Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 AÐSEINIDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Örlæti borgar- sljóra á annarra kostnað í GREIN í Morgun- blaðinu 3. mars 1995 segir Ingibjörg Sólr- ún borgarstjóri. „Enginn hefði hagn- ast á því að neita for- svarsmönnum Vikurs hf. um fjögurra mán- aða frest til að kanna möguleika á nýjum fjárfestum, þegar í ljós kom að fyrirtækið gat ekki staðið í skil- um með húsaleigu í húsnæði borgarinnar við Köllunarkletts- veg. Fresturinn renn- ur út í byijun apríl.“ Þessa sömu yfirlýs- ingu gaf borgarstjóri í grein er birtist í Morgunblaðinu þann 11. mars 1995. Gallinn við þessar yfirlýsingar, er bara sá að háttv- _ irtum borgarstjóra láðist að geta þess á hvaða ári eða öld þessi umræddur apríl væri, því nú er að verða eitt ár síðan og annar apríl að renna upp og ekkert hef- ur gerst. Þetta minnir mig á þeg- ar góði dátinn Svejk sagði: „Sjáumst eftir stríð klukkan sex stundvíslega.“ Fyrirtækið Vikur hf. var stofn- að árið 1993 til þess að fullvinna vikur, en sneri sér strax að fram- leiðslu á sandblásturssandi í sam- , •» keppni við Fínpússningu sf. Vikur hf. er samt enn í fríu húsnæði, sem Reykjavíkurborg hefur látið þeim í té endurgjaldslaust, síðan í júní 1993. Ef full umsamin leiga hefði verið greidd af húsnæðinu allan þennan tíma til 1. mars 1996, þá væri sú upphæð kr. 14.437.500 og ef bætt er við kr. 4.000.000, sem Afl-, vaki Reykjavíkur lét Vikur hf. í té í upp- hafi, þá er heildar- upphæðin kr. 18.437.500. Fyrir þá upphæð mætti t.d. hafa 122 unglinga í þriggja mánaða sum- arvinnu, ef miðað er við 50.000 kr. heildarmánaðarlaun. Það sem skiptir þó meginmáli í fram- göngu borgarstjóra í þessu máli, er að stór- um fjármunum er veitt beint og óbeint til nýs fyrirtækis, sem fer strax í samkeppni við þá sem fyrir eru á markaðnum og veldur þeim þannig verulegu fjárhags- tjóni, því þeir geta ekki keppt við niðurboð styrkþegans og tapa því bæði vegna minni viðskifta og þess að verð lækka það mikið, að enginn hagnaður verður af þeim Annað hvort okkar virðist vera siðblint, segir Baldur Hannesson í skrifí til borgarstjóra. viðskiptum, sem nást. Þess má geta að borgarráð sagði upp um- ræddum húsaleigusamningi 22. nóvember 1994, en borgarstjóri hefur hundsað þá samþykkt borg- arráðs, af einhveijum annarlegum ástæðum. Borgarstjóri hefur haft uppi Baldur^ Hannesson hástemmdar yfirlýsingar um það að þarna sé um nýsköpun og nýja atvinnumöguleika að ræða, „gleymir" að geta þess að Fín- pússning sf. var frumkvöðull að þessari umræddu nýsköpun, án styrkja frá Reykjavíkurborg. Þar fyrir utan er engin nýsköpun falin í því að fara svo út í framleiðslu á vöru, sem framleidd er fyrir í landinu, ef borgarstjóri hefur ekki áttað sig á því. Nú er komin upp sú staða að Fínpússning sf. er af veikum mætti að reyna að koma sér upp vélum til að endurvinna flöskugler og gera úr því hráefni til iðnaðar, sem er raunveruleg nýsköpun. Ég sagði af veikum mætti, því borgarstjóri hefur með framferði sínu nú í tæp þijú ár, valdið Fín- pússningu sf. miklum erfiðleikum ijárhagslega og þar með þverr- andi möguleikum á að stunda nýsköpun og nýja atvinnumögu- leika. Nú spyr ég borgarstjóra: 1) Verður haldið áfram að styrkja samkeppnisaðila Fín- pússningar sf. um ókomin ár og marga aprílmánuði enn? 2) Fær Fínpússning sf. sömu fyrirgreiðslu hjá Reykjavíkurborg við $itt þróunarverkefni og Vikur hf. hefur fengið í samkeppninni gegn Fínpússningu sf. ? 