Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Frystihús Ósvarar í Bolungarvík formlega tekið í notkun um helgina Tálknafjörður Ódýra heimilishjálpin! Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaður, sérstaklega ætlaður fyrir heimilis- bókhaldiö. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til að nota hann, þú færir aðeins inn upphæð- irnar og Hómer sér um framhaldið. Hómer færðu í Búnaðarbankanum á 900 kr. og ef þú ert í Heimilislínunni kostar hann aðeins 450 kr. Með Hómer veistu hvað þú átt - og hvað þú mátt! Gleði og bjartsýni ríkti hjá íbúum Bolungarvíkur Bolungarvík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/RAX BOLVÍKINGAR fjölmenntu þegar nýtt frystihús Ósvarar var formlega tekið í notkun á laugardag. AÐALBJÖRN Jóakimsson ÞAÐ RÍKTI gleði og bjartsýni meðal íbúa Bolungarvíkur er hrað- frystihús Ósvarar var formlega tekið í notkun sl. laugardag eftir umtalsverðar breytingar og endur- bætur. Eftir þessar breytingar er frystihúsið í Bolungarvík meðal fullkomnustu frystihúsa landsins. • í ræðu sem Aðalbjörn Jóakims- son aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Ósvarar flutti af þessu til- efni kom fram að með þessum breytingum gæfist kostur á að uppfylla allar ströngustu kröfur sem markaðurinn gerði til gæða hveiju sinni og á þann veg einan væri hægt að hámarka verðmæti framleiðslunnar. Aðalbjöm sagðist fullur bjartsýni á að ná því mark- miði sem að væri stefnt en það er að byggja upp öflugt sjávarút- vegsfyrirtæki hér í Bolungarvík. Það mætti hins vegar búast við vindum úr öllum áttum en til að sigrast á erfiðleikum þarf fyrst og fremst tvennt að fara saman, þekking Bolvíkinga á veiðum og vinnslu sjávarafurða og nægt fjár- magn. Hið fyrra er til staðar og allt bendir til þess að takast muni að tryggja fjármagnið. Aðalbjörn sagði að gerðar yrðu kröfur tii stjórnenda og starfsfólks fyrirtæk- isins því með því einu mætti ná árangri. Barátta til betri tíma Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri flutti kveðju og árnaðaróskir til fyrirtækisins fyrir hönd íbúa Bol- ungarvíkur. Hann rakti í stuttu máli þá baráttu sem Bolvíkingar hafa háð frá því að fyrirtæki Ein- ars Guðfinnssonar hf. fór í gjald- þrot og þar til bæjarstjórn tók J)á ákvörðun að selja hlut sinn í Os- vör hf. til Bakka hf. í Hnífsdal í maí 1995. Hann sagði að það sem gert hefði verið væri allt í þá átt að styrkja stoðir atvinnulífsins á staðnum og það sé að koma betur og betur í ljós að sú ákvörðun bæjarstjórnar að selja hlut sinn í Ósvör hafi verið rétt. Einar Kristinn Guðfinnsson al- þingismáður óskaði eigendum fyrirtækisins til hamingju með þetta glæsilega frystihús og sagði ljóst að í Bolungarvík væru marg- ir að taka höndum saman um mikið verk og kvaðst sannfærður um að atvinnulífið væri að komast upp úr öldudal og það sem menn hefðu tekist á við hér í Bolungar- vík bæri vott um bjartsýni á fram- tíð byggðarlagsins. 5.083 þorskígildistonn á fjórum skipum Rækjuvinnsla Ósvarar tók til starfa fyrir fjórum mánuðum eftir gagngerar breytingar og hefur vinnsla þar gengið vel. Þegar rækjuverksmiðjan fór í gang í lok október var bolfisk- vinnslan stöðvuð og framkvæmdir hafnar við breytingar á vinnslu- salnum, sem nú er lokið. Nú hefst jafnframt bolfiskvinnsla í hinum nýju og glæsilegu salarkynnum. Á næstu dögum eru væntanlegir sölufulltrúar frá Bretlandi hingað til að gera úttekt á húsinu. Gert er ráð fyrir að í Ósvör verði unnið úr 3.500 tonnum af rækju á árinu og um 6.000 tonnum af hráefni í