Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ I I I ) > > > > > I > I > > FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Nýtt frumvarp til laga um helgidagafrið Leyft að dansa að- faranótt páskadags HEIMILT verður að halda dansleiki til klukkan 3 aðfaranótt páskadags og hvítasunnudags, samkvæmt laga- frumvarpi sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Nú eru almennar skemmtanir bannaðar eftir kl. 18 laugardaga fyrir páska og hvítasunnu. Jafnframt gerir frumvarpið ráð fyrir að fella niður friðun laugardaga fyrir páska og hvítasunnu eftir klukkan 18 eins og núgildandi lög kveða á um. Einnig verður felld nið- ur friðun sunnudaga og ýmissa ann- arra helgidaga. Nú er í gildi bann á þessum dögum tii kl. 15 við tiltek- inni starfsemi á veitingahúsum, verslunarbann með undanþágum og takmarkanir á vinnu. Sjötug lög Frumvarpið er samið af nefnd sem dómsmálaráðherra skipaði sl. vor, en núgildandi lög um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunnar eru frá 1926. Drög að' lagafrumvarpi lágu fyrir í haust og voru lögð fyrir kirkju- þing sem gerði nokkrar athugasemd- ir. Þar var m.a. lagt til bann við skemmtanahaldi aðfaranótt páska- dags en á það féllst nefndin ekki. Samkvæmt frumvarpinu er fuliur helgidagafriður á jóladag og föstu- daginn langa til kl. 6 að morgni næsta dag, á páskadag, hvítasunnu- dag og aðfangadegi jóla eftir klukk- an 18. Þessa daga er óheimilt að halda skemmtanir sem almenningur hefur aðgang að, opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða svipuð spil fara fram. Einn- ig eru markaðir og verslunarstarf- semi óheimil á þessum dögum. Undanþágur Ymsar undanþágur eru þó frá banninu, samkvæmt frumvarpinu. Þær gilda m.a. um starfsemi lyfja- búða, bensínstöðva, bifreiðastöðva, verslana á flugvöllum og fríhafnar- svæðum, blómaversiana, söluturna og myndbandaleiga. Sama gildir um gististarfsemi og tengda þjónustu. Þá er íþrótta- og útivistarstarfsemi heimil. Einnig er hægt að halda eða veita aðgang að listsýningum, eða samkomum sem hafa sígilt listrænt gildi og samræmast helgidagafriði eftir klukkan 15 umrædda daga. Aðrir helgidagar þjóðkirkjunar eru samkvæmt frumvarpinu sunnudag- ar, annar dagur jóla, nýársdagur, skírdagur, annar dagur páska, upp- stigningardagur og annar dagur hvítasunnu. Þessa daga er gert ráð fyrir að almenn starfsemi sé heimil. ASI um vaxtahækkanir bankanna Eiga sér ekki stoð í efnahagsástandi MIÐSTJÓRN ASÍ mótmælir þeim vaxtahækkunum sem dunið hafa yfir að undanförnu í ályktun sem Morgunblaðinu hefur borist. Segir að þær eigi sér enga stoð í efnahags- legum aðstæðum hér; þvert á móti ættu vextir að fara lækkandi eins og í nágrannalöndum okkar. Telur miðstjórnin að bankar og sparisjóðir hafi gengið á lagið eftir að Seðla- bankinn hækkaði vexti í desember af ótta við þenslu í hagkerfinu. Bent er á að vextir af almennum víxillánum séu nú álíka háir og fyrir almenna lækkun vaxta haustið 1993. „Vextir af verðtryggðum skuldabréfum banka og sparisjóða hafa einnig farið hækkandi undan- farna mánuði án þess að vextir á ríkisskuldabréfum hafi hækkað. Nú er svo komið að verðtryggðir vextir banka og sparisjóða eru lítið lægri en þeir voru fyrir vaxtalækkunina haustið 1993. Miðstjórn vekur at- hygli á því að meginþungi þessarar vaxtahækkunar hefur komið fram í skjóli frumskógar vaxtaálaga á skuldabréfum sem bankarnir tóku upp fyrir nokkru. Minna má á að við gerð kjarasamninga í apríl 1992 var gert sérstakt samkomulag