Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Starfsmenn Flugfélags Norðurlands halda í ævintýraferð til Grænlands Flytja danska sérsveitarmenn STARFSMENN Flugfélags Norðurlands, þeir Ragnar Magn- ússon og Jóhann Skírnisson flug- menn og Helgi Stefánsson flug- virki, héldu áleiðis til Grænlands í gær þar sem þeir munu starfa á vegum Sirius, sérsveitar danska hersins fram til 7. mars nk. Farkostur þeiira félaga er Twin Otter vél FN sem var sér- staklega útbúin til þessa leiðang- urs. í stað hefðbundins hjólabún- aðar hefur verið komið fyrir skíðum á vélina og hún getur því aðeins lent á snævi þöktum flug- völlum. Frá Akureyri var haldið til Constable point, sem er nálægt Scoresbysundi, þaðan til Meist- aravíkur og svo áfram til Dane- borgar, þar sem aðalbækistöðvar Sirius eru. í dag verður förinni haldið áfram enn norðar, fyrst til Danmarkshavn og áfram til Station Nord, þar sem er veðurathug- unarstöð og herflug- völlur. Þar norðurfrá getur frostið farið í allt að 50°. Skemmtileg ævintýraför Jóhann Skírnisson flugmaður, sem er að taka þátt í þessu verk- efni annað árið í röð, segir að þetta sé mikil og skemmtileg ævintýraför og að menn yngist upp um fleiri ár þegar að þessu verkefni kemur. Enda segir Jó- hann að þeir sem finni sig vel i starfi hjá FN líti ekki á þetta sem starf heldur lífsmáta. „ Við erum að vinna fyrir þessa Sirius-sveit, sem er úrvalssveit danska flotans en hún hefur með að gera eftirlit og löggæslu í þjóðgarðinum á norðaustur Grænlandi, frá Scoresbysundi í suðri og yfir á miðja norður- ströndina. Hermennirnir ferðast um á hundasleðum á þessu svæði á veturna, allssex sleðaholl með tólf mönnum. í hveiju holli eru 2 menn, 11 sleðahundar og sleði með öllum þeim búnaði sem hon- um fylgir.“ Jóhann segir að ástæða þess að danska sveitin er þarna á ferð, sé sú að verið sé að viðhalda danska tilkallinu til svæðisins. Bæði Danir og Norðmenn gerðu tilkall á sínum tíma en alþjóða- dómstóllinn í Haag felldi úrskurð Dönum í vil og þurfa þeir með ákveðnu miilibili að fara í eftir- litsferð um svæðið. „Við flytjum þrjú þessara holla frá Daneborg og höldum til Stati- on Nord, tökum þar eldsneyti og höldum áfram norður og vestur og setjum þá af þar. Þeir halda til baka á hundasleðum, um 3.000 km leið, og koma heim til Dane- borgar í byijun júní.“ Jóhann segir að þetta hunda- sleðaúthald sem sérsveitin er með, sé mun öflugra og meira en Grænlendingar eru með. Sérsveitin hefur þróað þennan búnað á 50 ára tímabili og rækt- ar sérstakt hundakyn sem er miklu stærra en hinir hefðbundnu sleða- hundar. „Þetta er mjög sérstök sveit og í raun úrvalssveit að öllu leyti og það er geysilega gaman að vinna fyrir hana. Her- mennirnir eru mjög vel agaðir og allt viðmót og skipulag er eins og það gerist best í bíómyndum. Samt finnur maður aldrei að þetta sé hersveit og allur herag- inn kemur innan frá og t.d. notar enginn maður tignarmerki." Stærsti viðskiptavinur FN Sirius-sveit danska hersins er stærsti einstaki viðskiptavinur Flugfélags Norðurlands ár hvert en félagið hefur unnið fyrir sveit- ina í um 20 ár. Jóhann segir að starfsmenn FN leggi mikið á sig til að þjónusta félagsins sé eins og best er á kosið hverju sinni. „Eg tel að við getum verið nokk- uð stoltir af okkar framlagi og í raun