Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TAESA meinað að fljúga meðan skýringa er beðið „SKÝRINGAR mexíkóska flugfé- lagsins á að ekki var sótt um leyfi fyrir Birgenair-þotuna hér á landi ættu að berast á morgun [í dag]. Eg á ekki von á að þetta mál hafí áhrif á flug okkar og get nefnt sem dæmi, að fólk hefur verið að bóka í Cancun-ferðirnar í dag,“ sagði Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, í samtali við Morgun- blaðið í gær. íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að meina mexíkóska flugfélaginu TAESA flug hingað, nema það gefi viðhlítandi skýringar á að þota frá Birgenair flaug hingað án heimildar, í stað TAESA-þotu. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, sagði í gær að upplýsingarn- ar hefðu ekki borist frá flugfélag- inu, en Heimsferðir hefðu þegar skýrt hvemig ferðaskrifstofan tengdist flugfélaginu, þ.e. Heims-- ferðir semja um Cancun-ferðirnar við þýsku ferðaskrifstofuna Paul Gunther Tours, en sú stofa sér um samninga við flugfélagið. „Við verðum að fá skýringar frá TAESA á því að ekki var sótt um leyfi hér og við verðum einnig að kanna sannleiksgildi sögusagna um að ekki hafi verið allt sem skyldi með flugöryggið,“ sagði Halldór. Heimild í Þýskalandi Andri Már sagði að TAESA hefði haft heimild fyrir tyrknesku þotuna í Þýskalandi, en ekki sótt um leyfi fyrir millilendingunni hér. „Þýsk yfirvöld, sem gera sömu kröfur til flugöryggis og íslensk, hafa ekki séð ástæðu til að aftur- kalla heimild TAESA til starfsemi í Þýskalandi," sagði hann. „Næsta flug okkar til Cancun er komandi mánudagskvöld og þá eiga tæplega 30 farþegar á okkar vegum bókað far. Það er hins vegar ráðherra að ákveða framhaldið, eftir að gögn TAESA berast.“ Tíu erlend leigufélög Samkvæmt upplýsingum Flug- málastjórnar fengu tíu erlend leiguflugfélög heimild stofnunar- innar til að fljúga með farþega til og frá íslandi á vegum íslenskra ferðaskrifstofa á árunum 1994 og 1995. Það voru bresku félögin Air 2000, Air Foyle Charter, GB Airways og Monarch Airlines, spænsku félögin Air Europa, LTE, Oasis og Spanair, franska félagið Air Liberté og úkraínska félagið Air Ukraine. Á þessum lista eru ekki þau leigufélög, sem millilenda hér á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins, segir að ekki séu heldur tíunduð þau félög, sem fljúga eina og eina ferð, til dæmis fyrir Flugleiðir. „Þar skiptir máli hvort félagið er innan Evrópska efnahagssvæðisins. Ef það er inn- an þess þarf nánast bara að til- kynna breytinguna hverju sinni." Samið um skógræktar- og landgræðslufræðslu itiwi guuuiauiu/ iiauuui SAMNINGUR um skógræktar- og landgræðslufræðslu undirritaður. Frá vinstri: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Grétar J. Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkju- skólans og Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra. Markmiðið er að auka UNDIRRITAÐUR var í gær sam- starfssamningur milli Skógræktar ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi um eflingu skógræktar- og landgræðslufræðslu fyrir almenn- ing og fagfólk. Markmiðið með fræðslunni er að auka þekkingu fagfólks og áhugamanna á hvers konar landbótastarfi og gera land- græðslu og skógræktarstörf þeirra markvissari og árangursríkari. Mik- il vakning hefur orðið meðal al- mennings á mikilvægi skógræktar og landgræðslu á síðustu árum og vilja samstarfsaðilarnir koma til móts við þennan mikla áhuga og bjóða upp á fjölbreytta og hagnýta fræðslu fýrir sem flesta. Aðilar eru sammála um að ár- angri í gróðurvernd og landbótum verði ekki náð nema þjóðin öll sé