Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga Ný ríkisstofnun tekur við flestum verkefnum Náttúruvemdarráðs GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp til nýrra laga um náttúruvernd, sem miðar að verulegum breytingum á stjórn náttúruverndarmála. í frétt frá umhverfisráðuneytinu segir að lengi hafi verið talið brýnt að endurskoða lög um náttúru- vernd, en gildandi lög eru frá 1973. Umhverfisráðherra ákvað að skipta endurskoðuninni í tvennt, þ.e. að endurskoða annars vegar stjórnskipulag náttúru- verndarmála og hins vegar í síðari áfanga lögin í heild sinni og þar með efnisatriði þeirra. Hið nýja frumvarp lýtur því einkum að stjórnunarþættinum en þar sem um mjög viðarmiklar breytingar er að ræða var ákveðið að leggja fram heildstætt frumvarp. Náttúruvernd ríkisins Meðal helstu nýmæla í frum- varpinu er að ný ríkisstofnun, Náttúruvernd ríkisins, mun taka við flestum verkefnum Náttúru- verndarráðs og daglegum rekstri, en hlutverk Náttúruverndarráðs yrði m.a. að vera umhverfisráð- herra til ráðgjafar um náttúru- verndarmál og gera tillögur til hans um friðlýsingar og aðrar verndunaraðgerðir. Samkvæmt frumvarpinu mun Náttúruvemd ríkisins starfa undir yfirstjórn umhverfisráðherra. Hann skipar stofnuninni fimm manna stjórn, svo og forstjóra til fimm ára í senn. í samræmi við eðlilega stjórnsýslu verður heimild til setningar reglugerða færð frá Náttúruverndarráði til ráðherra, svo og heimild til friðlýsingar. Ráðherra boði til náttúruverndarþings Samkvæmt frumvarpinu skal umhverfisráðherra boða til nátt- úruverndarþings tvisvar á kjör- tímabili, að loknum alþingiskosn- ingum og aftur tveimur árum síð- ar. Hlutverk slíks þings er að fjalla um náttúruvernd og kjósa fulltrúa í Náttúruverndarráð. A náttúruverndarþingi skulu eiga sæti, auk Náttúruverndarráðs, fulltrúar þeirra sem vinna að nátt- úruvernd og -rannsóknum: hags- munaaðila, félagasamtaka, stofn- ana, ráðuneyta og þingflokka. Náttúruverndarráð verður skipað níu mönnum, sex skipuðum af ráðherra í upphafi hvers náttúru- verndarþings, þar af fimm sam- kvæmt tilnefningu fag- og hags- munaaðila, og þremur kosnum á náttúruverndarþingi. Ábyrgð flutt heim í hérað í samræmi við stefnu um- hverfisráðherra um að flytja ábyrgð á náttúruverndarmálum í auknum mæli heim í hérað er m.a. í frumvarpinu kveðið á um heimild til að fela náttúrustofum og náttúruverndarnefndum sveit- arfélaga almennt eftirlit með nátt- úru landsins. Þá er ennfremur heimilt að fela einstaklingum eða lögaðilum umsjón og rekstur ann- arra náttúruverndarsvæða en þjóðgarða og sveitarfélögum eða héraðsnefndum umsjón og rekstur gestastofa. Frumvarpið var samið af starfs- hópi sem í áttu sæti Guðjón Ólafur Jónsson, aðstoðarmaður umhverf- isráðherra, formaður, Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í um- hverfisráðuneytinu, og alþingis- mennirnir Árni M. Mathiesen og Valgerður Sverrisdóttir. Við vinnu sína studdist starfshópurinn m.a. við fyrri frumvörp um sama efni og athugasemdir sem við þau voru gerð. • • / / / / / / / SONGHATIÐI HASK0LABI0I laugardaginn 17. febrúar kl. 16:00 FRAM KOMA Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Fóstbræður