3) (Ef svarið er nei við spurn- ingu 2) Er þá Fínpússningu sf. bara ætlað að bera skaðann af valdníðslu borgarstjóra? Þann 2. september 1995 fékk ég undirritaður viðtal við borgar- stjóra. Það viðtal var ekki til neins, en ég varð furðu lostinn, þegar borgarstjóri sagði við mig, að húsaleiguskuld Vikurs hf. við Reykjavíkurborg væri bara eðli- leg viðskiptaskuld og kæmi mér ekkert við. Ég hef oft hugsað um þessi orð borgarstjóra og meðal annars velt því fyrir mér, að ann- að okkar hlyti að vera siðblint, en ég ætla að láta það öðrum eftir að dæma um hvort okkar það sé. Höfundur er framkvæmdastjóri Fínpússningar sf. SIEMENS Við bjóðum nú þessa sambyggðu kæli- og frystiskápa frá Siemens með nýju mjúklínuútliti. Þetta eru skáparnir fyrir þig! KG 36V03 KG 31V03 • 230 1 kælir • 195 1 kælir • 90 1 frystir • 90 1 frystir • 186 x 60 x 60 sm • 171 x 60 x 60 sm Verð: 77.934 stgr. Verð: 73.900 stgr. KG 26V03 • 195 1 kælir • 55 1 frystir • 151 x 60 x 60 sm Verð: 69.900 stgr. i vcrshm okkarað Nóatúiii SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 . SlMI 51 1 3000 LU 2 VI O O CQ s 3 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandun Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavik Búðardalur. Ásubúð Isafjörðun Pólíinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðin Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn i Hornafirði: Króm og hvitt Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirklnn Grindavík: Rafborg Garöur: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi . • t,- e tur Ö u S1 i' m t‘ na . Þvera á Hval- fjörðinn með brú VÆNTANLEG jarðgöng undir Hval- firði munu verða um 150 m á dýpt í norðan- verðum firðinum þar sem þau verða hvað dýpst. Brekkan þar niður verður með 7% til 8% halla eða svipuð- um halla og í Kömb- unum, síðan verða þau lárétt smáspöl en liggja þá upp á við. Það er ljóst að mjög öfluga loftræstingu þarf í göngin. Ein hættuleg- asta gastegundin sem myndast við útblástur bíla er kolmónoxíð, þetta er þung, lyktarlaus og eitruð lofttegund og getur safnast fyrir í botni ganganna, verði eitthvað þess valdandi að loftræstikerfið bili eða starfí með takmörkuðum afköstum. Ef slíkt gerðist gætu göngin orðið að dauðagildru. Slökkvistöð Mikil umræða er í Evrópu um öryggismál í og við jarðgöng og hefur verið í gangi í nokkurn tíma. Þær ráðstafanir, sem menn telja að gera þurfí við jarðgöng eins og væntanleg Hvalfjarðargöng, eru að við göngin verði starfrækt slökkvi- stöð/öryggisstöð til að sinna nauð- synlegri öryggisgæslu vegna hugs- anlegra slysa í göngunum. Ef slys á sér stað niðri í göngunum, árekst- ur, bensín flóir, hættuleg kemísk efni komast út í andrúmsloftið eða eldur verður laus þama niðri, þá getur þar orðið stórslys ef ekki næst að stöðva umferðina inn í göngin strax og slysið verður. Ef umferð er að ráði geta göngin fyllst af bflum á örskömmum tíma og enginn komist afturábak eða áfram í svörtum reykjarmekki. Vara- slökkviliðsstjórinn í Reykjavík hefur bent á, að eina viðunandi lausnin sé, að sett verði upp slökkvistöð við göngin. Þar yrðu væntanlega að vera 3 til 4 menn á vakt allan sólar- hringinn með fullkomnasta búnað, ' menn sem gætu farið niður í göngin í reykköfunarbúningum og náð fólki út. Aætlaður rekstrarkostnaður við slíka slökkvistöð með afskriftum húsnæðis og tækja er ekki óvarlega áætlaður kr. 50 til 80 milljónir á ári. Kostnaður Samkvæmt upplýsingum frá Speli er rekstrarkostnaður við göngin gríðarlegur og Spölur áætl- ar hann um 100 milljónir á ári, sem er samt ekki óvarlega áætlað í kostnað við dælingu á vatni, loft- ræstingu, kostnað við gjaldtöku o.s.frv. Til samanburðar ná nefna að þetta er svipað og rekstrarkostn- aður á ári við héraðssjúkrahús á landsbyggðinni. Er þá ekki tekið tillit til rekstrar nauðsynlegrar slökkvistöðvar. Ef við horfum til næstu 20 ára mun rekstrarkostnað- ur ganganna á þessum tíma því verða tveir milljarðar. Þá liggur jafnframt eftirfarandi fyrir um kostnað vegna ganganna: millj. Undirbúningsvinna (Spölur) 400 Framkvæmdakostnaður (Spölur) 3.300 Fjármagnskostnaður (Spölur) 700 Kostnaður vegna leka (Ríkisáb.) 