Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ fer að verða fátt um fínar stelpur . . . Dæmi um alvarleg brunasár eftir notkun ljósabekkja Eftirlit með sólbaðs- stofum verður hert EMBÆTTI landlæknis hefur í samráði við Geislavarnir ríkisins, Hollustuvernd ríkisins og Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að herða eftirlit með sólbaðsstof- um, en á undanförnum mánuðum hefur borið á alvarlegum bruna eftir notkun ljósabekkja á sólbaðs- stofum. Eftirlitið felur m.a. í sér að stofurnar noti leyfilegar perur í bekkina og að auka fræðslu um hugsanlega hættu af sólbekkja- notkun, að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis. Geislavarnir ríkisins hafa sent sólbaðsstofum bréf, þar sem undir- strikuð er nauðsyn þess að fara í hvívetna eftir leiðbeiningum fram- leiðenda um lengd og tíðni ljósa- baða. Viðhafa skuli sérstaka varúð þegar um er að ræða nýjar perur og ítrekað að einungis sé heimilt að nota þær perur í Ijósalampa sem framleiðandi gerir ráð fyrir að séu notaðar eða aðrar sambærilegar hvað geislun snertir. Ákvörðun um aukið efirlit var tekin í kjölfar þess að Félag ís- lenskra húðlækna sendi landlækni erindi þar sem vakin var athygli á þeirri hættu sem getur verið fólgin í notkun ljósabekkja. Fjórir ein- stakiingar hafa leitað til húðlækna með alvarleg brunasár eftir notkun ljósabekkja á síðustu mánuðum. Brunnu eftir peruskipti í einu tilviki var um annars stigs bruna að ræða og í öðru til- viki þurfti sjúklingurinn að vistast á lýtalækningadeild og síðar húð- deild. Húðlæknar hafa einnig fengið til sín nokkra sjúklinga með vægan bruna, en sammerkt með þessum einstaklingum er notkun ljósabekkja um nokkurn tíma og að hafa brunnið skyndi- lega eftir að skipt var um perur í bekkjunum. „Þessar staðreyndir benda til að eftirliti og ráðleggingum á sólbaðs- stofum kunni að vera ábótavant,“ segja húðlæknar í bréfinu til land- læknisembættisins. Húðlæknar minna á að eingöngu er um að ræða bráð áhrif Ijósa- baða, en ekki liggi fyrir nægar upplýsingar um langtímaáhrif ljósabaða, með tilliti til öldrunar húðarinnar og krabbameinsmynd- unar. Þó hafi verið sýnt fram á að hægt sé að mynda krabbamein í tilraunadýrum með sömu geislum og er að finna í sólbaðsstofulömp- um. Lést af völdum brunasára „Út frá þeim gögnum sem liggja fyrir í dag verður að draga í. efa þær fullyrðingar sólbaðsstofu- iðnaðarins að ljósaböð í ljósabekkj- um séu skaðlaus," segir Bárður Sigurgeirsson, formaður Pélags íslenskra húðlækna, og nefnir að nýlega hafi ungur maður látist á írlandi af völdum brunasára sem hann fékk á sólbaðsstofu. Landlæknir kveðst líta svo á að hættur sólbekkjanotkunar tengist stærra vandamáli, eða fjölgun bruna og húðsjúkdóma og jafnvel krabbameins. Hann segir að undanfarin tvö ár hafi embætt- ið í samvinnu við húð- og augn- lækna, Veðurstofu íslands og Verkfræðistofnun HÍ unnið að söfnun upplýsinga um áhrif þynn- ingar ósanlagsins sem veldur því að skaðlegir geislar eiga greiðari leið að húð manna. Sú vinna sé langt komin og verði niðurstöður kynntar innan skamms. Á vegum Geislavarna ríkisins er að vænta fræðsluefnis um útfjólubláa geisl- un og ljósalampa sem verður sent sólbaðsstofum. „Meira