Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 31 MARÍA M. ÁSMUNDSDÓTTIR + María M. Ás- mundsdóttir myndlistakona var fædd á Krossum i Staðarsveit 27. mars 1898. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, deild E-63, Heilsuvernd- arstöðinni, 10. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar Mar- íu voru Ásmundur Jón Jónsson, f. 18.11. 1867, d. 25.8. 1949, sjálfseignar- bóndi á Krossum, og Kristín Stefánsdóttir, f. 24.11. 1857, d. 24.10. 1929. Kristín var dóttir Stefáns, son- ar Jóns eldri í Borgarholti í Miklaholtshreppi og k.h., Helgu Jónsdóttur. Systir Jóns eldri var Kristín á Elliða Jónsdóttir frá Svarfhóli. Maður hennar var Sigurður. Sonur þeirra var Kristján í Hraunhöfn. Kona hans var Steinunn Jónsdóttir en þau voru foreldrar Margrét- ar Þorbjargar, konu Thors Jensens. Ásmundur Jón var sonur Jóns, b. í Lísudal í Staðar- sveit, Magnússonar, b. þar Magnússonar, b. þar, Jónsson- ar. Systkini Maríu voru: Stefan- ía, f. 4.9.1896, nú látin, húsmóð- ir á Krossum, gift Páli Jóns- syni, heild- og umboðssala í Reykjavík, bróður Arnfinns Jónssonar, skólastjóra í Austur- bæjarskólanum. Þau eignuðust 5 börn; og Guðjón, f. 6.4. 1901, sem lést ungur. Dóttir Maríu og séra Sigurðar Einarssonar í Holti er Áslaug Kristín, f. 21.9.1924, fulltrúi í Reylqavík. Börn hennar og Baldurs Gíslasonar skrif- stofumanns, sonar Gísla Bjarnasonar, lögfræðings frá Steinnesi, eru: Björn lögfræðing- ur, Hrafnhildur hjúkrunar- fræðingur, Bergljót útvarps- maður og Kolbrún sálfræðing- ur. Dóttir Maríu og Karls Guð- mundssonar Björnssonar, sýsluskrifara í Borgarnesi og iðnrekanda í Reylqavík, sem lést fyrir aldur fram árið 1941, sonur Guðmundar Björnssonar sýslumanns í Borgarnesi er Stefana Gunnlaug, f. 19.8.1931, framkvæmdasljóri í Reykjavík, gift Ólafi Jóni Ólafssyni Helga- sonar læknis og eiga þau Ás- mund Karl rekstrarfræðing; Ólaf Kristin og Margréti rekstrarfræðing. Barnabarna- börn Maríu eru 18 og barna- barnabarnabörn eru 2. Útför Maríu M. Ásmunds- dóttur fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. HÚN fæddist að Krossum í Stað- arsveit á sunnanverðu Snæfellsnes- inu þar sem öldur Atlantshafsins leika um gullinn fjörusandinn. Þar ríkti friður og kærleikur til allra. I þessu umhverfi ólst móðir mín upp hjá ástríkum foreldrum, Kristínu Stefánsdóttur og Ásmundi Jóni Jónssyni, ásamt systur sinni, Stef- aníu. Þetta umhverfi mótaði hennar sjálfstæði og dugnað um langan starfsaldur. Ævidegi er lokið og hún Guði falin með þökk fyrir kær- leika og umönnun fyrir mér og mínum börnum. Mjallar blæja moldu mjúkum örmum vefur. Húmið sveipar hlýtt og vært hvern, sem í Guði sefur. Mamma mín, - amma mín, sem elskaðir mig. Góða nótt, - gleðstu rótt! Guð blessi þig. MIIVIIMINGAR Gott er að gengnum degi Guðs í faðmi að sofa þeim, sem aldrei öðrum brást og efna meira en lofa. Mamma mín, - amma mín sem elskaðir mig. Góða nótt, - gleðstu rótt! Guð blessi þig. (Sig. Einarsson.) Áslaug Sigurðardóttir. Amma mín María Ásmundsdóttir er dáin tæplega 98 ára að aldri. Það má segja að amma María hafi verið minn annar uppeldisaðili þvi það kom í hennar hlut að ala önn fyrir barnabarni sínu að deginum til á meðan dóttir hennar Áslaug vann úti. Amma María vann hins vegar heima við að sauma karl- mannsbuxur. Mér er hún minnis- stæð þar sem hún sat við saumavél- ina daglangt milli þess sem hún pressaði buxurnar