Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur faðir okkar, stúpi, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR MARKÚSSON, Aðalstræti 120, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00. Ágústa Markrún Óskarsdóttir, Sveinn Haukur Sigvaldason, Guðri'ður Óskarsdóttir, Kristján Adolfsson, Eva Elsa Sigurðardóttir, Hreiðar Pálmason, Guðrún Ása Þorsteinsdóttir, Jón G. Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR, (áður Smáragötu 4), lést í St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 3. febrúar 1996. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki sjúkradeildar 4B, Hrafnistu, Hafnarfirði, og lyflækningadeildar St. Jósefsspítala. Hólmfríður Kristjánsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Edda Kristjánsdóttir, Tómas Kristjánsson, Anna Fríða Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður, afa og langafa, LEÓS JÓNSSONAR, Hverfisgötu 11, Siglufirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar. Minný Leósdóttir, Guðbjörg Stefánsdóttir, Leó R. Ólason, Fanný Gunnarsdóttir, Sæunn Óladóttir, Hafþór Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Bæring Gunnarsson, Elín Gunnarsdóttir og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVANLAUGAR BJÖRNSDÓTTUR, Uppsalaveg 26, Húsavík. , Hermann Ragnarsson, Jónína Hermannsdóttir, Páll Helgason, Björn Hermannsson, Áslaug Elisdóttir, Þórey Hermannsdóttir, Bjarni Eyjólfsson, barnabörn, ættingjar og vinir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓFRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR, Stafni, Reykjadal. María Helgadóttir, Hallur Jósepsson, Ólöf Helgadóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Ásgerður Helgadóttir, Jón Hannesson, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Jakobsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU PÁLSDÓTTUR, Stórholti 30, Reykjavik. Kristín Guðbjartsdóttir, Magnús Snorri Halldórsson, Adine M.B. lan Helgi Magnússon. PÁLL ÞÓRHALLSSON + PálI Þórhalls- son fæddist á Brettingsstöðum á Flateyjardal 1. april 1913. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 5. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Petrína Sigurgeirsdóttir, f. 16.9. 1887, d. 9.8. 1966, og Þórhallur Pálsson, f. 4.6. 1884, d. 30.1. 1963, bóndi á Brettings- stöðum. Systkini Páls hétu Ásgeir, f. 23.7. 1915, d. 25.8. 1995, Þórður, f. 7.3. 1918, d. 7.3. 1985, og Svava, f. 15.8. 1919, d. 12.3. 1993. Páll átti heima á Brettings- stöðum þar til byggðin lagðist í eyði 1953. Þá flutt- ist hann með fjöl- skyldu sinni _ til Flateyjar. Árið 1962 flytjast svo systkinin öll suður yfir heiðar og setj- ast að á Kópavogs- hæli og þar dvaldi Svava til æviloka. Bræðurnir Ásgeir og Þórður dvöldu síðustu árin norður í Eyjafirði, lengst af í Skjaldarvík. Síðustu árin var Páll til heimil- is á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför Páls fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. PÁLL vinur okkar og frændi hefur lokið lífsgöngu sinni. Hann fékk hægt andlát eftir stutta sjúkdóms- legu. Flateyjardalur er fagurt byggð- arlag. Þar var áður blómlegt mannlíf enda þótt byggðin sé af- skekkt og vegalengd til næsta bæjar á landi talin sex tíma lestar- gangur. Stutt var þó yfir sundið til Flateyjar. Þangað var hægt að sækja brýnustu nauðsynjar þegar vel gaf á sjó. Kirkjustaður var á Dalnum og oft var margt um manninn þegar messað var, gest- risni heimamanna var víðfræg og í