Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Bretar í baráttu gegn öðrum þ.jóðum ESB vegna kúariðu
Óljóst hvort bann nær til
alls nautakjötsútflutnings
Brussel, London. Reuter, The Daily Te-
legraph.
Reuter
WILLIE McLean, bóndi í Stirlingshire í Skotlandi, ræktar nautgripi af Angus-kyni en kjötið
af þeim er í miklum metum. Nú hefur eftirspurnin eftir þessu úrvalskjöti þorrið
eins og eftir öðru nautakjöti í Bretlandi.
kann hana ekki utan að,“ sagði van
Lýðræði
efltí
austri
SEX nýfrjáls ríki í Mið- og
Austur-Evrópu, sem gengið
hafa í Evrópuráðið síðustu ár-
in, hafa ekki enn staðfest
mannréttindaákvæði ráðsins,
að sögn Daniels Tarschys, að-
alframkvæmdastjóra ráðsins,
á blaðamannafundi í gær.
Hann sagði ráðið aðstoða um-
rædd ríki eftir föngum við að
treysta nýfengið lýðræðið í
sessi, m.a. með ráðgjöf við
lagasetningu. Ástandið í þess-
um löndum væri að mörgu
leyti viðkvæmt vegna skorts á
lýðræðishefðum, snögg um-
skipti ættu sér stað. „Auðvitað
má segja að ástand mannrétt-
indamála versni að meðaltali
í samtökunum við inngöngu
nýrra aðildarríkja en markm-
iðin eru óbreytt," sagði Tarsc-
hys. Hann sagði að hægt væri
að grípa til ýmiss konar þrýst-
ings gagnvart ríkjum sem ekki
hlíttu lögum ráðsins en þrauta-
ráðið væri brottvísun.
Tarschys var áður prófessor
og þingmaður í Svíþjóð. Hann
er hér á landi í boði Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra og ræddi auk þess í gær
við forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur, forsætisráð-
herra, Davíð Oddsson og fleiri
ráðamenn um starf og fram-
tíðarverkefni Evrópuráðsins.
Á myndinni sést Tarschys (fyr-
ir miðju) á blaðamannafundin-
um, t.h. er Sverrir Haukur
Gunnlaugsson, sendiherra Is-
lands í Brussel.
BRESKIR sérfræðingar í dýra-
lækningum reyndu í gær að fá
starfsbræður sína frá hinum Evr-
ópusambandsríkjunum 14 til að
hverfa frá banni við innflutningi
á breskum nautgripaafurðum
vegna kúariðu en ákveðið var að
halda banninu til streitu. Að sögn
Franz Fischlers, sem fer með land-
búnaðarmál í framkvæmdastjórn
ESB, mega Bretar ekki heldur
flytja út nautgripaafurðir til landa
utan sambandsins og mun markm-
iðið vera að hindra smygl á bresku
kjöti til sambandsríkjanna. Sé því
í reynd um útflutningsbann að
ræða.
Enn mun vera óljóst hvort laga-
legur grundvöllur er fyrir svo víð-
tæku banni, stjórnvöld í London
telja auk þess að bannið byggist
ekki á vísindalegum grunni. Segja
þau að hin ESB-ríkin hafi iátið
stjórnast af fjölmiðlafári og þröng-
um viðskiptasjónarmiðum en sala á
nautakjöti hefur snarminnkað í
Bretlandi. Margir óttast að sams
konar þróun geti orðið annars stað-
ar ef ekki tekst að slá á ótta al-
mennings með harkalegum aðgerð-
um, einkum niðurskurði búijár.
Nikolaus van der Pas, talsmaður
framkvæmdastjórnarinnar, gat á
blaðamannafundi í gær ekki út-
skýrt hvaða lagagreinar hefðu legið
að baki ákvörðun sérfræðinga-
nefndarinnar. „Ég er viss um að til
er einhver lagagrein hjá samband-
inu sem við getum stuðst við en ég
OTTINN við kúariðu, sem nú
tröllríður öllu, er ekki fyrsta
málið sinnar tegundar þótt það
kunni raunar að hafa meiri efna-
hagslegar afleiðingar en nokkru
sinni fyrr. Neytendur hafa áður
snúið baki við ýmsum matvörum,
að minnsta kosti um stundar sak-
ir, vegna ótta við sýkingu eða
eitrun og fer hér á eftir listi yfir
nokkur slík mál:
• Talið er, að listeria, veira, sem
berst með ógerilsneyddri mjólk
og sumum heimagerðum ostum,
hafi valdið dauða 20 manna 1992
og tveimur dauðsföllum og um
50 sýkingum fram til 1995. Er
sýkingin einkum hættuleg ófrísk-
um konum, börnum og öldruðu
fólki. Vart verður við nokkur
hundruð einangruð tilfelli í
Frakklandi ár hvert.
der Pas. Hann bætti því við að um
væri að ræða álit nefndarinnar en
ekki ákvörðun framkvæmdastjórn-
arinnar sem slíkrar um útflutnings-
bann. Viðstaddir fréttamenn gerðu
sumir hróp að talsmanninum vegna
þessara ummæla.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, hringdi í Jacques Santer,
forseta framkvæmdastjórnar ESB,
á mánudag er hann frétti af banni
dýralæknanefndar sambandsins og
lýsti furðu sinni á þessari ákvörðun.
