Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 39 Greinargerð séra Flóka Kristinssonar HÉR á eftir fer stytt greinargerð Sigurðar G. Guðjónsssonar hrl. fyrir hönd sr. Flóka Kristinssonar, sókn- arprests í Langholtskirkju, vegna deilnanna í sókninni. Sigurður gerir fyrir hönd séra Flóka kröfu um að biskup víki úr sæti sem biskup íslands við úrlausn ágreiningsins og tryggt verði að rétt kjörinn sóknarprestur geti hald- ið uppi lögboðnu helgihaldi fyrir söfnuð sinn. Hann segir að með því að gera séra Sigurð Hauk Guðjónsson að afleysingapresti í námsleyfi séra Flóka megi með sanni segja að mögnuð hafi verið óvild hluta sókn- arnefndar Langholtskirkju í garð séra Flóka og organistanum, Jóni Stefánssyni, og stjórn Kórs Lang- holtskirkju fengið í hendur beitt vopn í baráttu þeirra gegn séra Flóka. „En hann hafði ekki frá embættistöku sinni verið þessum aðilum jafn undirgefinn og séra Sig- urður Haukur þegar kom að því að nota Langholtskirkju og eignir hennar til að svala tónlistarlegum metnaði kórs og organista. Liðsinnis séra Sigurðar Hauks við organistann og Kór Langholtskirkju sér alveg sérstaklega stað í með- fylgjandi bréfi, er hann skrifaði til sóknarnefndar Langholtskirkju þann 23. janúar 1995, í kjölfar vísi- tasíu yðar og prófasts, séra Ragn- ars Fjalars Lárussonar, í Langholts- prestakalli þann 22. sama mánaðar. Af niðurlagi bréfsins verður ekki annað ráðið en afleysingapresturinn sé að leggja það til við sóknarnefnd- ina að hún komi því til leiðar að séra Flóki verði leystur frá emb- ætti. Ekki vegna þess, að afleys- ingapresturinn hafi eitthvað haft út á helgihald eða kenningu sóknar- prestsins að setja heldur vegna þess, að Langholtskirkja megi ekki við því að missa organistann og kór- inn.“ Ekki er talið í anda erindisbréfs handa biskupum að vísitera sóknina á meðan sóknarpresturinn var í námsleyfi og fram kemur að biskupi hafi ekki borið að veita formanni sóknarnefndar Langholtssóknar leiðbeiningar um hvernig sóknar- nefnd Langholtsprestakalls gæti staðið formlega rétt að því að sam- þykkja ályktun gegn séra Flóka. „Og því síður geta það talist eðlileg vinnubrögð í ljósi stöðu yðar innan þjóðkirkjunnar að bjóðast til þess við sama tækifæri að sitja fund með sóknarnefndinni, þar sem til umfjöll- unar áttu að vera ávirðingar hluta sóknarnefndar, organista og for- manns kórstjórnar í garð sóknar- prests, að sóknarpresti fjarstöddum. Ávirðingar sem ekki lutu að emb- ættisfærslu sóknarprestsins heldur meintum skorti hans á tónlistarleg- um metnaði fyrir hönd organista og Kórs Langholtskirkju," segir í grein- argerðinni og tekið fram að á grund- velli framangreindra málsatvika verði að telja biskup vanhæfan á grundvelli 6. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórn- sýslulaga nr. 37/1993 til að úr- skurða í ágreiningnum. Málsástæður og lagarök varðandi efniskröfu séra Flóka Kristinssonar Fram kemur að samskipti innan kirkjunnar hafí verið með ágætum fyrsta ár séra Flóka í embætti. „Síð- ari hluta árs 1992 gerðist það hins vegar að Jón Stefánsson organisti í Langholtskirkju hóf að kynna í kirkjunni frumteikningar erlendra orgelsmiða af nýju pípuorgeli, sem þá þegar var hafín söfnun fyrir. En Langholtskirkja sjálf á ekkert org- el, heldur er það orgel sem nú er notað við helgiathafnir í kirkjunni eign Kórs Langholtskirkju. Samkvæmt teikningum þessum sem sýndar voru í kirkjunni var gert ráð fyrir því að nýja orgelið yrði staðsett við austurgafl kirkj- unnar að baki altarinu.