jafnóðum og hún framleiddi þær. Af og til stormuðum við svo niður í bæ og skiluðum af- rakstrinum til klæðskerans. Amma María var ósérhlífin og hörð af sér líkamlega jafnt sem andlega. Aldrei man ég hana vorkenna sér eða bera sig illa á nokkurn hátt. Hún einfald- lega tók því sem að höndum bar með ákveðnu æðruleysi og gerði úr því það besta sem hún gat. Stuðning og hvatningu átti maður vís hjá ömmu Maríu en ekki fékkst hún til að velta sér upp úr ein- hveiju volæði. Eftir á að hyggja vissi líklega enginn hvernig henni sjálfri leið enda bar hún tilfmningar sínar aldrei á torg. Skoðun hafði hún hins vegar á öllu og var óspar að láta vita ef henni mislíkaði hegð- un manns. Þrátt fyrir miklar annir við saumaskapinn gaf amma María sér stundum tíma til að spila „Mar- ías“ en það var oft spilað á hennar æskuslóðum. Var þá setið löngum stundum og oft erfitt að hætta. Elsku amma, í síðustu heimsókn minni til þín þar sem þú lást í móki, kvalin, reyndi ég að sannfæra þig um að þessu færi nú brátt að ljúka og þú svaraðir full efasemdar: „Og er það nú alveg víst?“ Nú hefur draumur þinn ræst og þú ert komin á betri stað, laus við slæma sjón og lélega heyt'iií Hvíl þú í friði. Kolbrún Baldursdóttir. María amma mín er fædd og uppalin á Krossum í Staðarsveit. Eftir að móðir hennar féll frá stóð hún fyrir búi á Krossum ásamt föð- ur sínum og systur þar til hún flutt- ist til Reykjavíkur með dætur sínar 1944. Hún fékk snemma áhuga á ljósmyndun, útsaumi og listmálun sem hún stundaði með bústörfum. Hún var í ýmsu hannyrðanámi, m.a. baldýringu og kúnstbróder- ingu hjá Elísabetu Valdimarsdóttur og Unni Ólafsdóttur kirkjulistakonu auk orgeináms hjá Sigríði Helga- dóttur og matreiðslunáms hjá Hólmfríði Rósinkranz. María hélt sýningu á kúnstbróderuðum mynd- um í glugga Marteins Einarssonar 1930. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur starfaði hún lengst af við saumaskap hjá klæðskera og síðan við fataviðgerðir á eigin veg- um fram yfir áttrætt og alla tíð var hún afkastamikill frístundamálari. Hún hélt málverkasýningu 1992 og í janúar síðastliðnum hélt hún sýn- ingu á 30 kúnstbróderuðum mynd- um og öðrum hannyrðum. Reyndar málaði hún sína síðustu mynd 96 ára gömul með styrkri hendi þó sjónin væri farin að gefa sig. Amma mín hefur á vissan hátt markað djúp spor í líf mitt þar sem ég bjó heima hjá henni fyrstu æviár- in. Hún passaði mig, lék við mig, gaf mér tvinnakefli til að leika mér með og kenndi mér að bera virðingu fyrir blómunum, dýrunum og öðru sem tilheyrir náttúrunni. Ibúðin hennar ömmu var á við heilt ævin- týri fyrir barn því þar var svo mik- ið að skoða. Litlir fingur höfðu gaman af því að stijúka flosið, renna fingrum í gegnum heklið og búa til ævintýri í kringum myndirn- ar sem þöktu alla veggi. Hlutirnir hennar ömmu voru svo litríkir og spennandi. Hún ól upp og menntaði dætur sínar en metnaðurinn fyrir barna- börnin var síst minni þar sem henni var það mikið kappsmál að þau fengju góða menntun. Námsárang- ur okkar og velgengni í leik og starfi gaf henni mikla lífsfyllingu. Sífellt studdi hún okkur með ráðum og dáð því hún var kletturinn í hafinu og hin raungóða manneskja handa hvetjum þeim sem til hennar leit- aði. Þegar ég sjálfur eignaðist börn bar hún alltaf minn hag og minna bama fyrir bijósti, hafði brennandi áhuga á velferð okkar allra og fylgdist með af mikilli umhyggju en