Tókst Major að fá því framgengt
að sérfræðinganefndin fjallaði á ný
um málið í gær og jafnframt mun
• 1993 kom upp mikill ótti við
eiturefnið patúlín, sem getur
valdið krabbameini, en þá vitnað-
ist, að árið áður hafði það fund-
ist í átta sinnum meira magni en
leyfilegt er í breskum eplasafa.
Yfirvöld og iðnaðurinn sjálfur
létu þó ekkert af því vita en sett-
ar voru nýjar reglur um fram-
leiðsluna.
• Franska fyrirtækið, sem
framleiðir Perrier-ölkelduvatn-
ið, tapaði hundruðum milljóna
kr. 1990 þegar í ljós kom, að í
framkvæmdastjórnin ræða það á
fundi sínum í dag.
Bresk verðbréf hafa fallið undan-
farna daga vegna kúariðumálsins
sem hefur skaðað mjög álit bresku
stjórnarinnar. Segja sumir Ijölmiðl-
ar að ráðherrar Majors hafi haldið
svo klaufalega á málum að þeir
hafi gert út um vonir íhaldsmanna
um sigur í næstu þingkosningum.
Frakkar draga íland
Um 150 naut voru felld í Frakk-
landi á mánudag vegna gruns um
riðu. Frakkar voru fyrstir allra til
að banna innflutning á bresku nau-
takjöti en í gær virtust vera komn-
vatninu fannst örlítið benzen en
talið er, að það geti valdið
krabbameini.
• Eggjasala hrundi í Bretlandi
þegar Edwina Currie, aðstoðar-
heilbrigðisráðherra, sagði, að
flest bresk egg væru sýkt af
salmonellu. Árið áður höfðu 23
manneskjur látist vegna salmon-
ellusýkingar úr eggjum en bænd-
ur sögðu, að hættan væri hverf-
andi og ummæli Currie óafsakan-
leg. Sagði hún af sér og breska
sljórnin lagði fram hátt í fjóra
ar vöflur á þá. Hétu frönsk stjórn-
völd Bretum fullum stuðningi við
að kveða niður uppnámið vegna
kúariðunnar og sögðust myndu
styðja þá í ESB færu Bretar fram
á það.
Ljóst þykir að verði Bretar að
láta undan og fella verulegan hluta
af nautgripum sínum munu þeir
krefjast bóta af hálfu ESB enda
um gífurlegt tjón að ræða. Verði
eingöngu ákveðið að slátra tiltölu-
lega gömlum gripum, sem taldir eru
hættulegastir, myndi samt vera um
að ræða tjón er nemur fimm millj-
örðum punda eða um 500 milljörð-
um króna.
milljarða kr. til að bæta skaðann.
• Nokkrir austurrískir vínkaup-
menn voru dæmdir fyrir að hafa
blandað frostlegi út í ódýr vín
1985 til að gefa þeim fyllingu.
Utflutningur á austurrískum vín-
um minnkaði mikið en það hafði
hins vegar miklu minni áhrif
þegar upp komst, að ítalskir vín-
kaupmenn höfðu blandað metan-
óli í vínið sitt. Það dró 21 mann
til dauða.
• 1981 kom á markað á Spáni
menguð iðnaðarolía, sem seld var
sem matarolía. Olli það dauða
meira en 400 manna. Voru 13
kaupmenn dæmdir fyrir verkn-
aðinn.
• Gin- og klaufaveiksfaraldur
kom upp í Bretlandi 1967 og var
þá slátrað 400.000 gripum, naut-
gi-ipum, sauðfé, geitum og svín-
um.
London. Reuter.
Mörg dæmi um ótta
við eitraðan mat
Rádherrafundur
Framsóknarfélag Reykjavíkur og Samband ungra framsóknarmanna
standa fyrir hádegisfundi með Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðis og
tryggingamálaráðherra miðvikudaginn 27. mars kl. 12.00 á Litlu Brekku
Bankastræti 2.
llll
Allir velkomnir
FR og SUF
Framsóknarflokkurinn
Reuter
Albertshöllin 125 ára
í gær var haldið upp á afmæli
Alberts-sýningahússins í London
en þá voru 125 ár liðin frá vígslu
þess. Húsið er kennt við Albert
prins, eiginmann Viktoríu Breta-
drottningar. Frægir listamenn
mættu í afmæliskaffið og þá var
tertan, sem minnir á húsið sjálft,
snædd. Meðal þeirra sem fengu
sneið voru fiðlusnillingurinn Ye-
hudi Menhuin (t.h.) og grínistinn
Vitoria Wood (t.v.).
Nastase
í forystu
Búkarest. Reuter.
VICTOR Ciorbea, fyrrverandi
kommúnisti og dómari, tilkynnti á
mánudag að hann yrði í framboði
gegn Ilie Nastase, tennisstjörnunni
fyrrverandi, í borgarstjórakosning-
unum í Búkarest í næsta mánuði.
Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum hefur Nastase náð
miklu forskoti í kosningabarátt-
unni. Fylgi hans er 47% og tvöfalt
meira en Ciorbea, sem er miðju-
maður og andstæðingur Ions Iliesc-
us forseta.
Nastase, sem er fimmtugur og
hefur búið í New York og París,
nýtur stuðnings stjórnarinnar og
hefur lofað að „fylla upp í holurnar
á götunum með dollurum". Ciorbea
er jarðbundnari í málflutningi sín-
um og lofar umbótum í húshitun-
ar-, vatns- og samgöngumálum.