300 Kostnaður vegna tafa (Ríkisáb.) 300 Vegtenging við göng (Vegagerðin) 400 VegtengingyfirGrunnafj. (Vegag.) 400 Reksturí20ár(Spölur) 2.000 samtals 7.800 Þverun fjarðarins með brú og vegfyllingum er hins vegar áætluð: Vegfylling í sjó (Vegagerðin) 2.200 Vegtengingar (Vegagerðin) 400 Brú (Verkfræðist. Línuhönnun hf.) 3.700 Rekstur í 20 ár (NTH) 200 samtals 6.500 Nöfnin innan sviga segja hvaðan þessar tölur eru komnar. Upplýs- ingar um rekstrarkostnað brúar (NTH) eru frá 1995 og eru fengnar frá dr. ing. Tore Knudsen prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi en reynsla þar bendir til að við- haldskostnað við brýr yfir sjó megi áætla um 10 milljónir á km á ári en brúin okkar yrði um kílómetri að lengd. Þessi kostnaðarsam- anburður milli brúar og ganga verður síðan enn óhagstæðari göngun- um ef við förum að líta til lengri tíma, til dæm- is kostnaðar á einum mannsaldri, þ.e. á 70 árum. Á því tímabili er rekstrarkostnaður ganganna ásamt stofnkostnaði orðinn 12,8 milljarðar á meðan brúin myndi kosta samfé- lagið 7 milljarða á sama tímabili. Á einum mannsaldri munu göngin því verða okkur um 6 milljörðum dýr- ari en brúin og er þá ekki reiknað með kostnaði við nauðsynlega slökkvistöð. Og hver er það sem tók ákvörðun um það að ríkissjóður Einfaldlega er verið, segir Friðrik Hansen Guðmundsson í síðari grein sinni, að skatt- leggja viðkomandi landshluta sérstaklega. taki við göngunum eftir 20 ár og að ríkissjóður muni síðan hella 100 milljónum á ári ofan í Hvalfjörðinn út alla næstu öld? Eða er fyrirhug- að að hætta aldrei gjaldtöku þarna? Brugðust þingmenn? Spölur áætlar að taka kr. 800 í gjald fyrir fólksbíl í gegnum göngin og kr. 2.5'00 til 2.800 fyrir stærri bíla. Það er ljóst að mikil óánægja mun verða með þessa gjaldtöku þar sem hún bitnar eingöngu á hluta landsmanna. íbúar Norðurlands, Vesturlands og Vestfjarða munu væntanlega knýja á um það innan fárra ára frá því göngin verða opn- uð að hætt verði gjaldtöku við þau og að ríkið taki við rekstri þeirra. Mun það nokkuð verða óeðlileg krafa af þeirra hálfu? Ef sú verður raunin og ríkið tekur við rekstri ganganna þá hefðu menn betur lát- ið Vegagerðina sjá um þetta mál frá upphafi. Það sem einnig vekur furðu, er að þingmenn Norðurlands eystra, Norðurlands vestra, Vestfjarða og Vesturlands skuli vera tilbúnir að setja vegartolla á kjósendur sína með þessum hætti. Hér er einfald- lega verið að skattleggja þessa landshluta sérstaklega og láta þá eina borga fyrir sín nauðsynlegu samgöngumannvirki. Jafnframt er verið að láta þessi kjördæmi taka þátt í samgöngubótum í öðrum kjör- dæmum. Þverun Hvalfjarðar með brú hefði átt og á að vera sameigin- legt hagsmunamál allra þessara byggðarlaga. Brú, sem Vegagerðin smíðaði og allir hefðu frían aðgang að, yrði gríðarleg lyftistöng fyrir þessi kjördæmi. Það að einkafyrir- tæki er tilbúið að taka þetta verk- efni að sér segir allt um arðsemi þess að þvera Hvalfjörðinn, og hví- líkt hagsmunamál fyrir þessi byggðarlög er hér á ferðinni. Ef til þess er litið að þessi fjögur kjör- dæmi hafa samtals þriðjung at- kvæða á Alþingi má furðu sæta af hveiju þessir menn hafa ekki fyrir löngu komið þverun Hvalfjarðar á vegaáætlun. Höfundur er byggingar- verkfræðingur. Friðrik Hansen Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.