þátttakandi í því starfi sem ráðast þarf í á næstu árum. Líta megi á samninginn sem framlag þeirra til fræðslu á ári símenntunar. Fræðsl- an er ætluð ýmsum hópum fagfólks og leikfólks á sviði skógræktar, skóggræðslu, landgræðslu og garð- yrkju. Leitast skal við að sníða fræðsluna sem best að þörfum ein- stakra hópa og fá til þess þá aðila, sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Fræðslan fer fram ýmist í Garðyrkjuskólanum Reykjum, hús- næði Landgræðslusjóðs í Reykjavík, Gunnarsholti eða annars staðar eft- ir því sem best þykir henta m.t.t. kennsluaðstöðu og fjarlægðar fyrir þátttakendur. Rekstur fræðslunnar og bókhald fer fram hjá Garðyrkjuskólanum, sem hlutast til um að útbúa náms- skrá í samvinnu við samstarfsaðila og kynna hana sem víðast. Gert er ráð fyrir því að námskeiðshaldið standi undir kostnaði og verður þátttökugjaldi stillt í hóf. Stærsta skemmtun bæjarins felld niður ÁRSHÁTÍÐ Starfsmannafélags Hafnarfjarðar var aflýst í gær- morgun vegna lélegrar þátttöku. Undanfarin ár hafa árshátíð- imar verið 4-500 manna sam- komur sem haldnar hafa verið í íþróttahúsum vegna skorts á nægilega stórum veitingastöð- um. „Þetta hefur verið stærsta skemmtunin í bænurn," sagði vonsvikinn bæjarstarfsmaður sem ekki vildi láta nafns síns getið í samtali við Morgunblaðið. Til stóð að halda árshátíðina á morgun, laugardag, en henni var aflýst í gær þegar 140 manns höfðu boðað þátttöku. Þingmenn ræddu tóbaksvarnafrumvárp á Alþingi Gagnrýni á reykingabann í tónlistarmyndböndum ÞINGMENN gagnrýndu í gær á Alþingi ákvæði í nýju tóbaksvarna- frumvarpi um bann við að framleiða hér á landi tónlistarmyndbönd þar sem tóbaksneysla er áberandi. En einnig töldu þingmenn frum- varpið ekki ganga nægilega langt í öllum atriðum. Þar á meðal að tóbakskaupaaldur skuli ekki vera hækkaður í a.m.k. 18 ár, en þessi aldursmörk eru 17 ár samkvæmt frumvarpinu. Einnig töldu ýmsir þingmenn ástæðu til að hækka þann tekjustofn til tóbaksvarnastarfs, sem mælt er fyrir í frumvarpinu. Heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær og þingmenn sem tóku til máls lýstu almennt stuðn- ingi við meginefni þess, utan Jón Baldvin Hannibalsson þingmaður Alþýðuflokksins, sem sagði það með endemum, uppfullt af boðum og bönnum, fordómum og ofstæki sem leiddi .menn á endanum út í öfgar. Hann gagnrýndi sérstaklega ákvæðið um tóníistarmyndbönd og kvað sér vera spurn hvort fólkið sem samdi frumvarpið væri með öllum mjalla. „Sá sem hugsar svona hlýtur að hugsa næst: kvikmyndir, leikhús, bókmenntir, listir,“ sagði hann. Áður höfðu Guðný Guðbjörnsdótt- ir, Kvennalista, og Óssur Skarphéð- insson, Alþýðuflokki, gagnrýnt ákvæðið á svipuðum forsendum. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra spurði á móti hvort það væri listform að sýna áberandi reyk- ingar í myndbandsgerð og sagðist ekki telja að verið væri að hefta ein- hveija list þótt tónlistarmyndbönd væru ekki full af reyk. Stjórnarfrumvarp um erlendar fjárfestingar í sjávarúvegi 49% óbein erlend aðild möguleg ÚTLENDINGAR geta eignast, með óbeinum hætti, alit að 49% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum ef stjómar- frumvarp, sem þó leyfír einungis 25% óbeina erlenda fjárfestingu, tekur gildi. Þetta kom fram hjá Sighvati Björg- vinssyni, þingmanni Alþýðuflokksins, á Alþingi í gær og Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra staðfesti það. Sighvatur sagði að með því að bæta einum millilið við gegnum eign- arhaldsfyrirtæki, gætu útlendir aðil- ar náð nærri helmings eignarhaldi á hvaða sjávarútvegsfyrirtæki sem vera skal og þar með ráðandi