Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 27 AÐSENDAR GREIIMAR Lyfjagjafir og hagsmunapot ÞEIR aðilar sem tekið hafa þátt í kappleikjum þekkja mikilvægi þess að leikreglur séu jafnar og dómari hlutlaus. Jöfn samkeppnisskilyrði eru meginforsendur þess að hægt sé að fá fram úrslit þar sem þeir hæfustu standa uppi sem sigurveg- arar. Mörg dæmi eru um það úr íþróttasögunni að þjóðir og einstak- ir hagsmunaaðilar hafi reynt að breyta þessu meðal annars með skipulögðum lyfjagjöfum til íþrótta- manna og með því að reyna að hafa bein áhrif á dómara og leik- menn í því skyni að tryggja sem hagkvæmust úrslit leikja. Með þess- um aðferðum er hægt að ná skamm- vinnum árangri en aldrei að byggja upp traustan árangursgrunn né langvarandi velgengni. Þeir sem viðhafa þessi vinnubrögð verða um síðir dæmdir til þess að falla niður í lakari deildir. Þessi lögmál eiga jafnt við í heimi íþrótta sem og í heimi viðskipta. Til þess að standast samkeppni við aðr- ar þjóðir og leggja grunn að bættum lífskjörum verðum við að byggja upp traust og ijölbreytt atvinnulíf þar sem við hámörkum arðsemi þess fjármagns og þeirra auðlinda sem við höfum til ráðstöfunar á hveijum tíma, þar með talið hugvit okkar og mannauð. Þar sem lögmál markað- arins ræður ferðinni verður þetta einungis gert með almennum og jöfnum samkeppnisskilyrðum. í greinargerð sinni um íslenskt atvinnulíf dregur Vigdís Bóasson hagfræðingur upp mjög greinargóða mynd af íslensku atvinnulífí, kostum þess og göllum. Þar kemur meðal annars fram að þegar litið er til lífs- kjara er ísland talið meðal iðnv- æddra, þróaðra og ríkra þjóða. Ef litið er til útflutnings er hann líkur útflutningi ríkja sem treysta á eina útflutningsgrein svo sem Kúvæts og Sameinuðu arabísku furstadæ- manna. Samkeppnishæfi íslenskra útflutningsgreina er háð náttúru- auðlindum eins og fiskimiðum og fijálsum aðgangi að fiskveiðum. ís- lenska hagkerfið er enn á braut framleiðsluþátta sem eru viðkvæmir fyrir utanaðkomandi áhrifum, fram- leiðslukostnaði og breytingum á heimsmarkaðsverði. Atvinnuupp- bygging og áherslur hjá nágranna- þjóðum okkar hafa verið með allt öðrum hætti en hér á landi. Þetta endurspeglast í aukningu og sam- setningu útflutningstekna þessara landa auk þess sem hagvöxtur hefur verið mun meiri þar en hér á landi. Annað einkenni á íslensku atvinnu- lífi er að það byggist að miklu leyti á sérhagsmunum og um þessa hags- muni hafa myndast sterk samtök sem hafa það hlutverk að sporna við öllu því sem gæti leitt af sér breyt- ingar á högum þeirra sem njóta þessara sérkjara. Við búum við at- vinnugreinaskiptingu sem stíar at- vinnulífinu í sundur og elur á tog- ★ Mcroprint TIME RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútíð og framtíð streitu og árekstrum milli hagsmunaaðila. íslenskt atvinnulíf er að mörgu leyti inn- hverft og mikil orka og fjármunir fara í að við- halda óbreyttu ástandi og núverandi kerfi í stað þess að nýtast í að leita uppi og nýta þau tækifæri sem okk- ur standa til boða á sem bestan hátt. Afleiðingarnar eru einhæft og veikburða atvinnulíf sem stendur helstu samkeppnisþjóð- um okkar langt að baki Rafn B. Rafnsson og er nú þegar farið að sýna einkenni þess að það standi ekki undir því velferðarkerfí sem við búum við í dag. Vandinn blasir við okk- ur og við komumst lítt áfram. Allt stefnir í að við munum falla niður um deildir og skipast á bekk með þjóðum þar sem lífskjör eru mun lakari en þau sem við þekkjum í dag. Samtök iðnaðarins Með samruna stærstu hagsmuna- Afleiðingarnar eru, að mati Rafns B. Rafns- sonar, einhæft og veik- burða atvinnulíf. samtaka í iðnaði var lagður grunn- urinn að stofnun heildarsamtaka í íslenskum iðnaði. Eitt af megin- markmiðum með stofnun Samtaka iðnaðarins var að fá eina rödd til að tala máli íslensks iðnaðar. Nokk- uð hefur áunnist en þó er mikið verk óunnið. Ef mögulegt á að vera að snúa vörn í sókn þurfa að koma til miklar breytingar á núverandi kerfi auk þess sem áherslur verða að breytast til muna' í íslensku at- vinnulífi. í stefnuskrá Samtaka iðn- aðarins er lagður grunnurinn að þessari framtíðarsýn sem byggist á jöfnum og almennum starfsskilyrð- um í íslensku atvinnulífi. Til þess að þessi framtíðarsýn megi verða að veruleika verða þeir sem skipast í framvarðarsveit Samtaka iðnaðar- ins að loknu Iðnþingi að fylgja stefnuskrá samtakanna fast eftir. Liður í þessu gæti verið að samtök- in beittu sér fyrir stofnun á einu atvinnumálaráðuneyti þar sem lögð yrði til grundvallar samræmd heild- arstefna í atvinnumálum Islend- inga. Höfundur er formaður Félags húsgagna- og innréttingafram- leiðenda. La Viva Espana, nautaat og Costa del gsei'. Eiffeituminn, Pompidou-safnið og de la gsi-d í Frakkiandi. Svartiskógur, Berlín und bratwurst mit gsei í Þýskalandi. Kari Johan, Akerbryggja og gsei í Norge (men ikke i SmuthuUet). Öiiari, pyisur á Ráðhustorginu og gsei í Köben. Voivo, Gamia Stan í Stokkhólmi och gsei- Dubiin, Guinness og cssítd á íriandi. Portugai, purtvín, Lissabon og gsístx. Helsinki, sauna, uksi oiuut og gshd í Finnlandi. Tuiipanar, Amsterdam, tréklossar og Gsnn‘ í Hoiiandi. Leikhusin íLondon, enski boitinn and Gsmx Alpamir, Sviss, ostamir, urin og gsei . Brussei, ESB, EES og gsei . Aþenu með Zorba og gsísd”. Ungverskt gsí-o gullas í Buda og Pest. Luxemborg, fiugvöiiurinn, Evrópa bíður og gsíid PÓSTUR OG SÍMI NONNI OG MANNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.