Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VESTURFARAR Áttundastigs söngprófs- tónleikar BIRNA Ragnarsdóttir sópran lýkur síðasta hluta prófs úr áttunda stigi söngdeildar með tónleikum í sal Nýja tónlistarskólans sunnudaginn 18. febrúar kl. 17. Tónleikamir eru öllum opnir og án endurgjalds. Bima var fyrst nemandi Sigurðar Demetz, en eftir að Demetz hætti kennslu við skólann hefur hún verið nemandi Alinu Dubik. Efnisskrá tónleikanna á sunnu- dag er fjölbreytt, meðal annars ar- íur ur Messiasi eftir Hándel, úr Porgi og Bess eftir Bemstein, aría úr óp. Svefngenglinum eftir Bellini og ljóð eftir Wagner, Mahler, Mus- sorgskij, pólsk ljóð sungin á pólsku svo og lög eftir íslenska höfunda, þá Pál ísólfsson, Jón Leifs og Ragn- ar Björnsson. Að loknum tónleikunum fer Birna utan til áframhaldandi söng- náms. Undirleikari á tónleikunum á sunnudag verður Ragnar Bjöms- son. Á tónleikunum leikur einn nem- andi skólans á áttunda stigi á píanó, það er Sigmar Karl Stefánsson sem leikur svítu eftir J.S. Bach. TÓNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Á efnisskrá voru verk eftir Jón Leifs, Grieg og Síbelíus. Einleikari: Bena Vered. Stjómandi: Osmo Vánská. Fimmtudaginn 15. febrúar, 1996. FYRIR um það bil fimm öldum hófust ferðir evrópubúa vestur um haf, því þar var að fínna gull og gæfu, þeim til handa er öllu voguðu og verkfúsir vom til hvers konar at- hafna og vildu umfram allt bjargálna verða. Enn sækja menn vestur, til að verða stórir af verkum sínum og nú ætlar Sinfóníuhljómsveit íslands að vinna sér nafn vestan hafsins „kalda og djúpa“. Til þeirrar ferðar er sveit- in nestuð með forleik Jóns Leifs, að leikverkinu Galdra-Loftur, píanókon- sert eftir Edward Grieg og annarri sinfóníu eftir Jean Síbelíus. Sá sem stendur í lyftingu er Osmo Vánská og miðskipsmaður, sem vísa mun leiðina er Ilena Vered og er gott til þess að vita, að íslendingar em þar ekki einskipa, eins og Leifur heppni forðum en njóta samfylgdar m.a. Norðurlandabúa og mun þá ekki hætta á deilum, hver hafí verið þar á ferð, þá saga þessa merka uppátæk- is verður skráð. Tónleikamir hófust á forleik Jóns Leifs, við leikverkið Galdra-Loft eftir Jóhann Siguijónsson. Þegar undirrit- aður heyrði þetta verk fyrst var það leikið mjög hægt og var þunglegur rithátturinn þess því oft mjög áhrifa- mikill. Að þessu sinni var flutningur- inn allur mun hraðari og þvi stuttlega dvalið við einstaka blæbrigði. Þrátt fyrri að flutningur sveitarinnar væri góður og auðheyrt að Vanská hefur ákveðnar skoðamir á túlkun þessa verka, vantaði þá þunglega dramatík sem einkennir verkið, þar sem tvinnuð em saman váleg örlög og rammur fomeskjulegur galdur. Með þessu verki lauk íslenska hluta efnisskrár er auðvitað er hljómsveitin sjálf aðili að þessu ferðalagi og orð- spori hennar vel borgið ef tekst að flytja norsku og fínnsku verkin vel. Píanókosnertinn eftir Grieg er fögur tónsmíð, listaverk. Að þessu sinni var einleikarinn Illana Vered, ágætur píanóleikari, er lék konsertinn á róm- antísku nótunum. Þrátt fyrir að margt væri vel gert hjá henni, einkum er varðaði hraðahreyfingar, vantaði punktinn yfír i-ið og t.d var pedala- notkun hennar á köflum of mikil. Hér er á ferðinni ágætur píanóleikari en ekkert fram yfir það. Tónleikunum lauk með annarri sin- fóníu Síbelíusar og vonandi verður tónleikagestum vestra nýnæmi i að heyra þessa vinsælu sinfóníu og reyndar píanókonsertinn eftir Grieg, svo allir fái þar af mikinn sóma. verk- ið var ágætlega flutt og kom sér- kennileg formskipan og temavinnsla þess mjög vel fram, eins t.d. hraða- hreyfíngamar í 2. og 3. þættinum og sú áhersla sem Vanská Ieggur á mikl- ar styrkleikabreytingar svo sem kom mjög vel fram í byijun annars þáttar. í heild voru þetta góðir tónleikar en undirritaður getur