Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 29. FEBRUAR 1996 Helgistund í Hallgrímskirkju TÓNLIST Ilallgrímskirkja SAMLEIKUR Laufey Sigxirðardóttir fíðla og Ann Toril Lindstad orgel. Lesari Þorsteinn Guðmundsson leikari. Sunnudagur 25. febrúar 1996. Á VEGUM Listvinafélags Hall- grímskirkju léku þær stöllur og sannarlega hefðu þær verðskuldað fleiri áheyrendur en þá er lögðu leið sína í Hallgrímskirkju þetta sunnu- dagssíðdegi. Mest alla efnisskrána léku þær niðri við Frobeniusarorgel- ið, sem var viturlega ráðið því ekki er auðvelt fyrir fiðluna að komast í gegn um þykkan hljóm orgelsins og eftirhljóm kirkjunnar, en það tókst og jafnvægið milli hljóðfæranna var gott og hafði Ann Toril sannarlega eyra fyrir því að nýta þetta litla en ágæta Frobeniusar-orgel í samleik. Fyrsta verk tónleikanna var tiltölu- lega nýtt verk eftir þann fjölhæfa tónlistarmann Knut Nystedt, Con- serto sacro, í tveim þáttum. Nystedt er alltaf áhugaverður, aldrei leiðin- legur og sjaldan langdreginn. Hér hleður hann upp hugmyndum, sveifl- ar sér á milli „forte“ og „píanó“, á mörkunum að vera sundurlaust en hélt þó athyglinni. í báðum þáttun- um, og þó sérstaklega þeim seinni, reynir mjög á hæfni flytjendanna, að hætti Nystedt, en þær stöllur stóðu undir því, þótt fiðlan ætti stundum í nokkrum erfiðleikum að komast í gegn. Elegie-an op. 51 eftir Conrad Baden er ekki ósnotur, dálítið lang- dregin og kæmi mér ekki á óvart þótt Laufey hafi verið sama sinnis. Þá var komið að frumflutningi kvöldsins, en Mist Þorkelsdóttir hafði skrifað verk fyrir þær stöllur og tileinkað þeim. „Skissur fyrir fiðlu og orgel“ nefnir Mist verkið. Skissur voru þetta kannske, en þá vel upp- byggðar sem slíkar. Mist kann að byggja upp verk, spennu á hún til, og skissurnar þessar eru góður áfangi á langri leið. Næst síðast á efnisskránni var L^rgo funébre eftir Klaus Egge, rómantískt og fallegt verk, og fallega flutt. Síðast á tón- leikunum var Tripthycon II frá 1989 eftir Trond Kverno. Tónlistin er sam- in við nokkur erindi úr Draumkvæð- um, þeim gömlu norsku, sem að nokkru eiga að lýsa lífinu eftir dauð- ann, og las Þorsteinn Guðmundsson leikari erindin milli leiks Ann Toril á Klais-orgelið. Hér var um einskon- ar málaraiðn að ræða á hljóðfærið, þar sem það var þanið, í nær því fullum styrk, kvæðin í gegn. Ef þetta er andrúmsloftið og hávaðinn sem við eigum von á í sölum Himnaríkis, fer maður að velta vöngum. Báðar eru Ann og Laufey mjög góðir listamenn og leikur þeirra allur vandaður og markviss, en auðvelt er ekki fyrir eina litla fíðlu og heilt pípuorgel að finna jafnvægið í stór- um kadedral, sem Hallgrímskirkja er, og of sjaldan heyrir maður Lauf- eyju í virkilegum átakaverkum og mætti þar verða á breyting. Þar með lauk þessari norsk-íslensku helgi- stund. Ragnar Björnsson „Rok“ í Nýlistasafninu RÓSKA verður með geming og fyr- irlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, í kvöld kl. 20.30. Atburðinn nefn- ir hún „Rok“. Liðlega tuttugu ár eru síðan Róska framdi síðast gerning í Ný- listasafninu, en hún er einn af stofn- endum Félags Nýlistasafnsins. Róska hefur á nær 30 ára myndlist- arferli fundið myndlist sinni fjöl- breyttan farveg en hún hefur tekist á við grafík, málverk, ljósmyndir, þrívíð verk, kvikmyndagerð, tölvu- grafík og gerninga. Róska var um langt skeið búsett í Róm, en þangað sótti hún myndlist- armenntun sína. Hún býr nú og starfar á íslandi. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sinfóníuhljómsveit íslands vel fagnað í Carnegie Hall Morgunblaðið/Steve Sherman OSMO VanskS sljórnar Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum hennar í Carnegie Hall á þriðjudag. Flutti tvö aukalög New York. Morgunblaðið. SINFÓNÍUHLJ ÓMS VEIT íslands fékk hlýjar viðtökur á fyrstu tónleik- um sínum í Carnegie Hall í New York, einu virtasta tónleikahúsi ver- aldar, á þriðjudagskvöld. Lófatak áheyrenda, sem voru að sögn Kerbys Lovallos umboðsmanns hljóm- sveitarinnar í Bandaríkjunum á bil- inu 15 til 18 hundruð, var þétt að leik loknum og linnti ekki fyrr en eftir tvö aukalög, sem ku vera harla fátítt í Carnegie Hall. „Ég á varla orð til að lýsa mínum tilfinningum á þessari stundu,“ sagði Runólfur Birgir Leifsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands eftir tónleikana en bætti þó við: „Við vonuðumst vissulega eftir góðum viðtökum en það má eigin- lega segja að þetta hafi farið fram úr okkar björtustu vonum“. Að vanda er skammt stórra högga á milli í Camegie Hall. Síðastliðinn sunnudag lék Konunglega Con- certgebouw-hljómsveitin í Amster- dam í húsinu og í kvöld er röðin komin að Fílharmoníuhljómsveit Vín- arborgar, undir stjóm Seiji Osawa. „Það hlýtur að vera frábær árang- ur að fá slíkan fjölda áheyrenda á tónleika þegar jafn mikið er um að vera í Carnige Hall, sérstaklega þar sem þessir tónleikar voru ekki liður í tónleikaröð hússins. Kannski verð- ur uppselt á næstu tónleika okkar hérna, eins og Vincent Wagner, kynningarfulltrúi okkar fyrir tón- leikana hafði á orði baksviðs," sagði Runólfur. Lovallo talaði í sama anda: „Það er stórkostlegur árangur hjá hljóm- sveit sem er að halda sína fyrstu tónleika í Carnegie Hall að fá 15 til 18 hundruð áheyrendur. Ég var nokkuð viss um að 400 til 500 mið- ar myndu seljast en þorði ekki að gera mér neinar vonir umfram það.“ Lovallo sagði að fyrstu tónleikar hjómsveita í Carnegie Hall væru ýmist í ökkla eða eyra; annaðhvort færa þær á taugum eða nytu augna- bliksins og lékju af öryggi pg tilfinn- ingu. „Sinfóníuhjómsveit íslands er gott dæmi um hið síðarnefnda." Hljómsveitin flutti þijú verk á tónleikunum: Forleik að Galdra-Lofti eftir Jón Leifs, Píanókonsert eftir Edvard Grieg, þar sem Ilana Vered var einleikari og Sinfóníu nr. 2 eftir Jean Sibelius. Voru fagnaðarlætin að leik loknum mest eftir síðast- nefnda verkið. Verkin sem hljóm- sveitin flutti að auki voru bæði eftir Jón Leifs. Hljómsveitarstjórinn Osmo Vánská kvaðst vera ánægður með viðtökurnar og frammistöðu hljóm- sveitarinnar - ekki hefði örlað á taugaveiklun. „Þetta var mikil próf- raun fyrir hljómsveitina _ sem hún stóðst með miklum sóma. Ég er stolt- ur af Sinfóníuhljómsveit Islands í dag.