Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er smásaga? ÚTSKÚFUN FRÁSAGNAR Á dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjallarans sl. mánudag veltu menn fyrir sér smásögu- forminu og spurðu meðal annars: Er smásag- an leikrit? Jóhann Hjálmarsson lagði eyrun við umræðu um nýstárleik og hefð í SKILGREINING bókmennta getur vafist fyrir mörgum og gildir það bæði um fræðimenn og lesendur yfir- leitt. Rithöfundar eru aftur á móti að mestu hættir að hugsa um þetta og skrifa eins og andinn býður þeim hveiju sinni. Vandi getur þá reynst að kalla verkið sögu, ljóð, leikrit eða bara texta. En skiptir það máli? Andsögur Þorvaldur Þorsteinsson og Kristín Ómarsdóttir eru dæmi um höfunda sem falla illa að skilgreiningum. Það sem Þorvaldur las var í anda örleik- rita hans og Kristín var líka með eins konar leikrit og sumt gæti flokk- ast undir prósaljóð. Soffía Auður Birgisdóttir gat þess að fyrrnefndir höfundar og fleiri skrif- uðu oft andsögur, útskúfuðu sögunni sem slíkri. í sögunni Dr. Livingstone eftir Þorvald, höfund bókarinnar Eng- ill meðal áhorfenda, yrði áhorfandi aðalleikari. Örsögur rakti Soffía Auð- ur alla leið til Mynda Huldu 1924 og nefndi líka Fornar ástir Nordals og Flugur Jóns Thoroddsens. Síðar- nefndu bækumar hafa að meginmáli jafnan verið flokkaðar sem prósaljóð. Heimur úr skorðum Smásagan er hið óvænta form sem líkist munnlegri frásögn, að mati Skafta Þ. Halldórssonar. Orðið nov- ella merkir nýjung, nýmæli. Smásaga er því meira en frásögn, lýsir óvenju- legum atburði eða örlagastund í ævi manna. Skafti, sem talaði einkum um hefðbundna smásögu, nefndi meðal helstu smásagnahöfunda Gest Pálsson, Halldór Stefánssón og Hall- LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg RITHOFUNDAR og gagnrýnendur á slóðum smásögunnar: Skafti Þ. Halldórsson, Þorvaldur Þor- steinsson, Soffía Auður Birgisdóttir og Kristín Ómarsdóttir. dór Laxness. Hann sagði að hefð- bundin smásaga endurspeglaði veru- leikann, en nútímasaga heim sem færst hefur úr skorðum. Fulltrúar nútímasmásögunnar eru því Thor Vilhjálmsson,_ Steinar Siguijónsson, Jón Óskar, Ásta Sigurðardóttir og Svava Jakobsdóttir meðal annarra. Nútímaleg smásaga speglar hugarástand og nefndi Skafti sem nýlegt dæmi smásagnasafn Matthí- asar Johannessen: Hvíldarlaus ferð inní drauminn. Þar væru sérkennileg myndhvörf eins og til að mynda í fyrstu sögunni um persónu sem upp- lifir sjálfa sig sem öskutunnu. Smásögur Kristínar eru oft á mörk- um ljóðs, sagði Skafti, 'sögur Þorvalds eins konar ieikrit. Margt taldi hann sameiginlegt með smásögu og leikriti. Sagnamenn Frásögn og skopleg sýn einkenna Einar Kárason og Einar Má að dómi Skafta. Viðleitni þeirra snýst um að svara spurningunni Hvað er veru- ieiki? Einar Kárason er goðsögulegur, en ekki alltaf á augljósan hátt. Einar Már leikur með hugmyndir og orð. í smásögum þeirra Einars Kára- sonar og Einars Más sem þeir fluttu í Listaklúbbnum var hin hefðbundna frásagnarlist á sínum stað. Þeir eru báðir sagnamenn eins og kunnugt er og ólíklegir til að forsmá frásagn- argaldur. Eins og Einar Már segir er það óraunsætt að ætla sér að vera raunsær og veruleikinn fer oft fram úr skáldskapnum. Augljóslega er bil á milli þeirra Einars Kárasonar og Einars Más annars vegar og Þorvalds og Krist- ínar hins vegar. Söguþráður, frásögn virðist skipta Þorvald og Kristínu minna máli. „Texta um heitið texti“ kallar Þorvaldur „sögu“ eftir sig. Kristín talaði um „texta“ eftir sig sem „sannsögulega skáldsögu“. Því má