Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 199(5 FRETTIR Biðlauna- málinu áfrýjað RÍKISLÖGMAÐUR hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um biðlaunarétt starfsmanna Síldarverksmiðja rík- isins eftir að fyrirtækinu var breytt í hlutafélag, SR-mjöl hf. Bragi Gunnarsson, lögfræðing- ur í íjármálaráðuneytinu, segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði umræddra laga frá Alþingi um niðurfellingu biðlaunaréttar stæðust ekki. Fjármálaráðuneytið væri á ann- arri skoðun og þar sem málið væri mikilvægt væri talið eðlilegt að fá um það niðurstöðu Hæsta- réttar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kíkt í bækur UNGIR sem aldnir hafa undanfarna daga lagt leið sína reyfarakaup að sögn. Nú líður að lokum bókamarkað- á bókamarkaðinn í Perlunni. Hafa margir gert þar arins, en síðasti dagur hans verður á sunnudaginn. Leikhusráð LR fjallar um ályktun félagsfundar í dag Starfandi formaður LR segir ráðið bundið af ályktun LEIKHÚSRÁÐ Leikfélags Reykja- víkur kemur til fundar í dag, en félagsfundur LR samþykkti í fyrra- kvöld ályktun þess efnis að leikhús- stjóra beri að leggja ráðningar og uppsagnir fastráðinna starfsmanna fyrir ráðið til samþykktar. Ráðið mun taka afstöðu til ályktunar fundarins, en starfandi formaður LR kveðst líta svo á að ráðið sé bundið af henni. Aðspurður kvaðst Viðar Eggerts- son leikhússtjóri ekki vilja tjá sig um hvort möguleiki væri á að hann yrði að afturkalla þær uppsagnir sem tilkynnt hefur verið um. Fund- ur ráðsins muni leiða það í ljós. Breyttar forsendur Viðar kveðst ekki vera búinn að taka formlega afstöðu til ályktunar fundarins og þess möguleika að hann þurfi að bera ákvarðanir sínar undir ráðið. „Þetta eru óneitanlega breyttar forsendur og ég er nú að skoða stöðuna í þessu sambandi. Ályktunin verður tekin fyrir og þá skýrast málin,“ segir Viðar. Leikhússtjóri á sæti í ráðinu, ásamt Örnólfi Thorssyni, fulltrúa borgarstjóra, Sigurði Karlssyni, starfandi formanni LR sem er vara- maður Kjartans Ragnarssonar í ráðinu, Kristjáni Franklín Magnúss, sem er varamaður Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, og Þorsteini Gunnars- syni. Kjartan Ragnarsson, formað- ur LR, er nú við störf í Svíþjóð og er samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ekki væntanlegur til lands- ins fyrr en um mánaðamótin apríl/maí. Sigurður Karlsson kveðst telja ljóst að ráðið sé bundið af ályktun meirihluta félagsfundar LR og því beri að fara eftir henni. „Ályktunin segir að það eigi að bera uppsagnir undir leikhúsráðið og samkvæmt henni munum við skoða uppsagnir leikhússtjóra til þessa,“ segir Sig- urður. Óvissuástand Aðspurður hvort hann telji koma til greina að afturkalla uppsagnirn- ar, kveðst Sigurður ætla að gera grein fyrir afstöðu sinni á fundi ráðsins. Sigurður hefur sjálfur sagt stöðu sinni hjá LR lausri, vegna „þess óvissuástands sem núna ríkir hjá félaginu og vegna þeirrar umræðu sem fram hefur farið um uppsagn- ir,“ segir hann. „Ég taldi það henta mér og kannski félaginu líka að hafa lausan samning.“ Sigurður segir að uppsögnin tengist ekki endilega ákvörðun ráðsins í dag, en hvort hann muni endurskoða hana sé óljóst því of snemmt sé að segja til um hvað hann geri í fram- haldi af fundinum. Sigurður kvaðst ekki vilja tjá sig um fullyrðingar þess efnis, að leik- hússtjóri íhugi að segja af sér, verði uppsagnimar afturkallaðar af ráð- inu. „Menn sem ráða sig í vinnu einhvers staðar verða náttúrulega að lúta þeim reglum sem þar gilda og LR er ekki ólíkt öðrum vinnustöð- um að því leyti. En þarna er um óorðna hluti að ræða og ég er löngu órðinn uppgefínn á að reyna að spá fyrir urn hvað gerist," segir hann. Samningur