Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 43 FJÖLMENNI var á borgarafundinum í Hvaleyrarskóla. Almennur borgarafundur í Hafnarfirði um fíkniefnamál Lögreg’lan verði sýnilegri í bænum SAMTÖK foreldra við Hvaleyrar- skóla og skólinn boðuðu 21. febr- úar sl. til almenns borgarafundar um fíknivandann. Fundurinn var haldinn í Hvaleyrarskóla og sóttu hann á annað hundrað manns. Á fundinum voru flutt mörg, stutt framsöguerindi þar sem foreldrar, unglingar, lögregla og sérfræðing- ar reifuðu málið frá ýmsum hlið- um. Fundurinn taldi brýnt að foreldr- ar og íbúar í Hafnarfirði almennt sýndu árverkni og samstöðu um að berjast gegn þessum vágesti. Einnig kom fram að stjórnvöld þyrftu að bregðast hart við. Eftir- farandi áskoranir voru samþykktar á fundinum: „Almennur borgarafundur, haldinn í Hvaleyrarskóla í Hafn- arfirði hinn 21. febrúar 1996, skorar á sýslumannsembættið í Hafnarfirði að sjá til þess að lög- reglan verði sýnilegri í bænum þ.e. að lögreglubílar aki reglulega um hverfin á kvöldin og virki þannig sem aðhald og stuðningur við foreldra í því að standa við útivistarreglur barna og ung- linga. Einnig gerir fundurinn kröfu um að lögreglan fylgist með umferð í nágrenni skóla þannig að fíkniefnasalar eigi ekki greiðan aðgang að unglingum á skóla- tíma. Almennur borgarafundur, hald- inn í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hinn 21. febrúar 1996, skorar á fræðsluyfirvöld að stórauka fræðslu um skaðsemi fíkniefna og beina henni bæði til nemenda og foreldra. Fundurinn telur að fræðsla um skaðsemi fíkniefna þurfi að vera lögboðin allt frá 5. bekk grunnskóla. Fundurinn gerir þá kröfu til við- eigandi stjórnvalda að landið verði betur varið fyrir innflutningi fíkni- efna og að refsingar við innflutn- ingi og dreifingu þessara efna verði hertar.“ Saumastofan frum- sýnd á Melum Arnarneshreppur. Morgunblaöid. LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skriðuhrepps í Hörgárdal frum- sýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 29. febrúar, Saumastofu Kjartans Ragnarssonar. Leikstjóri er Aðalsteinn Berg- dal, leikari hjá Leikfélagi Akur- eyrar, og honum til aðstoðar er Sesselja Ingólfsdóttir. Saumastofan var frumflutt hjá Leikfélagi Reykavíkur og fékk þá strax fádæma góða aðsókn. Leik- ritið byggist mikið upp á söngi, glensi og gamni og leikur Birgir Arason undir söngatriðum. Að sögn Antons Þórissonar, eins úr hópi 10-15 aðstoðarmanna, kóm enginn annar til greina en Aðalsteinn sem leikstjóri en hann hafði áður gegnt því hlutverki þar með ágætum. Níu leikendur Leikendur eru níu, sex konur á saumastofunni, Kalla leikur Þórð- ur Steindórsson, en hann hefur ásamt Sesselju verið í fastahópi leikara síðustu 25 ár. Félagið hef- ur síðan 1967 fært upp verk að minnsta kosti annað hvert ár. Sýningar eru á Melum í Hörgár- dal, önnur sýning verður sunnu- daginn 3. mars. Leikmynd er þannig gei’ð að möguleiki er að sýna á öðrum stað en Melum. FRÉTTIR Ný félags- miðstöð í Hafnarfirði NÝ félagsmiðstöð verður opnuð í Hvaleyrarskóla, Akurholti 1, fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17. Af því tilefni býður Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar fólki í hverfinu að koma og þiggja veiting- ar. Ávörp flytja Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri, Guðmundur Árni Tryggvason, formaður ÆTH, og Helga Friðfinnsdóttir, skólastjóri. Um kvöldið verður opið hús milli kl. 20 og 22 fyrir ungmenni 13-16 ára þar sem Páll Óskar mun skemmta. Aðgangur er ókeypis í tilefni opnunarinnar. Góuganga á hlaupársdegi í BYRJUN góu, fimmtudágin í 19. viku vetrar, hlaupársdegi, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir göngu- ferð úr Sundahöfn frá Sundakaffi kl. 20. Farið verður eins og kostur er með ströndinni inn á Artúnshöfða. í tilefni dagsins verður slegið á létta strengi á leiðinni, kveikt lítið fjöru- bál ef aðstæður leyfa og boðið upp á kaffi og pönnukökur. Að því loknu verður val um að ganga til baka eða fara í rútu. Fræðslufundi LAUF frestað FYRIRHUGAÐUR fræðslufundur LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, sem vera átti í kvöld kl. 20 er frestað vegna óviðráðan- legra orsaka. Nýskipan í ríkisrekstri FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefíð út bækling um Nýskipan í ríkisrekstri, en það er samheiti yfir þær umbætur sem stefnt er að í rekstri ríkisins. í stefnunni sem ríkisstjórnin samþykkti nýlega að tillögu fjár- málaráðherra segir m.a.: „Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hyggst vinna að umbótastarfi í ríkisrekstr- inum með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Fyrra markmiðið er að skipulag og starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að ríkið geti sinnt skyldum sínum við borgarana á eins hagkvæman, skjótvirkan og árang- ursríkan hátt og kostur er. Síðara markmiðið er að opinber þjónusta sé svo skilvirk að hún gefi íslensk- um fyrirtækjum forskot í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. „Einkunnar- orð þessa umbótastarfs eru: Ein- földun, ábyrgð og árangur.“ Stefnunni um nýskipan í ríkis- rekstri er skipt upp í átta megin- þætti: Ábyrgð og afrakstur, Endur- skoðun á umfangi ríkisrekstrar, Sjálfstæði og sveigjanleiki í starfs- mannamálum, Betri upplýsingar um fjármál ríkisins, Skilvirkari yfír- stjórn, Skilvirkt eftirlitsstarf og Hagnýting upplýsingatækni. Vorhappdrætti Flugbj örgunar- sveitarinnar FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík hefur hleypt af stokkun- um nýju fjáröflunarverkefni sem er Vorhappdrætti. Happdrættismiðarnir hafa verið sendir út til einstaklinga og fyrir- tækja og vonast Flugbjörgunar- sveitin eftir góðum undirtektum almennings. Fjöldi góðra vinninga er í boði. Dregið verður sumardag- inn fyrsta, 25. apríl nk., og verða vinningar auglýstir að drætti lokn- um. ■ NÝLEGA voru vinningshöfum í ferðaleik aiwa með Flugleiðum afhentir ferðavinningar að upp- hæð 50.000 kr. hver. Alls keyptu 416 manns aiwa hljómtæki fyrir jólin og lentu þá sjálfkrafa í ferða- pottinum. Á myndinni eru f.v. Jóhannes Þórarinsson sölustjóri hjá Radíóbæ og vinningshafarnir Rúnar Hoffritz, Siginður Vil- hjálmsdóttir, Gunnar Hannes- son og Arnheiður Jónsdóttir. EFRI röð f.v. Kristín Birgisdóttir, Jens Jensson, Ólafur J. Guðmunds- son, Hrafnhildur Skúladóttir og Skúlína Jónsdóttir. Fyrir framan standa Birna Jensdóttir og Silja Rán Arnarsdóttir. ■ NÝLEGA tók til starfa versl- un sem sérhæfir sig í hnífum og vinnufatnaði, Verslunin Stál og hnífur, Grensásvegi 16, Reykjavík. Eigendur verslunar- innar eru Jens Jensson, Kristin Birgisdóttir, Ólafur J. Guð- mundsson og Hrafnhildur Skúladóttir. Þau flytja inn vörur ■ DREGIÐ hefur verið í lukkuleik Garnbúðarinnar Tinnu en hann fór fram á Akureyri og nágrenni. Verðlaunin voru garn í peysur, kvöldverður fyrir tvo á Fiðlaranum og áskriftir að prjónablaðinu Ýr. Verðlaun hlutu Ásta Hrund Jónsdóttir, Hrísalundi 16d, Guð- rún Jóhannesdóttir, Skarðshlíð 25e, Ingunn Tryggvadóttir, Ytra- Gili, Halldóra E. Ásgeirsdóttir, Brekkutröð I, Jakobína Reynis- dóttir, Dvergagili 13, Sigríður Þorsteinsdóttir, Stapasíðu 13d, Elín M. Stefánsdóttir, Skarðshlíð 9d, Anna Þ. Jónasdóttir, Austur- byggð 6, Helga Jónsdóttir, Lög- bergsgötu 1, og Svanhildur Skúladóttir, Engimýri 14. GUÐBJÖRG Rut Pálmadóttir og Bergrós Kjartansdóttir hjá Garn- búðinni Tinnu draga út heppna vinningshafa. ■ EMIL Þórsson dró úr réttum innsendum svörum í getraun Vöru- happdrættis SÍBS sem birtist í fylgiriti Morgunblaðsins 3. janúar sl. Vinninginn Canon UC8HÍ mynd- bandstökuvél hlaut: Þórhildur B. Kristjánsdóttir, Ketilsbraut 5, 610 Húsavik. beint frá framleiðanda í Dan- mörk. Fatnaðurinn er frá Egro og er i öllum stærðum, líka yfir- stærðum. Hnífa eru þau aðallega með frá Vangedal í Danmörku og munu sinna sérstaklega mat- vinnslufyrirtækjum, bæði fisk- og kjötvinnslum. ■ VERSLUNIN Silkiblóm hef- ur flutt starfsemi sína að Faxa- feni 5. Verslunin hefur mikið úrval af sérstökum blómum, skreytingum og gjafavöru, hand- unnin kerti, postulíns f°rminga- styttur, fermingarhanska, hár- skraut og servíettur til áprentun- ar. Auk þessa er mikið úrval af trjám og plöntum úr silki. Versl- unin sérhæfir sig í og leigir út brúðkaupsskreytingar á bíla, í kirkjur og í veislusali. Verslunin er opin frá kl. 10-18 virka daga oglaugardaga kl. 11-16. Eigend- ur Silkiblóma eru Guðrún H. Waage og Hendrikka G. Waage.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.