Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 56
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HpVecft'3^' ttrgmililiifrft <Q> f AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi <o> NÝHERJI MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓIJ' 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: IlAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Fimmta bilunin í Cantat-3 á IV2 ári Viðgerð- arskipá leiðinni TALIÐ er að bilun í ljósleiðara- strengnum Cantat-3 suður af ís- landi sl. laugardag megi rekja til þess að strengurinn hafi nuddast við sjávarbotn og rafmagn, sem fer um strenginn í koparröri til magn- ara, hafi leitt út. Viðgerðarskip er lagt af stað til þess að gera við bilunina og verður símaumferðin færð yfir á gervi- hnött meðan á viðgerð stendur. Páll Árni Jónsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma, segir að bilunin sé ekki mjög alvarleg en hins veg- ar sé hún hvimleið. . Á 3,7 km dýpi Alls eru 50 magnarar á strengn- um milli íslands og Kanada. Sam- band komst fljótlega á aftur eftir að spennumötun til magnaranna hafði verið breytt. Bilunin er í strengnum á 3,7 km dýpi. Viðgerðin er talin kosta eigendur Cantat-3 á milli 1-2 milljónir doll- ara, 65-130 milljónir íslenskra króna. Kostnaðarhlutdeild Pósts og síma er um 6% af þeirri upphæð. Páll Ámi segir að ekki sé vitað hvers vegna slíkar bilanir verði í strengnum en þetta er í fimmta sinn sem bilun verður í honum frá því hann var lagður í sjó 15. októ- ber 1994. Aðeins I eitt skipti bilaði strengurinn af völdum veiðarfæra sem dregin voru yfir hann. „Það er óhætt að segja að bilanir í strengnum séu nokkuð tíðar. Það er þó ekki óeðlilegt að bilanir verði í honum fyrst eftir að hann er lagð- ur en það dragi síðan úr þeim þeg- ar búið er að komast fyrir bytjunar- erfíðleikana,“ segir Páll Árni. Grunað- ur um kvóta- svindl MAÐUR var tekinn við fisk- .. vinnsluhús í Hafnarfirði síð- degis grunaður um að hafa svindlað 500 kílóum af þorski framhjá vigt í Grindavík fyrr um daginn. Maðurinn hefur áður orðið uppvís að samskonar broti. Nýlega var gerð dómssátt í máli hans og þurfti hann að greiða 1,3 milljóna króna sekt. Eftirlitsmenn Fiskistofu fylgdust með manninum þeg- ar hann var að landa afla í Grindavík í gær og eftir að hann hafði komið með afla á hafnarvigtina þar sást til hans setja fiskkar upp á vörubíl og halda með það á brott án þess að fara með það á vigtina. ■ Manninum var veitt eftirför til Hafnarfjarðar og var lög- regla kölluð á staðinn þegar hann hafði stöðvað bíl sinn fyrir utan fiskvinnsluhús þar. Morgunblaðið/Kristján . Gífurlegur fögnuður á Akureyri Síldarviðræður í Ósló Rætt um bráða- birgðalausn til árs KA STENDUR vel að vígi í 1. deild karla í handknattleik eftir eins marks sigur, 23:22, gegn Val í æsispennandi leik toppliðanna á Akureyri í gærkvöldi. Valsmenn náðu mest fjögurra marka forystu í seinni hálfleik en heimamenn, mjög vel studdir af áhorfendum sem fyrr, tvíefldust við mótlætið og Patrekur Jóhannesson gerði sigurmarkið úr vítakasti nokkr- um sekúndum fyrir leikslok við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. ■ Dýrmætur/D4 VIÐRÆÐUR embættismanna frá íslandi, Færeyjum, Noregi og Rúss- landi um stjórnun á veiðum úr norsk-jslenzka síldarstofninum hó- fust í Ósló í gær. Að sögn Guðmund- ar Eiríkssonar, formanns íslenzku sendinefndarinnar, beinast viðræð- urnar eingöngu að því að finna bráðabirgðalausn á deilu ríkjanna um kvótaskiptingu fyrir árið í ár, en langtímaskipting stofnsins látin liggja milli hluta. Haldi öll ríkin fast við þann kvóta, sem þau hyggjast veiða á þessu ári, stefnir í að veidd verði um 200.000 tonn af síld