Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BALDVIN JÓNSSON vinátta. Baldvin var sannur vinur vina sinna. Hann var traustur mað- ur, án allra öfga, farsæll og vildi öllum vei. Hann vildi ávallt hjálpa sem fiestum, sem hjálparþurfi voru, fleirum en hann hafði mátt til. Meirihlutinn af starfsævi hans var helgaður sjómannasamtökunum og til þess að búa sem flestum gott ævikvöld. Þetta var honum mjög kærkomið verkefni. Hann var einnig góður félagi, glaður á góðri stund, hispurslaus og einlægur. Ég á Bald- vin margt upp að unna, fyrst og fremst einlæga og fölskvalausa vin- áttu, sámstarf og fjölmargar góðar stundir. Fyrir allt þetta vil ég og fjölskylda mín þakka honum að leið- arlokum. Fátt er eins dýrmætt í þessu lífi og að eiga góða vini, það íærist best þegar þeir hverfa einn af öðrum þegar árin færast yfir, en það er huggun harmi gegn að vita með vissu að það er líf að loknu þessu. Það besta sem ég kann að segja um nokkum mann, er að hann hafí verið „drengur góður“ og það var Baldvin Jónsson í bestu merkingu þessara íslensku orða. Guð blessi Baldvin á nýjum leið- um. Hans góðu konu Magneu Har- aldsdóttur, börnum þeirra fjórum og Qölskyldum þeirra vottum við Nína okkar dýpstu samúð. Richard Björgvinsson. Baldvin Jónsson, góður vinur og SÍBS - félagi, er fallinn frá. Árum saman barðist hann við hinn illvíga sjúkdóm berklana. Jafnframt gerð- ist hann samherji þeirra sem fremst- ir stóðu að uppbyggingu endurhæf- ingar- og vinnuheimilis samtakanna sem alþjóð þekkir enn í dag undir nafninu SÍBS. Baldvin var meðal fyrstu_ starfs- manna Vöruhappdrættis SÍBS og lagði ásamt þeim grunninn að því þarfa fyrirtæki. Síðan sat hann um margra ára skeið í stjórn Vinnuheimilisins á Reykjalundi og var góður félagi í Reykjavíkurdeild SÍBS. 011 sín störf í þágu félagsins okk- ar vann Baldvin trúr þeirri hugsjón sem birtist í kjörorði samtakanna: „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar." Við kveðjum Baldvin með virð- ingu og þökk og flytjum ástvinum hans samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar Reykjavíkur- deildar SÍBS. Laufey Þórðardóttir, Rannveig Löve. Fallinn er í valinn fyrrv. fram- kvæmdastjóri Happdrættis DAS Baldvin Jónsson. Baldvin tók þátt í undirbúningi og stofnun happdrætt- isins sem sett var á stofn 3. júlí 1954. Allt frá þeim tíma var hann framkvæmdastjóri Happdrættis DAS en hann lét af störfum vegna aldurs sumarið 1990. Baldvin hafði þá skilað góðu ævistarfí og átti stóran þátt í hve Happdrætti DAS varð öflugt við uppbyggingu Dvalarheimila aldr- aðra sjómanna sem við þekkjum undir nafninu Hrafnistuheimilin. Reyndar var Happdrætti DAS einn- ig þátttakandi í uppbyggingu dval- arheimila aldraðra um land allt um 15 ára skeið í gegnum Byggingar- sjóð aldraðra. Þrátt fyrir að Baldvin gengi ekki heill til skógar allan þann tíma sem hann starfaði hjá Happdrætti DAS lét hann engan bilbug á sér finna en í lokin var þó ljóst að úthaldið Var farið að hafa áhrif á hans dag- legu störf. Þeir sem aldrei hafa kynnst berklum eða sjúkdómum al- mennt eiga erfítt með að setja sig í spor þeirra sem borið hafa álíka sjúkdóm á herðum sér stóran hluta ævinnar. Aldrei kvartaði Baldvin undan sínum örlögum og það má segja að með ólíkindum var hve lengi hann gat starfað þrátt fyrir veikindi sín. Ég átti þess kost að kynnast mannkostum Baldvins er ég tók við starfi hans um áramótin ’89-’90. Honum var það mikið kappsmál að Happdrætti DAS yrði áfram sá bak- hjarl sem það hafði verið fyrir Hrafnistuheimilin