Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 21 LISTIR Hítnarí kolunum KVIKMYNDIR Bíóborgin, B í 6 h öi1 i n „HE AT“ ★ ★ ★ Vi Leikstjóri og handritshöfundur Mic- hael Mann .Kvikinyndatökustjóri Dante Spinotti. Tónlist Elliot Gold- enthal. Aðalleikendur A1 Pacino, Rob.ert De Niro, Val Kilmer, Jon Voight, Tom Sizemore, Diane Ve- nora, Amy Brenneman, Ashley Judd, Mykelti Williamson, Wes Studi, Ted Levine, Dennis Haysbert, Natalie Portman. Bandarísk. Regency/ Warner Bros. 1995. „EKKI bindast neinum sem þú getur ekki yfirgefið á hálfri mínútu ef hitnar í kolunum“; eitthvað á þessa leið eru einkunnarorð þjófsins McCauleys (Robert De Niro). Hugs- unarháttur Vincents Hanna (A1 Pac- ino), lögreglumannsins sem eltir hann uppi í Heat, er ekki ósvipað- ur, enda furðu margt líkt með þeim andstæðingum. MacCauley er enginn venjulegur bófi heldur stórtækur og snjall stór- þjófur sem fæst einungis við flókin verkefni sem færa mikið í aðra hönd. Bófaflokkur hans er samvalinn hóp- ur ískaldra náunga sem eru jafnfær- ir á morðtólin og hátækniútbúnað- inn sem þeir nota jöfnum höndum við glæpina. Eftir vel heppnað og ófyrirleitið rán á peningaflutningabíl í Los Angeles er Hanna settur í að rekja slóð glæpahópsins og má segja að þá hitti skrattinn ömmu sína. Hanna kemst að því að McCauley er með stórrán í uppsiglingu, enda á það að verða síðasta verkefni bófanna. McCauley er lengst af einum leik á undan réttvísinni. Þrátt fyrir óhóflega lengd er Heat aldrei langdregin, heldur ein- stök skemmtun, epísk glæpamynd þar sem handritshöfundurinn og leikstjórinn, Michael Mann, gefur sér nægan tíma til að kynna til sög- unnar fjölmargar aukapersónur, sem margar hveijar eru óljósar, en falla smám saman í réttar skorður — líkt og mannhafið í Short Cuts. Engu að síður eru það aðalpersón- urnar tvær sem drottna yfir mynd- inni, bornar uppi af tveimur stórleik- urum samtímans. Þeir De Niro og Pacino fara báðir hamförum og túlka eftirminnilega andstæðing- ana, bófann og löggæslumanninn, sem eiga þó svo margt sammerkt. Eru báðir svo uppteknir af starfi sínu að það hefur sett óbætanlegt márk á einkalíf þeirra. • Sú þráskák sem fer fram á milli þeirra er hjartsláttur myndarinnar, sem er í flesta staði einstaklega vel heppnuð. Ástamál þeirra löggunnar og bófans eru engan veginn jafn áhugaverð og samspil þeirra tveggja. Einkum eru skyndiástir McCauleys og afgreiðslustúlkunnar ótrúverðugar, þó bæði séu einfarar í útjaðri mannlífsflórunnar. For- vitnilegra er bágborið einkalíf Hanna, þó yfirborðslegt sé. Þar koma líka við sögu tvær góðar leik- konur, einkum Natalie Portman (sem gerði svo góða hluti í Leorí) í hlutverki stjúpdóttur Hanna. Mann hefur valið til liðs við sig marga, gamla samstarfsmenn eins og kvik- myndatökustjórann Dante Spinotti, leikarana Ted Levine, Nom Noonan og Wes Studi og gefst það vel. Val Kilmer er þéttur sem einn bófanna, Jon Voight enn betri sem annar þeirra og ánægjulegt að sjá þessa fyrrum stórstjörnu á réttri leið. Voight státar hér af frábæru gervi og leggur til „heilanum" á bak við stórglæpina yfirvegað, nánast geist- legt yfirbragð. Pacino og De Niro beijast um toppsætið eins og þeim er einum lagið. Að þessu sinni hefur De Niro vinninginn í baráttu