“ Séra Flóki taldi þessa staðsetn- ingu orgelsins illa samrýmast lút- erskri kirkjuhefð. Hann leitaði til kirkjulistanefndar og benti hún á að fyrirhuguð staðsetning orgelsins við austurgafl kirkjunnar fengi illa staðist, þar sem slík staðsetning leiddi meðal annars til þess, að presturinn sneri ekki frá söfnuði og til austurs, sem er tákn fyrir átt upprisunnar, heldur sneri hann við altarisþjónustu í átt til orgels og organista. „Að fenginni þessari umsögn um staðsetningu hins nýja orgels urðu algjör straumhvörf í samskiptum forvígismanna sóknarnefndar og organistans og Kórs Langholts- kirkju annars vegar og sóknar- prestsins hins vegar, þar sem hvert minnsta tækifæri var notað af hálfu viðkomandi aðila til að koma höggi á séra Flóka Kristinsson." Tekið er fram að áður en séra Flóki fór í námsleyfi hafi hann látið bóka eftirfarandi á sóknarnefnd- arfundi 12. júlí 1994: „Ef orgel fyr- ir kirkjuna verður pantað í fjarveru sóknarprests þá verði haft samráð við kirkjulistanefnd og handbókar- nefnd kirkjunnar (sic) og haft samr- áð við sóknarprest. Séra Flóki lét þess getið að sóknarprestur héldi myndugleika sínum þann tíma sem hann væri í námsleyfi.““ í greinargerðinni segir að sókn- arnefndin hafí látið bókunina sem vind um eyru þjóta. „Skal í því sam- bandi bent á að á sóknarnefndar- fundi 6. september 1994 upplýsti Jón Stefánsson, að hann hefði að gefnu tilefni haft tal af biskupi vegna orgelkaupanna og hefði hann (biskup) sagt að það væri sóknar- nefnd sem tæki lokaákvarðanir um orgelið. Svipuð sjónarmið komu fram í máli séra Sigurðar Hauks Guðjónssoanr á sóknamefndarfundi 18. október 1994, en þá upplýsti hann eftir að hafa rætt við biskup, að sóknarprestur hefði ekki vald til að vísa til kirkjulistarnefndar og handbókarnefndar, það væru arki- tekt og sóknarnefnd sem tækju ákvörðun um orgelkaup. Ekki er að sjá af fundargerðum sóknarnefndar að orgelkaupin hafí verið til umræðu í sóknarnefnd aft- ur fyrr en 17. maí 1995, en þá er lögð fram greinargerð frá orgel- nefnd, sem Jón Stefánsson fylgdi úr hlaði. Á fundinum bar formaður sóknarnefndar fram tillögu þess efnis, að orgelnefnd yrði veitt heim- ild til samningagerðar við orgelverk- smiðjuna Noack í Bandaríkjunum. Þessi tillaga var samþykkt. Þessa ákvörðun sína tilkynnti sóknamefndin sóknarpresti aldrei formlega heldur fékk hann fyrst að vita af henni í viðtali, sem hann átti við fonnann sóknamefndar skömmu fyrir aðalsafnaðarfund, sem haldinn var 30. maí 1995. En tilefni þess viðtals var bréf, sem sóknarprestur hafði skrifað sóknarnefndinni 25. maí 1995, þar sem hann óskaði eftir því við sóknamefndina að hún aug- lýsti starf organista kirkjunnar laust til umsóknar í ljósi yfirlýsingar Jón Stefánssonar organista við visitasíu biskups 22. janúar 1995 þess efnis, að hann mundi láta af störfum við kirkjuna kæmi séra Flóki til starfa þar á ný eftir námsleyfi. Þegar Jóni Stefánssyni varð það ljóst að hótanir hans um útgöngu voru teknar alvar- lega af hálfu sóknaprests reyndi hann að draga í land og bjóða upp á sættir, eins og bréf hans til sóknar- nefndarinnar frá 4. júní 1995 'ber með sér.