hávegum höfð sem enginn gle_ymir er naut. I þessari sveit í faðmi fagurra Qalla með útsýni yfir Skjálfanda fæddist Páll og átti sín æsku- og ungdómsár. Hann ólst upp í heimi stórfjölskyldunnar þar sem kyn- slóðabilið var óþekkt fyrirbæri. Á Brettingsstöðum var marg- býlt í þá daga. Margar ijölskyldur bjuggu saman í gamla bænum sem byggður var úr torfi og grjóti. Heimilisfólk var oft um 20 manns. Bændur hófust nú handa um byggingu íbúðarhúsa úr stein- steypu. Bræðurnir Þórhallur og Guðmundur Pálssynir byggðu Efri- Brettingsstaði rétt norðan gamla bæjarins, Gunnar Tryggvason byggði sitt hús nokkru neðar í túninu og Grímur Sigurðsson byggði einnig upp á Jökulsá. Brett- ingsstaðabændur bættu um betur, þeir reistu rafstöð í litlu gili fyrir ofan bæinn. Raforkan nægði til ljósa og hita. Ætla má að viðbrigðin hafi ver- ið mikil þegar fjölskyldumar fluttu inn í húsin sín árin 1928 og 1929. Rafmagnseldavélin leysti gömlu kolavélina af hólmi og ljós lýsti í hveijum glugga. Þessi reisulegu hús bera vitni um stórhug og bjartsýni þeirra sem SVANLAUG BJÖRNSDÓTTIR + Svanlaug Björnsdóttir fæddist á Húsavík 31. októ- ber 1942. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsa- víkurkirkju 13. febrúar. SÚ S0RGARFRÉTT barst mér síðla mánudaginn 5. febrúar að Svanlaug æskuvinkona mín væri látin. Mig setti hljóða og tár hrutu af hvörmum, á slíkum stundum veltir maður ósjálfrátt fyrir sér lífs- gátunni. Aldrei verður skilningur minn svo djúpur að ég viti eftir hveiju skaparinn fer þegar hann tekur fólk til sín. Tímaklukka hvers og eins tifar í almáttugri hendi hans og mislangur er sá tími sem hvetjum og einum er gefinn; allt frá nokkrum mínútum upp í mis- marga daga eða ár. Alltaf er mað- ur jafn ósáttur þegar fólk á besta aldri er kallað burt úr þessum heimi. Sár koma á hjartað í hveit eitt sinn. Við Lauga vorum skólasystur og vinkonur gegnum barnaskóla, eins vorum við herbergisfélagar á Laugum einn vetur. Laugu voru góðar gáfur gefnar, nám lá opið fyrir henni. Eins hafði hún léttan og sérstakan húmor sem oft vakti kátínu í vinahópi. Margs er að minnast frá bernskuárunum. Æði oft heimsótt- um við hvor aðra. Á þeim tíma þótti sjálfsagt að ganga þennan spöl milli bæjanna, sem fáir krakk- ar og unglingar myndu leggja á sig í dag. Oft eigruðum við um hraunið og kvosirnar og nutum hinnar sérstöku fegurðar sem Að- aldalshraun hefur upp á að bjóða. Heilu dagana gátum við rölt þar um og sest í laut eða á hraun- strýtu og trúað hvor annarri fyrir innstu hjartans málum. Stundum kom fyrir að tíminn gleymdist, þá mættum við stundum of seint til þeirra verka er okkur voru ætluð og fengum bágt fyrir. Lauga giftist mjög ung eftirlif- andi manni sínum, Hermanni Ragnarssyni, og áttu þau þijú mannvænleg börn. Framan af árum komum við hjónin oft í heim- sókn til þeirra og fengum ævinlega frábærar móttökur, bæði á Ketils- brautinni og ekki síður á Uppsala- veginum þar sem þau bjuggu sér fagurt og notalegt framtíðarheim- ili. Lauga hafði „græna fingur", sem höfðu þá náttúru að allur gróður óx og dafnaði sem hún kom nálægt, bæði innan húss og utan. Rósirnar hennar voru víða rómaðar fyrir þroska og fegurð, enda garð- urinn hennar heil paradís, ekki síst þegar líða tók á sumarið og hvert haust skörtuðu rósirnar sínu feg- ursta. Það er sjónarsviptir að slíkri konu sem ætíð hafði lag á að fegra umhverfi sitt og hlúa bæði að nátt- úrunni og ekki síður mannlega þættinum, en Svanlaug var ein- staklega