við sérfræðing-a Afsláttur 21 millj- ón í fyrra SÉRFRÆÐILÆKNAR fram- kvæmdu sem svarar um 160 þúsund fleiri einingum á síð- asta át'i en samningur Trygg- ingastofnunar ríkisins og sér- fræðinga kvað á um. I sam- ræmi við ákvæði samningsins veittu þeir afslátt af þessum umframeiningum og nam hann um 21 milljón króna. Ekki et' búið að greiða nema hluta af reikningum frá læknum frá þessu ári þar sem nýr samning- ur hefur ekki verið gerður. Samningur Tryggingastofn- unar og sérfræðinga gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun keypti um 8 milljónir eininga. Einingar eru mælikvat'ði á læknisverk og kostar hver ein- ing um 135 krónur. Samning- urinn gerir ráð fyrir að ef sér- fræðingar fara fram úr 8 millj- ón einingum veiti þeir afslátt fyrir það sem umfram er. Á seinasta ári unnu þeir sem svarar um 2% fleiri einingum en samningurinn kveður á um. í krónum talið er þetta um 21 milljón króna og þá upphæð fá sét'fræðingar ekki greidda. Kristján Guðjónsson, deild- arstjóri sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar, sagði að þar sem ekki hefði verið gerður nýt' samningur á þessu ári hefði Tryggingastofnun aðeins greitt upp í reikninga frá sér- fræðingum. Fullnaðargreiðsla yrði ekki innt af hendi l'yrr en nýr samningur hefði verið gerðut'. Ekkert hefur heldur verið greitt fyrir rannsóknir sem gerðar hafa verið í segulóm- tæki Læknisfræðilegrar mynd- greiningat' hf. í Domus Meðiea. Búið er að gera um 400 rann- sóknir í tækinu síðan það var tekið í notkun. Konumar snúa sér á ný til siðanefndar Tölvunefnd krefur Stígamót skýringa KONURNAR þrjár, sem borið hafa hr. Ólaf Skúlason biskup sökum, telja að hann hafi I sjónvarpsviðtali í fyrrakvöld vitnað í trúnaðarupp- lýsingar, sem þær hafi gefið stjórn og siðanefnd Prestafélags íslands. Hafa þær sent siðanefndinni erindi af því tilefni. Konurnar þtjár sendu í fyrrinótt frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu vegna ummæla biskups um þær í Dagsljósi Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld: „Upphaf þessa máls er að við snerum okkur til stjórnar Prestafé- lags íslands og siðanefndar þess til að koma á framfæri upplýsingum um kynferðisofbeldi/áreitni sem við á sínum tíma sættum af hendi nú- verandi biskups, svo og samskiptum við hann í framhaldi af þeim. Við gerðum þetta með það í huga að þessar stofnanir kirkjunnar mundu fjalla um og bregðast við erindum okkar á ábyrgan hátt. Við viljum taka skýrt fram að upphaf íjöl- miðlaumræðu um þessi mál var hvorki að okkar frum- kvæði né ósk. Þrátt fyrir að siða- nefnd prestafélagsins hafi með afgreiðslu sinni, 26. 2. sl., skýlt sér á bak við eigin reglur og þannig komið sér hjá að taka á málinu, höfum við ákveðið, enn einu sinni, að snúa okkur til umræddrar nefndar með umkvartanir. Erindi okkar til siðanefndar nú ér að fá umsögn hennar um hlut biskups vegna þess trúnaðarbrests, sem opinberaðist í áðurnefndu viðtali þar sem biskup vitnaði í trúnaðar- upplýsingar, sem við gáf'um stjórn Prestafélagsins og siðanefnd á sín- um tíma. Það væri okkur að sjálfsögðu næst skapi að nota sömu aðferðir og biskup leyfði sér að beita okkur, þ.e. að koma fram í fjölmiðlum með eigin útgáfu af þeim atburðum, sem áttu sér stað og snerta okkur. Við höfum hins vegar, að sinni, valið þá leið sem að okkar mati er sæm- andi, að gefa stofnunum kirkjunnar enn á ný færi á að afgreiða þetta mál á viðunandi hátt, bæði gagn- vart okkur og þjóðkirkju landsins. Beri þessi tilraun okk- ar ekki skjótan árangur munum við sjá okkur til- neyddar til að skýra þjóð- inni frá þv'í í smáatriðum um hvaða ávirðingar er að ræða í þessu máli og hlut biskups í þeim.