“ Fram kemur að í framhaldi af FRETTIR þessu hafí hafist sáttaumleitanir fyrir tilstuðlan prófasts, séra Ragn- ars Fjalars Lámssonar og vígslu- biskups, séra Sigurðar Sigurðsson- ar, og var gengið frá samkomulagi í níu liðum milli þejrra 28. júní 1995. „Að samkomulagi þessu gerðu virð- ast orgelmál safnaðarins hafa verið tekin til umfjöllunar á ný, því 21. ágúst 1995 var haldinn fundur org- elnefndar í Langholtskirkju án þess að sóknarpresturinn væri boðaður til hans, sem þó verður að telja að hefði verið eðlilegt í ljósi áður- greinds samkomulags. Á þessum fundi kom fram að engir samningar hefðu verið gerðir um orgelkaup og lét formaður sóknarnefndar þau orð falla, að sóknarnefndin hefði síðasta orð í þeim málum. Þetta er í raun óskiljanlegt í ljósi áður gerðrar sam- þykktar sóknarnefndarinnar frá 17. mai 1995. Á þessum fundi kom sú skoðun og fram að orgelnefndin yrði að fara á fund séra Flóka og krefja hann um yfirlýsingar um samstarfsvilja, eins og segir í fund- argerðinni, en afrit hennar fylgir bréfí þessu.“ Orgelkaupin voru rædd í sóknar- nefnd 29. ágúst 1995 og kom þá fram hjá Gunnari Hanssyni fulltrúa orgelnefndar á fundinum að ekki væri búið að ganga frá samningum um orgelkaup og að enn vantaði um þijátíu milljónir til kaupanna. „Kom fram i máli Gunnars að hann teldi að ná mætti settu markmiði með söfnunarátaki innan safnaðar sem utan. Þessar upplýsingar stöng- uðust á við það sem formaður sókn- arnefndar hafði upplýst séra Flóka um við samningsgerðina 28. júní 1995. Séra Flóki tók til máls á sókn- arnefndarfundinum og lýsti áhyggj- um sínum af þessum mikla kostnaði og vildi að málið yrði skoðað frá grunni meðal annars í ljósi þess að sóknamefndin þyrfti á hvetju ári að leita til sóknarmanna um fijáls framlög til ýmissa annarra þarfa kirkjunnar." Fram kemur að viðhorf orgel- nefndar og sóknarnefndar í garð sóknarprests séu lítt í anda kristi- legs bróðurkærleika og bijóti í bága við erindisbréf til sóknarnefnda, ákvæði laga nr. 62/1990 um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju íslands og laga nr. 25/1985 um kirkjusóknir, safnaðarfundi, sóknamefndir, hér- aðsfundi o.fl. „En þessar kirkju- réttarlegu heimildir fela sóknar- presti ábyrgð á kirkjum sínum og því starfi sem fram fer í þeim. Sam- kvæmt þeim þarf sóknarpresturinn ekki að hlýða fyrirskipunum sókn- amefndar eða einstakra starfs- manna kirkjunnar heldur er hann settur yfir þá alla og lýtur um fram- kvæmd starfa sinna áðeins boðum biskups.