Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D tvmmMafeft STOFNAÐ 1913 62. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vopnaður maður gekk berserksgang í Skotlandi og réðst inn í leikfimisal Myrti sextán skólabörn og kennara Öll breska þjóðin harmi slegin MAÐUR vopnaður fjórum skamm- byssum gekk berserksgang í grunnskóla í bænum Dunblane í Skotlandi í gær og skaut 16 börn á aldrinum fimm og sex ára til bana ásamt kennara þeirra. Að loknu ódæðisverkinu svipti maður- inn sig lífi. Bretar eru harmi slegn- ir vegna þessa hörmulega atburð- ar. Thomas Hamilton réðst inn í leikfimisal, sem í voru 29 börn, skömmu eftir að fyrsti tími hófst. Fimmtán börn létu lífið í salnum og eitt barn lést á sjúkrahúsi, að sögn talsmanns lögreglu. Sjö börn og tveir fullorðnir voru enn á sjúkrahúsi síðdegis í gær. Þrjú börn voru talin í lífshættu. Farið var með börn í nærliggjandi sjúkrahús og flogið með nokkur í þyrlu til sjúkrahúsa annars staðar í Skotlandi. Líkin voru ekki fjar- lægð strax úr skólanum. Þetta er skelfilegasta fjölda- morð, sem framið hefur verið með skotvopni í sögu Bretlands, og voru Bretar slegnir yfir þessum atburði. Elísabet drottning og John Major forsætisráðherra sendu bæjarbúum samúðarkveðj- ur. Margir skoskir stjórnmála- menn táruðust þegar þeir lýstu hryllingi sínum og sorg. Fyrrverandi skátaforingi Hamilton var 43 ára gamall og fyrrverandi skátaforingi. Hann var látinn hætta í skátunum 1974 vegna ásakana um óviðurkvæmi- lega hegðun, að því er breska fréttastofan Press Association greindi frá. Nágrannar Hamiltons segja að hann hafi haft mikinn áhuga á skotvopnum. John Major, sem er tveggja barna faðir, vottaði foreldrum, fjölskyldum og kennurum þeirra, sem létu lífið og særðust, samúð sína. „Orð fá ekki lýst því áfalli og þeirri sorg, sem þessi brjálæðislegi og illi verknaður hefur leitt af sér," sagði Major, sem staddur er á ráðstefnu um hryðjuverk í Egyptalandi. „Það er erfitt að trúa því að endi hafi verið bundinn á öll þessi ungu líf með svo miskunn- arlausum hætti." „Slátrun hinna saklausu" „Þetta er slátrun hinna sak- lausu," sagði Helen Liddell, tals- maður Verkamannaflokksins. „Að nokkurt barn skuli myrt með þess- um hætti er hrikalegt." ¦ Harmi sleginn bær/20 Reuter ÆTTINGJAR barnanna og aðrir bæjarbúar söfnuðust saman fyrir utan skólann harmi slegnir þegar fréttist af þeim voðaatburði, sem þar hafði átt sér stað. Biðu flestir grátandi eftir nánari fréttum og margir gátu ekki skilið, að þetta hefði gerst í bænum þeirra. Hermdarverk f ordæmd á leiðtogafundi um frið í Miðausturlöndum Sharm et-Sheikh. Reuter. LEIÐTOGAR 27 ríkja, sem komu saman í Egyptalandi í gær, for- dæmdu „hermdarverk í öllum sín- um andstyggilegu myndum" og hvöttu til þess að friðarviðræðum ísraela og araba yrði haldið áfram. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sem stjórnaði fundinum ásamt Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, kvaðst ánægður með niður- stöðu fundarins og sagði að fjár- mögnun hermdarverkasamtaka yrði stöðvuð. Leiðtogarnir hefðu sent þau skilaboð að „ísraelar stæðu ekki einir". í lokayfirlýsingu fundarins sagði að leiðtogarnir hefðu „lýst yfir fullum stuðningi við friðarferlið í Miðausturlöndum og lofað að beita sér fyrir áframhaldi þess til að tryggja réttlátan og varanlegan allsherjarfrið í þessum heims- hluta". í yfírlýsingunni segjast leiðtog- arnir ætla að samhæfa aðgerðir sínar til að binda enda á hermdar- verkin, tryggja að hermdarverka- menn verði sóttir til saka, styðja tilraunir annarra ríkja til að hindra starfsemina og koma í veg fyrir Heita stuðningi við friðarferlið Reuter LEIÐTOGARNIR tóku höndum saman á fundinum og líka að honum loknum. Ystur til vinstri er Shimon Peres, þá Bill Clint- on, Hosni Mubarak, Borís Jeltsín og loks Yasser Arafat. að hryðjuverkasamtök geti aflað sér liðsmanna, vopna eða fjár- magns. Clinton sagði að nefnd yrði skip- uð til að samhæfa aðgerðirnar og hún ætti að senda leiðtogunum skýrslu innan mánaðar. Lítill stuðningur við fordæmingu á Iran Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, gagnrýndi stjórnvöld í íran harðlega í ræðu sinni á fundinum. Hann lýsti Teheran sem „höfuð- borg hermdarverka" en Iran var ekki nefnt í lokayfirlýsingunni og aðeins einn leiðtoganna, John Maj- or, tók undir þessa ásðkun. Peres kvaðst þó ánægður með fundinn og sagði að arabísku leiðtogarnir hefðu sýnt Israelum mikinn skiln- ing vegna hryðjuverkanna að und- anförnu. Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, sagði að fundurinn myndi efla friðarferlið og kvaðst vona að ísraelsstjórn aflétti á næstu dögum samgöngubanninu sem hún setti á palestínsku sjálf- stjórnarsvæðin eftir tilræðin. Fylgi við Lee eykst Taipei. Reuter. KÍNVERSKAR orrustuþotur flugu með miklum gný yfir Tævansundi í gær og kínverski herinn skaut fjórðu eldflauginni á skotmark vestur af tævönsku hafnarborginni Kaohsi- ung. Heræfíngarnar, sem er ætlað að hræða tævanska kjósendur frá stuðningi við Lee Teng-hui forseta, hafa þó haft þveröfug áhrif og eykst fylgi við hann dag frá degi. Talsmaður tævanska varnarmála- ráðuneytisins sagði í gær, að hundr- uð orrustuþotna og meira en 10 herskip hefðu tekið þátt í heræfing- unum á Tævansundi þar sem það er mjóst og í Fujian-héraði gegnt Tævan hafa Kínverjar safnað saman 150.000 manna her. Dagblað í Hong Kong, sem styður stjórn kommúnista í Kína, sagði í gær, að afskipti Bandaríkjamanna af málefnum Tævans gætu komið af stað styrjöld og annað kvaðst hafa eftir heimildum í kínverska hernum, að verið væri að leggja á ráðin um innrás í Quemoy, litla en hernaðarlega mikilvæga eyju, sem tilheyrir Tævan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.