Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þingmannafrumvarp um breytingn á stjórnarskrá Vilja þrengja réttínn tíl að selja bráðabirgðalög ÞINGMENN úr fjórum þingflokkum á Alþingi standa að tillögu um stjórnarskrárbreytingu um að þrengja verulega heimildir ríkis- stjóma til að gefa út bráðabirgðalög. Um er að ræða frumvarp um breytingu á stjórnarskránni, þess efnis að ef ekki sé unnt að kalla Alþingi saman geti forseti íslands gefíð út bráðabirgðalög ef brýna nauðsyn beri til. En samkvæmt stjórnarskránni getur forseti nú, þegar brýna nauðsyn ber til, gefíð út bráðabirgðalög þegar Alþingi er ekki að störfum. Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokks er fyrsti flutn- ingsmaður fmmvarpsins. Hjálmar sagði við Morgunblaðið að ákvæði í stjórnarskrá um heimild til bráða- birgðalaga hafi verið nær óbreytt frá árinu 1874 þegar Alþingi kom sam- an annað hvert ár. Nú væri þingið starfandi allt árið og því auðvelt að kalla það saman með dagsfyrirvara til að fjalla um lagabreytingar. Þetta væri eðlilegt þar sem þingið ætti að vera sjálfstætt löggjafarvald gagn- vart framkvæmdavaldinu. Verði stjómarskrárbreyting sam- þykkt þarf að ijúfa þing og boða til nýrra kosninga. Hjálmar sagði ekki markmiðið að efna til kosninga nú, en frumvarpið væri lagt fram til að gefa þingmönnum kost á að skoða málið. Verði niðurstaðan sú að þessi breyting eigi rétt á sér væri hægt að taka ákvörðun um að hún taki gildi í lok kjörtímabilsins. Breyttir starfshættir þings Ásamt Hjálmari standa Ólafur Örn Haraldsson, ísólfur Gylfí Pálma- son og Magnús Stefánsson Fram- sóknarflokki, Bryndís Hlöðversdóttir Alþýðubandalagi, Guðmundur Árni Stefánsson Alþýðuflokki og Vil- hjálmur Egilsson Sjálfstæðisflokki að frumvarpinu. Hjálmar mun einnig leggja fram þingsályktunartillögu síðar í vikunni um breytta starfs- hætti Alþingis. Hjálmar sagði tillöguna miða að því að lengja þingtímann og taka upp ijórar þinglotur, þar sem gert verði ráð fyrir vikuhléi frá þingstörfum í hverri lotu tii að gefa þingflokkum tóm til stefnumörkunar, að fasta- nefndir þingsins fái meiri tíma til að ræða þau mál sem hæst ber hveiju sinni eða fara í vettvangsheimsóknir út fyrir þingið, og þingmenn geti sinnt kjördæmum sínum. Gert er ráð fyrir því í tillögunni að sú þinglota sem standi frá sept- ember til desember yrði fjárlagalota. Lagt er til að fagnefndir Alþingis verði virkari við fjárlagagerðina og útdeili fjárveitingum til stofnana í viðkomandi. málaflokki, í stað þess að fjárlaganefnd fjalli um allar fjár- veitingar eins og nú er. Stútur undir stýri stöðvaður LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv- aði för drukkins ökumanns snemma í gærmorgun með því að aka utan í bíl hans og neyða hann til að stöðva. Lögreglan veitti akstursiagi mannsins at- hygli og reyndi að stöðva för hans, en hann lét sér ekki segj- ast og reyndi að flýja. Lögreglan veitti honum eftirför, en ákvað að stöðva för hans við Bæjar- háls, enda var umferð farin að þyngjast og þótti brýnt að stöðva hann áður en verr færi. Bílarnir skemmdust lítið við áreksturinn. Maðurinn var fluttur í fanga- geymslur, þar sem hann svaf úr sér. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær Sérreglur um aukastörf dómara eru til skoðunar Að mati dómsmálaráðherra kemur til greina að setja sérreglur um aukastörf dómara, að því er kom fram á Alþingi í gær ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra segir að eitt af viðfangs- efnum réttarfarsnefndar sé að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til að setja sérstakar reglur fyrir dóm- ara um aukastörf. En nefndinni hefur verið falið að semja ný dóm- stólalög og eru tillögur um breyt- ingar væntanlegar næsta haust. Tveir hæstaréttardómarar sitja í réttarfarsnefnd. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær, þar sem Margrét Frímannsdóttir Alþýðu- bandalagi gerði aukastörf dómara að umræðuefni. En í svari dóms- málaráðherra við nýlegri fyrirspurn hennar á Alþingi kom fram, að 22 af dómuruum landsins sitja í nefnd- um á vegum hins opinbera. Umfangsmikil aukastörf Margrét sagði að það kæmi veru- lega á óvart hve umfangsmikil aukastörf dómara væru í þágu framkvæmdavaldsins, þrátt fyrir að lög hafí verið sett á Alþingi árið 1992 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Það hlyti að vera umhugsunarefni hvort það gæti staðist ákvæði stjórnarskrár um þrískiptingu valds, staðist í ljósi réttaröryggis og staðist þær breyt- ingar í réttarfari sem gerðar hefðu verið á undanförnum árum. Margrét sagði eftirtektarvert að nokkrar þeirra nefnda, sem dómar- ar sitja í, komi inn á svið löggjaf- ar- og dómsvalds, til dæmis réttar- farsnefnd og bamaverndarráð. Störf dómara í þeim nefndum orkaði mjög tvímælis og gæti valdið vanhæfí við dómstörf. Margrét sagði að dómsmálaráð- herra hefði í áðumefndu svari við fyrirspum ekki svarað þeirri grund- vallarspumingu um hvort það væri ekki andstætt megintilgangi réttar- farsbreytinganna árið 1992 að dóm- arar sinntu störfum a vettvangi framkvæmdavaldsins. í stað þess væri notast við svonefnd hag- kvæmnisrök fyrir því að dómarar eigi sæti í stjómsýslunefndum og og lögð áhersla á að nýta bæri starfskrafta þeirra og þekkingu, m.a. við að semja lagafmmvörp. Margrét sagðist ekki draga í efa, að nýta mætti þekkingu dómara í störfum fyrir framkvæmdavaldið en aldrei mætti leika minnsti vafí um hæfí dómara til að gegna dómstörf- um. Auk þes mætti ætla að fjöldi Iögmanna byggi yfír þeirri þekkingu og reynslu sem þurfí til að gegna nefndarstarfí dómaranna 22. Lúðvík Bergvinsson Alþýðuflokki benti á, að frá árinu 1956 hefðu verið útskrifaðir um 1.000 lögfræð- ingar hér á landi. Erfitt væri að trúa því að í þeim hópi mætti ekki fínna fólk sem gæti setið í nefndum án þess að hætta væri á réttarspjöllum. Eðlileg aukastörf Þorsteinn Pálsson sagði að sömu reglur giltu um aukastörf dómara og um aðra opinbera starfsmenn. Heimilt væri að fela opinberum starfsmanni að vinna áukastörf í þágu ríkisins ef það ylli ekki van- rækslu á þeim störfum sem fylgdu stöðu hans. Ekki væri skylt að leita eftir samþykki stjórnvalds, ef um væri að ræða aukastörf í þágu ríkis- ins, en það væri skylt ef um væri að ræða-störf í þágu annarra. Þorsteinn sagði að almennar reglur giltu um það hvort aukastörf dómara og annarra opinberra starfsmanna- samræmdust starfi þeirra. Það gæti þó auðvitað verið álitaefni hvort tiltekin störf sam- rýmdust starfi dómara, enda lægi það í eðli máls að heimildir þeirra til aukastarfa væru þrengri en ann- arra. Þorsteinn sagði eitt verkefna réttarfarsnefndar vera að taka af- stöðu til þess hvort setja þurfí sér- stakar reglur um þetta. Þorsteinn sagði að alls staðar á Norðurlöndunum