Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Dómar EFTA-dómstólsins Aðildarríki ekki beitt viðurlögnm EFTA-dómstóllinn í Genf hefur ekki lagaheimildir til að beita að- ildarríki EFTA neinum viðurlög- um, þótt hann komist að þeirri niðurstöðu að ríki hafi brotið samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Liggi slík niðurstaða hins vegar fyrir, geta önnur aðild- arríki EFTA eða Evrópusam- bandsins ákveðið að grípa til að- gerða gegn hinu brotlega ríki. EES-samningurinn heimilar dómstólnum og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að beita einstaklinga og lögaðila viðurlögum, einkum sektum, vegna brota á sam- keppnisreglum samningsins. Þeg- ar um aðildarríki er að ræða, get- ur dómstóllinn hins vegar aðeins komizt að niðurstöðu um það hvort ríki hafi brotið samninginn eða ekki. Pólitískar aðgerðir annarra aðildarríkja EES Sé hin lögfræðilega niðurstaða sú að EFTA-ríki hafi gerzt brot- legt við samninginn, er framhaldið í raun pólitískt og undir öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahags- svæðisins komið hvernig þau bregðast við. Aðildarríki gætu til dæmis ákveðið að beita hið brot- lega ríki refsiaðgerðum eða hætta að uppfylla ákveðin ákvæði EES gagnvart þeim. Fyrir EFTA-dóm- stólnum liggur nú stefna Eftirlits- stofnunar EFTA á hendur íslenzka ríkinu vegna álagningar og inn- heimtu vörugjalds hér á landi. Búizt er við dómi í málinu eftir þrjá til íjóra mánuði, verði íslenzkum lög- um ekki breytt áður þannig að ESA líki. Bjerregaard enn gagnrýnd Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RITT Bjerregaard, sem fer með umhverf- ismál í framkvæmda- stjórn ESB, hefur fengið að vita úr ýms- um áttum að það besta sem hún geti gert fyrir umhverfið sé að láta af rtörfum. í samtali við danska blaðið Politiken segir hún að hún láti sér slík ummæli í léttu rúmi liggja, því árangur af starfí hennar sé á næsta leiti. Það hafi hins vegar gert henni erfitt fyrir að forveri hennar í starfi hafi skilið eftir sig alltof bjartsýnar áætlanir. Nýlega skrifaði umhverfisvernd- artímaritið Environmental Watch að ef Bjerregaard vildi vinna um- hverfinu gagn ætti hún að láta af störfum. Undir þetta tóku ýmsir ónafngreindir sérfræðingar í um- hverfismálum í Brussel. En þetta er aðeins síðasti liður í andúðarfullum um- mælum sem Bjerrega- ard hefur mátt þola allt frá því að hún tók við embætti í fram- kvæmdastjórninni. Strax í byrjun fékk hún að heyra að þekk- ing hennar á mála- flokknum væri í lág- marki. Óraunsæ framkvæmdaáætl- un forverans Bjerregaard segir sjálf að gagnrýnin stafí meðal annars af því að forveri henn- ar hafí gert óraunsæja fram- kvæmdaáætlun. Nú sé að koma í ljós að tímamörk áætlunarinnar standist ekki, eins og hún hafí bent á frá byijun. Hins vegar lofar Bjerregaard því að árangur af starfi hennar og samstarfsmanna hennar muni koma i ljós á næstunni. Ritt Bjerregaard Svíar undirbúa ríkjaráðstefnu ESB Atvinnusköpun vekur vinsældir almennings Stokkhólmi. Morgunblaðið. VINSÆLDIR Evrópusam- bandsins meðal Evrópubúa standa og falla með því að ESB takist að saxa á atvinnuleysið í Evrópu. Þó að baráttan gegn atvinnuleysi hafi