Morgunblaðið - 27.03.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLIST
Norræna húsiö
LJÓÐATÓNLEIKAR
Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Iw-
ona Jagla fluttu söngva eftir Jórunni
Viðar, Hildigunni Rúnarsdóttur, Pál
ísólfsson, Markús Kristjánsson,
Faure, Strauss, Caplet, Ibert og Jolui
Musto. Sunnudagurinn 24. mars, 1996
GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir
starfar ekki eingöngu við söng, er
tölvunarfræðingur og hefur einnig
aflað sér góðrar tónlistarmenntun-
ar og hefur góða og vel þjálfaða
rödd en hættir til að ofgera í túlk-
un og þar með þvinga röddina
nokkuð. Hún hóf tónleikana með
lagi Jórunnar Viðar, Unglingurinn
í skóginum, sem var fallega sungið
en þar á eftir komu tvö lög eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur, Líf og
ljóð og Meloditimen, geðþekk lög,
Burtfarar-
próf í
píanóleik
ÓLAFUR Reynir Guðmundsson
lýkur burtfararprófi frá Nýja tón-
listarskólanum með tónleikum í
Gerðubergi fimmtudaginn 28.
Ólafur er
nemandi Rögn-
valds Siguijóns-
sonar og heldur
hann utan til
framhaldsnáms
í píanóleik og
einnig til lög-
fræðináms að
hausti.
Verkefnin
sem Ólafur leik-
ur á tónleikun-
um í Gerðubergi eru tvær fúgur
eftir J.S. Bach, sonata í a-moll, K
310 eftir W.A. Mozart, tvær
prelúdíur eftir Cl. Debussy, tvær
preludíur eftir Rachmaninoff og
Ballade op. 47 í As-dúr eftir Fr.
Chopin.
Tónleikarnir eru öllum opnir og
aðgangur er ókeypis.
Laugardaginn 30. mars kl. 14
verða 8. stigs píanópróftónleikar
sem fara fram í sal skólans á
Grensásvegi 3. Sigmar Karl Stef-
ánsson leikur þar tæplega 60 mín-
útna langa efnisskrá.
Þessir tónleikar eru einnig öllum
mars kl. 20.30.
Ólafur Reynir
Guðmundsson
♦ ♦ »
Verk Hamish
Fulton á
Annarri hæð
OPNUÐ hefur verið sýning á verk-
um Hamish Fulton í sýningarsaln-
um Önnur hæð, Laugavegi 37.
Hamish er fæddur í Englandi
og hefur síðustu áratugi gert verk
er tengjast göngum hans um
stijálbyggð svæði. Verk hans voru
fyrst aðallega í formi ljósmynda,
en eru nú æ oftar í formi málaðra
texta.
I kynningu segir: „Listamaður-
inn dvelur í náttúrunni án þess
að raska henni á nokkurn hátt.
Þetta mun vera áttunda ferð hans
hingað til lands. Fyrir þessa sýn-
ingu dvaldist listamaðurinn í Haf-
ursey á Mýrdalssandi í sjö daga
og sjö nætur og mun hann sýna
verk tengd þeirri reynslu.“
Sýningin er opin á miðvikudög-
um frá kl. 14-18 eða eftir sam-
komulagi út maí eða fram að
Listahátíð, en þá verður opnuð
önnur sýning á verkum Carl
Andre.
MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 19
LISTIR
Haminn söngur
er Guðrun söng af innileik. Kossa-
vísur eftir Pál ísólfsson og Kvöld-
söngur eftir Markús Kristjánsson
voru í heild vel flutt.
Eins og fyrr segir er söngur
Guðrúnar nokkuð haminn og túlk-
unin bæld, eins henni sé mikið niðri
fyrir. Þetta merkir ekki að Guðrún
geti ekki sungið öðruvísi, heldur
er hér um viðhorf að ræða gagn-
vart túlkun og tónmótun, sem
margir tengja ljóðasöng, að ekki
megi syngja út í slíkri tónlist. Um
þetta má deila en hálfeinkennilegt
þætti slíkt viðhorf í hljóðfæraleik.
Hvað sem þessu líður var söngur
Guðrúnar Eddu sérlega yfirvegað-
ur, er kom hvað best fram í þrem-
ur lögum eftir Faure, Mandoline,
En sourdine og Green og einnig í
fjórum lögum eftir Strauss, Traum
durch die Dámmerung, All mein
Gedanken, Die Nacht og Stánchen.
Eftir hlé voru frönsk lög á efnis-
skránni, fyrst La Croix Doulour-
euse, eftir André Caplet (1878-
1925), franskan hljómsveitarstjóra
og tónskáld er var undir áhrifum
af Debussy og reyndar vinur hans.
Hann samdi m.a. nokkuð af söng-
verkum og þar á meðal oratoríuna
Miroir de Jesus. Ekki man undirrit-
aður eftir að hafa heyrt verk eftir
hann á tónleikum hér. Kross sárs-
aukans, eins og lagið nefnist í efn-
isskrá er sterkt harmljóð, er var
sérlega vel túlkað af Guðrúnu
Eddu. Ljóðaflokkurinn La Verdure
dorée, eftir Ibert, er frekar litlaus
en samt margslunginn að gerð og
þarf áreiðanlega að flytja þennan
langdregna lagaflokk með meiri
tilþrifum í lit og hraða, til að hann
verði ekki sérlega leiðinlegur.
Tónleikunum lauk með fjórum
lögum eftir John Musto, er nefnast
Shadow of the Blues. Þetta eru
lítilfjörlegar tónsmíðar, sem þarf
þessvegna að leika með miklum
tilþrifum, nema annað lagið, Lit-
any, sem er falleg tónsmið og var
flutt af innileik.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir er
góð söngkona en sú leið í túlkun
sem hún valdi nú var allt of ham-
in, sérstaklega er varðar mótun
raddarinnar og bælda túlkun, sem
getur verið áhrifamikil, sem and-
stæða við fullan hljóm raddarinn-
ar, sem Guðrún Edda sýndi á köfl-
um, að hún á til í raddsjóði sínum.
Samleikari Guðrúnar, Iwona Jagla,
gerði margt fallega, þó Stánchen
eftir Strauss léki henni ekki alls
kostar í hendi, en allt annað vel
af hendi leyst.
Jón Ásgeirsson
BIODROGA
Llfrænar
jurtasnyrtivörur
Engin auka ilmefni.
BIODROGA
Fermingarhlaöborö
Súkkuiaöi- og
páskaskraut
ítaiskir réttir
Forréttir