Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 6
6 FlMMTl'DAGl'R 29; KKBRÚAR l‘)%' MORGUNBLADIO FRETTIR Starfsfólki Reykhólahrepps sagl upp Uppsagnir ná til nær 30 manns Morgunblaðid/Hlynur Arsæisson GRÍSKA loðnuskipið Anakan hefur verið kyrrsett af sýslumanninum á Eskifirði. Anakan kyrrsett SYSLUMAÐURINN á Eskifirði hefur orðið við beiðni útgerðar loðnuskipsins Alberts GK 31 um að kyrrsetja gríska loðnuflutningaskipið Anakan. Albert GK 31 aðstoðaði Anakan í óveðri í byijun febrúar og er krafan um kyrrsetningu sett fram til tryggingar björgunarlaunum ásamt kröfu fyrir öðrum kostnaði vegna viðgerða á skipinu, skemmd- um og veiðitapi. Krafist er liðlega 97 milljóna. Eigendur Alberts leggja fram þriggja milljón króna tryggingu til bráðabirgða. Ritstjórnargrein í fréttabréfi SI um veiðileyfagjald Er í raun komið á í rækjuveiðum VEIÐILEYFAGJALD er í raun komið á í veiðum og vinnslu á rækju og enginn sem til þekkir efast um það. Kaup á kvóta eru reiknuð inn í vinnslukostnað á hvert einasta kíló af rækju. Afrakstur gjaldsins renn- ur hins vegar ekki í sameiginlegan sjóð landsmanna heldur til afkom- enda þeirra sem eitt sinn veiddu rækju, segir meðal annars í ritstjórnar- grein Svéins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka' iðnaðarins, í nýútkomnu fréttabréfi samtakanna íslenskur iðnaður. SVEITARSTJORI Reykhólahrepps er þessa dagana að segja upp ölíu starfsfólki hreppsins, hátt í 30 manns. Uppsagnarfresturinn verð- ur notaður til viðræðna við fólkið um hagræðingu og sparnað og að gera starfssamninga við þá sem ráða sig aftur til starfa, að sögn Guðmundar H. Ingólfssonar sveit- arstjóra. Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir þetta ár og næstu fjögur. Hún hefur jafnframt samþykkt áætlun um vinnu við fjárhagslega endur- skipulagningu á fjárreiðum sveitarsjóðs. Að sögn Guðmundar sveitarstjóra hafa þegar verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að lækka rekstrarútgjöld, til dæmis vegna skrifstofu sveitarfélagsins, yfírstjórnar, funda og ferða sveit- arstjórnarmanna og annarra starfsmanna. Guðmundur segist ætla að vera emn á skrifstofu Reykhólahrepps en áður voru tveir starfsmenn með sveitarstjóra. Þá segir hann að hreppsnefndarmenn hafi þegar ákveðið að lækka sína eigin þóknun fyrir störf í hrepps- nefnd og nefndum sveitarfélagsins. Guðmundur hefur tekið upp nýtt innheimtu- og innkaupakerfí sem felur í sér að ekkert verður keypt nema með samþykki sveitarstjóra. Enginn ráðinn nema gegn starfssamningi Uppsagnir starfsfólks eru liður í endurskipulagningu íjármálanna. Þær taka gildi 1. mars og er upp- sagnarfrestur þrír mánuðir. Fiestir Starfsmennirnir vinna í dvalar- Glatt á hjalla í Neskirkju ÞAÐ ríkti mikil gleði og ánægja í Neskirkju í gær þegar þar var haldinn svonefndur samveru- dagur. Litli kórinn í Neskirkju, sem Inga J. Bachmann stjórn- ar, fékk þá í heimsókn tvo kóra, Gaflarakórinn, kór aldraðra í Hafnarfirði, sem Guðrún Asbjörnsdóttir stjórnar, og Gerðubergskórinn, sem Kári Friðriksson stjórnar. Fagur söngur fyllti kirkjuna þegar 75 kórfélagar sungu einum rómi. heimilinu Barmahlíð og í skólum sveitarfélagsins. Uppsagnarfrest- urinn verður notaður til viðræðna við starfsfóikið um sparnað og hagræðingu. Guðmundur segir of snemmt að segja til um það hvort allir verði ráðnir aftur og þá á hvaða kjörum. Vonast hann til að það verði sem flestir enda sé margt gott starfsfólk hjá hreppnum. Til- gangur uppsagnanna er m.a. að breyta fríðindasamningum við starfsfólkið en þeir hafa flestir verið munnlegir. Enginn verður ráðinn aftur nema gegn starfs- samningi. Slíkur starfssamningur, sem fel- ur í sér lækkun launa, hefur þegar verið gerður við slökkviliðsstjór- ann, Stefán Magnússon fyrrver- andi oddvita, og bíður hann stað- festingar sveitarstjórnar. Málið var komið það iangt að sögn sveitar- stjórans að ekki þótti taka því að segja Stefáni upp störfum. Þá var sveitarstjóranum ekki sagt upp þar sem ráðning hans er tímabundin. Guðmundur leggur á það áherslu að heimamenn verði að taka til í eigin garði til þess að vera trúv.erðugir út á við. Það sé forsenda þess að hægt sé að ætl- ast til þess að tillögur um endur- reisn fjárhags sveitarfélagsins nái fram að ganga hjá stjórnvöldum og öðrum sem semja þarf við. Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað í vetur að selja Orkubúi Vestfjarða hitaveituna á Reykhól- um. Ekki er búið að ganga frá sölunni en Guðmundut- vonast til þess að hún nái fram að ganga einhvern næstu daga. ÚRSKURÐARNEFND samkvæmt lögum um Viðlagatryggingu íslands hefur kveðið upp þann úrskurð að ekki verði teknar til greina kröfur Vestdalsmjöls hf. um að verksmiðja fyrirtækisins á Seyðisfirði sé félaginu ónýt, í skilningi vátryggingarskil- mála Viðlagatryggingar Islands, eft- ir að snjóflóð féil á verksmiðjuna 19. mars í fyrra. Tjónið sé því ekki bóta- skylt samkvæmt sömu skilmálum. •Jafnframt hefur úrskurðarnefndin staðfest niðurstöðu úrskurðar stjórn- ár Viðlagatryggingaj íslands frá 11. desember síðastliðniím þar sem hafn- að er frekari tjónabótum vegna tjóns sem varð á húseignum, vélum og í greininni rifjar Sveinn upp niður- stöðu skoðanakönnunar sem Gallup framkvæmdi meðal almennings fyrir Endurbygging ekki heimiluð Verulegt tjón varð á vélum og mannvirkjum Vestdalsmjöls hf. í snjóflóðinu og varð verksmiðjan óstarfhæf. Viðlagatrygging íslands bætti hluta verksmiðjunnar 31. júlí síðastliðinn og var það tjón metið á 104,7 milljónir króna, og tók Vest- dalsmjöl hf. á móti groiðslunni með fyrirvara um frekari battur ef verk- smiðjan f'engist ekki endurreist. Seyðisfjarðarkaupstaður heimilaði ekki endurbyggingu verksmiðjunnar. í úrskurði úrskurðarmd'ndarinnar Samtök iðnaðarins á afstöðunni til veiðileyfagjalds, en 64% þeirra sem afstöðu tóku voru fylgjandi gjaldinu segir m.a. að við úrlausn málsins verði á því að byggja að það hafi ekki verið tilætlan löggjafans að samkvæmt lögum um Viðlagatrygg- ingu íslands skyldi vátryggjandi bæta tjón af þeim toga sem hér sé gerð krafa um. Þessi niðurstaða fái og stoð í 5. gr. laga nr. 151/1995 um breytingu á lögum nr. 28/1985 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, en þessi grein sé ný- ma;li þar sem sérstaklega sé vikið , að atvikum, sem að nokkru megi jafna til þeirru sem hér sé deilt um, en Ofáhnóðasjóði sé a'flað að slanda straum al' með þoim ha'lti sem nán- ar sé kveðið á um i þeiin liigum. og 36% andvíg því. „Það er augljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar er því sammála að greitt skuli fyrir afnot af helstu auðlind okkar og má svo sem segja að furðu gegni að ekki skuli fleiri vera þessarar skoðun- ar. Rökin sem styðja upptöku veiði- leyfagjalds eru bæði byggð á sjónar- miðum réttlætis og hagstjórnar og vega svo þungt að það er t.d. orðið erfitt að fá nokkurn hagfræðimennt- aðan mann til að tala gegn veiðileyfa- gjaldi á félagsfundi hjá SI,“ segir meðal annars. Sveinn segir ennfremur að fyrir utan félagsmenn í Landssambandi íslenskra útvegsmanna sé einn hóp- ur manna þar sem andstæðingar veiðifeyfagjalds séu sennilega enn í meirihluta en það sé á Alþingi. Greinilegt sé að þingsályktunartil- laga um veiðileyfagjald fáist ekki afgreidd á þessu þingi. Hún verði svæfð enda finnist þessum meiri- hluta þingmanna þægilegra að svæfa hana en ganga í berhögg við vilja tveggja af hverjum þremur kjósenda sinna. Háskaleg staða Sveinn bendir á að rækjuvinnsla sé nú rekin með umtalsverðum hagn- aði og það sé hægt að ímynda sé hvað myndi gerast ef sú staða væri uppi í sjávarútveginum í heild. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að næsta uppsveifla í sjávarútvegi valdi kostnaðarhækkunum og þar með hækkun á raungengi sem enn einu sinni eyðileggur starfsskilyrði ann- arra atvinnugreina. Þá mun öll sú uppbygging, sem átt hefur sér stað í úrvmnsluiðnaði, fullvinnslu sjávar- afla og ferðaþjónustu, verða lögð í rúst. Hagfræðin hefur svör við því hvað við þurfúm að gera. Við verðum að taka upp veiðileyfagjald og alvöru verðjöfnun í sjávarútvegi. Yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar veit þetta líka. Meirihluti alþingismanna virðist hins vegar skotheldur fyrir rökum fræðimanna og vilja kjósenda. Það er háskaleg staða, sem fyrr efta síðar mun sfórskaða þjóðina, nema þjóðin verði l'yrri til og skipti um j)'mg- Morgunblaðið/Ásdís Úrskurðarnefnd samkvæmt lögum um Viðlagatryggingu íslands Kröfum Vestdalsmjöls hafnað lausafé Vestdalsmjöls af völdum snjóflóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.