að segja á þessari breidd- argráðu sem við búum við, hér og annars staðar á Norðurlöndum, er hætta á geislun og gefnar hafa verið út aðvaranir af þeim sök- um,“ segir Ólafur. Rögnvaldur Sigurðsson, eigandi sólbaðsstofunnar Toppsólar, sem er umfangsmikil á þessum vett- vangi, eða með um 30% markaðar- ins að hans mati, segir að hann hafi leitað eftir upplýsingum um á hvaða sólbaðsstofum áðurnefndir einstaklingar brunnu, en það hafi ekki tekist. Hann segir að engar kvartanir hafi borist vegna þeirra ljósalampa sem fyrirtækið notar og kappkostað sé að skipta ört um perur, þannig að ekki sé áþreifan- legur munur á styrkleika geisla milli skiptinga. Gestum sagt að gæta varúðar Fram hefur komið gagnrýni á tilboð sólbaðsstofa á ljósakortum, sem fela í sér að fólk verður að sækja t.d. tíu tíma í ljósabekkjum á stuttu tímabili. Rögnvaldur segir tilboðin stafa af kröfum fastra við- skiptavina sem hafi viljað njóta afsláttar af þeim sökum. „Fyrir marga er þetta of stór skammtur en þeir geta þá keypt þriggja mánaða kort eða staka tíma, aðrir sem vanir eru sól þola að sækja svo marga tíma með skömmu millibili. Við seljum nokk- ur hundruð þúsund tíma á ári og stárfsfólk bendir viðskiptavinum gjarnan á að ekki sé ráðlagt að fara í tvöfalda tíma eða ætla sér um of, þyki ástæða til. Hins vegar grunar mig að bruna- vandamálin hafi komið upp í sam- bandi við tíu mínútna ljósabekki með afar sterkum perum, sem ný- lega eru komnir á markaðinn, en við bjóðum ekki svo stutta tíma í slíkurn bekkjum, sem eru með 160 W perum í stað 100 W hjá okkur. Ég veit ekki hvemig stendur á þess- ari aukningu, því að minnsta kosti til skamms tíma vom svo sterkir bekkir ekki leyfðir," segir hann. Umhverfisréttur - Verndun náttúru Islands Vegvísir inn í framtíðina Gunnar g. Schram, prófessor í þjóðarétti og stjómskipunarrétti við Háskóla íslands, hefur skrifað mikið um hafrétt- ar- og umhverfismál. Fyr- ir skömmu kom út bókin Umhverfisréttur _ - Verndun náttúru íslands eftir Gunnar en í henni er að finna heildaryfirlit yfir öll lög og reglur sem gilda um náttúruvernd og umhverfismál á íslandi. En hvernig stóð á útgáfu bókarinnar? „Umhverfisréttur hef- ur ekki verið kennslugrein eða fræðigrein við Há- skóla íslands fyrr en ég hafði frumkvæði að því að byrjað var að kenna hana sem kjörgrein í jan- úar sem leið. Ég hef lengi haft áhuga á náttúruverndar- og um- hverfismálum vegna þess að ég tel að hér sé um svo mikilvægan málaflokk að ræða. Það er útilok- að annað en að íslensk lögfræði og íslenskir lögfræðingar gefi þessu efni gaum í vaxandi mæli.“ Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um umhverfisrétt og vitnað er í samnefnda bók frá 1985. Hefur margt breyst á liðnum áratug í þessu efni? „Ég gaf þetta fyrst út 1985 en nú hef ég aukið tveimur köfl- um við þá bók og breytt miklu því það sem var í lögum 1985 hefur breyst mjög mikið — og það til batnaðar. í fyrsta hluta bókarinnar er yfirlit yfir helsta efni laga- og reglugerða sem eru í gildi. Meginefni þeirra er rakið og má nefna málaflokka eins og mengun, náttúruvernd, skipu- lagsmál sem skipta miklu máli, og stjórnsýsluna. Síðan er bent á hvaða úrræði menn hafa í íslensk- um rétti, sem þeir