“ „Það er stór áfangi hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands að hafa spilað í þessum stórkostlega sal, ekki síst þar sem við virðumst hafa gert mikla lukku," sagði Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari. „Manni skilst að það sé sjaldgæft að stórar hljómsveitir fái svona viðtökur í húsinu, þannig að við höfum eflaust haft einhvern ferskan andblæ fram að færa.“ Jón Þórarinsson tónskáld var meðal áheyrenda. Kvaðst hann hrærður yfir viðtökunum, einkum þar sem tónleikagestir í Carnegie Hall, sem eru góðu vanir, séu sér- staklega kröfuharðir. „Þetta þekki ég frá gamalli tíð og veit því að áheyrendur í Carnegie Hall hegða sér ekki oft eins og þeir gerðu í dag.“ Að sögn Runólfs er þegar farið að ræða um næstu tónleikaferð Sin- fóníuhljómsveitar íslands til Banda- ríkjanna. New York er söm við sig í tilefni tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í New York minnist Jón Þórarins- son tónskáld borgar- innar og þykir hún ekkert hafa breyst. RÚMLEGA 52 ár eru liðin síðan ég kom fyrst til New York, í jan- úar 1944. Ég var ásamt þremur öðrum ungmennum farþegi á gamla Dettifossi sem ekki löngu síðar var sökkt af Þjóðveijum í stríðinu. Fyrst höfðum við farið í skipalest til Skotlands, síðan í annarri vest- ur yfjr hafið, ekki beina leið vegna kafbátahættunnar, heldur í mörg- um og löngum krókum. Hæggeng- asta skipið í lestinni réð ferðahrað- anum að sjálfsögðu. Þetta varð því löng leið, tók alls 27 daga að mig minnir, - og það voru langir dagar. Það var því mikill viðbúnað- ur þegar við loks sáum til stranda Vínlands hins góða. New York var fyrsta stórborgin sem ég leit augum, og áhrifin voru yfirþyrmandi. Siglingin fram hjá frelsisstyttunni og undir brýrnar á Hudson-fljóti, skýjakljúfarnir sem gnæfðu við himin á neðanverðri Man- hattan-eyju og margt, margt fleira hafði á mig djúp og varanleg áhrif. Síðan hef ég séð margar erlendar stórborgir, en engin þeirra finnst mér jafnast á við New York að mikilleika og töfram. Á námsárum mín- um hér vestra 1944- 1947, kom ég mjög oft til New York og var hér reyndar stundum langdvölum á sumrin. Þá kynntist ég því og sannfærðist um það, að hér má finna flest hið „mesta í heimi“, bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu. Auður er hér mikill, menning og listir standa með hin- um mesta blóma, fólk er yfirleitt glaðlegt og vingjarnlegt, og gest- um, að minnsta kosti þeim sem ekki eru alveg ókunnugir, líður hér vel. En hér er líka, því miður, mikil fátækt, þeir sem láta sig list- ir og menningu einhverju skipta munu vera tiltölulega fáir, hér eins og annars staðar, glæpir eru tíðir, þó kannski ekki fremur hér en í Reykjavík, ef litið er til fólksfjölda. Á þeirrí hálfu öld sem liðin er síðan ég kom hér fyrst hef ég heimsótt New York nokkrum sinn- um, og mér finnst borgin eiginlega ekkert hafa breyst á þessum langa tíma. Víst hafa mörg ný stórhýsi risið eins og menningarmiðstöðin mikla, Lincoln Cent- er, önnur hafa verið rifin eða lent í nið- urníðslu. En svipmót borgarinnar er enn hið sama og fyrr og einnig viðmót borg- arbúa. En ferðamátinn hefur breyst frá því sem fyrrum var. Síð- degis í gær (föstu- dag) stigum við hjón- in upp í þotu Flugleiða á Keflavík- urflugvelli, nutum