru með fréttamenn á Akur- eyri, þar á meðal báðar sjónvarps- stöðvarnar. Enda gerðu þær því góð skil þegar liðið kom með bikarinn til Akureyrar á laugardagskvöldið. Og Stöð 2 bætti um betur eftir helgina þegar löng frétt um árang- ur KA-liðsins kom frá fréttamann- inum knáa norðan heiða með við- tölum við fjölda bæjarbúa. Nú vill svo til að kvennalið Stjörnunnar í Garðabæ er í sömu stöðu og piltarnir í KA. Þær eru 'efstar í 1. deild og þær urðu einnig bikarmeistarar á laugardaginn. En þar sem sjónvarpsstöðvarnar eru ekki með sérstakan fréttamann í Garðabæ tók enginn mynd af því þegar þær komu þangað með bikar- inn né voru Garðbæingar spurðir álits á frammistöðu stúlknanna á Stöð 2. xxx AMIÐVIKUDAGINN var Val- entínusardagurinn, sem í en- skumælandi löndum er kallaður dagur elskendanna. Þennan dag er fólk sérlega elskulegt við þá sem því þykir vænt um. Víkveiji gerir það að tillögu sinni að íslendingar geri vægi þessa dags meira en það er í dag. Ekki veitir af að sýna örlítið meiri kærleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.