Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 37 HELGA VALDIMARSDÓTTIR Helga Valdi- marsdóttir fæddist í Reykjavík 24. september 1916. Hún lést á hjarta- deild Landspitalans 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Magda- lena Jósefsdóttir, f. 29. ágúst 1889, d. 29. ágúst 1984, og Valdimar Jónsson, f. 13. ágúst 1889, d. 7. apríl 1937. Þau hjón áttu átta börn og er elsta barnið, Hulda, ein eftir á lífi, f. 2. apríl 1909. Helga giftist eftirlifandi manni sinum Elíasi Valgeirs- syni, f. 2. febrúar 1912, 19. maí 1934. Þau eignuðust 4 börn, Magdalenu Sigríði, f. 23. nóv- ember 1937, gifta Theodóri S. Marin- óssyni, f. 7. ágúst 1932; Sigurð Rúnar, f. 3. apríl 1942, gift- an Eddu Svein- björnsdóttur, f. 12. mai 1944; Hannes, f. 11. september 1943, lést af slysför- um 19. apríl 1947; og Valdimar, f. 1. febrúar 1951. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. Þegar líkami og sál eru orðin þreytt og þrá hvíld, þá er dauðinn ekki lengur óvinur. Þannig var kom- ið fyrir minni elskulegu tengdamóð- ur þegar hún kvaddi þennan heim þann 6. þessa mánaðar á hjartadeild Landspítalans, eftir frábæra umönn- un starfsfólks deildarinnar. Mig langar með örfáum orðum að kveðja tengdamóður mína Helgu Valdi- marsdóttur sem ég hef þekkt í 40 ár. Fyrst þar sem þau hjónin bjuggu í Ólafsvík. Þangað þurfti ég að fara til að biðja um hönd einkadótturinn- ar. Eg gleymi aldrei þeirri stund þegar ég hitti foreldra hennar í fyrsta sinn. Þessi fyrstu kynni mín af Helgu voru ákaflega ljúf og fann ég hlýju og elskulegheit strax í minn garð sem alltaf hafa haldist síðan og enginn skuggi fallið þar á. Helga hefur ekki alltaf gengið heil til skóg- ar þrátt fyrir að hún hafi alltaf bor- ið sig vel, hún talaði aldrei um sjúk- dóm sinn að fyrra bragði. Helga festi ráð sitt ung, hún hafði alltaf fastar skoðanir á því sem hún vildi, hún giftist tengdaföður minum að- eins 17 ára gömul, 19. maí 1934. Foreldrar hennar vildu ekki að hún færi að búa ógift svo hún útvegaði sér leyfí hjá Danakonungi til að gifta sig. Hún byijaði þátttöku sína í at- vinnulífínu aðeins 15 ára á elliheimil- inu Grund. Þau hjónin fluttu til Ól- afsvíkur þegar Elías tók við rafveitu- stjórastöðunni í Ólafsvík 1953. Þar rak hún sitt heimili með glæsibrag enda var þar oft gestkvæmt en á þeim tíma var ekkert gistiheimili á staðnum. Helga starfaði einnig á símstöðinni og í verslun, hún starf- aði einnig í kvenfélaginu og þau hjónin tóku þátt í stofnun leikfélags- ins á staðnum. Eftir þennan annasama og skemmtilega tíma í Ólafsvík fluttist fjölskyldan aftur til Reykjavíkur 1962, þá fer Helga á námskeið á Hótel Sögu til að læra að smytja brauð, hún vann við þá iðn og ýmis- legt annað á Kleppsspítala og á Landakoti þar til hún varð 67 ára. Helga hafði gott atlæti sem barn á heimili foreldra sinna Valdimars Jónssonar og Magdalenu Jósefsdótt- ur og hafði hún mikla ánægju af því að geta annast móður sína síð- ustu ár hennar, en hún bjó á heim- ili Helgu og Elíasar og var það að- dáunarvert að fylgjast með umönn- un þeirra og hlýju. Magdalena lést 1984 þá 95 ára. Helga og Elías eignuðust 4 börn og var það gífurleg sorg þegar litli drengurinn þeirra lést í bílslysi 19. apríl 1947, aðeins 3 ára gamall. Helga lét ekki deigan síga eftir þennan atburð heldur tók hún að sér mikla vinnu bæði sem þjónustu- stúlka á Hótel Skjaldbreið og Stúd- entagörðum. Ég