frá byijun enda stóð happdrættið að mestu undir öllum framkvæmdum við Hrafnistu og Laugarásbíó á fyrstu árum happ- drættisins. Baldvin og Auðunn Her- mannsson síðar forstjóri Laugarás- bíós og Hrafnistu störfuðu hlið við hlið að undirbúningi og rekstri happ- drættisins. í ræðu sem Baldvin hélt á 30 ára afmæli happdrættisins sagði hann m.a.: „Stjómvöld úthlut- uðu happdrættinu sex af aðeins níu innflutningsleyfum fyrir bílum sem úthlutað var á því skömmtunarári." Það voru því meiri líkur fyrir þá sem vildu eignast bíl að kaupa miða í Happdrætti DAS en að bíða eftir innflutningsleyfi. í sömu ræðu segir Baldvin ennfremur er hann lýsti aðdraganda að stofnun Happdrættis DAS: „Hvað sjálfum mér viðkemur, nú elsti starfsmaður samtakanna, má segja að sé dæmi um hve ólík lífshlaup manna geta verið. Að maður, sem vart hefur pissað í salt- an sjó, skuli þegar hafa varið meg- inhluta af sínu lífsstarfi í þágu sjó- mannasamtakanna, er dálítið skonst. En ég hef ætíð fundið mig á réttri hillu.“ Það hefur Baldvin eflaust nú gert á sínum nýja við- verustað. Þaðan er víðsýnna um ekrurnar en áður og það veit ég að ef úthaldið hefði verið meira hefði hann gert komur sínar tíðari til okkar í happdrættið. En hann lét símann duga og fékk ég oft góð ráð hjá honum sem ég vil nú þakka fyrir. Ætíð bar hann hlýjan hug til starfsfólksins sem rnargt hafði unn- ið með honum frá stofnun happ- drættisins og sagðist hann ætíð hafa átt erfítt með að horfa á eftir starfsfólki til nýrra starfa, þetta var orðin eins og stór fjölskylda. Ég vil að endingu votta frú Magneu Haraldsdóttur og íjölskyldu samúð við fráfall Baldvins Jónssonar. Blessuð sé minning hans. Sigurður Ágúst Sigurðsson. Það þótti með ólíkindum áræði og þor sjómannnasamtakanna, þeg- ar fyrsta skóflustungan var tekin vegna byggingar Dvalarheimilis fyr- ir aldraða sjómenn í Laugarásnum í Reykjavík 1952. Stórt var mann- virkið, sem reisa átti, en nokkuð skorti þó á um fjármagn. Á fundi Sjómannadagsráðs í febr- úar 1954 komu fram hugmyndir um að setja á stofn happdrætti til fjár- öfiunar vegna byggingar Dvalar- heimilisins, sem varð að veruleika í júlí sama ár. Baldvin Jónsson hafði verið ráð- inn til starfa að undirbúningi happ- drættis ásamt Auðuni H,ermanns- syni, en þeir félagar unnu saman að þessum málum og gerðu „krafta- verk“, því færri fengu miða í Happ- drætti DAS en vildu, þegar happ- drættið hóf rekstur í júlí 1954. Baldvin Jónsson var fram- kvæmdastjóri Happdrættis DAS frá upphafi og stýrði málum þar af röggsemi og þurfti þá ekki síður góðar hugmyndir að vinningum, til að halda happdrættinu líflegu þann- ig, að vel félli að áhuga almenn- ings. En Baldvini tókst einnig að halda tilgangi happdrættisins hátt á loft, hvar hann átti hugmynd að þeirri máigun með orðunum „búum öldruðum áhyggjuiaust ævikvöld". Það er aðdáunarvert, þegar litið er yfír farinn veg fyrstu ára upp- byggingar Hrafnistu í Reykjavík, einstakt samstarf ötulla manna framkvæmda og fjáröflunar, hve vel hefur tekist til, enda tala verkin sínu máli. Baldvin Jónsson lét af störfum hjá Happdrætti DAS fyrir aldurs sakir á miðju ári 1990, eftir 36 ára gott starf í þágu þess og sjómanna- samtakanna, sem ég vil að leiðarlok- um þakka, um leið og ég votta að- standendum okkar dýpstu samúð. F.h. stjórnar Sjómannadagsráðs, Guðmundur Hallvarðsson. Á kveðjustund viljum við þakka Baldvini Jónssyni fyrrverandi for- stjóra fyrir samstarfið á liðnum árum. Allan þann hlýhug sem hann ætíð bar til okkar. Alltaf var hægt að leita til hans ef eitthvað bjátaði á, hvort sem það var í starfi eða því sem að okkur sneri. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum eiginkonu og fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Starfsstúlkur Happdrættis DAS. Atvinna óskast Góður starfsmaður óskar eftir föstu starfi, helst sölu-, afgreiðslu-, lagerstarfi eða öðru sambærilegu. Mikil og margvísleg reynsla í boði fyrir sanngjörn laun. Vinsamlega hringið í síma 581 3803. Tölvuþjónusta SKÍMA ehf. rekur tölvupóstmiðlunina ÍSGÁTT, veitir Internet-þjónustu og almenna tölvuþjónustu. Leitað er að tölvunarfræðingi eða starfsmanni með sambærilega þekkingu til að sinna fjölbreyttum störfum í UNIX- og PC-umhverfi. Umsóknir sendist til SKÍMU ehf., Lágmúla 8, 108 Reykjavík eða á netfang dagny@skima.is fyrir 10. mars. Nánari upplýsingar veitir Dagný Halldórs- dóttir í síma 588 3338. Umsjónarmaður Nýsköpunarsjóðs námsmanna Starf umsjónarmanns Nýsköpunarsjóðs námsmanna er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 10. mars næst- komandi. Umsjónarmaðurinn hefur yfirum- sjón um starfsemi Nýsköpunarsjóðs nárns- manna sumarið 1996. Aðsetur Nýsköpunar- sjóðs er á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla íslands, Stúdentaheimilinu við Hringbraut, 101 Reykjavík, og skal umsóknum um starfið skilað þangað. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands. Leikskólastjóri Tálknafjarðarhreppur auglýsir eftir leikskóla- stjóra að leikskólanum Vindheimum, Tálkna- firði. Um hálfa stöðu er að ræða, vinnutími eftir hádegi. Umsóknum um starfið skal skila til sveitar- skrifstofu, Miðtúni 1, eigi síðar en 8. mars nk. Nánari upplýsingar veittar á sveitarskrif- stofu. Sveitarstjóri. Framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna Starf framkvæmdastjóra Atvinnumiðlunar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 10. mars næstkomandi. Ráðið verður í stöðuna um miðjan mars og verður fram- kvæmdastjórinn að vera reiðubúinn að hefja störf þá þegar. Framkvæmdastjórinn hefur yfirumsjón meðstarfsemi Atvinnumiðlunar námsmanna sumarið 1996. Hann aflar styrkja til starfseminnar, heldur skrá yfir umsækjendur um atvinnu og aflar atvinnutil- boða. Aðsetur Atvinnumiðlunar er á skrif- stofu Stúdentaráðs Háskóla íslands, Stúd- entaheimilinu við Hringbraut, 101 Reykjavík, og skal umsóknum um starfið skilað þangað. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands. Galv. plötujárn 0,6x1.250x2.500 m/m. 0,8x1.250x2.500 m/m. 1,0x1.250x2.500 m/m. Gott járn - gott verð. Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar ehf., Keflavík, sími 421 2430. 1995 Toyota Celica GT - 4wd - turbo Til sölu þessi glæsilegi sportbíll, ekinn aðeins 7.000 km, góðar innréttingar, CD, cassetta. 245 hestöfl, 5,7 sek. í 100 km. Frábærir aksturseiginleikar. Upplýsingar í síma 554-2217 eftir kl. 19. ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuhúsnæði til leigu Glæsileg 230 fm efri sérhæð til leigu í Síðu- múlanum. Laus strax. Langtímaleiga. Leigu- verð kr. 110.000 á mánuði. Húsnæðið skiptist í 9 herbergi ásamt kaffi- stofu, prentaraherbergi og góða móttöku. Gluggatjöld og Ijós fylgja. Stokkar með tölvu- lögnum um alla hæðina. Geymsla frammi á gangi ásamt eldtraustri geymslu inn af kaffi- stofu. Mjög gott símakerfi er á hæðinni og getur fylgt á vægu verði. Upplýsingar í síma 561 4100 milli kl. 10 og 16. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn - kjarni málsins! RAÐAUGIYSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.