Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 33 I I I I 1 I I I : ; i 3 : í í i i i i i i i i i 3 i AÐSENDAR GREINAR Hvalfjarðar- göngin, Smugan og Mozart SAMNINGAR um gerð neðansjávar- ganga undir Hvalfjörð hafa verið undirritaðir. Vonandi tekst betur til en undirritaður og fleiri óttast að verði og slysalaust. Menn geta enda- laust velt því fyrir sér hvernig það mátti verða að örfáum mis- munandi ábyrgðarfull- um mönnum og aðal- lega útlendum aðilum skyldi takast með gylli- boðum að fá íslensku þjóðina til að ráðast í þetta tvísýna verk, sem mun færa spekúlöntum þessum gilda íjársjóði. Einn ráðherra þjóðarinnar heldur því fram að ávinningur hennar af verkinu verði sjö milljarðir króna á Líklegt er, segir Gunn- laugur Þórðarson, að fjöldi fólks sneiði hjá Hvalfj arðargöngunum. ótilteknum tíma. Óskiljanlegt er hvernig sú útkoma er fengin, en er án efa eins konar norskur út- reikningur. Enda er alvitað að þessi jarðgangahugmynd er runnin und- an rifjum nossaranna í Grundar- tangaverskmiðju og forstjóra henn- ar, sem vildi vera fljótur í bæinn. Þessi norska hugmynd mun hafa ágerst í undirvitund þeirra og virð- ist hafa snúist í að vera hefnd fyr- ir Smuguveiðar okkar, því það verði mörgum þessum svokölluðu frænd- um okkar fagnaðarefni, þegar ís- lenska þjóðin hefur verið klyfjuð til margra ára með þungum skulda- bagga, sem fyrr eða síðar lendi á þjóðinni og ekkert verður aflögu til arðbærra og skynsamlegra verka, eins og t.d. smuguveiða. Tekjur af gangagjaldinu eru áætlaðar hálfur milljarður á ári og sýnir að ganga- gjaldið hlýtur að verða átt. Sú áætl- un mun ekki standast fremur en aðrar, því líklegt er að fjöldi fólks, sem ekki getur látið fyrirtæki greiða fyrir sig, sneiði hjá þeim, samanber óvinsældir gamla Kefla- víkurvegarskattsins svo og vegna þess óhugnaðar að fara djúpt og bratt niður ofaní jörðina og undir sjó. Helsti kosturinn við göngin, ef kost skyldi kalla, er að fólk á Akranesi verður sennilega hálfum tíma fljótara í höfuðborgina. Ferðatíminn norður eða að norðan mun verða nokkrum mínút- um styttri en ella. Hverju máli skiptir það að verða nokkrum mín- útum fljótari á áfanga- stað en ella? Dettur nokkrum í hug að þetta fólk, sem græðir nokkrar mínútur, muni afreka nokkuð á þess- um fáu mínútum? Hin- ar spöruðu mínútur verða í flestum tilvik- um jafn dauðar og áður. Auk þess talar fólk um að reyna að drepa tímann. Hinu má ekki gleyma að unnt er að stytta þessar þijátíu mínútur verulega, á miklu ódýrari og eðli- legri hátt, en það er með nýrri brú fýrir ós Laxár í Kjós og með nýjum vegi og brú úr Kattarhöfða yfir á Þyrilsnes, samtals um 15 km og norðurleið með bundnu slitlagi um Dragann. Raunverulega er það bundna slitlagið sem valdið hefur mestu um styttingu aksturstíma um land allt. Þótt mér hætti til að aka hratt, þá er það með mig eins og fleiri, að skaphöfnin stjórnar ferðinni, en ekki tilhugsunin um örfáar sjálf- dauðar mínútur. Mönnum nýtist tíminn misjafn- lega. Sumum tekst að nota hann vel, þótt þeir verði jafnvel að sitja í farartækjum tímum saman. Alvit- að er að tónskáldið mikla, Wolfang Amadeus Mozart, eyddi þriðjungi ævi sinnar í köldum og höstum vögnum, dregnum af hestum um þvera og endilanga Evrópu. Tón- skáldið kvaddi þennan heim 35 ára og hafði þá afkastað svo miklu í tónsmíðum með nótnaskrifum, að meðalafkastamikill nótnaritari þyrfti að ná 60 árum og skrifa stöð- ugt til að skila jafn mikilli nótna- skrift. í þessu máli, sem svo mörgu öðrum milli íslensku þjóðarinnar og norskra stjórnvalda, gildir gamla máltækið „frændur eru frændum verstir“. Það er dapurlegt að hugsa til þess að það mun enn, á sinn hátt, rætast í jarðgöngunum undir Hvaífirði. Höfundur er hæstaréttarlögmað■ ur. Dr. Gunnlaugur Þórðarson Pitney Bowes Frímerkingavélar. Ending og gæði í öndvegi. Áratuga reynsla. KynninG « SOTHYSi snyrlivömm föstudaginn 1. mars kl. 13-18. Kaupauki fylgir Otto B.Arnarehf. ÁRMÚLA 29, 108 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 • FAX: 588 4696 om/j'ti/j/um/, Fjarðarkaupum, sími 565 2770. Ef þu ert að hugsa um að styrkja þig, létta þig, auka úthald dg kraft EÐA BARA AÐ HRESSA UPP Á LÍKAMA GG SÁL, PA ER RETTI TIMINN FYRIR PIG AÐ HAFA SAMBAND VIÐ DKKUR HJÁ AERDBIC Sport. Fimmtudaginn V.Mars HEFST NÝTT NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA A OLLUM ALDRI. LÉTTLEIKI AVALLT I FYRIRUMI Personuleg raðgjof Næringarráðgjöf Æfingaáætlun í tækjasal MÆLINGAR Skraning i sima: Karl Sigurðsson K T f f f N U M A KVENFOLKIÐ FARA AÐ VARA SIG ? leggur >r Hvers vegna eru laun á Islandi svona lág? Hvað þarf til að lyfta þjóðinni upp úr láglaunabaslinu? Hvers vegna eru Norðurlönd í kreppu? Af hverju stafar alvinnuleysi? Hvað getuni við lært af Austur-Asíu og Austur-Evrópu? Hvemig tókst Færeyinguni að koma sjálfúm sérákaldanklaka? Hverjir bera ábyrgðina? Hvað getum við gert til aðsnúavömísókn og halda unga fólkinu heima? Höfundur bókarinnar, Þorvaldur Gylfason, er prófessor í hagfræði í Háskóla íslands. HÁSKÓLAÚTGÁFAN SÍMI 525 4003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.