Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Á að eyðileggja árangurs- ríkt skólastarf í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti? MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarnason, hefur lagt fram tillögur um mjög róttækar breyt- ingar á námsframboði Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Þetta eru til- lögur á umræðustigi en engu að síður valda þær áhyggjum. í ha- græðingarskyni og til að leysa húsnæðisvandræði FB er lagt til að nemendum skólans fækki um allt að þriðjung og verði um eitt þúsund. Kennslu í málmiðna-, rafiðna-, og tréiðnagreinum verði hætt og e.t.v. einnig matvælagreinum. Við í FB höfum ýmislegt við þessar tillögur að athuga. Þarna er lagt til að umtalsverð fækkun verði á nemendaíjölda skólans og að starfsnámsbrautir, sem hafa verið við FB alveg frá fyrstu starfsárum hans og skilað góðum árangri, verði fluttar burt. FB hefur starfað í tuttugu ár. Á þessum tíma hafa stöðugt verið þróaðar nýjar námsbrautir sem orðið hafa fyrirmynd annarra skóla, jafnt innan lands sem utan. FB stofnaður til að auka vægi starfsnáms FB er fyrsti fjölbrautaskólinn hér á landi og námsframboðið í dag er mjög fjölbreytilegt. Náms- sviðin eru sjö, þ.e. bóknámssvið (menntaskólasvið), félagsgreina- svið, heilbrigðissvið, listasvið, matvælasvið, tæknisvið (iðnmennta- svið) og viðskiptasvið. Sum þessara sviða veita réttindi eftir t.d. eins eða tveggja vetra nám, en stúdentsprófi má ljúka á öllum námssviðum skólans. Frá upphafi hefur ver- ið lögð áhersla á að bjóða bæði upp á verknám og bóknám í skólanum enda var hann m.a. stofnaður til að auka vægi verknáms, sem hefur löngum staðið höllum fæti í ís- lenska skólakerfinu. Töluvert er um að nemendur FB ljúki starfsnámi og síðan með auknu námi stúdentsprófi á við- komandi braut. Einnig er algengt að nemendur, sem hefja bóklegt nám, skipti yfir í verklegt án telj- andi tafa. Styrkur skólans, sveigjanleiki og fjölbreytni Styrkur skólans felst í þessum sveigjanleika og fjölbreyttu náms- framboði og því miklar líkur á að nemandi geti stundað hér nám eft- ir áhuga og hæfileikum. FB'er hverfisskóli og hefur þró- ast með hverfinu frá upphafi. í Breiðholti búa nú um 23 þúsund manns og er íbúafjöld- inn mun hærri en í fjölmennustu kaup- stöðum utan Reykja- víkur. Fleiri íbúar þar eru að jafnaði á fram- haldsskólaaldri en í öðrum hverfum borg- arinnar. Því má búast við nokkuð jafnri að- sókn úr hverfinu á næstu árum í FB og nemendafjöldinn ætti að leyfa áfram fjöl- breytt nám. 2.300 nemendur á hverju skólaári Á undanfömum árum hafa að jafnaði verið um 1.500 nemendur í dagskóla og um 800 nemendur í Mikið glæfraspil væri, segir Kristín Arnalds, að flytja starfsnámið fráFB. kvöldskóla, eða um 2.300 nemendur á hveiju skólaári. Vaxandi aðsókn hefur verið að skólanum og árlega hefur því miður þurft að vísa frá hundruðum nemenda sem sótt hafa um skólavist. Starfsnám hefur átt undir högg að sækja á framhalds- skólastiginu og aukin sókn í bók- nám hefur verið staðreynd. Hætt er við að 16 ára nemandi úr Breið- holti sækist fremur eftir bóknámi í hverfinu en iðnnámi utan þess ef t.d. tæknisviðið verður lagt niður í FB. Því valda samgöngumál, og miklu auðveldara er að stunda nám innan hverfis en utan. Rosenthal -p^púvch,n,oí Glæsilegar gjafavörur -t. Matar- og kaffistell OO \ó'/\ C\ í sérflokki \oúeri/Xk Vci'ð við nllrci hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. Kristín Amalds ÚTSALA í Hólf & gólf 24.febrúar lísar, parket, þiljur, eldhúsinnréttingar, Ijósa urðir, baðvörur, baðinnréttingar, blöndunartæki alerni., baðkör, sturtuklefar, fataskápar, Aristc eimilistæki, gólfdúkar og margt, margt fleir; H Ó L F & G Ó L F BYKO B R E I D D I N N I ---------------------------------- Skólinn ekki fullbyggður Þótt FB hafi starfað í tuttugu ár er skólinn ekki fullbyggður. Upphaflega var gert ráð fyrir að smiðjur fyrir skólann yrðu þijár, enn hefur aðeins ein risið. Hús- næði skólans hefur því árum sam- an verið allt of lítið miðað við nem- endafjölda og 'íjölþætta starfsemi skólans. Ljóst er að umtalsverðar og kostnaðarsamar breytingar þarf að gera á húsnæði tæknisviðs ef það verður flutt burt og önnur starfsemi sett þar í staðinn. Skv. viðmiðunartölum frá bygginga- deild menntamálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að ný smiðja, sem mun leysa húsnæðisvandræði FB, kosti um 80 milljónir á meðan breytingar á núverandi smiðju fyr- ir aðra starfsemi skólans muni lík- lega kosta um 25-30 milljónir. Verkaskipting skóla í tillögum menntamálaráðuneyt- is er sagt