heyrði það síðar frá Helgu að þetta mikla vinnuálag hefði hjálpað henni að komast yfir þessa gífurlegu sorg. Líf Helgu snerist um að veita öðrum gleði, þá leið henni best. Helga var góð kona, skapmikil og hreinskilin. Ég kveð tengdamóður mina með þakklæti fyrir allar þær samveru- stundir sem ég fékk að njóta í nær- veru hennar. Megi góður Guð gefa tengdaföður mínum styrk í sinni miklu sorg. Theodór Marinósson. Hún amma Helga er dáin. Minningarnar þyrma yfir mig, þær eru svo góðar og hlýjar. Hún amma var svo góð og það var alltaf svo gott að koma til hennar og afa. Þegar ég var lítil stelpa og fór með þeim vestur til Ólafsvíkur og var hjá þeim á sumrin dúllaði amma við mig og við töluðum mikið saman, hún var svo raunsæ. Og þegar ég varð unglingur var amma alltaf til- búin að hafa mig, það var svo nota- legt, ég var að vinna í frystihúsinu í Olafsvík og lífið blasti við og við amma spiluðum á kvöldin og rædd- um um lífið. Svo fluttu amma og afí til Reykjavíkur og þá gat ég allt- af komið því þá var svo stutt að fara til þeirra, þegar eitthvað bját- aði á var amma tilbúin að hjálpa hvað sem það kostaði. Þær eru góð- ar minningarnar frá því ég var í Vogaskóla og amma og afi bjuggu í Vogunum, þá var gott að vera hjá þeim, og oft var gist því það var styttra að fara í skólann frá þeim en að heiman. Amma var oft lasin en hún kvartaði aldrei og hún vann eins lengi og hún gat, en þegar lang- amma varð veik flutti hún til ömmu og afa og þau hjúkruðu henni eins og þeirra er vani og var aðdáunar- vert hvað þau voru svo samhent. Amma var aldrei langt undan þegar ég var veik, hún hringdi eða kom alltaf að fylgjast með. Henni þótti vænt um þegar ég sagði henni að nú yrði hún langamma. En það eru 16 ár síðan. Þegar við hjónin eignuð- umst Elínu, okkar yngsta bam, varð ég veik og eftir fæðinguna voru amma og afi hjá mér og hjálpuðu okkur mikið, þó var amma ofl slöpp en samt kom hún að hjálpa ömmu- stelpunni sinni eins og hún kallaði mig. Elín var mjög hrifin af langömmu og langafa, þau vom svo góð við hana eins og við öll hin. En það myndaðist sterkt samband þarna á milli. Og oft spyr Elín um þau. En nú er hún amma farin og söknuðurinn er mikill, en minningin er hlý. Eins og Elín litla sagði: „Hún amma er hjá guði.“ Og þar líður henni örugglega vel. Elsku afi, þú hefur misst mikið, og söknuðurinn er sár, en lífið verð- ur _að halda áfram. Ég þakka fyrir að hafa átt. hana ömmu. Takk fyrir allt. Guðrún Helga og Jón. Elsku amma Helga hefur fengið að sofna. Það er alltaf sárt að kveðja þann sem manni þykir vænt um en amma sem hefur þurft að beijast í nokkra mánuði fær nú að hvílast. Minningarnar eru margar sem fara í gegn um huga manns á svona stundu. Amma var mjög sérstök MINNINGAR kona, hún hafði ákveðnar skoðanir en hún var alltaf tilbúin að hlusta og tala við mann um allt mögulegt í sambandi við lífið, tilveruna og trúna. Hún lagði manni lífsreglurnar og lagði mikla áherslu á að maður væri alltaf góður og heiðarlegur og þannig var hún, já, það var alltaf gott að koma til ömmu og afa. Við munum öll sakna hennar mjög mik- ið en afí þó áreiðanlega mest. Ég bið Guð að blessa og styrkja afa sérstaklega og okkur öll sem syrgj- um og hjálpa okkur að muna eftir öllum þeim góðu stundum sem amma gaf okkur. Steinunn Hulda Theodórsdóttir. Elsku amma mín. Ég vil þakka þér allar þær yndis- legu, góðu stundir sem við fengum með þér. Það er sárt að hugsa til þess að þær stundir verða ekki fleiri. Alltaf var gott að koma í heimsókn til þín og afa. Við gátum setið stund- um saman og talað um lífið og tilver- una, um ástina, hamingjuna, vináttu og allt sem gefur lífínu gildi. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á hlutun- um og var gaman að hlusta á þig segja frá. Alla þína ævi áttir þú við veikindi að stríða og er ótrúlegt hversu lengi þú fékkst að lifa. En þú varst lífs- glöð og ýttir dauðanum stöðugt á dyr. Undir lokin var það of erfítt fyrir þig, en það er gott að vita að þér líður betur nú. Eg er glöð yfir því að þú fékkst að sjá nýfæddan son okkar um jólin þegar við komum heim til íslands í frí. Elsku amma, næst þegar ég kem til Islands, þá er það í jarðarförina þína. Ég kem til þess að kveðja þig. Það er sárt að missa þig en svona er víst lífið, „sumir deyja og aðrir koma í staðinn". En góðu minning- arnar eru eftir, þær deyja ekki. Ég kveð þig að sinni, elsku amma mín. Hjartans þakkir fyrir allt. Megi Guð blessa þig. Elsku afi og aðrir ástvinir, Guð styrki ykkur í sorginni. Helga Elín, Geir og Daníel Andri. Þá er hún Helga „amma“ farin frá okkur. Hún Helga var merkis- kona, ákveðin og sköruleg. Við vomm vinkonur frá því að við kynntumst fyrir tæpum níu ámm. Á þeim tíma bjó ég ásamt sonarsyni Helgu erlendis, en kom sérstaklega heim til þess að eignast framburð okkar. Ég lá þá uppi á fæðingardeild, nýbúin að eignast barnið og hún fékk að laumast inn í pabbatímann. Aldrei hefur nokkur tekið mér eins opnum örmum og hún gerði þá. Því þama á okkar fyrsta fundi faðmaði hún mig að sér og þar með var vin- átta okkar innsigluð. Á milli okkar Helgu var ekki neinn aldur. Ég gleymdi því iðulega í sam- ræðum okkar. Við voram bara tvær konur sem höfðum lifað mismunandi lengi sitthvort tímabilið í sögunni, hennar saga var lengri. Helga var opin og hægt að ræða við hana um alla hluti, hún hafði sínar skoðanir, en alltaf til í að ræða málin. Hún hafði ekki farið varhluta af sorginni, en bar harm sinn í hljóði. Helga var gjafmild með afbrigð- um og nutum við þess í ríkum mæli. Hún vissi hvað skipti máli í lífinu, þar vora ekki dauðir hlutir efst á lista. Helga átti yndislegan mann, Elías Valgeirsson, sem lifír nú konu sína. Milli þeirra var sérstakt, innilegt samband. Vegna lasleika síns gat Helga ekki alltaf fylgt manni sínum eins og hún gjaman hefði viljað. Og hann svona ótrúlega virkur í öllu mögulegu, rúmlega áttræður. En hún unni honum þess, „hann Elli minn þarf alltaf að vera á ferð- inni“, sagði hún. Svo brosti hún bara. í brúðkaupi hjá einu barnabami þeirra Helgu og Elíasar, hélt Elías ræðu þar sem hann miðlaði af reynslu sinni af farsælu hjónabandi og sagði að „eina reglu skildu þau í heiðri hafa; það er að fara aldrei að sofa nema sátt,“ og þannig skildi Helga mín við lífið. Hafðu þakkir fyrir allt, elsku Helga mín. Mínar einlægar samúð- arkveðjur til þín, Elías, og allra að- standenda. Elsa. Okkur langar að minnast okkar kæra vinkonu Helgu. Helga var mjög sérstök og yndisleg kona, sem skilur eftir sterka minningu um góða mann- eskju, dugnað, hlýhug og kærleika. Helga fæddist hjartveik og bjó við þann sjúkleika aíla sína ævi. Oft var hún mikið veik og oft þurfti hún að vera á spítala. En þeg- ar hún var hressari, þá var hún svo atorkusöm að við sem umgengumst hana gleymdum því alveg að hún