umfram það sem fiskifræðingar telja ráðlegt. Guðmundur sagði að rætt væri um það hvernig draga mætti úr veiðun- um á þessu ári, en engin lausn væri í sjónmáli og engar fastmótaðar til- lögur hefðu heldur komið fram. Viðræður halda áfram í dag og sé niðurstöðu á annað borð að vænta, má búast við að hún liggi fyrir í dag. Á morgun kemur full- trúi Evrópusambandsins til við- ræðna við strandríkin fjögur. HÚN stakk sér glæsilega stúlkan, sem fékk sér sundsprett í Laug- v ardalslaug í góða veðrinu í gær. Til sunds Morgunblaðið/Kristinn Sundlaugargestir fylgdust með af aðdáun, enda hafa ekki allir náð sömu leikni og hún. Kælismiðjan Frost hf. Arsveltan jókst um 60% KÆLISMIÐJAN Frost hf. velti á síðasta ári um 417 milljónum króna, sem er liðlega 60% aukning frá árinu 1994. Á þessu ári er gert ráð fyrir að veltan nemi tæpum 500 milljónum. .Mikill uppgangur hefur einkennt reksturinn frá stofnun félagsins fyrir tveimur árum og er nú svo komið að hluthafar þess binda von- ir við að það geti átt svipaða mögu- leika og Marel hf. fyrir tilstyrk mikillar sérþekkingar á kælikerfum í matvælavinnslu. Stofnað í árslok 1993 Kælismiðjan Frost var stofnuð í lok ársins 1993 og byggir á grunni lítils fyrirtækis frá Kópa- vogi, SJ Frosts, og kælideildar Slippstöðvarinnar Odda. Mikil uppbygging var iijá fyrirtækinu á síðasta ári og var afkoman því í járnum. Gert er ráð fyrir að heldur dragi úr veltuaukningunni á þessu ári og veltan verði um 470 milijón- ir króna. ■ Ársvelta stefnir/Bl Stefnan að verja alla byggð á Flateyri fyrir snjóflóðum Hugmyndirum 12-15 metra há varnarvirki UNNIÐ er að gerð tillagna um varnarvirki gegn snjóflóðum á Flateyri og ofan við Seljalands- hverfi á ísafirði. Á Flateyri er stefnt að því að verja alla núverandi byggð með miklum görðum sem eiga að leiða snjófóðin framhjá byggðinni. Verkfræðistofur vinna að gerð þessara til- lagna í samvinnu við Veðurstofu íslands og snjóflóðadeild norsku jarðtæknistofnunarinnar. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsens (VST) vinnur að tillögugerð fyrir Flateyri en Verk- fræðistofan Hnit vinnur fyrir ísfirðinga. Vinnan er á vegum Ofanflóðasjóðs, sem greiðir 90% kostnaðar við snjóflóðavarnir, og sveitarfélag- anna. Flosi Sigurðsson, verkfræðingur hjá VST, segir að markmið vinnunnar sé að finna hag- kvæmar lausnir til að verja núverandi byggð að mestu eða öllu leyti fyrir snjóflóðum. Hann telur að aðstæður á Flateyri geri þetta mögu- legt en allar lausnir séu dýrar. Leitt í sjó fram Verkfræðingarnir beina sjónum sínum eink- um að leiðigörðum, það er varnargörðum sem geti leitt snjóflóð úr Innrabæjargili og Skolla- hvilft fram hjá húsunum og í sjó fram. Snjóflóð- ið í október féll úr Skollahvilft. Fyrir neðan Innrabæjargil eru fyrir 5-6 metra háir leiðigarð- ar en Flosi segir ljóst að reisa verði miklu meiri mannvirki, ef til vill 12-15 metra háa garða. Áformað er að niðurstöður forathugunar VST verði tilbúnar fyrir páska og Kristján Jóhannes- son, sveitarstjóri á Flateyri, vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir strax í vor. Hann telur að þrátt fyrir öflug varnarvirki verði ekki hjá því komist að kaupa upp einhver hús. Krist- ján segir að afgreiðsla nýs skipulags fyrir Flat- eyri bíði tillagna um varnarvirki og hættumat. I Seljalandshverfi á ísafirði eru tvö fjölbýlis- hús með samtals 20 íbúðum og 5 einbýlishús og að auki töluvert byggingarland. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir að bæjarstjórnin hafi leitað liðsinnis og kostnaðarþátttöku Ofan- flóðasjóðs til að veija hverfið og sé vinna verk- fræðistofunnar að gerð tillagna að hefjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.