Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ íslensk og grænlensk heilbrigðisyfirvöld Samið um aukið samstarf lagi kveðið nánar á um ýmis atriði varðandi þá læknisþjónustu sem Grænlendingar hafa þegar notið á íslandi á óformlegum grundvelli, svo sem þjónustu við íbúa á aust- ur-strönd Grænlands. í öðru lagi var ákveðið að þróa frekara sam- starf á sviði forvarna, heilsuefling- ar og rannsókna, koma á starfs- manna- og nemaskiptum og kanna möguleika á að veita heilbrigðis- þjónustu á fleiri sviðum en nú er gert. Samstarfsnefnd Samþykkt var að koma á sam- starfsnefnd landanna sem í eiga sæti embættismenn og sérfræð- ingar á sviði heilbrigðisþjónustu og hefði það hlutverk að þróa sam- starfið enn frekar. Þá var ákveðið að grænlensk heilbrigðisyfirvöld héldu fyrri hluta ársins upplýs- ingafund hér á landi fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga með það að markmiði að fá þá til starfa á Grænlandi. Arnarhraun - Haf narf irði 3 ja herbergja - laus Til sölu og afh. strax góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjór- býlishúsi. Skiptist í stofu og 2 svefnherb. m.m. Sér- þvottahús í íb. Góðar suðursvalir sem byggt hefur ver- ið yfir og nýtist sem sólstofa. Sérhiti. Bílskúrsréttur. íbúðin er laus. Við sýnum. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 5519540 og 5519191. ÍSLENSK og grænlensk heilbrigð- isyfirvöld hafa ákveðið að semja um aukið samstarf á sviði heil- brigðismála. A fundi sem Ingibjörg Pálma- dóttir, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, átti með heilbrigð- isráðherra grænlensku lands- stjórnarinnar í Nuuk sl. þriðjudag var ákveðið að hefja þegar undir- búning að gerð rammasamnings um aukna samvinnu á milli land- anna á sviði heilbrigðisþjónustu. í samningnum verður í fyrsta DEMPARAR Bílavörubúðin :JÖDRIN Skeifunni 2 — Sími 588 2550 Glæsileg barnafataverslun Til sölu er barnafataverslun sem er með einka- umboð fyrir heimsþekkt barnaföt og barnavör- ur. Nýjar innréttingar fylgja með. Helst þarf að flytja versluniná á nýjan stað. Af sérstökum ástæðum er hún laus strax. Upplýsingar aðeins á skrífstofunni. F.YRIRTÆKIASALA SUÐURVERI SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. FRÉTTIR LANDEIGENDUR við Þverá í Rangárvallasýslu eru staðráðnir í að gera ána að gjöfulli lax- veiðiá, en eins og frá var greint í Morgunblaðinu á þriðjudag, hafa þeir fest kaup á 100.000 gönguseiðum sem sleppt verður í ána í vor. Fáum sögum fer af Þverá sem laxveiðiá, en í henni veiddist einn lax í fyrra, 3 punda, talinn undanvillingur úr Ytri- Rangá, sem Þverá fellur í. Reyt- ingur af sjóbirtingi hefur farið í ána á haustin. Seiðaslepping Þverárbænda er liður í risaátaki landeigenda og leigutaka á Rangársvæðinu, en þar renna saman og mynda Hólsá Ytri- og Eystri-Rangá ásamt Þverá. Til marks um hvers má vænta í veiði sumarið 1997 má geta þess að samanlagt veiddust rúmlega 1.500 laxar í Eystri- og Ytri-Rangá í fyrra og var það að mestu afrakstur af sleppingu 100.000 seiða árið áður. Að sögn Markúsar Runólfs- sonar formanns Veiðifélags Eystri-Rangár sem hefur haft forgöngu um seiðakaupin, munu seiðin kosta um 30 krónur með virðisaukaskatti. Algengt verð er annars um 90 krónur með skatti. Fjárfesting Þverárbænda er samkvæmt því um 3 milljónir. Á móti ætla þeir að selja veiði- leyfi og bjóða fram hvers kyns þjónustu aðra fyrir veiðimenn. Seiðin sem sett verða í Þverá eru af Kollafjarðarstofni og fengin í seiðaeldisstöðinni að Núpum í Ölfusi. Þaðan verða einnig fengin 200.000 seiði sem sett verða í Eystri-Rangá og 80.000 seiði sem sett verða í Ytri-Rangá í viðbót við fyrirhug- aða sleppingu þar upp á 50.000 til 70.000 seiði. Aftur að ári Markús sagði enn fremur, að veiðifélagið hefði til umráða milljón seiði að Núpum sem tilbú- in yrðu til sleppingar vorið 1997. „Það er í sjálfu sér ekki fyrir- liggjandi hvað sleppt verður miklu vorið 1997, en þó ljóst að við fylgjum þessu átaki eftir og við horfum fram á stórsleppingar og stórveiði á svæðinu allt fram undir aldamót," sagði Markús. Klóakið úr Ytri-Rangá Horfur eru á því að stanga- veiðimenn við Ytri-Rangá þurfi ekki lengur að horfa upp á frá- rennsli frá Hellu í ánni með til- heyrandi sjónmengun. Að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka árinnar hefur ástandið verið til vandræða síðustu sum- ur, sérstaklega gagnvart erlend- um veiðimönnum og stundum verið um hreinan feluleik að ræða þar sem menn hafa verið hvattir til að veiða frá þessum bakkanum en ekki hinum og fleira. „Það hefur lengi verið talað um að kippa þessu í lag og nú er komin fjárveiting og vilyrði fyrir því að framkvæmdir hefj- ist. Vonandi að vandamálið verði úr sögunni áður en veiðitíminn hefst í sumar,“ sagði Þröstur. Nýr Forseti Ingólfur Kolbeinsson flugu- hnýtari og verslunarstjóri í Vest- urröst hefur hnýtt nýja flugu í tilefni af forsetakosningunum í vor. Flugan heitir „Forsetinn" og segist Ingólfur vonast til þess að þessi „frambjóðandi“ verði atkvæðasæll í hyljum og strengj- um á komandi vertíð. Flugan er veiðileg eins og getur að líta á meðfylgjandi mynd. V eiðihappdrætti barna Ingólfur í Vesturröst sagði enn fremur að verslunin ætlaði að brydda upp á þeirri nýjung að draga út nöfn fjögurra barna 14 ára eða yngri og bjóða þeim heppnu veiðidag í Brynjudalsá í Hvalfirði á sumri komanda. „Tilhögunin er einföld, krakk- arnir þurfa einfaldlega að skrá sig hjá okkur á þar til gerð eyðu- blöð og 25. mars verður dregið,“ sagði Ingólfur. tisurn^ -kjarui málsins! Þverá - ný stór- veiðiá? Forsetinn Einar Guðmundsson pípulagningameistari LAUF8REKKU 20 / DALBREKKU MEGIN i(MI 554 5633 - BRÉFSlMI 554 0356 •KÚP HEIMILISLINAN Ódýra heimilishjálpin! Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaður, sérstaklega ætlaður fyrir heimilis- bókhaldiö. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til að nota hann, þú færir aðeins inn upphæð- irnar og Hómer sér um framhaldið. Hómer færðu í Búnaðarbankanum á 900 kr. og ef þú ert í Heimilislínunni kostar hann aðeins 450 kr. Með Hómer veistu hvaö þú átt - og hvaö þú mátt! BÚNAÐARBANKINN - traustur heimilisbanki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.