ekki gleyma að andsaga er líka saga eins og andljóð getur sjaldan orðið annað en ljóð. Leikið með treg- ann og gleðina Ljósmynd/Gunnar Jónasson ANNA Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Diddú og Anna Guðný á Laugalandi SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú söngkona, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tónleika á Laugalandi í Borgar- firði laugardaginn 1. mars kl. 21. Daginn áður munu þær Sigrún og Anna Guðný koma fram í skól- um og kynna fyrir nemendum mannsröddina, „teygjur hennar og sveigjanleika" eins og Sigrún komst að orði. Fyrri hluti tónleikanna í Lauga- landi samanstendur af íslenskum lögum eingöngu, m.a. eftir Sig- valda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Pál Isólfsson og Hjálm- ar H. Ragnarsson. í síðari hlutan- um verða lög eftir ítölsku óperu- skáldin, Richard Strauss og Leon- ard Sigrún segist ekki hafa sungið áður í Logalandi. Samstarf þeirra Onnu Guðnýjar hefur staðið síðan á námsárum þeirra í London 1981 og eru þær að verða „eins og síamstvíburar" að sögn Sigrúnar: „Við enim búnar að gera viðreist um landið og erum að taka upp þráðinn aftur með hækkandi sól, þetta eru fyrstu tónleikar okkar hér heima á þessu ári, en við vorum með tónleika í London nýlega.“ Hversdagshetjur TÓNLIST B o r g a r I e i k h ú s i ð TVÍSÖNGUR Björk Jónsdóttir, Signý Sæmunds- dóttir og Gerrit Schuil fluttu söng- verk eftir Pureell, Haydn, Schu- mann, Brahms, Bizet, Dvorák, Ross- ini og skosk þjóðlög. Þriðjudagurmn 27. febrúar 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á þremur lögum eftir Purcell, Let us wander, My Dearest og það fræga lag Sound the Trumpett, úr afmælisóði til Mar- íu drottningar, sem var glæsilega fluttur. Fimm lög eftir Haydn.voru næst á efnisskránni, tvö við ítalskan texta, Saper vorrei se m’ami og Guarda qui che lo vedrai við texta eftir Badini og er hér trúlega um aríur að ræða úr óperunni Orlando paladino, sem Haydn samdi 1782, skemmtilegar aríur, sem voru vel fluttar. Sama má segja um þijú sönglög eftir Haydn, A Pastoral song, She never told her Love og Eine sehr gewöhnliche Geschichte, sem Signý söng ein og var flutningur hennar í She never told her Love, undurfagur og leikræn túlkun hennar í Eine Sehr gewönliche Geschichte, var blátt áfram stórkostleg. F'yrir hlé sungu þær stöllur Ijögur skemmtileg skosk þjóðlög. Tvö síðustu lögin voru best, það fræga lag The bonny banks og Loch Lomond I raddsetningu John Rankin, er var sungið af innileik og The wee cooper o’Fife, gamansamt lag í útsetningu George McPhee, sem þær stöllur léku og sungu af mikill list. Eftir hlé var rómantíkin ráðandi og skal þá fyrst nefna þijú lög eftir Schumann, Wenn ich ein Vöglein vare, Herbstlied og frábært lag, er nefnist Schön Blumelein. Eitt feg- ursta lag tónleikanna var Die Meere, eftir meistara Brahms og náðu flytj- endur að magna upp ótrúlega sterkra stemmningu í þessu fagra meistara- verki. I seinna Brahms-laginu, Die Boten der Liebe, fór píanóleikarinn á kostum. Björk söng ein tvö lög eftir Bizet, Chanson d’April og Les Adieuz de l’Hotesse Arabe, glæsileg tónverk, er hún söng mjög vel, sérstaklega seinna lagið. Af þremur lögum eftir Dvorák var það síðasta, Grune, du Grasl, frábærlega vel flutt. Tónleik- unum lauk með tveimur söngvum eftur Rossini, La Pesca, fallegu næt- urljóði og gamansöngnum La Regata Veneziana. Bæði lög Rossinis voru vel flutt og í seinna laginu stal píanó- leikarinn senunni. Þrátt fyrir að nokkur lög standi upp