Kvennakór Reykjavíkur Sieglinde Kahmann, Sigurður Björnsson, Ásgeir Eiríksson Signý Sæmundsdóttir, Björk Jónsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir Drengjakór Laugarneskirkju Miðasala í Háskólabíói, Pennanum og Eymundsson Bamaleikhúshátíðin hefst á morgun FRÉTTIR Á MORGUN, laugardag, hefst barnaleikhúshátíðin, sem Barna- og brúðuleikhússam- tökin á íslandi efna til í því skyni að styðja starf eina barnaleikhússins, sem enn starfar í Sarajevo í Bosníu- Hersegóvínu. Hátíðin stendur yfir á morgun og sunnudag. Á morgun sýnir Möguleikhúsið við Hlemm Ævintýrabókina kl. 16.00 en í Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, sýnir Brúðu- bílinn Af hverju? og Trúða og töframenn kl. 15.00. Á sunnudag verður dag- skráin, sem hér segir: Furðu- leikhúsið sýnir Hlina Kóngs- son í Möguleikhúsinu við Hlemm kl. 14.00. Þjóðleikhús- ið sýnir Lofthrædda örninn kl. 16.00. í Leikbrúðulandi, Fríkirkjuvegi 11, sýna 10 fing- ur Englaspil kl. 14.00 og Sög- usvuntan sýnir Smjörbitasögu kl. 16.00. Loks sýnir íslenzka brúðu- leikhúsið við Flyðrugranda Kabarett kl. 15.00 á sunnudag. Verð aðgöngumiða á allar sýningar er 500 krónur. Samgönguráðherra um Canada 3000 Reglulegt leiguflug ígildi áætl- unarflugs „SAMKVÆMT evrópskum reglum er ekki lengur munur á áætlunar- flugi og leiguflugi. Flug Canada 3000 er reglulegt leiguflug og því ígildi áætlunarflugs. Við íslending- ar erum reiðubúnir að auka tíðni reglulegra ferða milli Kanada og íslands, en við hljótum að byggja á að sá réttur sé gagnkvæmur," sagði Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, í samtali við Morgunblað- ið. Canada 3000 hefur heimild ís- lenskra yfirvalda til að lenda hér á landi tvisvar í viku og er þá miðað við að Flugleiðir mega fljúga jafn oft vikulega til Kanada. í Morgun- blaðinu í gær var haft eftir tals- manni kanadíska samgönguráðu- neytisins að íslendingum væri í sjálfsvald sett hvort leigufélag, eins og Canada 3000, fengi að lenda oftar, þar sem aðrar reglur giltu um það en áætlunarfélög. „Áuðvitað er okkur þetta í sjálfs- vald sett,“ sagði Halldór. „íslensk stjórnvöld hafa stefnt að frelsi í samgöngumálum, en við viljum að það haldist í hendur, þau réttindi sem íslendingar veita og þau sem þeir fá annars staðar.“ Lögfræðiálit um réttarstöðu strætis vagnabílstj óra Ákvæði kjara- samninga brotin á vagnstjórum ÁKVÆÐI kjarasamninga vagn- stjóra hjá Strætisvögnum Reykja- víkur eru brotin, samkvæmt lög- fræðiáliti Arnmundar Backman, sem unnið hefur álitsgerð um rétt- arstöðu strætisvagnabílstjóra að beiðni Unnar Eggertsdóttur, vagn- stjóra og trúnaðarmanns 9. deildar Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar sem vagnstjórar m.a. til- heyra. í greinargerð Arnmundar segir að ljóst sé að kjarasamningar eigi að njóta verndar um lágmarkskjör og væri einstaklingum og öðrum óheimilt að semja um lakari kjör en í aðalkjarasamningi greinir. Að auki væru í gildi landslög, sem vörðuðu frítíma og hvíldartíma, sem þriggja vikna vaktaskrá vagnstjóra virtist bíjóta einnig. Arnmundur er þeirrar skoðunar að samningsbrot varði öll þessi atriði. Löng hefð og langvarandi tómlæti „Líta ber til þess, þegar meta