má segja að FN, þótt það sé ekki formlega, sé hluti af þess- ari sveit. Við reynum að vinna á svipaðan hátt og sérsveitarmenn- irnir, þ.e. skipulega og agað og Þeir halda til baka á hunda- sleðum um 3.000 km leið Morgunblaðið/Kristján Loðnuverksmiðjan í Krossanesi Hrognataka hefst a næstu JÓHANN Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossanesverksmiðj- unnar,. gerir ráð fyrir að hrognataka hefjist í verksmiðjunni eftir 4-5 daga en hann segir að þar sem ekki líti vel út með sölu á ioðnuhrognum tii Japans, sé óvíst hversu mikið verði unnið að þessu sinni. Á síðasta ári voru unnin um 400 tonn af hrognum í verksmiðjunni, sem síðan voru fryst hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. og í Frystihúsi KEÁ á Dalvík. í ár er einungis gert ráð fyrir samvinnu við ÚA um frysting- una. Jóhann segir að hrognatakan hefjist yfirleitt 2-4 dögum eftir að frystiijgu á kvcnioðnunni lýkur. Vélar dögum og tæki fyrir hrognatökuna voru sett upp í verksmiðjunni á síðasta ári. Um 6.600 tonn af loðnu hafa bor- ist til Krossanesverksmiðjunnar á þessu ári, sem er örlítið meira en á sama tíma í fyrra. Jóhanni var ekki kunnugt um að loðnuskip væri á leið til löndunar á Akureyri í gær. Veiðin hefur hins vegar verið góð en loðnu- flotinn hefur verið að veiða loðnu með allri suðurströndinni. í gær var verið að setja leiðslu frá verksmiðjunni út í sjó en sjórinn er notaður til að skola og hreinsa loðnuhrognin. Ferjan Sæ- fari aðstoðaði við að koma leiðslunni ve) frá landi og það langt að ha'gt vo'i'i að ná í hi'oinan sjó lyrii'vinnsluna. !«;*■ Morgunblaðið/Kristján HALDIÐ af stað í leiðangurinn í gærmorgun. Vélin hóf sig til flugs á öryggissvæðinu austan við flugbrautina, enda lítill sem enginn snjór á sjálfri flugbrautinni. Á myndinni að ofan; starfs- menn Flugfélags Norðurlands við Twin Otter vél félagsins, f.v. Ragnar Magnússon, Jóhann Skírnisson og Helgi Stefánssom Vélin er sérstaklega útbúin fyrir leiðangurinn á Grænlandi. í stað hefðbundins hjólabúnaðar hafa skíði verið sett undir vélina og hún getur því aðeins lent á snævi þöktum völlum. tökum enga óþarfa áhættu. Ef eitthvað fer úrskeiðis eru mestar líkur á að menn deyi drottni sín- um og menn hafa því ekki efni á mistökum við þær aðstæður sem þarna ríkja og almennt séð er okkar fyrsta regla að reyna ekki að leika hetjur," segir Jó- hann. Nefnd í höfuðið á stjörnu Hersveitin var upphaflega stofnuð á stríðsárunum, að sögn Jóhanns, en þá var dönskum veiðimönnum sem þarna voru REKSTUR Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri skilaði rúmlega 68,2 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári eða sem nemur 8,16% af veltu. Heildarvelta félagsins nam tæp- lega 835,5 milljónum króna, eftir að frá hefur verið dreginn kostnað- ur vegna útflutnings að íjárhæð 56,9 milljónir króna. Rekstrargjöld námu rúmum 684,3 milljónum króna og framlegð upp í afskriftir og fjármagnsliði því rúmlega 151,1 milljónum eða 18,1% af veltu. Veltufé frá rekstri var 88,9 milljón- ir króna. Eignir félagsins námu í lok síð- asta árs rúmum 825 milljónum króna, en skuldir tæpum 573 millj- ónum. Eigið fé var 252,2 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 30,6%, en það var í lok ársins á undan 23,1%. Veltufjárhlutfallið var 1.45. Að meðaltali