verið á dagskrá ESB um hríð liggja engar ákveðnar tillögur fyr- ir um aðgerðir. Að sögn Sven-Olof Petersson sendiherra, sem vinnur að undirbúningi ríkjaráðstefnunn- ar í vor leggja Svíar mikið upp úr að hugsanlegar aðgerðir fari að taka á sig lag. í samtali við Morgunblaðið sagði Petersson að á næstunni stæðu Svíar fyrir embættismanna- fundi fyrir þá sem deila skoðun Svía á mikilvægi atvinnuskapandi aðgerða á vegum ESB. Ætlunin er .að huga að hvernig hægt sé að nýta ríkjaráðstefnuna til að koma skrið á þessi mál. Meðal annars verður rætt um atvinnu- skapandi verkefni, eftirlit með slíkum verkefnum og sérstaka nefnd til að fylgja málinu eftir. Svíum er ljóst að miklu máli skipt- ir að til að aðgerðirnar veki tiltrú sem flestra þurfi að gera kröfur til þeirra atvinnulausu, svo ekki sé verið að byggja upp hátimbrað styrkjakerfi, heldur í raun að skapa atvinnu. Hugmyndin að baki atvinnu- skapandi aðgerðum er meðal ann- ars að sýna almenningi fram á að ESB geti beitt sér á sviðum, sem í raun koma almenningi til góðs. Petersson sagði að efst á baugi á ríkjaráðstefnunni yrðu. að vera mál, en snertu almenning, svo sjá mætti að ESB væri ekki kerfi, sem rifi niður velferðina. í því sambandi skipti máli að málsmeðferð ESB yrði jafn opin og gegnsæ og almennt gerðist á Norðurlöndum, auk þess sem um- hverfismál ætti að taka föstum tökum, að ógleymdum atvinnu- málunum. Kasparov eftir 4. skákina við Djúpblá „Ég er að niður- lotum kominn“ Fíladelfíu. Reuter. Mannskæð sprenging í Kabúl ALLT að 60 manns biðu bana og fjölmargir særðust þegar vopnabúr í forsetahöllinni í Kabúl í Afganistan sprakk í loft upp í gær. Mikinn reykj- armökk lagði yfir borgina og rak hver sprengingin aðra í nokkum tíma. Talsmaður stjómvalda útilokaði, að upp- reisnarmenn, sem hafa setið um Kabúl frá því í október, hefðu átt þátt í henni. í forsetahöll- inni eru nú skrifstofur afganska varnarmálaráðuneytisins. Kínverjar ófærir um innrás JOHN Shalikashvili, forseti bandaríska herráðsins, sagði í gær á fréttamannafundi, að kínverski herinn væri ófær um innrás í Tævan vegna þess, að hann skorti skip, sem til þess þyrfti. Kvað hann heldur ekkert benda til, að innrás væri í undir- búningi þrátt fyrir þær heræf- ingar, sem nú stæðu fyrir dyr- um. Tævanski herinn ræður yfír mjög fullkomnum vopna- búnaði og flestir telja, að hann myndi upp á eigin spýtur geta hrint hugsanlegri innrás Kín- verja. Vísindaleg1 þrif ÍBÚAR í enska smábænum Bruntingthorpe hafa ákveðið að leita á náðir vísindanna í baráttu sinni gegn hundaskít á gangstéttum. Hundarnir í bæn- um er 30 talsins og lögum sam- kvæmt ber eigendum þeirra að sjá til, að þeir skilji ekki stykk- in sín eftir á almannafæri. Á því er þó mikill misbrestur og þess vegna verða nú tekin sýni af götunum tii DNA-greiningar og borin saman við DNA-grein- ingu á hári hundanna. Þannig mun fást úr því skorið hver á hvað. Afram á um- bótabraut MINDAUGAS Stankevicius, nýr forsætisráðherra Litháens, hét því í gær að vinna áfram að efnahagslegum umbótum í landinu. Tók hann við af Adolf- as Slezevicius, sem þingið neyddi til afsagnar vegna bankakreppunnar í landinu, en vestrænir sendimenn telja, að Stankevicius sé mjög hæfur maður. Reykingar taka toll FJÓRÐUNGUR Frakka nær ekki 65 ára aldri og reykingar eiga æ meiri þátt í því. Er ástandið verra í Frakklandi að þessu leyti en í öðrum iðnvædd- um ríkjum og hefur verið það í tvo áratugi. Hefur þeim raun- ar fækkað, sem falla frá snemma af völdum áfengis- drykkju, en þáttur reykinganna hefur vaxið að sama skapi. 