frændsemi við flugmanninn í því að fá að sitja í stjórnklefanum í flugtaki og vor- um svo komin á J.F. Kennedy- flugvöll í New York eftir sex klukkustundir. Og nú er á hverri stundu von á Sinfóníuhljómsveit íslands í lang- ferðabílum norðan frá Massachu- setts, en þar hélt hún tónleika. Ferðin hingað átti að taka Wi klst., átti að vera komin kl. 13.30, en vegna ófyrirsjáanlegra atvika er hljómsveitin ókomin þegar þetta er skrifað, kl. 15.45 á laugardag. Samt á hún að halda tónleika í Long Island-háskólanum kl. 20 í kvöld. Þetta verður strangur dagur hjá hljómsveitarfólkinu. Jón Þórarinsson Heimsfrumsýning í Borgarleikhúsinu LEIKRITIÐ Stone Free eftir Jim Cartwright verður sýnt í Borgarleik- húsinu í júlí og er um heimsfrumsýn- ingu að ræða. Verk Cartwrights hafa vakið mikla athygli síðastliðin ár, ekki síst hér á landi þar sem verk hans Stræti, BarPar og Taktu lagið Lóa hafa verið sýnd við miklar vinsældir. Magnús Geir Þórðarson leikstýrir Stone Free og segir hann að aðstandendum sýningarinnar hefði fundist nóg til koma að eiga að sýna verkið hér á landi skömmu eftir heimsfrumsýningu á West End í Lundúnum. „En svo var þetta að koma til fyrir fáum dögum að við verðum fyrst og það eru auðvitað mikil ánægjutíðindi." Magnús Geir segir að hann hafi verið í náinni samvinnu við Cart- wright á undirbúningstímabilinu og reyndar starfaði hann með höf- undinum að forsýningum á Stone Free fyrir einu og hálfu ári úti í Englandi. „Ég vann ásamt höfund- inum og leikarahópi við að þróa leik- ritið áfram í gegnum spunavinnu. Hann hefur verið að endurskrifa verkið allt fram á þennan dag og er raunar ekki enn komin endanleg mynd á það. Ég hef verið að þýða verkið á íslensku en ekki getað lok- ið því verki því höfundurinn hefur verið að breyta og bæta við nýjum atriðum. Ég hef þannig verið að þýða verkið samhliða því að hann hefur verið að skrifa það.“ Magnús Geir sagðist ekki geta staðfest hvort Cartwright kæmi hingað til lands til að fylgjast með lokasprettinum á uppsetningu verksins og frumsýningu. „Hann hefur hins vegar fylgst mjög náið með okkur og ég hef farið þrisvar sinnum út til hans. Hann hefur því verið okkur innan handar.“ Að mati Magnúsar Geirs er þetta besta verk Cartwrights hingað til. „Það ber öll helstu höfundarein- kenni hans, það byggir á gamansemi og Iéttleika en er um leið mjög metnaðarfullt leikhúsverk. í því eru dregnar upp svipmyndir af mannlífi á rokkhátíð einhvers staðar í Norð- ur-Englandi. Tónlist sjöunda ára- tugarins er áberandi í verkinu þótt þetta sé ekki söngleikur. Þess má geta að þetta verk var tilnefnt til TMA-verðlaunanna í Bretlandi sem besta nýja verkið um síðustu ára- mót og var sú tilnefning einungis byggð á örfáum forsýningum á verkinu í fyrra." Verið er að ráða í hlutverk sýn- ingarinnar hér heima en meðal ann- arra aðstandenda verður Jón Ólafs- son sem mun annast tónlistarstjórn. Leikritið er sett upp í samstarfi Leikfélags Reykjavíkur, Borgarleik- húss og Leikfélags íslands. Frum- sýnt verður 12. júlí í Borgarleikhús- inu og skömmu síðar á West End í Lundúnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.