“ Konurnar rita nöfn sín undir til- kynninguna en óska þess að þau verði ekki birt. Úlfar Guðmundsson, f'orniaður siðanefndar Prestafélags íslands, vildi ekki tjá sig í gær um hvort eða hvenær nefndin taiki erindi kvennanna þriggja til umfjöllunar. Tölvunef'nd hel'ur sent Guðrúnu Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta, bréf þar sem hún er beðin um að gera grein fyrir þeim reglum sem Stígamót hafa sett sér um nafn- leynd. Þetta er gert í kjölfar um- mæla sem hún viðhafði í fjölmiðlum um að þtjár konur hefðu leitað að- stoðar Stígamóta vegna áreitni biskups íslands við þær. Sigrún Jóhannsdóttir, ritari tölvunefndar, staðfesti í gær að nefndin hefði sent Guðrúnu bréfið í fyrradag. Hún sagði að nefndin hefði fyrir tveimur árum gert at- hugun á meðferð persónuupplýs- inga hjá Stígamótum. Af þeirri könnun hefði ekki mátt annað ráða en að nafnleyndar væri gætt og því hefði nefndarmönnum þótt þessi umfjöllun í fjölmiðlum núna vera tilefni til að kanna hvort samtökin hefðu breytt um stefnu í nafnleynd- armálum. Svo virtist sem Guðrún hefði gefið fjölmiðlum upplýsingar sem hún hefði fengið vitneskju um í starfinu fyrir samtökin. I bréfinu segir að með vísan til framangreinds sé „hér með lagl fyrir yður að skýra tafarlaust um- ra*tt misra-mi og gera glögga grein fyrir jtví hvaða reglur samtökin hafi sett sér um nafnleynd. Jafn- framt er þess óskað að þér gerið grein fyrir því hvort þér teljið það vera í verkahring Stígamóta að upplýsa opinberlega um nöfn meintra fremjenda refsiverðra brota.“ Síðan er vakin athygli á ákvæðum laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Sigrún sagði að nefndin væri ekki búin að kveða upp neinn dóm yfir einum eða öðrum í þessu máli. Það misræmi, sem áður er getið, hefði hins vegar þótt gefa ástæðu til að kanna málið. Guðrún Jónsdóttir sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi ekki hafa komist til að skrifa Tölvunefnd bréf og sér fyndist sjálf- gefið að gera nefndinni grein fyrir svarinu áður en hún færi með það í fjölmiðla. Möguleiki á að höfða meiðyrðamál Ólafur Skúlason sagði í gáör að sú niðurstaða ríkissaksóknara að (tkki va-ri gtundvöllur til opinberrar rannsóknar á tilurð og sannleiks- gildi ásakana á hendur biskupi hefði orðið sér mikil vonbrigði. Hann sagðist þó enn eiga þann möguleika að vísa málinu sem meiðyrðamáli til embættis ríkissaksóknara. Hann væri ekki búinn að taka afstöðu til þess og myndi ekki gera það fyrr en eftir að hafa ráðfært sig við lög- mann sinn. Biskup sagði að ekki hefði verið úrskurðað í Langholtskirkjudeilunni í gær eins og til stóð. Því hefði verið frestað fram yfir næstú helgi. í dag hefst kirkjuráðsfundur og lýkur honutn á morgun. Kirkjuráð er æðsta stofnun kirkjunnar, kjörið af kirkjuþingi. Á þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag í næstu viku hittast síðan allir 16 prófastar landsins og báðir vígslubiskupar með biskupi. Úrsagnir úr þjóðkirkju Stjórn Prestafélags íslands kom saman til fundar í gærkvöldi til að ræða hinar meintu ávirðingar á hendur hr. Ólafi Skúlasyni. Fund- inum var ekki lokið þeg- ar blaðið fór í prentun. Morgunblaðinu barst í gær nafnlaust bréf frá hópi kvenna sem hefur sagt sig úr Þjóðkirkj- unni. Með bréfinu er eyðublað stílað á Hagstofu Íslands og er það tilkynning um breytingu trúfélags. Konurnar segjast gera þetta „vegna þess að okkut- ofbýður framkonta kirkjunnar í garð þeirra þriggja kvenna, sem kvartað hafa undan kynferðislegri áreitni bisk- ups.“ Fram kemur að bréfið sé sent til fjölmennra vinnustaða og sam- taka. Niðurstaða saksóknara olli biskupi vonbrigðum Stjórn Prestafélags- ins kemur saman - \ | \ I I s 8 , ! | «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.