Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ■ Líkti úreldingunni/12 Tökur á Djöfla- eyjunni hafnar íslendingar fjárfesta tífalt meira í útlöndum en útlendingar hér Erlend fjárfesting 477 milljónir í fyrra ERLEND fjárfesting í íslensku at- vinnulífí nam alls 477 milljónum króna á síðasta ári. Á sama tíma nam fjárfesting íslendinga í útlönd- um 3.256 milljónum króna. Þetta kom fram á Alþingi í gær þegar Einar Þ. Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, spurði Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra um fjárfestingu erlendra aðila í at- vinnurekstri á íslandi árin 1993 til 1995 og fjárfestingu íslendinga í útlöndum á sama tíma. Fram kom hjá Finni, að árið 1993 nam erlend fjárfesting hér á landi 1.269 milljónum, að stærstum hluta vegna hlutafjáraukningar í jám- blendiverksmiðjunni á Grundar- tanga. Árið 1994 var erlend Qárfest- ing 351 milljón og árið 1995 nam fjárfestingin 477 milljónum. Þar af vom 262 milljónir í fjölmiðlum. Árið 1993 fjárfestu íslendingar í útlöndum fyrir 2.845 milljónir, árið 1994 nam þessi fjárfesting 8.589 milljónum og á síðasta ári 3.256 milljónum. Þessi Qárfesting var að mestu í skuldabréfum 1993-4 en í hlutdeildarskírteinum á síðasta ári. Alvarlegar tölur Einar K. Guðfinnsson og fleiri þingmenn sögðu tölumar um er- lenda fjárfestingu hér á landi mjög alvarlegar í ljósi þess að heildarfjár- festingin nam alls um 70 milljörðum króna á síðasta ári. Sagði Einar að erlend fjárfesting hér á landi á síð- ustu tveimur árum samsvaraði veltu meðalfrystitogara og að áhyggju- efni væri hve illa gengi að laða erlent áhættufé inn í atvinnulífið. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, benti einnig á, að íslenskir fjármagnseigendur hefðu ekki sýnt því áhuga að íjár- festa í atvinnulífi hér innanlands vegna lítillar arðsemi og rétt væri að skoða tregðu erlendra fjárfesta í samhengi við það. Áhugi að glæðast Finnur Ingólfsson tók undir þessi sjónarmið og benti á að erlend fjár- festing hér á landi hefði numið um 0,1% af landsframleiðslu árin 1993-95 meðan nágrannalöndin miðuðu við 1% af landsframleiðslu. Finnur sagði að bjartara væri fram- undan vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Við það myndi erlend fjárfesting tifaidast á þessu og næsta ári og fara nálægt 1% af landsframleiðslu. Þá hefðu ýmsir aðilar sýnt áhuga á að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hér á landi. Nefndi Finnur m.a. áhuga bandaríska álfyrirtækisins Columbia á að reisa álver á Grund- artanga og áhuga Kínveija á sam- starfi um nýtt álver. Nú hefðu bor- ist óskir um að íslensk sendinefnd færi til viðræðna við kínversk stjómvöld um byggingu mun minna álvers en áður voru hugmyndir um. TÖKUR á Djöflaeyjunni, kvik- mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, eru nú hafnar, en myndin byggir á tveimur bókum Einars Kárason- ar, Þar sem Djöflaeyjan rís og Gulleyjunni. Tökur fara fram í nýju braggahverfi sem reist hefur verið við Gróttu á Seltjarnarnesi, en þar býr fjölskyldan sem sagan snýst um í Karólínubragga. Að sögn Friðriks Þórs er áætlað að kvikmyndatöku ljúki í lok apríl en myndin verður frumsýnd um miðjan september næstkomandi. Við kvikmyndatökuna er notaður sérstakur krani sem er hannaður og smíðaður hér á landi, en að sögn Friðriks Þórs hefur fjöldi manna komið að smiðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem kraninn er notaður, og er hann mun stærri en kranar sem notaðir hafa verið við kvikmyndatökur hér á landi fram til þessa. Urelding MB gagn- rýnd á þingi MÁLSMEÐFERÐ iandbúnaðarráðu- neytisins við úreldingu Mjólkursam- lags Borgfirðinga í Borgamesi var gagnrýnd á Alþingi í gær í umræðu utan dagskrár, bæði af þingmönnum stjómar og stjómarandstöðu. Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóð- vaka, átti frumkvæði að umræðunni og sagði málið sýna misbeitingu rík- isvaldsins í vemdaðri atvinnugrein við að hygla tilteknum atvinnugrein- um. „Þetta er sósíalismi andskotans, eins og Vilmundur landlæknir mun hafa sagt,“ sagði Ágúst. Guðmundur Bjamason landbúnað- arráðherra fullyrti að eðlilega hefði verið staðið að málinu. Tilgangurinn hefði verið að ná fram hagræðingu í mjólkuriðnaði og það hefði tekist. Þorvaldur T. Jónsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins á Vest- urlandi, sagði það rangt sem haldið hefði verið fram í fjölmiðlum að Kaupfélag Borgfirðinga væri í sam- keppni við einkafyrirtæki með 227 milljónir af opinberu fé að vopni. „Þessi umræða er runnin undan rifj- um þeirra afia, sem vilja beygja bændur og fyrirtæki þeirra og gera að þrælum fákeppnisvaldsins í smá- söluversiun," sagði Þorvaldur. Matins leitað í Skagafirði UMFANGSMIKIL leit hefur stað- ið yfir í Skagafirði síðan á mið- nætti í fyrrinótt að þrítugum Grænlendingi, Ifa Josavasen, sem hvarf á meðan hann beið eftir að flugfært yrði frá Sauðárkróks- fiugvelli. Að sögn Björns Mikaelssonar, yfírlögregluþjóns á Sauðárkróki, hafði maðurinn, sem dvalist hefur á bóndabæ í Skagafirði í vetur, verið búinn að skrá sig inn til flugs til Reykjavíkur og afhenda þar farangur. Vegna aðstæðna var flugtaki seinkað og farþegum ekið að veitingastaðnum Ábæ með rútu. Maðurinn skildi farangur sinn eftir í rútunni og skömmu síðar sást hvar hann hvarf fyrir hús- hornið. Síðan hefur ekki til hans spurst. Um 30 manns úr björgunar- sveitum á Sauðárkróki, Varma- hlíð og Hofsósi hófu leit að manninum um miðnætti og fengu í gær til aðstoðar spor- hund úr Reykjavík. Að sögn Björns Mikaelssonar hefur leitin helst beinst að svæði í grennd við. Hegranes. Mikið snjóaði í Skagafirði í nótt og eru aðstæð- ur til leitar erfiðar. Ifa Josavasen var ktæddur í svartan leðuijakka, bláar galla- buxur og svarta kuldaskó síðast þegar til hans sást. Hann var berhöfðaður og berhentur. ÚY fellst ekki á afgreiðslu Skjaldar á kjarasamningum Málið fer fyrir dóm- stóla reynist þess þörf ÚTVEGSMANNAFÉLAG Vest- fjarða telur afgreiðslu Verkalýðsfé- lagsins Skjaldar á Flateyri á kjara- samningi Alþýðusambands Vest- fjarða og ÚV, sem gerður var 9. júní í fyrra, vera í andstöðu við meginreglur vinnuréttarins, en samningurinn var felldur samhljóða í atkvæðagreiðslu hjá Skildi 15. og 16. febrúar síðastliðinn. Ætlar ÚV að láta reyna á málið fyrir dómi reynist þess þörf. í bréfi til verkalýðsfélágsins bendir ÚV á að rúmir átta mánuðjr hafi liðið frá því samningurinn var gerður, en það brjóti algjörlega í bága við grundvallarforsendur vinnuréttar að kjarasamningsaðili geti haldið kjarasamningi opnum allan gildistíma hans og boðað vinnustöðvun hvenær sem er með sjö daga fyrirvara. Engar athugasemdir Bent er á það í bréfí ÚV til Verkalýðsfélagsins Skjaldar að á þessum tíma hafí hvorki félagið sjálft né einstakir félagsmenn gert athugasemdir við gagnaðila samn- ingsins um gildi hans, og félags- mönnum Skjaldar verið greitt sam- kvæmt samningnum án þess að nokkrar athugasemdir hafi komið fram við launagreiðendur. Ágústa Guðmundsdóttir, sem sæti á í stjóm Verkalýðsfélagsins Skjaldar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að kjarasamningurinn væri mjög óhagstæður sjómönnum á línu- bátum. Þegar þeim hefði fjölgað á Flateyri á síðari hluta síðasta árs hefði orðið vakning meðal sjómanna og þeir áttað sig á stöðu sinni, en 35-40 sjómenn á línubátum eru nú í Skildi. Hún sagði að ekki yrði hvik- að frá afgreiðslu félagsmanna á kjarasamningnum og ef ÚV færi með málið fyrir dóm yrði einfaldlega að láta á það reyna hvort málsmeð- ferðin væri í andstöðu við meginregl- ur vinnuréttarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.