ekki annað en lagt áherslu á það, að hlutur íslenskr- ar tónlistar og tónlistamanna utan félaganna í hljómsveitinni, er heldur rýr og munu tónleikagestir vestra fá harla litla mynd af íslenskri tón- mennt, annarri en að geta gert sam- anburð á Sinfóníuhljómsveit íslands í flutningi verka, sem hafa verið leik- in í áratugi af öllum frægustu hljóm- sveitum heims. Að öðm leyti fylgja hljómsveitinni góðar óskir til farsællar ferðar og góðrar heimkomu. Jón Ásgeirsson Tímarit • ÚT er komið 20. hefti tímarits- ins Bjartur ogfrú Emilía. Þetta hefti ertileinkað Reykjavík. Nokk- ur skáld birta skáldskap sem fjall- ar um höfuðborgina, götu hennar, hús og torg. Eftir ÓskarÁrna Óskarsson eru birt tólf dagbókar- brot sem hann semur í útjöðrum borgarinnar. Steinunn Sigurðar- dóttir skrifar um nýársnótt í Reykjavík, Linda Vilhjálmsdóttir lýsir heimilissýningu í Höllinni, Jón Karl Helgason skrifar grein sem hann kallar Bjartur og borg- armyndin, Sjón skrifar ljóð um Reykvíking sem hugsar á göngu, Haraldur Jónsson fjallar um æsku sína á Skólavörðuholtinu í ritgerð sem hann kallar Rúsínur, Bragi Ólafsson skrifar smásög- una Irlandsferðina, Guðmundur Andri Thorsson fjallar um hús skáldsins - Ráðhúsið, Jón Hallur Stefánsson birtir smásöguna Kort til Önnu, Þórarinn Eldjárn minn- ist Simmasjoppu og Megas Aust- urstrætis. Tímaritið Bjartur og frú Emilía kemur út fjórum sinnum á ári og telst þetta 5 ára afmælisrit útgáf- unnar. Ritið er 80 bls. að stærð og prýtt fjölda ljósmynda. Ritstjóri er Snæbjörn Arngrímsson. Með lóu BOKMENNTIR á hverjum fingri og leit að ljóskjarna sem lýst getur upp rökkrið. Elísabet notar bæði sterka liti og magnað myndmál til að túlka þessa upplifun. Hvíti sorgarliturinn, rauður litur dauðans og svart- ur litur óttans ein- kenna mörg verkanna og fléttast vægðar- lausri myndsköpun eins og sést í þessum tveimur dæmum: Og þá muntu sjá bijóst mitt rifna og hvíta fugla, hvíta blóði drifna fugla sem hljóðlaust svífa, svífa í sólarátt Elísabet Kristín Jökulsdóttir Og í kvæði í lok ljóða- bókarinnar er eins og skáldkonan hafí fundið gleðina í myndmáli sínu. Undirdjúp sorg- arinnar eru kvödd og lífið fær ofurlítinn ljóma. Með þessi ódauðlegu tár, sem bregða ljóma á augun og með lóu á hveijum fingri og hvítur jökull bráðnar á eldfjalli, eldfjallinu mínu og ég hneigi mig djúpt. Með vatn í vinstri lófa og fjall í hægri lófa. Sorgarljðð SJÁÐU, SJÁÐU MIG. ÞAÐ ER EINA LEIÐIN TIL AÐ ELSKA MIG eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Viti menn, 1995 - 47 bls. SORGIN og depurðin eru oft við- fangsefni ljóða. Enda er ljóðheimur- inn góður sálusorgari. En það er þó sjaldgæfara að bikar sorgarinnar sé drukkinn jafnósleitilega í botn og Elísabet Kristín Jökulsdóttir gerir í ljóðum sínum sem hún nefnir sorgar- ljóð í bókinni Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig. Á vissan hátt er unnt að skoða þessa ljóðabók sem ferð inn í heim sorgarinnar og þunglyndisins. Tákn og- myndir sem undirstrika sorgina hrannast upp eins og óveðurský á leiðinní; rautt blóð í hvítri sæng, skorpnuð tunga í munni, tárin ískaldar perlur, sokkin augu og svo margt fleira. í þessum sorgarheimi er ljóðsjálf sem leitar að sjálfu sér og á í innri baráttu. Þar takast á depurðin og vonin, dauðaóskin og lífsþráin, sorgin og skilningurinn. Þessi átök mynda meginformgerð verksins og gera það að verkum að við fáum tilfínningu fyrir heild þrátt fyrir tætta vitund ljóðsjálfsins sem upp- lifir sig sem geðveika konu: „Eg veit ekkert hver ég er // Ég er bijáluð kona.