“ Þessar réttarheimildir leggja hins vegar þær skyldur á herðar sóknar- nefndum sbr. 21 gr. laga nr. 25/1985, að þær skuli vera sóknar- presti til stuðnings í hvívetna og sbr. 18. gr. sömu laga vinna að þeim verkefnum einum, sem þeim er almennt ætlað í lögum, sam- kvæmt stjórnvaldsreglum eða sér- stökum samþykktum safnaðar- funda, eða vísað til þeirra frá hér- aðsfundi, sóknarpresti, prófasti eða biskupi. I nefndum lögum eða kirkjurétti að öðru leyti er hvergi að finna ákvæði sem heimila sóknamefndum að framselja til sjálfstæðra lögaðila líkt og Orgelsjóðs Langholtskirkju það hlutverk sem þeim er fengið samkvæmt 20. gr. laga nr. 25/1985 varðandi öflun viðunandi búnaðar til guðsþjónustuhalds. Telji sóknarnefnd Langholts- kirkju eða einstakir meðlimir hennar sig ekki geta unnið innan þessa lagaramma og verið sóknarpresti til stuðnings til eflingar kristinnar trú- ar og siðgæðis meðal sóknarmanna og búið sóknarpresti viðunandi starfsskilyrði og starfsfrið verður hún eða viðkomandi aðilar að víkja,“ segir í greinargerðinni og farið er fram á að séra Flóka séu tryggð viðunandi starfsskilyrði og þess krafist að málið verði flutt munn- lega áður en það verður tekið til úrskurðar, hvort heldur sem er um form- eða efnisatriði. Greinargerð Jóns Stefánsson- ar organista HÉR á eftir fer stytt útgáfa af greinargerð Jóns Stefánssonar org- anista. í upphafi er vitnað í greinargerð með tillögu til þingsályktunar á 26. kirkjuþingi um að lögbinda starfs- heiti organista og segir svo m.a.: „Lúther leggur upp með nýjan skilning á eðli embættanna yfirleitt og einnig kantorsins. Hann er fyrst og fremst þjónn fagnaðarerindisins eins og presturinn, en embætti hans er frábrugðið prestsembætt- inu vegna þess að hann predikar ekki, hann útleggur ekki orðið eins og predikarinn. Bæði embættin eiga sinn stað í söfnuðinum miðjum, þar sem Guð ávarpar söfnuð sinn, sem síðan svarar ávarpi Guðs. Mis- munur þessara tveggja embætta felst því fyrst og fremst í því að það er meginhlutverk prestsins að þjóna ávarpi Guðs í predikun orðs- ins og þjónustu sakramentanna, en organistinn þjónar svari Guðs lýðs í lofgjörð hans og tilbeiðslu. Organ- istinn er ekki þjónn prestsins, held- ur þjónn Guðs heilaga Orðs, en hann lýtur forystu prestsins í helgi- haldinu eins og söfnuðurinn allur, sem organistinn er kallaður til að leiða í lofgjörð." Jón segir að allt frá því að hann hafi hafið störf í Langholtskirkju 4. apríl 1964 hafi hann hann leit- ast við að starfa samkvæmt þessari greinargerð. Aðdragandi að ófriði Jón segir að þáttaskil hafi orðið í samskiptum við séra Flóka þegar söfnun fyrir orgeli fór af stað 1992. „Var það með þeim hætti að haldn- ir voru þrennir tónleikar þar sem safnað var styrktarfélögum. Milli 130 og 140 listamenn úr hópi hljóð- færaleikara og söngvara gáfu vinnu sína. Þrír útsetjarar tóku höndum saman um að útsetja sígildar perlur íslenskra dægurlaga. Tónleikarnir hlutu einróma lof og voru hljóðritað- ir og gefnir út á geislaplötu sem selst hefur í mjög stóru upplagi,“ segir hann og tekur fram að séra Flóki hafi sýnt framtakinu mikið fálæti. Hann hafi lýst því yfir að hann hefði miklar efasemdir um væntanleg orgelkaup. „Hann var ósáttur við efnisval tónleikanna og það að draga til liðs við okkur söngv- ara sem hefðu „sungið á börum“ auk þess sem hann felldi sig engan veginn við það að klappað væri í kirkjunni." Starfsfriður Jón segist hafa unnið algjört brautryðjendastarf með kórinn. „Ég