Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Frystihús Ósvarar í Bolungarvík formlega tekið í notkun um helgina Tálknafjörður Ódýra heimilishjálpin! Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaður, sérstaklega ætlaður fyrir heimilis- bókhaldiö. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til að nota hann, þú færir aðeins inn upphæð- irnar og Hómer sér um framhaldið. Hómer færðu í Búnaðarbankanum á 900 kr. og ef þú ert í Heimilislínunni kostar hann aðeins 450 kr. Með Hómer veistu hvað þú átt - og hvað þú mátt! Gleði og bjartsýni ríkti hjá íbúum Bolungarvíkur Bolungarvík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/RAX BOLVÍKINGAR fjölmenntu þegar nýtt frystihús Ósvarar var formlega tekið í notkun á laugardag. AÐALBJÖRN Jóakimsson ÞAÐ RÍKTI gleði og bjartsýni meðal íbúa Bolungarvíkur er hrað- frystihús Ósvarar var formlega tekið í notkun sl. laugardag eftir umtalsverðar breytingar og endur- bætur. Eftir þessar breytingar er frystihúsið í Bolungarvík meðal fullkomnustu frystihúsa landsins. • í ræðu sem Aðalbjörn Jóakims- son aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Ósvarar flutti af þessu til- efni kom fram að með þessum breytingum gæfist kostur á að uppfylla allar ströngustu kröfur sem markaðurinn gerði til gæða hveiju sinni og á þann veg einan væri hægt að hámarka verðmæti framleiðslunnar. Aðalbjöm sagðist fullur bjartsýni á að ná því mark- miði sem að væri stefnt en það er að byggja upp öflugt sjávarút- vegsfyrirtæki hér í Bolungarvík. Það mætti hins vegar búast við vindum úr öllum áttum en til að sigrast á erfiðleikum þarf fyrst og fremst tvennt að fara saman, þekking Bolvíkinga á veiðum og vinnslu sjávarafurða og nægt fjár- magn. Hið fyrra er til staðar og allt bendir til þess að takast muni að tryggja fjármagnið. Aðalbjörn sagði að gerðar yrðu kröfur tii stjórnenda og starfsfólks fyrirtæk- isins því með því einu mætti ná árangri. Barátta til betri tíma Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri flutti kveðju og árnaðaróskir til fyrirtækisins fyrir hönd íbúa Bol- ungarvíkur. Hann rakti í stuttu máli þá baráttu sem Bolvíkingar hafa háð frá því að fyrirtæki Ein- ars Guðfinnssonar hf. fór í gjald- þrot og þar til bæjarstjórn tók J)á ákvörðun að selja hlut sinn í Os- vör hf. til Bakka hf. í Hnífsdal í maí 1995. Hann sagði að það sem gert hefði verið væri allt í þá átt að styrkja stoðir atvinnulífsins á staðnum og það sé að koma betur og betur í ljós að sú ákvörðun bæjarstjórnar að selja hlut sinn í Ósvör hafi verið rétt. Einar Kristinn Guðfinnsson al- þingismáður óskaði eigendum fyrirtækisins til hamingju með þetta glæsilega frystihús og sagði ljóst að í Bolungarvík væru marg- ir að taka höndum saman um mikið verk og kvaðst sannfærður um að atvinnulífið væri að komast upp úr öldudal og það sem menn hefðu tekist á við hér í Bolungar- vík bæri vott um bjartsýni á fram- tíð byggðarlagsins. 5.083 þorskígildistonn á fjórum skipum Rækjuvinnsla Ósvarar tók til starfa fyrir fjórum mánuðum eftir gagngerar breytingar og hefur vinnsla þar gengið vel. Þegar rækjuverksmiðjan fór í gang í lok október var bolfisk- vinnslan stöðvuð og framkvæmdir hafnar við breytingar á vinnslu- salnum, sem nú er lokið. Nú hefst jafnframt bolfiskvinnsla í hinum nýju og glæsilegu salarkynnum. Á næstu dögum eru væntanlegir sölufulltrúar frá Bretlandi hingað til að gera úttekt á húsinu. Gert er ráð fyrir að í Ósvör verði unnið úr 3.500 tonnum af rækju á árinu og um 6.000 tonnum af hráefni í