störfuðu 138 starfs- menn hjá félaginu og námu launa- greiðslur samtals 219,3 milljónum króna safnað saman í sveitina. Þjóð- veijar settu ítrekað upp veður- stöðvar á svæðinu á stríðsárun- um og hlutverk sveitarinnar var að uppræta þær. „í striðslok var gert hlé á starfseminni en eftir 1950, þegar kalda stríðið byrj- aði, var hún endurvakin og gefið nafnið Sirius, í höfuðið á sam- nefndri stjörnu. Á kaldastríðsár- unum var sveitin að fylgjast með því hvort Rússar settu þarna upp njósnasveitir. Einnig hefur þessi kvöð fylgt Dönum að viðhalda sínu tilkalli til svæðisins." Samstillt átak „Við erum sátt við þessa út- komu,“ sagði Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar. „Góðar viðtökur á mörkuðum og meiri ogjafnari dreifing milli mark- aða en áður var eru kannski helstu skýringar á góðri afkomu. Ég tel að þennan árangur megi þakka samstilltu átaki starfsfólks, sem reynir ætíð að gera betur í dag en í gær,“ sagði Bjarni. Skinnaiðnaður gerðist aðili að Verðbréfaþingi íslands í lok síðasta árs að undangengnu hlutafjárút- boði, en í árslok var hlutfé rúmar 70,7 milljónir og hluthafar 232 tals- ins. Samvinnulífeyrissjóðurinn er stærsti eigandi fyrirtækisins með tæplega 18% hlut, en aðrir hluthaf- ar eiga minna en 10% hlut hver. Aðalfundur Skinnaiðnaðar verð- ur haldinn 8. mars næstkomandi og gerir stjórn félagsins tillögu til aðalfundar um að greiddur verði 10% arður vegna ársins. Benedikt Hjaltason, bóndi á Hrafnagili Fagiiar lækkun mjólkur- flutninga BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili, segir að lækkun á mjólkurflutningum í Eyjafirði muni sig um 28 þúsund krónum á ári, en Kaupfélag Eyfirðinga og stjórn Félags eyfirskra naut- gripabænda hafa komist að samkomulagi um að lækka flutningana úr 2 krónum á lítra í 1,90. Benedikt sagði það gleðilegt að samkomulag um lækkun hefði náðst og hann fagnaði þeim áfanga, en hann yrði ekki fyllilega sáttur fyrr en unnt yrði að lækka flutningana um 30 aura á lítra í viðbót og telur svigrúm til þess. Best að bjóða flutningana út Að mati Benedikts er farsæl- ast að bjóða mjólkurflutning- ana út. „Fyrst ekki er hægt að treysta mönnum til að reka þetta ámælislaust finnst mér að eigi að bjóða flutningana út, til dæmis til tveggja ára í senn. Mjólkursamlagið gæti átt tankana og fengið einhveija aura fyrir að útvega þá, en þeir sem fengju verkefnið myndu útvega bílana og sjá um rekstur þeirra," sagði Benedikt og benti á að fjölmargir á Akur- eyri ættu bíla sem hentuðu í þessa flutninga en ekki væri alltaf mikið um verkefni fyrir þá. „Ég tel að slíkt fyrirkomu- lag kæmi betur út, það yrði hagkvæmara fyrir okkur bændur. Að mínu mati er varla hægt að treysta samlaginu fyr- ir þessum flutningum, þeir eru ekki að lækka flutningskostn- aðinn núna nema bara fyrir það að bændur voru argir yfir háum kostnaði við flutninginn.“ Tónskóli Þjóðkirkjunnar Orgeltón- leikar HÓPUR nemenda úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar undir hand- leiðslu Harðar Áskelssonar heldur orgeltónleika í Akur- eyrarkirkju annað kvöld, föstu- dagskvöldið 1. mars, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk éftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hagnaður hjá Skinnaiðnaði 68 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.