Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 Músíktilraunir Peg ►FRÁ Selfossi kemur hljómsveitin Peg sem skipuð er Sigurði Þór Magnússyni, Magnúsi Árna Kristins- syni og Þórhalli Reyni Stefánssyni. Sigurður leikur á gítar og syngur, Magnús á bassa og Þórhallur á trommur. Þeir félagar, allir á sextánda árinu, leika öðruvísi og frumlegt fönkkryddað íslenskt rokk. Gazogen ►ÚR Reykjavík er ræflarokksveitin Gazogen. Hana skipa Hlynur Magnússon söngvari og gítarleikari, Baldur Björnsson gítarleikari og bakraddasöngvari, Halldór Valgeirsson yfirgítarleikari, Friðjón V. Gunnarsson trommuleikari og Sindri Traustason bassaleikari. Þeir félagar eru allir á tuttugasta árinu. Gaur ►ÚR Garðabæ kemur hljómsveitin Gaur sem skip- uð er Agnari E. K. Hansen, gítarleikara og söngv- ara, Frosta Jóni Runólfssyni trommuleikara og Ragnari Frey Magnússyni bassaleikara. Meðalaldur þeirra er rúm fimmtán ár og tónlistin er einfalt pönkrokk. Hlj óms veitakeppni Tónabæjar ________í kvöld hefst í Tónabæ______________ hljómsveitakeppni bílskúrssveita sem kallast Músíktilraunir. Arni Matthíasson segir frá tilraununum, sem eru þær flórtándu í röðinni. MÚSÍKTILRAUNIR Tónabæjar, hljómsveitakeppni bíl- skúrssveita hvaðanæva af landinu, hefjast í fjórtánda sinn í kvöld, en þá gefst óreyndum hljómsveitum færi á að keppa sín á milli um hljóðverstíma sem eru hljómsveit- um dýrmætir, því allar stefna þær að því að koma tón- list sinni á plast. Aðal Músíktilrauna er að allar sveitirn- ar verða að leika frumsamin lög og keppnin er því fyrst og fremst í frumleika, þó fími í hljóðfæraleik og sviðs- framkoma skipti eðlilega miklu máli. Það er athygli vert fyrir þá sem syngja á ensku að enskumælandi hljómsveit- ir hafa almennt átt erfitt uppdráttar í tilraununum til þessa, hvort sem það er til marks um skort á frumleika eða viðhorf áheyrenda og dómnefndar. Áheyrendur velja sigursveitir hvers kvölds, en ef sér- stakri dómnefnd líst sem svo á hún möguleika að hleypa hljómsveit áfram sem ekki hefur hlotið náð fyrir eyrum áheyrenda. Það hefur gerst að hljómsveit sem þannig komst áfram hafí endað á verðlaunapalli, en ekki undan- farin ár. Úrslitakvöldið gilda atkvæði dómnefndar síðan 70% á móti atkvæðum áheyrenda til að tryggja að það sé ekki bara vinafjöld sem ráði úrslitum. Jöfn dreifing Undanfarin ár hefur nokkuð borið á hljómsveitum utan af landi; það er eins og þær séu betur vakandi og fljótari að taka við sér, en að þessu sinni er dreifingin nokkuð jöfn yfír landið. Af höfuðborgarsvæðinu eru flest- ar sveitimar, sautján og tvær að auki úr Mosfellsbæ. Frá ísafirði kemur ein sveit, ein frá Sauðárkróki, ein frá Siglufírði, tvær frá Akureyri, ein frá Austfjörðum, ein frá Selfossi, ein úr Þorlákshöfn, tvær úr Keflavík og ein úr Njarðvíkunum. Sé enn rýnt í skráningarpappíra má sjá að ein kvennahljómsveit tekur þátt að þessu sinni og ein sem er skipuð stúlkum að mestu, en síðast þegar kvennahljómsveit tók þátt, Kolrassa krókríðandi, valtaði hún yfír strákana og sigraði með nokkrum yfirburðum. Tilraunasveitunum hefur haldist misjafnlega á sigur- laununum; dæmi eru um að hvorki hafi heyrst hósti né stuna frá sigursveitum framar, en fyrir aðrar hafa tilraun- irnar verið mikil lyftistöng. Þannig leika sem gestasveit- ir á þessum Músíktilraunum þijár sigursveitir tilraunanna sem allar eiga það sameiginlegt að hafa komist vel áfram; Kolrössur sigruðu 1992, hafa sent frá sér tvær breiðskíf- ur og sú þriðja, sem gefín verður út víða um heim, er væntanleg. Maus sigraði 1994 og leikur sem gestasveit þriðja tilraunakvöldið, en fyrir síðustu jól