hlý manneskja sem gott var að leita til. Guð geymi þig, Lauga mín, í þínum nýju heimkynnum, þar sem áreiðanlega hefur verið tekið vel á móti þér. Hvíl í friði, kæra vina, og hafðu þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Hermanni, börnunum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau Og aðra ættingja og vini í þessari þungu raun. Sigríður R. Hermóðsdóttir. að stóðu, áður en straumur nýrra tíma hreif þá brott. í dag er þeim öllum vel við hald- ið, nýjar kynslóðir hafa tekið við og njóta þar sumardvalar. Systkinin fjógur á Efri-Brett- ingsstöðum gengu ekki heil til skóg- ar. Þau áttu því ekki samleið með jafnöldrum sínum hvað skólagöngu snerti. Þau öðluðust sinn þroska hjá foreldrum og frændfólki, tóku þátt í störfum dagsins, við hey- skap, umönnun búsmalans, ullar- þvott og annað sem til féll. Þau voru umvafín hlýju og ástúð fólks- ins síns og áttu öll góð uppvaxtarár. Páll var mikill lestrarhestur. Marga stundina sat hann við rúm- stokk Páls afa síns, sem var orðinn blindur, og las fyrir hann. Páll var ótrúlega minnugur á löngu liðna atburði og oft leiðrétti hann okkur þegar gamlar sögur voru rifjaðar upp eða ættartengsl bar á góma. Á áttræðisafmæli Páls 1. apríl 1993 var haldin hátíð í Sunnuhlíð. Vinir og ættingjar Páls glöddust með afmælisbarninu sem naut sín í vinahópi. í rúman aldarfjórðung var heim- ili Páls og Svövu systur hans á Kópavogshæli. Þar nutu þau frá- bærrar umönnunar og flytjum við starfsfólkinu þar alúðarþakkir. Síðustu árin dvaldi Páll í hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Þar eignaðist hann marga vini sem þótti vænt um hann og sáu um að honum liði sem best. Sérstakar þakkir flytjum við frænku Páls, Áslaugu Björnsdótt- ur, hjúkrunarforstjóra í Sunnuhlíð, fyrrir hugulsemina í hans garð. Við hjónin minnumst Páls með söknuði. Það var orðinn fastur þáttur í lífi okkar að líta til hans um helgar. Við færum honum á kveðjustund kæra þökk fyrir samskipti áranna. Fjölskylda hans hefur nú samein- ast á ný á æðri tilverustigum. Farðu vel, kæri vinur og frændi. Erla Björnsdóttir, Örn Guðmundsson. Kveðja Þegar mér barst sú fregn að ástkær tengdamóðir mín, Svan- laug Bjömsdóttir, væri frá okkur tekin eftir stutt en erfið veikindi streymdu minningar og atburðir liðinna ára fram í hugann. Það er svo auðvelt að kalla fram minningamar því hvert sem ég lít á heimili okkar sé ég handbragð hennar í postulíni og silkimálun, þar sem hugmyndaflugi hennar voru engin takmörk sett. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna hversu hlýlega og vel mér var tekið. Þar sem við höfum alltaf búið í Reykjavík höfum við dvalið hjá þeim viku og viku í senn. Frá þessum heimsóknum okkar eigum við margar dýrmætar minningar. Einkum þó innan um gróðurinn í garðinum, þar sem hún naut sín best. Hún gat óendanlega frætt mig um garðyrkju og gróður, þó sérstaklega rósirnar sem voru hennar uppáhald. Svo voru líka jarðarberin í miklum metum hjá barnabörnunum. Ósjaldan fengum við sýnishorn af uppskerunni send suður, við mikinn fögnuð sona minna. Frá okkur öllum er tekin góð og yndisleg kona, vinur og félagi, hennar verður sárt saknað, ekki síst af barnabörnunum. Hún reyndist mér sem besta móðir. Ég þakka fyrir árin sem við áttum saman og bið góðan Guð að styrkja ástkæran tengdaföður minn og aðra aðstandendur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Áslaug Elísdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.