risanna, þar sem Pacino lætur eftir sér fulimikinn ofleik á köflum. Það þarf alltaf að gera betur en í síðustu mynd og átökin í Heat eru einhver þau hrikalegastu sem sést hafa á hvíta tjaldinu. Framúrskar- andi vel sviðsett og trúverðug þó þau eigi vonandi lítið skylt við raun- veruleikann. Kúlnaregnið í miðborg Los Angeles minnir meira á blóðvöll- inn í Víetnam en hefðbundinn löggu- og-bófahasar og maður spyr sig oftar en einu sinni, hveijir eru hvað? Sæbjörn Valdimarsson Hjörtu í ilmandi umslögum FYRSTA ljóðabók Ingunnar Sig- marsdóttur á Húsavík er komin út. Ljóðabókin heitir Hjörtu í ilmandi umslögum og hef- ur að geyma 45 ljóð skáldkonunn- ar. í kynningu kemur fram að ljóðin séu um lífið og litróf tilfinn- inganna: „Hver hefur ekki ein- hvern tímann slit- ingunn ið úr sér hjartað Sigmarsdóttir 0g troðið því í ilm- andi umslag í von um að viðtakandi fyndist?" Höfundur gefur bókina út sjálfur. Um prentun sáu Svan Jörgensen og Tröð prenthús. Ljósmyndir á bók- arkápu eru eftir Þór Gíslason. Hjörtu í ilmandi umslögum fæst í Bókaversi- un Þ. Stefánssonar á Húsavík og hjá höfundi. ♦ ♦ ♦----- Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGUM Hlyns Helgasonar, Sigríðar Hrafnkelsdóttur, Lothar Pöpperl og Gallerís Gúlps í Nýlista- safninu lýkur á sunnudag. Hlynur sýnir rýmisverk í efri sölum safnsins og eitt utandyra. Sigríður sýnir þrív- íð verk í neðsta sal safnsins, unnin í blandaða tækni og þýski myndlist- armaðurinn Lothar Pöpperl sýnir málverk í forsal. Gestur í setustofu safnsins er Gallerí Gúlpur, en það er ferðagall- erí í formi lítils jólaseríukassa úr pappa. Galleríið er rekið af Hlín Gylfadóttur og Særúnu Stefánsdótt- ur. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14-18. ------» ♦ »------ Sveinn Björns- son í Galleríi Regnbogans NÚ STENDUR yfir myndlistasýning Sveins Björnssonar í Galleríi Regn- bogans. Sveinn Björnsson fæddist að Skál- um á Langanesi árið 1925. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskóla ís- lands og síðar við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Fyrsta einkasýning hans var haldin í Hafnarfirði 1952 og síðan hefur hann haldið hátt í fimmtíu einkasýningar hérlendis sem erlendis. Þá hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Verkin sem Sveinn sýnir nú í Gall- eríi Regnbogans vann hann í vinnu- stofu sinni í Krísuvík á síðastliðnu ári, en eitt verkanna er frá 1996. Verkin hafa ekki áður verið sýnd opinberlega. Sjálfur telur Sveinn að í verkunum kristallist nýr fijóangi sem hann hefur hlúð að í listsköpun sinni á síðustu ljórum árum. Stórsýning í Perlunni d ÍSLENSKUM DÖGUM 17. og 18. febrúar kl. 13-18 Oljölmörg innlend fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. Gestum og gangandi boðið að smakka, prófa og skoða! • Gönguferðir með Bylgjunni og MAX : : I ' fym MÉ m i- 1 • Litasamkeppni fyrir börnin Freyjukötturinn • Sunneva Design tískusýning • Málverkasýningin ísland • Tískusýning á sportfatnaði frá MAX • Bylgjan í beinni frá Perlunni • Krökkum boðið á hestbak með hestaleigunni Laxnesi A 1 l i r velkomnir\ ISLENSKIR DAGAR @sm-£ i á Stöð 2 og Bylgjunni 19. febrúar - 1. mars -íslenskt, já takkl 989 BYLGJAN ; míhHHHHHÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.