skal frávik frá kjarasamningi, hvernig það virkar á heildina. Með þessu er ég að segja að ef fyrir- komulagið hefur að jafnaði ekki í sér fólgna kjaraskerðingu þegar lit- ið er til allrar stéttarinnar, líta dóm- stólar til þess. Ef hinsvegar hægt er að sýna fram á það reikningslega að í öllum tilfellum sé um skerðingu að ræða frá lágmarksákvæðum kja- rasamningsins, tel ég þessi launa- kjör ólögleg. Það þýðir að hægt yrði að fá þau dæmd ógild fyrir hvern þann einstakling sem vildi láta á þau reyna og það er einnig hugsanlegt að leita með málið til Félagsdóms með þá spurningu hvort kjarasamningur hafi verið brotinn fyrir heildina. Það sem hins- vegar skyggir á réttarstöðu vagn- stjóra í þessu máli, er löng hefð á þetta fyrirkomulag og langvarandi tómlæti. Til þess líta dómstólar einnig. Það er þó ljóst að af og til hafa aðilar kjarasamningsins og launamálanefnd sérstaklega lýst því yfir að hún muni beita sér fyrir því að taka upp nýtt vaktafyrir- komulag og ég gef mér að það sé vegna óánægju með þessi frávik frá kjarasamningi og jafnvel eitthvað annað. Þetta er hægt að leiða í ljós með gögnum úr sögu málsins, en að öllu samanlögðu er ég þeirrar skoðunar að hér sé samningsbrot á ferðinni. Krafa hvers og einstakl- ings yrði því að byggjast á útreikn- ingi á mismuni aftur í tímann, en þó ekki lengur en fjögur ár til baka vegna reglna um fyrningu launa,“ segir í lögfræðiálitinu. Fjögurra ára þrautagöngu lokið „Fjögurra ára þrautagöngu er nú lokið og styður þetta lögfræðiá- lit grunsemd mína um að sérkjara- samningur vagnstjóra sé mun lak- ari en aðalkjarasamningurinn," segir Unnur. „Eg er búin að biðja mitt stéttarfélag, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, í mörg ár um að reikna það út fyrir mig hvort sérkjarasamningurinn skerði mín réttindi miðað við aðalkjarasamn- inginn eða ekki. Það hefur ekki fengist gert svo að ég þurfti að iokum að snúa mér til lögfræðings úti í bæ.“ Aðspurð um framhald málsins segir Unnur að ljóst sé að afgreiða þurfi það á einn eða annan hátt og að hennar mati skipti sú upphæð, Morgunblaðið/Þorkell UNNUR Eggertsdóttir, vagn- stjóri og trúnaðarmaður, með álitsgerð um réttarstöðu strætisvagnabílstjóra sem Arnmundur Backman vann að hennar beiðni. sem vagnstjórar hafa verið hlunn- farnir um, milljónum króna. „Vegna þess að stéttarfélagið hefur brugð- ast þeim trúnaði, sem því ber gagn- vart félagsmönnum sínum, er mjög líklegt að ég fari fram á það við BSRB að það taki málið að sér þar sem að augljóslega er um brot á aðalkjarasamningi að ræða. Eg er búin að reyna í mörg ár að fá Sjöfn Ingólfsdóttur, formann Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar, til þess að sýna mér það svart á hvítu hvort að þetta sé lakari eða betri kjarasamningur heldur en gildandi aðalkjarasamningur. Hún hefur hingað til hafnað því og þar af leið- andi er hún búin að bregðast trún- • aði mínum.“ Unnur leggur áherslu á að hún hafi aldrei óskað eftir breyttu vaktafyrirkomulagi, heldur aðeins verið að ganga úr skugga um hvort hún fái greitt í samræmi við vinnu- framlag sitt og hvort þær greiðslur stæðust kjarasamninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.