Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 43 FRÉTTIR Fyrirlestur á vegum Líffræðifélags íslands Líf og dauði plantna að vetrarlagi KULDI fer oft illa með gróður og getur hann komið illa undan vetri. Bjarni E. Guðleifsson, náttúru- fræðingur við Tilraunastöð Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins á Möðruvöllum, hefur rannsakað áhrif álags á frumur og frumulíf- færi og greinir frá niðurstöðum sínum í fyrirlestri, sem hann held- ur á vegum Líffræðifélags íslands í Odda, stofu 101, kl. 20:30 í kvöld undir heitinu „Kalskemmdir - líf og dauði plantna undir frostmarki og án lofts“. í fréttatilkynningu frá Líffræði- félaginu segir að rannsóknir Bjarna hafi leitt í ljós að í flestum tilvikum lamist frumuhimnan og 'starfsemi hennar við vetrar- skemmdir. Um sé að ræða tvenns konar kal. Frostkali valdi klaki, sem myndist inni í frumunum, en svellkali valdi eiturefni, sem safn- ist fyrir í plöntunni við loftfirrða öndun. Hvort tveggja skemmi frumuhimnuna. Vetrarkuldi veldur frostskemmdum Allar plöntur verða fyrir álagi. í tilkynningu Líffræðifélagsins segir að á norðurslóðum sé álagið aðallega vegna lágs hitastigs. Lág- ur vetrarhiti geti valdið beinum frostskemmdum á plöntunum eða drepið þær óbeint, til dæmis með köfnun undir þéttum svellum. Þar kemur enn fremur fram: „Fjolærar plöntur harðna á haust- in, safna orkuforða og búa sig undir veturinn og fara í dvala eða hvíld. Við hörðnun eykst vetrarþol- ið og nær hámarki um áramót, en minnkar síðan fram á vor. Lang- varandi hlýskeið (yfir 5 C) geta leitt til afhörðnunar. Vetrarþol plantna er mismikið og ræðst það af tegundinni og kvæminu, en einnig af hörðnunarskilyrðum að hausti og vaxtarkjörum að sumri, til dæmis hve miklum orkuforða plantan hefur safnað. Margs konar álag Að vetri verða plönturnar fyrir margs konar álagi, svo sem af frosti, svellum, klaka, vatni, þurrki, rotnun eða orkuskorti. Við hörðnun að hausti eykst þol plantnanna gegn öllu vetrarálagi, vetrarþolið, en það skiptist í frost- þol, svellþol, klakaþol og svo fram- vegis. Skemmdirnar af völdum þessa álags eru nefndar kal- skemmdir. Skemmdir geta verið mismun- andi, þannig að stundum drepst aðeins hluti plöntunnar, ákveðnar frumur eða ákveðnir vefir, en stundum er plantan aldauða og getur þá ein eða fleiri plöntutegund drepist á stóru svæði og tjónið orðið verulegt. Mismunandi plönt- ur verða fyrir mismunandi álagi. Til dæmis verða tijáplöntur aðal- lega fyrir álagi af völdum frosta eða þurrka. Þær frjósa eða þorna í hel. En grös verða fremur fyrir álagi af svellum eða vatni. Þau kafna.“ Aðgangur á fyrirlesturinn er ókeypis Skeljungur styrkir J afningj afræðsluna SKELJUNGUR hefur látið prenta myndir af fjórum gerðum á boli sem síðan verða seldir í verslunum Skeljungs um land allt. Allur ágóði af sölunni renn- ur til Jafningjafræðslu fram- haldsskólanema. Myndin var tekin í opnunarhófi Jafningja- fræðslunnar í Hinu Húsinu 1. mars sl. þegar Margrét Guð- mundsdóttir, yfirmaður mark- aðssviðs smásölu hjá Skeljungi, afhenti Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra bol að gjöf. F.v. Björn Bjarnason, Mar- grét Guðmundsdóttir og Magnús Arnason, starfsmaður Jafningja- fræðslunnar. Fundur um skattamál ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLAGIÐ Birting - Framsýn boðar til í kvöld, fimmtudaginn 14. mars, undir yfirskriftinni: Þjónar skattkerfið þörfum nútímans? Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu, hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Kaffigjald er 500 kr. Á fundinum verður m.a. velt upp spurningunni hvort í dag séu þær aðstæður komnar upp að ástæða sé til að stokka upp skatt- kerfið frá grunni, segir í fréttatil- kynningu. Framsögumenn á fundinum verða: Bryndís Hlöðversdóttir, al- þingismaður: Fjármagnstekju- skattur - réttlæti í þágu hverra? Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðing- ur ASÍ: Jaðarskattar - spenni- treyja launþegans, Sigrún Elsa Smáradóttir, háskólanemi: Mis- gengi kynslóðanna og skattakerf- ið, Svanfríður Jónasdóttir, alþing- ismaður: Veiðileyfagjald og hald- bær þróun atvinnuveganna. Fundarstjóri verður Jóhann Geirdal, varaformaður Alþýðu- bandalagsins og formaður Versl- unarmannafélags Suðurnesja. AFMÆLI STEFAN SIGURÐSSON í dag, 14. mars 1996, er Stefán Sig- urðsson, afabróðir minn, 95 ára gamall. Stefán fæddist að Reyðará í Lóni, A- Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar bónda þar og konu hans Jórunnar Ónnu Hlöðversdóttur. Anna móðir hans var kennari um __ áratuga skeið, meðal annars í Lxáni, Suðursveit og Álftafirði. Hann var næstelstur 6 bræðra, jeirra: Geirs, Stefáns, Ásmundar, Hlöðvers, Þórhalls og Hróðmars. Eins og vant var um unga drengi á þessum árum lærði Stefán fljótt að taka til hendinni og vinna þau margbreytilegu störf sem til féllu í sveitinni. Eftir að hafa tekið að sér kennslu í Lóni 1919-21 flutti Stefán til Reykjavíkur og hóf nám við Kennaraskólann og lauk þaðan kenn- araprófi 1923. Hann stundaði einnig nám við Gymnastik-Höjskolen í Oll- erup á Fjóni 1928-29 og fór í náms- dvöl til Þýskalands 1929. Árið 1929 var Stefán ráðinn skólastjóri að Reykholti í Biskupstungum og gegndi því starfí til ársins 1946. Á þessum árum stjórnaðist félagsstarf mikið til frá skólanum og skólastjór- inn varð oft miðdepill alls félagslífs í sveitinni. Stefán gerðist formaður ungmennafélags Biskupstungna og var gerður að heiðursfélaga þess árið 1968. 25. júní 1940 kvæntist Stefán konu sinni Vilborgu Ingimarsdóttur kennara, f. 22. nóv. 1902 að Efri- Reykjum í Biskupstungum. Eignuð- ust þau tvær dætur, þær: Þóru Ingi- björgu, tónlistarkennara og félags- ráðgjafa, f. 12. júní 1941 og Önnu Jórunni, sérkennslufulltrúa, f. 21. des. 1942. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur gerðist Stefán kenn- ari við Melaskólann í Reykjavík og kenndi þar til starfsloka 1966. Við bræður kynntumst Stefáni fyrst veturinn 1975-76. Stefán var þá orðinn ekkill (Vilborg lést 22. ágúst 1974 eftir langvarandi veik- indi) og bjó einn í þriggja herbergja íbúð að Vesturbrún 14 í Reykjavík. Við bræður vorum þá á fyrsta og öðru ári í Menntaskólanum við Sund og þurftum á húsnæði að halda. Okkur mætti tiltölulega hár maður og grannur, hægur og vinalegur í fasi og traustur. Næstu tíu árin skiptumst við bræður á að dvelja hjá Stefáni bæði vetur og sumur. Þetta var okkur báðum lærdómsríkur tími. Stefán er mikill áhuga- og kunnáttu- maður um íslenska tungu og móður- málið er honum kært hugðarefni. Stefán er á allan hátt mjög ná- kvæmur hvað varðar íslenska tungu. Um það bera allar þýðingar hans skýrt merki. Stefán þýddi fjóra bóka- flokka eftir Anne-Cath Vestly. Auk þess þýddi Stefán margar smásögur úr esperantó yfir á íslensku og hafa margar þeirra verið birtar í blöðum. Tónlistin skipar stóran sess í lífi Stefáns. Hann átti bæði píanó og orgel sem prýddu stofuna hans á Vesturbrúninni og spilaði sjálfur á íslensk alþýðulög. Óg hann söng með. Svo mikil voru áhrif hans á okkur bræður að hann fékk okkur til að standa við hlið sér og taka lagið við undirleik hans. Mörg af þessum lögum voru okkur ókunnug og tók því ákveðinn tíma áður en tónamir hjá okkur fylgdu laglínunni. En Stef- án hafði mikla þolinmæði með okkur og nutum við þessara samverustunda. Hann var hins vegar ekki hrifinn af tónlistarsmekk okkar sem þá var di- skótónlistin á áttunda áratugnum. Stefán var snillingur við að binda inn bækur og taldi ekki eftir sér að kenna okkur bræðrum það einnig. Hann á gríðarlegt safn bóka og hefur fram á þennan dag auðgað anda sinn við lestur þeirra. Hann hefur aflað sér það víðfeðmrar þekk- ingar að ekki eru margir honum fremri. Hann hefur og ferðast vítt um heim, til landa sem mörgum ís- lendingum eru alveg ókunn. Stefáni hefur alltaf verið umhugað um heilsurækt og holl- ustuhætti. Öll þau ár sem við dvöldum hjá honum sótti hann Laugardalslaugina og synti sína 200 m á hveijum degi. Þessum sið hefur hann haldið fram á þennan dag. Öll þau ár sem við dvöldum hjá Stefáni vorum við einnig hjá honum í fæði. Okkur er ennþá minnisstæður allur hinn ágæti íslenski matur sem hann framreiddi sjálfur, og þá sér- staklega heimabökuðu brauðin hans góðu; flatbrauð og rúgbrauð, eða þá kæfan