85.868 karlmenn yngri en 65 ára létust í Frakklandi 1993 og var lungnakrabbi algengasta dánarmeinið. Síðan komu sjálfsvíg, þá krabbamein í munni eða hálsi, hjartabilun, umferðarslys og áfengissýki. GARRIJ Kasparov og forritarar eða fulltrúar „Djúpblár", öflugustu skák- tölu í heimi, sömdu um jafntefli í fjórðu skákinni í fyrradag. Var hún mjög spennandi og sú skemmtilegasta til þessa og Kasparov viðurkenndi .á eftir, að hann væri að niðurlotum kominn. Standa nú leikar jafnir, tveir vinningar gegn tveimur, og alveg ljóst, að í þeim tveimur skákum, sem eftir eru, stendur tölvan betur að vígi hvað varðar „taugastyrk og andlegt úthald“. Kasparov, sem var með hvítt, fékk örlítið betra tafl í byrjun en „Djúp- blá“, sem beitti slafneskri vöm, flækti stöðuna með peðsfóm í 33. leik. Voru skákmeistarar mjög hrifnir af ridd- araleik „Djúpblár" í 35. leik, sem miklar hótanir fylgdu, en Kasparov, sem margir telja besta skákmann, sem uppi hefur verið, fann rétta svar- ið eftir nokkra umhugsun. Þegar hér var komið var augljóst, að skákin var farin að reyna verulega á Kasparov en í 42. leik sneri hann taflinu aftur sér í vil með því að fóma hrók fyrir riddara og peð. Eftir fjög- urra og hálfs tíma skák og 50 leiki var kominn upp jafnteflisstaða og vísindamaðurinn Murray Campbell, sem stýrði taflmönnunum fyrir hönd „Djúpblár", bauð jafntefli, sem Kasp- arov þáði. Úrvinda af þreytu „Ég er ánægður með að hafa slopp- ið fyrir horn undir iokin,“ sagði Kasp- arov. „Þetta var það versta, sem hægt er að lenda í gegn tölvunni, staðan opin og tíminn orðinn lítill." Kasparov kvaðst verða að viður- kenna, að hann væri orðinn þreyttur eftir íjórar óvenjulega erfíðar skákir á fímm dögum. „Ég er úrvinda, að niðurlotum korninn," sagði hann. Skákskýrendur eru sammála um, að tvær siðustu skákirnar verði Kasp- arov erfíðar. Álagið á honum, jafnt líkamlegt sem andlegt, hafí verið gíf- urlegt en „Djúpblá“ þekki engar slík- ar kenndir. onso Valdivieso, kynnti þingnefnd á miðvikudag ákæru í fjórum liðum á hendur Emesto Samper, forseta landsins. Samper er, samkvæmt heimildum á skrifstofu saksóknara, meðal annars sakaður um kosninga- svik og að hafa þegið allt að 400 milljónir króna frá Cali-eiturlyfja- hringnum til að fjármagna kosninga- baráttu sína árið 1994. Valdivieso_ kynnti ákæmatriðin á fundi með Ákærunefndinni, sem er eina stofnun landsins þar sem hægt er að flytja ákærumál gegn forset- anum. Lagði hann á fundinum fram sönnunargögn, sem safnað hefur ver- ið saman á undanfömum átján mán- uðum. Fulltrúar Frjálslynda flokksins, sem fer með völd í landinu, eru í meirihluta í nefndinni, sem skipuð er fulltrúum öldungadeildarinnar. Neyðist nefndin nú til að taka upp málið gegn Samper á ný, en rann- sókn á því var hætt í desember