hlýt að gera þá kröfu að tryggt verði að ég fái starfsfrið til að sinna þessu mikilvæga starfi fyrir söfnuð- inn og íslensku kirkjuna áfram með þeim hætti sem verið hefur. Enn- fremur fái ég frið til að rækja störf mín samkvæmt ráðningarsamningi mínum við sóknarnefndina og að komið verði á varanlegum friði inn- an sóknarinnar." Hann telur sökina á deilunni að langmestu leyti liggja hjá séra Flóka. „Auðvitað get"ég viðurkennt að ýmislegt hafí verið sagt og gert af minni hálfu sem betur hefði ver- ið ógert. En ég vil benda á að ég, eiginkona mín, og Kór Langholts- kirkju, höfum legið undir þungum ásökunum opinberlega af hálfu séra Flóka og skal ég viðurkenna að ekki er auðvelt að taka slíku með jafnaðargeði," segir Jón og nefnir dæmi: • Hann hefur haldið því fram að ég reki einkastúdíó í kirkjunni. • Hann hefur haldið því fram að ég reki einkaskóla í kirkjunni. • Hann hefur haldið því fram að kórinn mergsjúgi söfnuðinn fjár- hagslega. • Hann virðir ekki þær ákvarð- anir sem teknar voru af byggingar- nefnd, sóknarprestum, söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar ásamt húsa- meistara ríkisins um staðsetningu orgelsins. • Hann hefur reynt að gera vinnu ótal sjálfboðaliða, valinkunnra manna og kvenna, sem starfað hafa í orgelnefnd, tortryggilega. • Hann hefur, þrátt fyrir undir- ritað samkomulag um orgelkaupin sl. sumar, eyðilagt orgelsöfnunina með því að tala gegn henni. • Hann hefur haldið því fram að ég hafi fengið umboð til að kaupa orgel að eigin vali. • Hann hefur opinberlega vegið að mér og konu minni með dylgjum um fjármál orgelsjóðsins og safnað- arins. Um aðgerðir fyrir síðustu jól Jón segist gera sér grein fyrir því að sú ákvörðun sín að biðja um leyfi frá störfum um jólin hafi ver- ið mjög alvarleg. „Ég vil geta þess að í þau tæp 32 ár sem ég hefi starfað við Langholtskirkju hefur mig aldrei vantað í messu eða æf- ingu vegna veikinda. Þetta tel ég að lýsi viðhorfi mínu til starfsins og því jafnframt að það var ekki af neinni léttúð að ég tók þessa ákvörðun. Framkoma séra Flóka í þessu afmarkaða máli var með eft- irfarandi hætti: 1. Hann undirbjó allt helgihaldið með mér. 2. Hann óskaði sjálfur eftir því að stólvers á aðfangadagskvöld yrði með sama hætti og var jólin 1993, en þá söng Ólöf „Ó, helga nótt“ - eins og hún hefur gert um árabil. 3. Hann las prófarkir af öllum messuskrám áður en þær fóru í prentun og gerði énga athugasemd við þær. 4. Eftir allt þetta heldur hann því síðan fram við mig að ég hafí verið að ögra honum gróflega með því að ætla að láta Ólöfu syngja á að- fangadagskvöld. Búið var að prenta allar messu- skrár fram til nýársdags. Augljóst er að eftir það sem gengið hafði á var útilokað fyrir Ólöfu og aðra ein- söngvara að taka þátt í messunum." Jón segist verða að játa að þrátt fyrir að hans innri maður segði hon- um að bijóta odd af oflæti sínu og verða við beiðni biskups um að spila hafi hann ekki getað hugsað til þess. „Ég biðst innilega afsökunar á aumingjaskap mínum. Ég vildi óska að ég hefði þá takmarkalausu auðmýkt sem þurft hefði til þess að spila.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.