Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 23 ________________AÐSENPAR GREMMAR__ Ný viðhorf í starfsmannamálum rík- isins og breytt hlutverk stjórnenda í FRUMVARPI um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi eru ýmis atriði sem flestir eru sammála um að verði til bóta í rekstri og stjórnun ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja hljóti frumvarp- ið samþykki óbreytt. Nýmælin eru hins vegar ekki meiri en þau sem flest fyrirtæki á hinum almenna markaði hafa tekið upp og tamið sér á undanförnum árum. Einn þeirra þátta sem fram kemur í þessu frumvarpi varðar þær breyt- ingar sem lagt er til að verði gerð- ar á verksviði stjórnenda. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér þessi nýmæli hljóta að fagna þessum breytingum. Á sama tíma og stjórnendum verður fært meira vald og meiri ábyrgð, verða jafn- framt gerðar meiri kröfur til þeirra um að standa sig í starfi. Sá tími er að líða í hinum vest- ræna heimi að stjórnendur fram- kvæmi aðeins athafnir í framhaldi af miðstýrðu valdi. Kröfur skatt- borgara um aukinn sveigjanleika og betri þjónustu í opinberum stofnunum hafa aukist og við þeim verður að bregðast. Skattborgarar bera óhjákvæmilega saman þá þjónustu sem þeir fá frá hinu opin- bera og þá þjónustu sem þeir fá frá fyrirtækjum og þjónustuaðilum í einkarekstri. Þeir sætta sig ekki lengur við lakari þjónustu frá hendi ríkis og ríkisfyrirtækja, en þeir fá frá fyrirtækjum í einka- rekstri. En hvert er vandamálið? Vandamálið felst m.a. í því að lög og reglugerðir hafa ekki veitt stjórnendum það svigrúm sem nauðsynlegt er til að þeir geti uppfyllt þær kröfur sem gera verð- ur til stofnana þeirra í nútímaþjóðfélagi. Það umhverfi sem stjórnendur opinberra stofnana hafa búið við hefur í einstaka tilvik- um leitt af sér stjórn- unarstíl sem segja má að jaðri við skrifræði. í dag er þessi stjórn- unarstíll hvorki réttur né heppilegur og er þar margt sem veldur. I fyrsta lagi er allt umhverfi þjóðfélags- ins orðið flóknara en það hefur verið áður. Stjórnendur geta ekki einir tekið ákvarðanir í öllum mál- um. Starfsmenn verða í auknum mæli þátttakendur í þeim ákvörð- unum sem taka verður. í öðru lagi eru kröfur skattborgaranna meiri en áður, þ.e. kröfur um skilvirkari þjónustu, m.a. vegna samanburðar sem þeir gera við aðra þjónustu sem veitt er í þjóðfélaginu. Og í þriðja lagi eru nú að koma til starfa á almennum vinnumarkaði starfsmenn með ný sjónarmið. Þessir nýju starfsmenn eru al- mennt vel skólagengnir og hafa mikla löngun til þess að sýna hvað í þeim býr. Þeir hafa áhuga og vilja til að bæta og lagfæra ýmis- legt það í rekstri ríkisstofnana sem færa má til betri vegar. Það er því brýnt að nýta sér þessa þekk- ingu. Ef ríkisstofnanir nýta sér þessa auðlind ekki, þ.e. þekkingu starfsmanna, þá er eins víst að þetta hæfa fólk leiti á önnur mið. En til þess að unnt sé að efla og styrkja starfsmenn betur til þátttöku í opinberum rekstri þarf að breyta umgjörðinni. Það er nákvæmlega það . sem frumvarpið um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins gerir kleift, ásamt öðr- um þeim þáttum sem þar koma fram. Einn af þeim þátt- um á starfssviði stjórnenda sem gert er ráð fyrir að breytist samkvæmt frumvarpinu er að þeir fái meiri áhrif á það með hvaða hætti starfsmönnum verður um- bunað fyrir vel unnin störf. Hingað Megintilgangur frum- varpsins er, að mati Þórðar S. Oskarsson- ar, að færa umhverfi og stjórnun ríkisstofn- ana í nútímalegra horf. til hefur