í fyrra og borið við skorti á sönnunar- gögnum. Nefndin hefur nú 30 daga til að ákveða hvort að hætt verði rannsókn á ný eða hvort málinu verði skotið til þingsins til umræðu. Þingið getur síðan ákveðið að annað hvort hætta frekari aðgerðum eða vísa málinu til öldungadeildarinnar, sem tekur end- Að loknum 16 leikjum í skákinni í fyrradag var tölvuforritið „Fritz4“ notað til að meta stöðuna og taldi hún þá Kasparov hafa örlítið betur en síðan tókst „Djúpblá" að jafna taflið. Til að minnast ENIAC „Djúpblá" er eins og fyrr segir öflugasta skáktölva, sem gerð hefur verið, en tilefni einvígisins er, að í fyrradag vom 50 ár liðin frá því fyrsta tölvan var sýnd opinberlega. Var hún kölluð skammstöfunamafninu EN- LAC og var smíðuð við háskólann í Pennsylvaniu. Höfundar „Djúpblár", nafnið er til- brigði við „Stórublá" eins og IBM er oft kallað, smíðuðu sérstakan ör- gjörva fyrir skákútreikningana og er um að ræða samhliða vinnslu, það er að margir örgjörvar vinr.a saman í einu. Hér fara á eftir leikimir í fjórðu skákinni milli Kasparovs og „Djúp- blár“: Kasparov (hvítt) Djúpblá (svart) 1. Rf3 - d5 2. d4 - c6 3. c4 - e6 4. Rbd2 - Rf6 5. e3 - Rbd7 6. Bd3 - Bd6 7. e4 - dxe4 8. Rxe4 - Rxe4 9. Bxe4 - 0-0 10. 0-0 - h6 11. Bc2 - e5 12. Rel - exd4 13. Dxd4 - Bc5 14. Dc3 - a5 15. a3 - Rf6 16. Be3 - Bxe3 17. Hxe3 - Bg4 18. Re5 - He8 19. Hael - Be6 20. f4 - Dc8 21. h3 - b5 22. f5 — Bxc4 23. Rxc4 — bxc4 24. Hxe8+ - Rxe8 25. He4 - Rf6 26. Hxc4 - Rd5 27. De5 - Dd7 28. Hg4 - f6 29. Dd4 - Kh7 30. He4 - Hd8 31. Khl - Dc7 32. Df2 - Db8 33. Ba4 - c5 34. Bc6 - c4 35. Hxc4 - Rb4 36. Bf3 - Rd3 37. Dh4 - Dxb2 38. Dg3 - Dxa3 39. Hc7 - Df8 40. Hd7 - Re5 41. Hxa5 - Df7 42. Hxe5 - fxe5 43. Dxe5 - He8 44. Df4 - Df6 45. Bh5 - Hf8 46. Bg6+ - Kh8 47. Dc7 - Dd4 48. Kh2 - Ha8 49. Bh5 - Df6 50. Bg6 - Jafntefli. anlega afstöðu til þess hvort að forset- inn verði formlega kærður. Verði málinu vísað til öldungadeild- arinnar verður Samper sjálfkrafa að segja af sér meðan á rannsókn máls- ins stendur. Segist saklaus Samper hefur ítrekað lýst yfír því að hann sé saklaus af öllum ákæruatr- * iðum, nú síðast í sjónvarpsviðtali á miðvikudag. í síðasta mánuði hvatti hann öldungadeildina til að taka mál- ið upp á ný í kjölfar þess að Fem- ando Botero, fyrrum varnarmálaráð- herra og gjaldkeri kosningabaráttu Sampers, hélt því fram að forsetinn hefði vitað af og samþykkt persónu- lega fjárgi'eiðslur eiturlyfjahringsins ) í kosningasjóðinn. Fulltrúar stjómarandstöðunnar og erlendir stjómarerindrekar telja ljóst > að Samper hyggist treysta á að Ákærunefndin muni vísa málinu frá líkt og áður. Nokkrir fulltrúar í nefnd- inni hafa sjálfir verið sakaðir um að tengjast eiturlyfjamálum. Skoðanakannanir í Kólumbíu benda samt sem áður til að saksókn- arinn Valdivieso sé vinsælasti og virt- asti embættismaður landsins. Fulltrú- ) ar viðskiptalífsins og stúdenta hafa kráfíst afsagnar Sampers og það á ' einnig við um Pedro Rubiano, erkibis- i kup í höfuðborginni Bogota. Samper sakaður um fíkniefnatengsl Saksóknari vill kæra forsetann ! Bogota. Reuter. RÍKISSAKSÓKNARI Kólumbíu, Alf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.