án allrar afskiptasemi. Amma var alltaf mjög nútímaleg, fylgdist vel með því sem gerðist bæði hér heima og erlendis, nýjung- um og framförum, svo alltaf var hægt að ræða við hana um hvað sem var. Hún var mjög trúrækin, enda sagði hún mér að Passíusálm- arnir hefðu verið sungnir á hveiju kvöldi alla föstuna á sínu æsku- heimili. Minni hennar var ótrúlegt þar sem hún nú á síðustu vikum gat þulið upp kvæði Einars Bene- diktssonar úr skólaljóðunum og það sem hún lærði í kverinu fyrir ferm- inguna kunni hún ennþá reiprenn- andi; „Ég hef aldrei iðjulaus verið,“ sagði amma fyrir mánuði síðan og eru það orð að sönnu því hún var sívinnandi og afköstin voru mikil. Hún málaði og vann af ástríðu en þegar hún gat ekki lengur unnið að hugðarefnum sínum, var eins og lífið missti gildi sitt. Útvarpið var að lokum hennar eina dægra- dvöl svo hún gat alltaf rætt um fólk og málefni. Kveðjustundin er ekki svo sár því góðu minningarnar um hana ömmu mína er hluti af mér og ég veit að núna líður henni vel. Blessuð sé minning hennar. Ásmundur Karl Olafsson. Örfá minningarorð um mína kæru langömmu. Nú loks ertu hjá Guði þínum, amma mín. Það er undarleg tilfinn- ing að fá ekki að sjá þig aftur. Þú varst alltaf dugleg og ætíð var gott að hlusta á það sem þú hafðir að segja. Ég er mjög stolt af þér, amma mín, og að bera nafn þitt. Ég er þakklát fyrir að hafa þekkt þig svo lengi og vel. Minningin um þig og reisn þína mun ávallt vera til staðar í huga mér. 'Að síðustu er hér hluti ljóðs úr handskrifaðri bók þar sem hún rit- aði sín uppáhaldsljóð á unga aldri og gaf mér. Gef þú mjer drottinn þolgóð að þrejja þar til mjer ljðmar sú fapaðar stund, gef þú mjer síðan glaðvær að deyja gef þú mjer væran síðasta blund. (úr 5. versi eftir B.J.) María Ásmundsdóttir. MARTA DANÍELSDÓTTIR + Marta Daníels- dóttir fæddist í Reykjavík 28. febr- úar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar Mörtu voru Daníel Þorsteinsson, skipasmiður og for- stjóri, f. 4.6. 1874, d. 20.7. 1959 og kona hans Guðrún Egilsdóttir, f. 5.11. 1875, d. 8.1. 1969. Systkini Mörtu voru Egill fulltrúi, f. 30.5. 1902, d. 2.3. 1973, Þorsteinn skipa- smiður og kennari, f. 18.4. 1903, d. 21.8. 1967, Ingibjörg, f. 20.9. 1910, d. 13.11. 1965, og eftirlifandi systir, Þórdís, f. 4.10. 1904. Marta giftist Lárusi Ást- björnssyni símafræðingi, 18. mai 1929. Lárus, f. 29.9. 1904, var sonur Ástbjörns Eyjólfs- sonar skipasmiðs, og konu hans Kristínar Þórðardóttur, hann lést 26. ágúst síðastliðinn. Börn Mörtu og Lárusar eru Gunnar Daníel verkfræðingur, f. 6.5. 1930, kvæntur Önnu Þrúði Þorkelsdóttur forstöðu- manni í öldrunar- þjónustu á vegum Reykjavíkurborg- ar, Björn Kristján skipasmiður, f. 13.11. 1931, og Ragnar Baldur námsmaður, f. 26.2. 1933, sem lést af slysförum 14.8. 1949. Barnabörn eru Ragnar Lárus Gunnarsson, f. 6.7. 1962, verkfræðing- ur, kvæntur Ingi- björgu Sveinsdótt- ur sálfræðinema í H.Í., Ragnhildur Anna Guð- mundsdóttir, f. 31.12. 1964, flugfreyja, dóttir hennar er Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir, Þorkell Máni Gunnarsson, f. 19.7. 1969, kerfisfræðingur, sambýliskona hans er Sigrún Erla Blöndal hjúkrunarnemi í H.