við bankana um að vaxtamunur á skuldabréfavöxtum og ríkisskulda- bréfum yrði ekki meiri en sem nem- ur 2%. Síðastliðin tvö ár hefur þessi munur hins vegar verið um 3%. Á sama tíma og þessar vaxta- hækkanir dynja yfir hér á landi hafa vextir erlendis farið lækkandi á und- anförnum mánuðum og eru verulega lægri en hér á landi. Því munu hækk- andi vextir hér á landi draga úr þeim hæga bata sem á sér stað í efnahagslífinu og jafnframt skerða samkeppnisstöðu okkar út á við. Miðstjórn ASÍ krefst þess að ríkis- stjórn og Seðlabanki grípi til allra þeirra aðgerða sem duga til að ná niður vöxtum, enda hafa bankar sýnt fram á að fjármagnsmarkaður- inn tekur vel við handaflsaðgerð- um,“ segir í ályktuninni. Hafnarhúsið á næsta fundi borgarráðs Ymsar ástæður fyrir seinkun GUÐRÚN Ágústsdóttir forseti borg- arráðs segir að tillögur samstarfs- hóps um nýtingu Hafnarhúss, sem fela í sér að þar fái Listasafn Reykja- víkur 3.500 fermetra til umráða, verði lagðar fram á næsta fundi borgarráðs sem er á þriðjudag. Samstarfshópurinn um nýtingu Hafnarhúss skilaði af sér niðurstöð- um seinasta mánudag og mun for- maður nefndarinnar, Ámi Þór Sig- fússon, gera grein fyrir störfum hennar næst komandi þriðjudag, að öllu forfallalausu, í stað seinasta þriðjudags eins og ráð var fyrir gert. Aðspurð kvaðst Guðrún ekki geta gefið upplýsingar um hvers vegna umfjöllun um málið var skotið á frest, en ýmsar ástæður geti komið til greina í tilvikum sem þessum. „Ekki þarf annað en að fólk hafi lögmæt forföll og biðji um að einhver mál séu tekin fyrir, þá er orðið við þeirri beiðni. Mjög mörg mál eru líka lögð fram og síðan biður einhver um frestun á þeim og þá eru þau ekki endilega bókuð inn. Þetta er eðlilegasta mál í heimi. Það er ekkert tryggt í tilver- unni í borgarkerfínu frekar en ann- ars staðar fyrr en það hefur átt sér stað. Þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta lent í vandræðum,“ seg- ir Guðrún. tSLENSKIR 3 m _ -T, BOÐIN Verið hjartanlega velkomin í Ostabúðina að Skólavörðustig 8. Síminti er: 562 2772. OSTA OG SMIÖRSAIANSE Opið virka daga kl. 10 -18, laugardaga kl. 10 - 24 og Janga laugardaga" kl. 10 -17. d fteóta ótad ífkmum! Velkomin í Ostabúðina okkar að Skólavörðustíg 8. Við bjóðum fjölbreytt úrval gæðaosta ífallegu og þægilegu umhverfi á besta stað í bænum. Dýrindis ostar í miklu úrvali Þú finnur örugglega ost að þínu skapi því úrvalið er ótrúlegt. íslensku ostarnir í allri sinni fjölbreytni eru að sjálfsögðu í hávegum hafðir. Einnig er á boðstólum úrval erlendra osta. Þér er að sjálfsögðu velkomið að bragða á ostunum. Auk þess bjóðum við gæsalifur, andalifur, frönsk paté og sósur, sérbakaðar ostakökur og ostabökur, rjómaostaábæti o.fl. Persónuleg þjónusta í notalegu umhverfi Sérþjálfað starfsfólk er þér innan handar, boðið og búið að veita þér allar þær ráðleggingar sem þú þarfnast. Veisluþjónustan - alit sem til þarf Veisluþjónustunni er gert hátt undir höfði hjá okkur enda nýtur hún sívaxandi vinsælda meðal viðskiptavina. Þú getur komið og ráðfært þig við okkur um magn osta, tegundir og meðlæti. Ef þú vilt útbúa pinnana sjálf(ur), skerum við ostinn í teninga. Hjá okkur færð þú allt sem þarf til pinnagerðar. Einnig færðu alls kyns smávöru, gjafavöru, skreytingar, ostaáhöld, uppskriftarbækur, bæklinga o.fl. Ostabökur í hádeginu! Líttu til okkar í hádeginu og gæddu þér á ostabökunum okkar, heilum eða í sneiðum, heitum eða köldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.