bolfiskvinnslunni, þar af 3.000 tonnum af þorski. Skip Ósvarar, Vinur ÍS og Flosi ÍS, munu sjá um hráefnisöflun fyrir bolfisk- vinnsluna en Dagrún ÍS og Heiðr- ún ÍS verða að mestu á rækjuveið- um. Einnig verður keypt hráefni á markaði eða með viðskiptum við aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Ósvarar, Þorvarður Gunnarsson, stjórnarformað- ur, og Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. sjálfstæðar útgerðir. Ósvör hefur yfir að ráða 5.083 þorskígildis- tonnum á fjórum skipum félags- ins. Nú þegar nýtt frystihús tekur til starfa í Bolungarvík vantar um 80 manns til vinnu. Sama dag og frystihús Ósvarar var formlega opnað komu hingað til Bolungarvíkur 12 pólskir físk- verkamenn sem hefja munu störf hjá Ósvör, fleiri Pólverjar eru væntanlegir til fiskvinnslustarfa hér í Bolungarvík þa_r sem ekki hefur tekist að ráða íslendinga í störf hjá fyrirtækinu þrátt fyrir að ítrekað hafi verið auglýst eftir fólki. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson SAMKVÆMT könnun Hagvangs hf. á meðal 1.200 Islendinga fyrir Ríkis- útvarpið treysta 37,5% þeirra sem svöruðu fréttastofu Ríkisútvarpsins, Rás 1 og 2, best varðandi fréttir af málefnum líðandi stundar. Tekið var slembiúrtak 1.200 ís- lendinga í janúar sl. og var hringt í fólk á aldrinum 15 til 75 ára í könn- uninni. Þegar búið var að draga frá þá sem eru látnir, erlendir ríkisborg- arar og búsettir erlendis, var nettó- svarhlutfall 72,3% Mikill munur eftir aldri Samkvæmt niðurstöðum treysta 27,5% fréttastofu Rikissjónvarpsins, 10,6% fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgj- unnar og 8,3% Morgunblaðinu. Ekki þykir marktækur munur á þvi hve margir nefna fréttastofu Stöðvar 2 Sveinn kjör- inn sóknar- prestur SVEINN Valgeirsson guðfræðingur var einróma kjörinn sóknarprestur á Tálknafirði um siðustu helgi. Voru 17 kjörmenn á kjörfundi og greiddu þeir allir Sveini, sem var eini umsækjandinn um brauðið, at- kvæði sitt. Sveinn verður vígður til starfa næstkomandi sunnudag í Dómkirkj- unni ásamt þeim Eðvarð Ingólfs- syni, sem kjörinn hefur verið prest- ur í Skinnastaðasókn í Öxarfirði, og Arnaldi Bárðarsyni, sem hlaut kosningu á Raufarhöfn. ----♦ ♦ ♦---- Síbrotamað- ur í gæslu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði mann í 45 daga gæsluvarð- hald um helgina, grunaðan um inn- brot í Stykkishólmi í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins var maður- inn handtekinn í haust og dæmdur í héraði fyrir fjölda innbrota. Maður- inn áfrýjaði dóminum til Hæstarétt- ar, var þá látinn laus og hefur geng- ið laus þar til nú að hann er handtek- inn, grunaður um innbrot. Hann verður í gæsluvarðhaldi til 3. apríl. og Bylgjunnar og Morgunblaðið, en marktækt færri nefna DV en Morg- unblaðið. Mikill munur er á afstöðu fólks eftir aldri. Mun fleiri nefna frétta- stofu Ríkisútvarpsins eftir því sem fólk er eldra, en því er öfugt farið með alla hina miðlana. Ef niðurstöð- urnar eru greindar eftir aldri þeirra sem tóku afstöðu, ber fólk á aldrinum 50-75 ára mest traust til fréttastofu Ríkisútvarpsins, eða 62,7% þeirra sem tóku afstöðu, en minnst traust til DV eða 0,5%. Hins vegar bera 2,3% þeirra sem eru á aldrinum 15-29 ára traust til DV, 17,1% til Morgunblaðsins, 22,5% til fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, 36,5% til fréttastofu Ríkissjónvarpsins og 21,2% til fréttastofu Ríkisútvarpsins. Treysta RÚV best HEIMILISLÍNAN BÚNAÐARBANKINN - traustur heimilisbanki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.