að fýrst og fremst sé haft að leiðarljósi það markmið að tryggja öllum nemendum sem besta menntun og sem mestri hag- kvæifini verði komið á í starfi skóla. í Morgunblaðinu 30. janúar sl. birtist grein eftir menntamála- ráðherra er ber heitið „Verkaskipt- ing milli framhaldsskóla". Þar er Iögð áhersla á ágæti kjarnaskólans sem verði miðstöð alls þróunar- starfs og búinn fullkomnum tækja- kosti. í greininni segir m.a.: „Hafi menn hagsmuni nemenda að leiðarljósi, geta þeir ekki verið tals- menn þess að fjárfesting í dýrum tækjum dreifist milli skóla, því að þá yrði aldrei bolmagn til annars en meðalmennsku. Kröfurnar til skólakerfisins eru svo miklar að aðeins hið besta kemur til móts við þær.“ Ekki miðstýring, heldur samvinna Engar efasemdir eru um mikil- vægi hagræðingar og árangurs í skólastarfi. En miðstýrð ákvörðun um að einn skóli skuli settur yfir allt þróunarstarf í ákveðinni grein eflir ekki faglegan metnað eða tryggir farsælt skólastarf, en getur hins vegar hamlað eðlilegri fram- för og þróun. Frumkvæði til um- bóta þarf að koma fram sem víð- ast og þrífst best í samkeppni. I staðinn fyrir dýran tækjabúnað, sem þyrfti alls ekki að vera í öllum skólum, ætti að stuðla að aukinni samvinnu milli skóla um nýtingu tækjanna. Þeir gætu ýmist fengið tímabundinn aðgang að búnaðin- um eða nemendur sótt einstök námskeið milli skóla. Vandséð er að það sé ávinningur fyrir skóla að verða kjarnaskóli yfir öðrum skóla þegar ekki er byggt á faglegum þáttum og reynslu eins og fyrirhugað er t.d. í tillögum um heilbrigðissvið. Glæfraspil að flytja starfsnámið Mikið glæfraspil væri að flytja starfsnámið frá FB og steypa um koll farsælu samspili bóknáms og verknáms. Ekki er unnt að sjá fjár- hagsleg rök fyrir þessum flutningi sem mun hins vegar hafa mikið óhagræði í för með sér eins og hér hefur komið fram. Margir nemendur í Breiðholti yrðu á rangri hillu, sjálfum sér til ama og þjóðfélaginu til tjóns. Þá yrði höggvið á 20 ára árangursríkt skólastarf í FB og engin tiygging er fyrir því að sú reynsla, þekking og kunnátta, sem hér er til staðar, fylgdi með í flutningunum. Höfundur er skólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðhoiti. Sjöfn sem formann NÚ standa fyrir dyrum kosningar til formanns í STRV. Þrír einstaklingar hafa gefið kost á sér til starfa og er Sjöfn Ing- ólfsdóttir einn þeirra. Á undanförnum árum hefur Sjöfn gegnt formannsembættinu í félaginu og höfum við stuðningsmenn henn- ar fullan hug á að svo verði áfram. Á síðustu árum hef- ur hart verið sótt að STRV eins og öðrum samtökum launafólks. Sú launastefna, sem fylgt hefur verið í landinu, hefur bitnað illilega á okkar félagsmönn- um eins og öðrum láglaunahópum í þjóðfélaginu. Nokkuð hefur þó áunnist, í síð- asta kjarasamningi var t.d. lögð áhersla á þrjá meginþætti; hækkun lægstu launa, starfsmenntun og undirbúning starfsmats. Að þessu er unnið á samningstímanum. Þá hefur kjörum og réttindum okkar félagsmanna einnig verið ógnað með margvíslegum öðrum hætti, t.d. hækkunum á þjónustu- gjöldum og áformum um einkavæð- ingu. Er þar skemmst að minnast deilunnar um einkavæðingu SVR. Þar tókst með samstilltu átaki starfsfólks SVR, STRV og BSRB að vinna sigur. Þannig hefur félagið þurft að beijast á mörgum vígstöðvum og eru þó ótalin öll þau mál sem aldr- ei ná eyrum fjölmiðlamannanna. í þessum slag hefur Sjöfn jafnan verið föst fyrir, bæði í vörn og sókn fyrir okkur félagsmennina. Meginverkefnið í næstu samn- ingum er að bijótast út úr lág- launastefnu stjórn- valda og vinnuveit- enda. Því styðjum við þá hugmynd hennar að almennum félags- mönnum, fulltrúaráði og stjórn verði boðið til opinnar hugmynda- smiðju, þar sem kröfur fyrir næstu samninga verða ræddar, en þó ekki síður hvaða leiðir höfum við til þess að ná þeim fram. Það er mikilvægt í jafnstóru og misleitu starfsmannafélagi eins og STRV er, veljist í formannsembættið manneskja sem þekkir vel allt innra starf félagsins, á auðvelt með Sjöfn hefur jafnan verið föst fyrir, segir Jakob Frímann Þorsteins- son, bæði í vörn og sókn. að starfa með öðrum, býr yfir for- ystuhæfileikum og er óþreytandi í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsmanna. Okkar mat er að Sjöfn uppfylli þessar kröfur best af formannsframbjóðendunum. Um leið og við leitum eftir stuðn- ingi þínum við að kjósa Sjöfn í for- mannsembættið vonumst við til, að eftir kosningarnar stöndum við öll saman, hér eftir sem hingað til. Höfundur er starfsmaður íþrótta- og tómstundaráðs. Jakob Frímann Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.