bolfiskvinnslunni, þar af 3.000 tonnum af þorski. Skip Ósvarar, Vinur ÍS og Flosi ÍS, munu sjá um hráefnisöflun fyrir bolfisk- vinnsluna en Dagrún ÍS og Heiðr- ún ÍS verða að mestu á rækjuveið- um. Einnig verður keypt hráefni á markaði eða með viðskiptum við aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Ósvarar, Þorvarður Gunnarsson, stjórnarformað- ur, og Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. sjálfstæðar útgerðir. Ósvör hefur yfir að ráða 5.083 þorskígildis- tonnum á fjórum skipum félags- ins. Nú þegar nýtt frystihús tekur til starfa í Bolungarvík vantar um 80 manns til vinnu. Sama dag og frystihús Ósvarar var formlega opnað komu hingað til Bolungarvíkur 12 pólskir físk- verkamenn sem hefja munu störf hjá Ósvör, fleiri Pólverjar eru væntanlegir til fiskvinnslustarfa hér í Bolungarvík þa_r sem ekki hefur tekist að ráða íslendinga í störf hjá fyrirtækinu þrátt fyrir að ítrekað hafi verið auglýst eftir fólki. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson SAMKVÆMT könnun Hagvangs hf. á meðal 1.200 Islendinga fyrir Ríkis- útvarpið treysta 37,5% þeirra sem svöruðu fréttastofu Ríkisútvarpsins, Rás 1 og 2, best varðandi fréttir af málefnum líðandi stundar. Tekið var slembiúrtak 1.200 ís- lendinga í janúar sl. og var hringt í fólk á aldrinum 15 til 75 ára í könn- uninni. Þegar búið var að draga frá þá sem eru látnir, erlendir ríkisborg- arar og búsettir erlendis, var nettó- svarhlutfall 72,3% Mikill munur eftir aldri Samkvæmt niðurstöðum treysta 27,5% fréttastofu Rikissjónvarpsins, 10,6% fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgj- unnar og 8,3% Morgunblaðinu. Ekki þykir marktækur munur á þvi hve margir nefna fréttastofu Stöðvar 2 Sveinn kjör- inn sóknar- prestur SVEINN Valgeirsson guðfræðingur var einróma kjörinn sóknarprestur á Tálknafirði um siðustu helgi. Voru 17 kjörmenn á kjörfundi og greiddu þeir allir Sveini, sem var eini umsækjandinn um brauðið, at- kvæði sitt. Sveinn verður vígður til starfa næstkomandi sunnudag í Dómkirkj- unni ásamt þeim Eðvarð Ingólfs- syni, sem kjörinn hefur verið prest- ur í Skinnastaðasókn í Öxarfirði, og Arnaldi Bárðarsyni, sem hlaut kosningu á Raufarhöfn. ----♦ ♦ ♦---- Síbrotamað- ur í gæslu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði mann í 45 daga gæsluvarð- hald um helgina, grunaðan um inn- brot í Stykkishólmi í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins var maður- inn handtekinn í haust og dæmdur í héraði fyrir fjölda innbrota. Maður- inn áfrýjaði dóminum til Hæstarétt- ar, var þá látinn laus og hefur geng- ið laus þar til nú að hann er handtek- inn, grunaður um innbrot. Hann verður í gæsluvarðhaldi til 3. apríl. og Bylgjunnar og Morgunblaðið, en marktækt færri nefna DV en Morg- unblaðið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Mun fleiri nefna frétta- stofu Ríkisútvarpsins eftir því sem fólk er eldra, en því er öfugt farið með alla hina miðlana. Ef niðurstöð- urnar eru greindar eftir aldri þeirra sem tóku afstöðu, ber fólk á aldrinum 50-75 ára mest traust til fréttastofu Ríkisútvarpsins, eða 62,7% þeirra sem tóku afstöðu, en minnst traust til DV eða 0,5%. Hins vegar bera 2,3% þeirra sem eru á aldrinum 15-29 ára traust til DV, 17,1% til Morgunblaðsins, 22,5% til fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, 36,5% til fréttastofu Ríkissjónvarpsins og 21,2% til fréttastofu Ríkisútvarpsins. Treysta RÚV best HEIMILISLÍNAN BÚNAÐARBANKINN - traustur heimilisbanki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.