gekk ekki heil til skógar. Ungur kom ég hingað til Ólafsvík- ur frá Reykjavík til þess að leita mér vinnu. Var ég þá til heimilis hjá þeim heiðurshjónum Elíasi Valgeirssyni föðurbróður mínum og konu hans Helgu. Elli eins og hann er kallaður var þá rafveitustjóri hér í Ólafsvík. Þau tóku mér sem syni sínum og hjá þeim var gott að vera, Helga reyndist mér sem besta móðir, um- hyggjusöm, hlý, nærgætin og glettin en ákveðin. Oft ræddum við um lífið og tilverana. Hún lét mér margt gott og gagnlegt í té, sem ég mun búa að allt mitt líf og vil ég hér með færa þeim hjónum mínar innilegustu þakkir fyrir uppeldið. Þar sem ég hafði misst móður mína á unga aldri, fann ég hjá þeim móður- og föðuramhyggjuna sem er svo dýrmæt. En Helga reyndist fleiram vel, hún mátti ekkert aumt sjá, þá var hún boðin og búin til að leggja hönd á plóg. Alltaf var mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, enda ekki í kot vísað, Helga annáluð matreiðslukona, skemmtin og ræðin. Á meðan þau Helga og Elías áttu heima hér í Ólafs- vík létu þau til sín taka á mörgum sviðum. Hann í kirkjukómum og Rotary og saman vora þau meðal stofnenda leikfélags Ólafsvíkur sem stóð með miklum blóma í mörg ár og starfar enn. Elías varð fyrsti formaður þess en Helga gjaldkeri, en hún var miklu meira en það, og held ég að á engan sé hallað þótt ég segi að hún var aðaldriffjöður félagsins í mörg ár, þrátt fyrir veikindi sín. Hún átti stóran þátt í því að marg- ar stórsýningar vora settar á svið, s.s. Skuggasveinn, Maður og kona, Ævintýri á gönguför og fleira. Og það var ekki til það verk í leikhúsinu sem Helga taldi eftir sér að vinna, hún lék, tók á móti leikstjóram, sá um auglýsingar, fór sem fararstjóri í margar leikferðir með félaginu, allt- af með ráð undir rifi hveiju. Þegar við konan mín kynntumst og ég fór að koma með hana inn á heimili Helgu og Ella, tóku þau henni strax vel og hefur alla tíð verið mik- ill vinskapur með fjölskyldum okkar. Það er margs að minnast sem ekki verður getið hér. En minningin lifir og yljar okkur. Kæri Elli, Siddý, Rúnar og Valdi- mar, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og íjölskyldur ykkar í sorg ykkar, og blessa minninguna um hana Helgu okkar. Gunnar Gunnarsson, Ester Gunnarsdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL imiElllll’, Erfidrykkjur Glæsilegt kaffíhlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVIK Sigtúni 38. Upplýsingar i simum 568 9000 og 588 3550 RAGNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR rithöfundur, Kaupmannahöfn, fædd 11. apríl 1918 að Vindheimum i Tálknafirði, lést þann 1 2. mars 1 996. Útför hennar fer fram frá Söborgkirkju í Kaupmannahöfn laugardaginn 16. mars kl. 12.30. Fjölskyldan. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGRÍÐUR BALDURSDÓTTIR, Brekkubyggð 7, Blönduósi, lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 4. mars. Útförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks á Blönduósi og annarra, sem veittu Önnu styrk í veikindum hennar. Valgeir M. Pálsson, Hraf nhildur Valgeirsdóttir, Svava Valgeirsdóttir, Guðjón Ingi Sigurðsson, Brynhildur Valgeirsdóttir, Ágúst S. Ágústsson, Baldur Valgeirsson, Þuríður Hermannsdóttir, Páll Valgeirsson, Sigríður Jónsdóttir, Stefanía Valgeirsdóttir, Eiríkur Hreinn Helgason, Valgeir M. Valgeirsson, Birna Sigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.