geta notað til að vernda náttúruna ef hætta er á ferðum." Hvað með annað efni? „Þarna eru tveir nýir kaflar. í fyrsta sinn birtist yfirlit yfir allar tilskipanir Evrópska efnahags- svæðisins er varða náttúruvernd- ar- og umhverfismál og hafa ver- ið lögteknar hér á landi síðustu tvö árin. Þetta efni hefur hvergi verið birt í heild áður og því hafa menn hér í fyrsta sinn aðgang að öllum reglugerðum og tilskip- unum EES um umhverfismál sem eru bindandi að íslenskum lögum. Þriðji hluti bókarinn- -------- ar, sem einnig er nýr, íjallar um alþjóðlegan umhverfísrétt. Yfirlit- ið er víðtækt en bæði EES-kaflinn og al- ____ þjóðamálakaflinn eru fróðlegir fyrir þá sem vilja fylgj- ast með í þessum efnum. Fátt eitt hefur birst um þetta efni á prenti áður fyrir utan bókina Framtíð jarðar. Leiðin frá Ríó sem ég skrifaði fyrir þremur árum.“ Hvað er merkilegast við bók- ina? „Hér er verið að nema nýjar lendur í lögfræðinni. Umhverfís- rétturinn er tiltölulega ný fræði- grein hér á landi en hún er afar víðtæk vegna þess að umhverfis- rétturinn á rætur sínar í flestum öðrum greinum lögfræðinnar. í bókinni er meðal annars að finna heildaryfirlit um efni allra Gunnar G. Schram ► Gunnar G. Schram, sem fæddist á Akureyri 20. febr- úar 1931, er prófessor í þjóða- rétti og stjórnskipunarrétti við Háskóla íslands. Hann lauk doktorsprófi í þjóðarétti við háskólann í Cambridge 1961 og starfaði í tæpan ára- tug í utanríkisþjónustunni og var m.a. varafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var fulltrúi í hafsbotns- nefnd SÞ og í sendinefnd Is- lands á hafréttarráðstefnu SÞ 1973 til 1982. Hann var for- maður undirbúningsnefndar Islands fyrir ráðstefnu SÞ 1992 i Ríó um umhverfis- og þróunarmál og hefur gefið út margar bækur, m.a. Verndun hafsins og Framtíðjarðar. Gunnar er kvæntur Elísu Steinunni Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. Æ mikilvæg- ari málaflokk ur í íslensku þjóðfélagi alþjóðasamninga um hafið og meðal annars er í fyrsta skipti greint all ýtarlega frá efni nýja úthafsveiðisamningsins sem fjall- ar um flökkustofna og var gerður í ágúst á liðnu ári. Þá er m.a. gerð grein fyrir réttarstöðunni varðandi miðhálendið en það mál er ofarlega á baugi. Ég taldi mikla þörf á svona riti fyrir nemendur við Háskól- ann, ekki bara í lagadeild heldur líka í raunvísindadeildum og fé- lagsvísindadeildum, og ekki síður fyrir alla þá sem fást við stjórn- sýsluna, því þessi málaflokkur hefur æ meiri þýðingu í íslensku -------- þjóðfélagi. Síðan held ég að þetta geti verið fróðlegt upplýsingarit fyrir alla áhugamenn um náttúruvernd og umhverfismál. Ég hygg að þörf hafi verið fyrir svona bók og að af henni eigi að geta verið gagn. Bókin greinir almennt frá ástandinu í þessum efnum og bent er á nýjar leiðir.“ Hvert er markmiðið með útgáf- unni? „í fyrsta lagi að menn hafi á einum stað upplýsingar um allt sem lýtur að náttúruvernd og umhverfismálum og í öðru lagi hafa menn gagnagrunninn í bók- inni. Þetta er vegvísir inn í fram- tíðina, hvernig við eigum að haga umgengni okkar við landið til að bæta landkostina og greiða fyrir auknum samskiptum þjóðarinnar og landsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.