sem hann bjó til. Við lærðum virkilega að meta staðgóðan og holl- an íslenskan mat, eins og lifrarpylsu og blóðmör, kjötsúpu, lúðu og lúðu- súpu og ýmislegt fleira. Það fór ekki framhjá okkur bræð- rum að Stefán var við góða heilsu þau ár sem við dvöldum hjá honum og er enn. Við urðum þess oft áskynja og við ólíkar kringumstæð- ur. Eitt af því sem við gerðum okk- ur til skemmtunar var að fara í bíó, öðru hveiju. Eins og oft vill verða urðum við stundum seinir fyrir, meðal annars vegna þess að ákvörð- unin um bíóferð var tekin með stutt- um fyrirvara. Þá gilti að flýta sér, m.a. til að missa ekki af stætisvagn- inum og/eða að ná að kaupa miða í tíma. Oft lögðum við bræður það til að við hlypum á undan og bæðum bílstjórann að bíða og/eða að miðinn væri í hendi þegar Stefán kæmi að kvikmyndahúsinu. Stefán sam- þykkti þessar tillögur oftast og með það hlupum við af stað. Eigi leið á löngu áður en við heyrðum hraðan andardrátt rétt á eftir okkur. Við litum við og sáum Stefán hlaupandi rétt á hæla okkar. Svo kappsamur og vel á sig kominn var hann að hann fylgdi okkur í hvívetna. Við vorum 18 og 19 ára gamlir og Stef- án var 76 ára. Þau kvöld sem við eyddum heima með honum fóru oft í pólitískar umræður. Stefán er og hefur verið vinstri sinnaður alla tíð. Hann var ungur maður þegar sósíalisminn ruddi sér til rúms í Sovétríkjunum með allar sínar hugmyndir um rétt- láta skiptingu auðæfa þjóðfélagsins svo jöfnuður ríki milli stétta. Þessar grunnhugmyndir komu oft fram í orðum hans á sama tíma og hann var mikill andstæðingur hægri afla og peningavalds. Þessar umræður okkar stóðu í u.þ.b. 10 ár með hlé- um. Enn í dag leiftra minningar um skemmtilegar umræður og hnyttin tilsvör af Stefáns hálfu. Ein er minn- isstæð: Árið var 1984 og Sjálfstæðis- flokkurinn var í meirihluta í borgar- stjóm Reykjavíkur. Á þessum tíma hófust framkvæmdir á holtinu gegnt Vesturbrún, sem hafði hingað til verið ósnortið umhverfí. Okkur öllum þótti alveg ófært að leyfa ekki ákveðnum svæðum innan Reykjavík- ur að vera friðuð frá byggingarfram- kvæmdum. Stefán varð snöggur til og hóf lestur um Sjálfstæðisflokkinn og borgarstjórann með þeim orðum að ekkert getur nú maðurinn hann Davíð látið í friði. Okkur fannst Stef- án kannski heldur fljótur á sér og bentum á að ef tii vill hafí ákvörðun um byggingar á holtinu verið tekin í tíð vinstri meirihlutans. Stefán varð hljóður við eitt andartak, en sagði svo: „Ekkert hefur hann þá vit á að breyta þessari ákvörðun." Þetta er einungis eitt af mörgum tilsvörum hans sem lýsa honum og skoðunum hans. Hann hefur alla tíð verið staðfastur í sinni pólitísku sannfæringu, ódeigur að beijast fyrr ir henni og hélt fast á málstað sínum í rökræðum. Við bræður viljum með þessum fáu línum þakka Stefáni kærlega fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með honum á Vesturbrún 14. Auk þess að vera lærimeistari okkar varð hann einn af okkar allra bestu vin- um, því það fundum við og vissum að hann bar hag og heill okkar fyrir brjósti. Stefán er í huga okkar ein- stakur maður og fyrirmynd. í skap- höfn hans tengjast annars vegar hugsjónir sem mótað hafá lífsstefnif hasns, hins vegar bjartsýni, þor og þrek til að sinna hugðarefnum sínum og Lggja þeim lið af alefli. Við ámum honum heilla á 95 ára afmælisdeginum. Ennfremur færum við ijölskyldu hans; dætrunum Önnu og Þóru, tengdsonunum Þórhalli Hróðmarssyni og Ingvari Ingvars- syni og barnabörnunum Stefáni Ingi- mar og Vilborgu Unu, hamingjuóskir með glæstan lífsáfanga höfuðs fjöl- skyldunnar. Hróðmar og Siguijón Bjarnasynir. 'Sr' K° STÓR UTSALA Dömudeild Kjólaefni, metravara, handklæði, sængurfatnaður. Otrúlega lágt verð Herradeild. Aður Nú Buxur allar stærðir 7.900 4.500 Skyrtur 3.400 1.900 Ullarfrakkar 16.90012.600 Ullarúlpur 19.500 14.600 Rykfrakkar 13.50010.000 Polo peysur 4.900 1.900 Velúrsloppar 6.900 3.900 Stakir jakkar 13.900 9.500 Mittisúlpur 11.300 4.900 Boxerbuxur 975 595 3 pör uliarsokkar 590 390 Herrahúfur 30% afsláttur Notið tækifærið og ger/ð hagstæð kaup EgiII Jacobsen Austurstræti 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.