Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 45 BREF TIL BLAÐSINS Nútímalegri ríkisrekstur með nýjum lögum Þór Sigfússon Frá Þór Sigfússyni: MARKMIÐ frumvarps um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er að jafna réttarstöðu ríkisstarfs- manna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði, auka sjálfstæði rík- isstofnana, m.a. í launaákvörðun- um, og færa ýmis ákvæði laganna frá 1954 í nútí- malegra horf. Lög um starfs- mannamál á Norðurlöndunum eru að meðaltali sjö ára gömul. Þau eru 42ja ára á íslandi. Lítið hefur farið fyrir ýmsum mik- ilvægum nýmælum frumvarpsins í kynningu forystu ríkisstarfsmanna á því á vinnustaðafundum. Þessi ný- mæli eru m.a. að boðið er upp á sveigjanlegan vinnutíma fyrir alla starfsmenn ríkisins og starfsmenn geta fengið viðbótarlaun ofan á grunnlaun. Þannig verða margvísleg- ar yfirborganir sem tíðkast í rík- iskerfinu gerðar sýnilegri. Um við- bótarlaun verða settar reglur og þess gætt að konur og karlar hafi sömu möguleika til þeirra launa. Forstöðu- menn og aðrir embættismenn verða ekki lengur æviráðnir og ábyrgð þeirra er aukin. Opnað er fyrir mögu- leika feðra til fæðingarorlofs og rýmkaður réttur til að semja um laun í veikindum. Gísli Baldvinsson kennari skrifar bréf til blaðsins þriðjudaginn 12. mars sl. og fjallar m.a. um frumvörp um réttindi og skyldur og Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins. Taka skal fram að frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hefur verið lagt fyrir Aiþingi en hins vegar er frumvarp um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins enn í smíðum og samráð stendur yfír við forystu ríkis- starfsmanna um það efni. Þar sem fullmótaðar tillögur liggja ekki fyrir verður fullyrðingum greinarhöfundar ekki svarað að svo stöddu. Hér verð- ur því einungis svarað fullyrðingum Gísla um frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það er rétt hjá Gísla að ótímabund- in skipun verður afnumin og biðlaun Silfur og mjólk Frá Hirti Magnýssyni: GATA í Reykjavík er nefnd Baróns- stígur og þar var barónsfjós, hvort- tveggja kennt við baróninn, eiganda stórbýlisins Hvítárvalla í Borgarfirði. Hann hafði eigin gufubát í förum milli Reykjavíkur og bús síns þar. Gestur hans í ferð þangað var skáld- ið Einar Benediktsson. Lifir minning þeirrar ferðar í kvæði hans Haugaeld- um. Þar er silfri Egils Skallagrímsson- ar og afdrifum þess þannig lýst: En elskir að auð voru Úlfsniðjar forðum, létti Egils nauð, þegar Aðalsteinn bauð einn baug undir borðum Við silfrið - var sorgin hans dauð Að konungsins gjöf varð ei gæfa sem skyldi. Um órahöf alla æfinnar töf með Agli hún fylgdi, en sökk svo í glataða gröf. HJÖRTUR MAGNÚSSON, frá Borgarnesi, Safamýri 42, Reykjavík. takmörkuð. Æviráðning og réttur til biðlauna voru lögfest löngu áður en ríkisstarfsmenn fengu samningsrétt. Þeir sem eru æviráðnir við gildistöku laganna halda þeim rétti en skilyrði þeirra til að fá biðlaun eru þrengd. Ef stofnun flyst t.d. til sveitarfélags eða er breytt í hlutafélag fá starfs- menn framvegis ekki biðlaun. Það getur ekki talist eðlilegt að þó stofn- un flytjist til sveitarfélags séu starfs- menn á tvöföldum launum í 6-12 mánuði. Önnur atriði sem Gísli nefnir og sem leiða að hans mati til réttinda- skerðingar eru sum á misskilningi byggð. Til að mynda segir hann að 'réttur á launalausu leyfi sé afnum- inn. Slíkur réttur hefur ekki verið lögbundinn til þessa. Þá segir Gísli að fyrirframgreiðsla launa sé afnum- Ódýru hreinlæds- ALFABOHG! KNARRARVOGI4 • 8 568 6755 in. Þeir sem eru ráðnir fyrir gildi- stöku laganna halda allir fyrirfram- greiðslu launa. Nýir starfsmenn fá hins vegar eftir sem áður laun greidd eftir á eins og á almennum vinnu- markaði. Ríkisreksturinn þarf á nútímaleg- um breytingum að halda eins og þeim sem kynntar eru í frumvarpinu. Við getum ekki vænst þess að lífskjör batni á íslandi ef við eigum að búa við úrelt lög um ríkisreksturinn. Ef frumvarpið verður að lögum er komið í veg fyrir æviráðningar, hæfni og ábyrgð starfsmanna verður verðlaun- uð og stuðlað er að jafnari tækifærum einstaklinga, kvenna og karla, til að njóta sín í starfí hjá ríkinu. ÞÓR SIGFÚSSON, ráðgjafí íjármálaráðherra. TOKUM VIRKAIM ÞATT / reyklausa deginum! Á r§yklMMít tf§ghw vetátíP mhið á mð$í mktiMhktím i &iium apótekum*,' ...einnig hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjauík og á Akureyri og hjá ísienska útvarps- félaginu að Lynghálsi 11. Spennandi verðlaun í boði. Allfr §§ta mrið m&ði Gangi ykkur vel! r&\ TOBAKSVARNANEFND . pHth ucerm Sýrustig húðarinnar fer oft úr jafnvægi. pH5 Eucerin færir það í eðlilegt horf. Útivera og tíður þvottur eru meðal þeirra þátta sem setja sýrustig húðarinnar úr jafnvægi. Þá verður húðin þurr og hrjúf og þig getur farið að klæja. pH5 Eucerin vörurnar hjálpa húðinni að endurheimta, verja og styrkja sýruvarnarstofninn ásamt því að jafna raka og fitu húðarinnar. í pH5 Eucerin húðverndarlínunni fínnur þú allt sem þú þarft fyrir daglega umhyggju húðarinnar: Fljótandi sápu, sturtugel, sjampó, baðolíu, salva, húðkrem og húðmjólk. pH5 Eucerin sólarvörur vernda bæði gegn UVA og UVB geislum og eru vatnsþolnar. Þær hafa allar sýrustig heilbrigðrar húðar og innihalda húðvarnarefnin E- vítamín og róandi Bisabolol. pH5 Eucerin sólarvörurnar gefa þér bæði sólarvörn og húðvernd í einu. Vörurnar eru vandlega prófaðar. í sólarvarnarlínunni eru sólarmjólk, sólargel, sólarkrem, stifti og sérstök sólvörn fyrir börn. pH5 Eucerin vörurnar fást eingöngu í apótekum. Þar getur þú fengið bækling með nánari upplýsingum um pH5 Eucerin vörurnar. . pHs-. „ Eucerin S| i H SBte ■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.