úr, hvað snert- ir túlkun, voru tónleikarnir í heild í hæsta gæðaflokki, þar sem leikið var með tregann og gleðina á víxl, í sér- lega vel skiplagðri efnisskrá. Söng- konurnar sungu allt vel en nutu þess að eiga samstarf við píanóleikarann Gerrit Schuil, sem er ekki aðeins frábær píanóleikari, heldur mikill listamaður og átti hann ekki lítinn þátt í að móta flutninginn, er tékur til atriða eins og blæbrigða, hryn- rænnar spennu og leikrænnar túlk- unar, sem þær stöllur náðu oft að útfæra mjög skemmtilega. Semsagt. Þetta voru í alla staði frábærir tón- leikar. Jón Ásgeirsson KVIKMYNPIR Bíóborgin G u 11 m o 1 a r — Kvikmyndahátíð Sambíóanna ÓVÆNTAR HETJUR „UNSTRUNG HEROES" ★ ★ ★ Leikstjóri: Diane Keaton. Handrit: Richard LaGravenese eftir bók Franz Lidz. Aðalhlutverk: Andie McDowell, John Turturro, Nathan Watt, Michael Richards og Maury Chaykin. Hollywood Pictures. 1995. F'YRSTA bíómyndin sem hin ágæta kvikmyndaleikkona Diane Keaton sendir frá sér heitir Óvænt- ar hetjur og er óvæntur glaðning- ur. Keaton hefur eins og margir aðrir leikarar (Jodie Foster, Mel Gibson, Kevin Costner) nýtt sér þá þekkingu sem hún hefur aflað með áralöngum kvikmyndaleik til að stjórna sjálf gerð kvikmyndar með góðum árangri. Mynd hennar er sorgleg þroskasaga pilts sem upplifir sjúkleika og um síðir lát móður sinnar en er svo lipurlega stjórnað af Keaton og væmnislaust og með svo fínlegum tökum á Ijúfsárum húmor að maður getur ekki annað en hrifist af framtaki hennar. Keaton var aðalleikkona Woody Allens um árabil og þess sjást nokk- ur merki. Hún leggur ekki síst upp úr vinnu leikaranna sem allir eru ljómandi góðir í hlutverkum sínum, einkanlega þó strákurinn ungi, Nathan Watt, sem er næstum í hveiju einasta atriði myndarinnar og hefur raunalegt svipmót sem passar við söguna. Þá fara á kostum Michael Richards og Maury Chayk- in í hlutverkum skondinna frænda stráksins, haldnir gífurlegu ofsókn- Gunnar og Selma í Kefla- víkurkirkju GUNNAR Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda tónleika í Keflavíkurkirkju í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í kynningar- verkefninu Tónlist fyrir alla og hafa þau Gunnar og Selma heimsótt grunn- og framhaldsskóla Reykja- nesbæjar undanfarna daga og leikið fyrir nemendur og kennara. Nemendur fá ókeypis aðgang að tónleikunum en aðrir geta keypt miða við innganginn gegn vægu gjaldi. -----» ♦ ♦----- Forsala að- göngumiðaí Kaffileikhúsinu 1 GÆR hófst forsala á áðgöngumið- um í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3. Forsalan verður opin miðvikudaga til sunnudaga að báðum dögum meðtöldum milli kl. 17 og 19. Þessu fyrirkomulagi er komið á til þess að bæta þjónustu Kaffileik- hússins við gesti sína. Áfram verður hægt að panta miða í síma. Hægt verður að greiða miða með kreditkortum, ávísunum eða reiðufé en ekki með debetkortum. arbijálæði en betri leikfélaga er ekki hægt að hugsa sér. Þeir lifa algerlega í sínum eigin heimi og strákurinn flýr á náðir þeirra þegar honum finnst óbærilegt að horfa á móður sína veslast upp. John Turt- urro er áhyggjufullur faðir stráks- ins, strangur raunhyggjumaður og trúleysingi, og Andie McDowell er móðirin dauðvona, sem hefur mest- ar áhyggjur af hvernig strákurinn muni spjara sig. Keaton hefur gert lítið og per- sónulegt og fallegt fjölskyldudrama með tregafullum og saknaðar- kenndum blæ um dapurleg örlög sem verða ekki umflúin og fólk sem finnur leiðir til að lifa með sorginni. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.