svigrúm stjórnenda í þeim efnum nánastekki verið neitt sam- kvæmt núgildandi lögum. Hins vegar hefur það tíðkast að greiða þeim sem standa sig vel og öðrum þeim sem lykilatriði er fyrir hið opinbera að hafa í þjónustu sinni ómælda yfirvinnu og ýmsar aðrar aukagreiðslur sem of langt er að telja upp hér. í raun má því segja að hið opinbera hafi gert ýmislegt til þess að halda starfsmönnum sínum í starfí og þar með að draga úr líkum á því að þeir leiti á önn- ur mið. Það kerfi sem hefur verið við lýði varð til af nauðsyn. Því var aldrei ætlað að vera stjórn- tæki með sama hætti og nú er ráðgert að það verði. í frumvarp- inu er gert ráð fyrir því að stjórn- endur fái heimild til að veita þeim starfsmönnum viðbótarlaun sem sýna góðan árangur í starfi. Þetta er vandasamt verkefni en engu að síður er það mikilvægt að þetta ákvæði nái fram að ganga. Starfs- menn gera sér í dag betur ljóst mikilvægi þeirrar vinnu sem þeir leggja af mörkum fyrir vinnuveit- anda sinn og þeir hafa væntingar um umbun í samræmi við þann virðisauka sem þeir skapa. Hið opinbera verður að koma til móts við þessar væntingar til þess að halda hæfum starfskrafti. Skýrar reglur munu verða settar um það með hvaða hætti má greiða þessi viðbótarlaun og verða ákveðin viðmiðunarmörk sett fyrir einstök störf. Með þessum hætti verður stjórnendum gert kleift að hafa bein áhrif á það með hvaða hætti starfsmönnum verður umbunað. Það verður ekki lengur venjan að stjórnendur geti vísað launamálum til einhverra annarra. Hluti af verksviði þeirra verður fólginn í því að afgreiða launamál og að haida þeim í eðlilegum farvegi með hliðsjón af breytilegu framlagi ein- Þórður S. Óskarsson Auka á rétt fólks til Með síauknu alþjóða- samstarfi er enn þj óðaratkvæðagreiðslu FYRIR Alþingi liggur nú frum- varp frá þingmönnum Þjóðvaka um breytingu á stjórnarskránni þess efnis, að heimila þjóðarat- kvæðagreiðslu í mikilvægum mál- um, ef áskorun berst um það frá þriðjungi kosningabærra manna í landinu. Lýðræðinu takmörk sett Víða í grannlöndum okkar hefur verið farin sú leið að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu og auka þannig lýðræðislegan rétt fólksins. Samkvæmt stjórnskipan okkar getur fólk einungis haft áhrif með atkvæði sínu í kosningum til Al- þingis og sveitastjórna, svo og við kjör forseta lýðveldisins. Telja verður að lýðræðinu séu þannig nokkur takmörk sett, ekki síst þar sem samsteypustjórn- ir virðast mun algeng- ari hér en t.d. annars staðar á Norðurlönd- um. Þannig veit fólk hér á landi sjaldnast hvaða ríkisstjórnir það er að kjósa yfir sig með atkvæði sínu, auk þess sem auðveld- ara er fyrir sam- steypustjórnir að semja sig frá loforð- um og kosninga- stefnuskrám. Hundahald og áfengisútsölur Þótt oft hafi hér á landi komið fram krafa um að auka rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu hefur ekkert orðið úr því. Réttur fólks til að hafa áhrif á framgang ein- stakra mála er bund- inn við atkvæða- greiðslur um minni háttar mál, svo sem opnun á áfengisútsöl- um og um hvort leyfa skuli hundahald í ein- stökum sveitarfélög- um. Með síauknu al- þjóðasamstarfi er enn brýnna að fólk hafi möguleika á þjóðarat- kvæðagreiðslu, ekki síst þar sem mikil- vægir alþjóðlegir samningar geta haft úrslitaáhrif á framtíð þjóðar- innar. Þannig var hávær krafa Jóhanna Sigurðardóttir brýnna, segir Jóhanna Sigurðardóttir, að fólk hafi möguleika á þjóðar- atkvæðagreiðslu. uppi hjá stórum hluta þjóðarinnar um að efnt skyldi til þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. í stórum málum sem snerta veru- lega hag þegnanna og afkomu þjóðarinnar er mikilvægt að þessi leið sé fyrir hendi. Það treystir lýðræðið í landinu og veitir stjórn- málaflokkum meira aðhald en þeir hafa nú. Vald forseta íslands Forseti íslands hefur aldrei frá stofnun lýðveldisins beitt heimild stjórnarskrárinnar um að synja staðfestingar á lagafrumvarpi sem stakra starfsmanna. Þetta er erfitt verkefni en góðir stjórnendur munu sinna þessum þætti af kost- gæfni. Eins og fram kemur í þessu frumvarpi, mun verksvið stjórn- enda hjá hinu opinbera breytast' að verulegu leyti. Ekki er gert ráð fyrir því að þessir nýju stjórn- unarhættir muni koma í stað þeirra sem fyrir eru í vetfangi. Ráðgert er að öflugri þjálfun og fræðslu verði hrint af stað, eink- um fyrir stjórnendur þar sem kynntar verða breyttar aðferðir og ný vinnubrögð í starfsmanna- stjórnun. Að þessari þjálfun mun verða unnið í nánu samráði við þá aðila sem næst þessum málum standa. Áður en til þessa kemur mun verða leitað til einstakra stjórnenda og kannað hvar þörfin fyrir aukna þjálfun er mest. Þann- ig mun það verða skoðað hvar mest þörf er á að skerpa á til- teknum þáttum í stjórnun til að gera þeim sem nú eru í mestum vanda staddir fært að taka upp ný vinnubrögð og til að fylgja eftir öðrum þeim atriðum sem fram koma í þessu frumvarpi. Ég er þess fullviss að þegar þessar breytingar sem fram koma í frum- varpi fjármálaráðherra verða orðnar að veruleika, þá muni öll starfsemi hins opinbera að ein- hveijum árum liðnum komast í þann farveg að það verði jafn eftirsóknarvert að vera í starfi hjá hinu opinbera og hjá einkaað- ilum. Þannig er það trú mín að framvinda þessara mála verði staðfesting á því að höfuðtilgang- inum með þessu frumvarpi, þ.e. að umhverfi og stjórnun ríkis- stofnana færist í nútímalegra horf, hafi verið náð. Höfundur er Ph.D. í vinnusáifræði og einn af nefndarmönnum sem sömdu frumvarp um réttíndi og skyldur starfsmanna ríkisins. Alþingi hefur samþykkt. Ákvæðið felur aðeins i sér frestandi neit- unarvald, því að synji forsetinn um staðfestingu verður að bera lagafrumvarpið undir þjóðarat- kvæðagreiðslu. Af framkvæmd- inni má því ráða að þetta vald forsetans til að færa valdið frá þinginu til þjóðarinnar sé í raun nánast marklaust. Réttmæt krafa fólksins Þegnar landsins geta átt rétt- mæta kröfu á því að fá að taka á beinan hátt þátt í ákvörðun um mikilvæg atriði. Því er nauðsyn- legt að inn í stjórnarskránna verði tekið ákvæði sem veitir þeim þennan rétt, án þess að til atbeina forseta lýðveldisins þurfi að koma. Höfundur er alþingismaður. - kjarni málsins! ♦Indeslf Tfeixi stgf. Vfenð stgr. \ GR 1860 • H:117 B: 50 D: 60 cm • Kælir: 140 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR2600 • H:152 B: 55 D: 60 cm • Kælir: 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. GR 3300 • H:170B: 60 D: 60 • Kælir: 225 Itr. • Frystir: 75 Itr. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrfmsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúðin Patreksfirði. Rafverk BolungarvíiTstraumuMsaflrörNoröuriand^LSteingrímsf^^ Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufirði.Ólafsfiröi og Dalvik. Kf. Þlngeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfirðinga.Vopnafirði. Stál, Seyöisfirði. Verslunin Vik, Neskaupsstaö. Kf.Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavfk. Rafborg, Grindavlk. Umbo!) s menn um Iand a 111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.