gaf Maus út aðra breiðskífu sína. Sigursveit síðasta árs, Botleðja, er sennilega vinsælasta rokksveit landsins eftir breiðskífu sína Drullumall, sem sveitin hljóðritaði fyrir sigurlaunin. Þessar sveitir eiga allar það sameiginlegt að hafa komið vel undirbúnar til leiks, vel æfðar og ákveðnar, og segja má að þær hafí sigrað með nokkrum yfírburðum. Ef til við er einhver slík sveit að gera sig klára, leikur jafnvel í kvöld, og til mikils er að vinna. Úr ýmsum áttum Gestasveitir í kvöld leika sjö hljómsveitir úr ýmsum áttum ólíkar gerðir tónlistar; allt frá pönki í popp og reyndar virðist fjölbreytnin meiri um þessar mundir en oft áður og hef- ur sífellt aukist frá þvi dauðarokkið var allsráðandi fyrir nokkrum árum, en rokkkyns tónlist er þó í meirihluta sem vonlegt er, ekki síst í ljósi vinsælda erlendra rokk- sveita undanfarin misseri. Einnig taka þátt að þessu sinni techno-sveitir og á eflaust eftir að aukast á næstu árum því danstónlistin er geysivinsæl og á eins mikið erindi í tilraunimar og hver önnur tónlist. Sigurlaun Músíktilrauna eru 25 hljóðverstímar í Stúdíó Sýrlandi, helsta hljóðveri landsins, 2. verðlaun eru 25 tímar í Gtjótnámunni og 3. verðlaun eru 20 tímar í Stúdíó Hljóðhamri. Athylisverðasta hljómsveitin að mati dóm- nefndar fær svo 20 hljóðverstíma í Stúdíó Hellinum og sigursveit hvers kvölds fær að auki tíu tíma frá Stúdíói Hellinum. Til viðbótar við þetta fær besti gítarleikari til- raunanna að mati dómnefndar gítar frá Hljóðfærabúð Steina, besti söngvarinn Shure hljóðnema frá Tónabúð- inni á Akureyri, besti bassaleikarinn úttekt frá Skífunni í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti trommuleikarinn úttekt frá Samspili. Ónnur verðlaun gefa Hard Rock Café, Pizzahúsið, Paul Bernburg, Rín og Japís. Fjölmarg- ir aðrir leggja tilraununum lið og má nefna að Flugleið- ir veita ríflegan afslátt af fargjöldum til að jafna að- stöðu hljómsveitanna. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Ikveikja ►MEÐAL hljómsveita úr Hafnarfirði að þessu sinni er íkveikja sem leikur pönkað rokk, Sveitina skipa Hannes Berg Þórarinsson bassaleikari. Jón Gunnar Kristjánsson trommuleikari, og Þór Óskarsson og Ásbjörn Leví gítarleikarar. Meðalaldur þeirra er rúm sautján ár. Sigursveit síðustu tilrauna, hafnfírska rokktríóið Botn- leðja, leikur sem gestasveit í kvöld, fyrsta tilraunakvöld- ið, og hyggst víst leika ný lög. Maus leikur annað tilrauna- kvöldið, 21. mars, og einnig ný lög í bland við eldri. Þriðja tilraunakvöldið, 22. mars, leikur enn sigursveit úr Músíktilraunum, Korassa krókríðandi. Fjórða og síð- asta tilraunakvöldið, 28. mars, leikur svo fönksveitin Funkstrasse. Úrslitakvöldið, sem verður 29. mars, leikur Unun, en þess má geta að viðstaddir verða útsendarar erlendra útgáfufyrirtækja sem hug hafa á að gera við sveitina útgáfusamning. Sílikon ►DÚETTINN Sílikon er úr Reykjavík og leikur techno-tónlist. Dúettinn skipa Einar Johnson og Örnólfur Thorlacius; Einar Ieikur á hljóðsmala og Örnólfur á hljóðgervil og hljóðsmala. Einar er á 19. aldursári, en Örnólfur 17. The Paranormal ►THE Paranormal heitir kvintett úr Mosfellsbæ. Hann skipa Bóas Hallgríms- son söngvari, Bjöm Stefánsson trommuleikari, Ari P. Arnaldsson og Þórður Illugi Bjarnason gítarleikarar og Þórður Þórðarson bassaleikari. Þeir félagar leika rokk í þyngri kantinum og eru allir á sextánda árinu. Spírandi baunir ► SPÍRANDI baunir em Hannes Þór Baldursson söngvari, Þórarinn Elv- ar bassaleikari, Pétur Einarsson gitarleikaro og Aðalsteinn Ólafsson trommuleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.