“ Bókin er því í senn ferðalag um dapurleg undirdjúpin og þegar þú lítur aftur á mig sérðu að ég er ekki þar. Ég verð farin. Ótta og uppgjöf túlkar Elísabet á sama hátt með litum og fugla- myndum. Margir svartir fuglar lemja vængjum sínum í mig, ég er nakin úti homi herbergisins og líkami minn allur baðaður blóði svo að enginn getur gert mér neitt Enda þótt mörg ljóðanna túlki dapurlega og martraðarkennda upplifun býr yfir þeim ljóðræn feg- urð, ofurlítið súrrealísk en sterk. Og síeiki út um. Ég þakka þér fyrir. Kærlega. Ef til vill er það svo að hinn hreini tónn ljóðsins finnist aðeins við slík átök, við slíka glímu, slíkan sálar- háska sem lýst er í sorgarljóðunum. Ég er í það minnsta ekki frá því að Elísabet hafi með bók sinni sleg- ið þannig hljóm. Ef sorg heimsins er tilveran sjálf hlýtur lausnin að vera í anda skáldkonunnar: „Svo ég fór / en ég er komin. / Til að vera.“ Meginstyrkur þessarar ljóða- bókar er nefnilega skírslan, hreins- unin, „kaþaris“, ferðin um undir- djúpin og uppgötvunin mikla um eigið gildi. Það er nefnilega ekki lítils virði að vera kominn til að vera. Skafti Þ. Halldórsson Kristinn og Þór í Slunkaríki TVÆR sýningar verða opnaðar í Slunkaríki á Isafírði næstkomandi laugardag kl. 16. Á efri hæðinni sýnir Kristinn E. Hrafnsson skúlp- túra, ljósmyndaverk og lágmynd. Verkin eru öll ný, unnin á árunum 1994-96. Kristinn stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíða- skóla íslands og við Listaakademíuna í Miinchen. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, en sýningin í Slunkaríki er 6. einkasýning hans. Á neðri hæð gallerísins sýnir Þór Vigfússon einlit málverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta. Þór hefur sýnt víða, bæði tekið þátt í samsýningum og haldið fjölda einkasýninga. Sýningar þeirra Þórs og Kristins eru opnar fimmtu- daga til sunnudaga kl. 16-18 og lýkur sunnudaginn 3. mars. VERK eftir Kristin E. Hrafnsson. Tj amarkvartettinn í Borgarleikhúsinu Tj ar narkvartettinn úr Svarfaðardal mun taka þátt í Höf- undasmiðju Borgar leikhússins á morg- un, laugardag, þar sem hann mun flytjs madrígalasönginn í leikritinu Hvernig dó mamma þín? eft- ir Ingibjörgu Hjart- ardóttur. Leikritið verður sýnt á Litla sviðinu og hefst klukkan 16. Eftir sýninguna mun kvartettinn flytja sig fram í anddyri leikhússins og slá á léttari strengi. Þar geta leikhúsgestir staldrað við á leið- inni út, keypt veit- ingar og hlýtt á meiri söng. í kynningu segir: „Tjarnarkvartett- inn var stofnaður fyrir um fjórum árum. Hefur hann vakið mikla athygli og náð miklum vin- sældum. Hann hefur haldið fjölda tónleika um land allt og komið fram við margvísleg tækifæri. Kvartettinn hefur áður komið nálgæt leikhúsi. Söng hann meðal annars í upp- færslu Leikfélags Akureyrar í verki sem sýnt var á Kirkjulista- hátíð á Akureyri síðasta leikári og svo var hann fulltrúi íslands á alþjóðlegri leiklistarhátíð í_ Finnlandi síðastliðið sumar. í Reykjavík hefur kvartettinn TJARN ARKVARTETTINN tekur þátt 1 Höfundasmiðju Borgarleikhússins á morgun, laugardag. haldið þrenna tónleika, á Sóloni íslandus, í Þjóðleikhúskjallar- anum og Kaffileikhúsinu og var fullt út úr dyrum í öll skiptin.“ Tjarnarkvartettinn skipa: Hjörleifur Hjartarson tenór, Krislján E. Hjartarson bassi, Krisljana Arngrímsdóttir alt og Rósa Kristín Baldursdóttir sópran. Miðapantanir eru í miðasölu Borgarleikhússins og miðaverð er kr. 500. Krislján sýnir 1 Galleríi Sævars Karls KRISTJÁN Guðmundsson opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls í dag, föstudag. Kristján er fæddur á Snæfells- nesi 1941. Hann bjó og starfaði í Amsterdam árin 1970-1979, á Hjalteyri 1979-1982 og síðan í Reykjavík. Hann hefur haldið fjölda sýn- inga bæði hérlendis og erlendis og þetta er önnur einkasýning hans hjá Sævari Karli. Listamaðurinn skrifar stutta hugleiðingu að verkum sínum í sýningarskrá en ljóð hans styðjast meSt við heimildir úr íslenskri verslunarsögu. Sýningin stendur til 13. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.