væru dómarar í nefndarstörfum, einkum þegar um væri að ræða störf sem lytu að samningu lagafrumvarpa. Þor- steinn sagðist telja þetta eðlilega skipan og hún raskaði ekki á nokk- um hátt hæfi dómenda til að fjalla um dómsmál, enda væri það Al- þingi sem setti lögin á endanum. Til að mynda lægi í augum uppi að þingmenn, sem uppfylltu skilyrði til að vera dómarar, misstu ekki þau skilyrði, fyrir það eitt að hafa verið þingmenn og sett lög. Sama mætti segja um embættismenn sem ynnu í ráðuneytum að undirbúningi laga. Eðlilegra að leita umsagnar dómara Bryndís Hlöðversdóttir Alþýðu- bandalagi sagði að draga mætti í efa að skilið hefði verið fyllilega á milli framkvæmdavalds og dóms- valds, m.v. upplýsingar um auka- störf dómara. Bryndís sagði það með ólíkindum, að heyra dómsmála- ráðherra segja að eðlilegt -sé að dómarar semji frumvörp, sem þeir ættu hugsanlega síðar eftir að dæma eftir og túlka. Hún sagði að vel mætti nýta reynslu dómara af réttarfarsmálum á annan hátt en setja þá í nefndir og sagði eðlilegra að leita umsagnar Dómarafélags íslands um lagafrumvörp meðan þau eru í vinnslu. Áhyggjum lýst vegna spennu við Tævan UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur lýst áhyggjum vegna þeirrar spennu, sem upp er komin í kjölfar þess að Kín- veijar hafa hafið miklar her- æfingar undan ströndum Tæ- vans. I fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá utanríkisráðuneytinu segir, að ráðherra hvetji alla hlutaðeig- andi aðila til að gæta varúðar og varast að láta núverandi spennu stigmagnast. Hætta gæti orðið á því að aðgerðir Kínveija á þessum slóðum leiði til átaka með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Utanríkisráðherra hvetur kínverska ráðamenn til þess að draga úr umfangi þeirra heræfinga, sem nú standa yf- ir, og lýsir þeirri von sinni að ríkisstjórn Kína og stjórnvöld í Tævan leysi uppkominn vanda með friðsamlegum hætti. Atta gámar í hafið ÁTTA gáma tók út af Dísar- fellinu, skipi Samskipa, á mánudagsmorgun. Skipið var þá 270 sjómílur suðaustur af landinu og var aftakaveður og haugasjór. Kjartan Ásmundsson hjá Sámskipum sagði að fjórir tómir frystigámar hefðu farið í hafíð og fjórir lestaðir 20 feta gámar. Ekki væri búið að meta tjónið, en það skipti milljónum. Samskip fengu Dísarfellið afhent í janúar sl. og kom það í stað Helgafellsins, sem var selt úr landi. Dísarfell var byggt árið 1982 í Þýskalandi. Það er 127 metra langt, 20 metra breitt og tekur 582 gámaeiningar, en það er 156 gámaeiningum meira en Helgafellið tók. Kjartan Ás- mundsson sagði að skipið hefði reynst mjög vel. Allar reglur brotnar á vélsleða LÖGREGLAN í Reykjavík færði ökumann vélsleða til yf- irheyrslu seint á þriðjudags- kvöld, eftir að hann var stöðv- aður á tækinu í Rofabæ. Ökumaðurinn var réttinda- laus og sleðinn var óskráður og ótryggður. Að auki er stranglega bannað að nota vélsleða í byggð, svo ökumað- urinn hafði brotið allar reglur um notkun slíkra tækja. Tæki tekin úr bílum GEISLASPILARAR eru eftir- sóttir hjá þeim sem bijótast inn í bíla og í gærmorgun var tilkynnt um þijú slík innbrot. Geislaspilari var tekinn úr bíl við Reynihlíð og öðrum við Smárarima. Þá var slíkur spil- ari einnig tekinn úr bíl við Bólstaðarhlíð og að auki hvarf úr honum GPS-staðsetningar- tæki og fatnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.