í. Að loknu barna- og ungl- ingaskólanámi lærði Marta hárgreiðslu og snyrtingu hjá Kristólínu Kragh, sem rak virta hárgreiðslustofu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem Marta starfaði nokkur ár. Útför Mörtu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. LANGRI lífsgöngu er lokið, lífs- göngu þungra áfalla og gæfuríkra tíma í bland. Skörp skil milli skins og skúra einkenndu lífshlaup tengdamóður minnar, Mörtu Dan- íelsdóttur. Marta var Reykvíkingur í húð og hár. Hún ól allan sinn aldur í vesturbæ Reykjavíkur og var síðast til heimilis á Vesturgötu 7. Foreldrar Mörtu voru Guðrún Egilsdóttir og Daníel Þorsteinsson, skipasmiður sem kom á fót og rak Daníelsslipp ásamt syni sínum og tengdasyni um árabil. Marta ólst upp á myndar- og menningarheim- ili foreldra sinna ásamt systkinun- um fjórum þeim, Þorsteini, Agli, Þórdísi og Ingibjörgu og átti bjarta æskudaga. Þórdís lifir nú ein systk- ini sín, farin að heilsu. Skólagangan var ekki löng en ung að árum hóf Marta starf og nám í hárgreiðslu hjá Kristólínu Kragh hárgreiðslumeistara sem rak þekkta hárgreiðslustofu hér í borg um árabil. Marta giftist Lárusi Ásbjörns- syni, fulltrúa hjá Landsíma íslands, 18. maí 1929. Hann lést 26. ágúst sl. tæplega 91 árs að aldri. Við gift- inguna hætti Marta hárgreiðslu- starfinu og sneri sér að húsmóður- hlutverkinu eins og þá var títt. Lárus og Marta eignuðust þrjá syni. Mjög kært var ætíð með þeim hjónum Mörtu og Lárusi og má segja að Lárus hafi borið konu sína á höndum sér í þau tæp 66 ár sem þau áttu saman. Því var missirinn mikill við fráfall hans í ágúst sl. er Marta var sjálf orðin háöldruð og alvarlega veik af krabbameini. Marta lét sér mjög annt um heimili sitt og fjölskyldu og lífið virtist bjart framan af hjá samhentri fjölskyldu. En sorgin gleymir engum. Ragn- ar, yngsti sonurinn og augasteinn- inn, lést í hörmulegu slysi aðeins 16 ára að aldri og Björn Kristján missti heilsuna fyrir 14 árum og hefur verið bundinn við hjólastól síðan. Sorgin var sár yfir örlögum son- anna og reyndu þau sífellt að létta Birni Kristjáni lífið eftir föngum í veikindum hans og minningin um Ragnar var ætíð bundin miklum trega. Börn okkar Gunnars, þau Ragn- ar, Ragnhildur og Þorkell Máni, voru einu barnabörnin þeirra Lárus- ar og Mörtu og vörpuðu þau birtu á líf þeirra og nutu í staðinn um- hyggju og hlýju þeirra beggja. Marta var ekki venjuleg amma, lítil og nett, klædd eins og ung stúlka, gjarnan í bleikt eða rautt. Hún sat ekki heima og pijónaði á efri árum, heldur spilaði hún brids, fór á málverkasýningar og kaffihús með manni sínum og hafði mikla ánægju af ferðalögum. í áföllum lífsins var Marta ótrú- lega sterk og veitti manni sínum stuðning og styrk enda máttu þau vart hvort af öðru sjá. Það kom því ekki á óvart að stutt yrði milli brottfarar þeirra úr þessu lífi enda nær óhugsandi að hugsa um þau öðruvísi en saman. Á kveðjustund er þakklæti efst í huga til tengda- foreldra minna beggja. Þakklæti fyrir langa samveru, umhyggju og hlýju sem við fjölskyldan nutum og minnumst. Að baki er þjáning síðustu vikna og hvíldin var kær, trú á endurfundi ástvina einlæg. Blessuð sé minning Mörtu Daníels- dóttur. Anna Þrúður Þorkelsdóttir. t Konan mín, KARÍTAS ÁSGEIRSDÓTTIR, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 12. febrúar. Daníel J. Hörðdal. t Ástkær bróðir okkar, HRANNAR ERNIS SIGVALDASON, Malmö, Svfþjóð, lést í sjúkrahúsi í Malmö. Helgi Friðþjófsson, Hilmar Friðþjófsson, Logi Ernis Sigvaldason, Óðinn Ernis Sigvaldason, Fjölnir Ernis Sigvaldason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.