ítökum í fyrirtækjum með dreifða eignar- aðild. Finnur Ingólfsson staðfesti að frumvarpið gerði ráð fyrir því að f þriðja lið fyrirtækja gæti óbein er- lenda fjárfesting farið upp í 49%. Samkvæmt frumvarpinu mega er- lendir aðilar eiga allt að 25% hluta- fjár eða stofnfjár í íslensku fyrirtæki (A), sem aftur á hlut í sjávarútvegs- fyrirtæki (B). íslenskir lögaðilar sem eiga hlut í A, verða að uppfylla þau skilyrði að vera undir íslenskum yfir- ráðum, en í því felst, samkvæmt greinargerð með frumvarpinu, að erlendir aðilar mega ekki eiga meira en 49% hlutafjár eða stofnfjár. Beint aðgengi að fiski Sighvatur Björgvinsson sagði einn- ig, að útlendingur hefðu nú þegar beint aðgengi að físki af íslenskum fiskmiðum í gegnum fískmarkaði og gætu hvenær sem er flutt út físk til vinnslu í útlöndum án þess að þjóðin hafí nokkurn arð af auðlindinni. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði það engar nýjar fréttir að erlendir aðilar hefðu aðgang að fískmörkuðum. Þeir hefðu verið í sam- starfí við íslenska fískverkendur og þar af leiðandi haft óbeinan aðgang að íslenskum fiski. Sighvatur vakti einnig athygli á því að samkvæmt frumvarpinu, sem tekur til allrar erlendrar fjárfestingar í atvinnurekstri, hefðu borgarar á Evrópska efnahagssvæðinu sama rétt og íslendingar til að fjárfesta í orku- fyrirtækjum. Hann sagðist telja að ekki væri hægt að afgreiða frumvarp- ið samhliða frumvörpum um virkjun- arrétt og lögum um eignarhald í auð- lindum á jörðu. Finnur sagði það hafa legið fyrir að um síðustu áramót rann sá tími út sem íslendingar gátu varist því að aðilar í EES gætu fjárfest hér í orkunni. Finnur tók undir mikilvægi þess að leggja fram og samþykkja lög um eignarhald í auðlindum í jörðu og lög um virkjunarrétt fallvatna. Urn það hefðu þó verið deildar pólitískar meiningar en málið væri nú til um- fjöllunar í nefnd, sem ríkisstjómar- flokkamir komu sér saman um að setja á fót. Finnur sagðist vonast til að geta lagt umrædd frumvörp fram ti! kynningar á yfírstandandi þingi, en sagðist svartsýnn á að þau yrðu afgreidd þá. Fyrstu umræðu um stjómarfrum- varpið og tvö þingmanhafrumvörp um sama efni var frestað í fjórða sinn í gær. Ingibjörg sagði að vitað væri að ungt fólk horfði mikið á slík mynd- bönd og spurði hversvegna ætti að auglýsa tóbak í leiðinni. Ossur benti á, að umrætt bann myndi þýða, að framleiðsla tónlistar- myndbanda færi út úr landinu. Það myndi því skaða íslendinga og væri því grundvallaratriði. Gamli ruddinn betri Össur Skarphéðinsson og fleiri gerðu að umtalsefni ákvæði um bann við sölu og framleiðslu á munntób- aki og fínkoma neftóbaki. Sam- kvæmt því verður þó áfram heimilt að selja neftóbak sem framleitt er hérlendis. Össur.sagðist þó ekki hafa. fengið að sjá nein rök fyrir því, að íslend- ingurinn mulinn og skorinn, eins og hann orðaði það, væri hollari en fín- kornótt neftóbak. Ingibjörg sagði ástæðu þessa banns fyrst og fremst þá að fínkorna neftóbak væri miklu skaðlegra en gamli íslenski mddinn. Þannig væri jafn mikið nikótín í einni lítilli tób- aksdós og 5 kamelpökkum. Valdahroki Samkvæmt frumvarpinu verða reykingar bannaðar í öllum skólum nema á háskólastigi. Hjörleifur Gutt- ormsson, Alþýðubandalagi, spurði hvers vegna verið væri að undan- skilja háskóla? Jón Baldvin spurði hvort það væri hugmynd frumvarps- smiðanna að segja við heila stétt manna, kennara í framhaldsskólum og sérskólum, að þeir mættu ekki reýkja. „Hvers konar hroki er þetta af hálfu valdhafa í opnu lýðræðis- þjóðfélagi?" sagði Jón Baldvin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.