Morgunblaðið - 27.03.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 27.03.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 35 FRETTIR í FREMRI röð f.v. standa verðlaunahafarnir Stefán Freyr Guð- mundsson, Flensborg, Kári Ragnarsson, MH, og Sveinn B. Sig- urðsson, MR. í aftari röð standa þrír af bakhjorluni keppninn- ar, Jónas Frímannsson, verkfræðingur hjá Istaki, Birgir Isleifur Gunnarsson seðlabankastjóri og Eggert Briem, stjórnarformað- ur Raunvísindastofnunar. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 1995-1996 Kári Ragnarsson sigurvegari Fundur um réttindi sjúklinga Á ALÞINGI hefur verið lagt fram frumvarp um réttindi sjúklinga. Markmið frumvarpsins er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heil- brigðisþjónustunni. Ennfremur er frumvarpinu ætlað að treysta þær grundvallarreglur um trúnaðarsam- band sem ríkja skal milli sjúklinga og starfsfólks í heilbrigðisþjónustu. Af þessu tilefni hafa Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, Félag um heilbrigðislöggjöf og Læknafé- lag íslands ákveðið að efna til sam- eiginlegs fundar til að kynna frum- varpið og þau nýmæli sem í því felast. Frummælendur verða Dögg Páls- dóttir, hæstaréttarlögmaður, Ástríður Stefánsdóttir, læknir, Lov- ísa Baldursdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og Sigurður Helgason, hæsta- réttarlögmaður. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 í húsakynnum Læknafélags Islands að Hlíðasmára 8, Kópavogi, 4. hæð og er opinn öllum. Árshátíð Kína- klúbbs Unnar KÍNAKLÚBBUR Unnar heldur árs- hátíð sína í fyrsta sinn í ijögurra ára sögu klúbbsins föstudaginn 29. mars. Hátíðin verður haldin á veitingahús- inu Shanghæ, Laugavegi 28, og hefst kl. 18, en tilkynna þarf þátttöku til veitingahússins. Fyrir utan skemmtidagskrá í kín- verskum anda og kínverskan hátíð- arkvöldverð mun Unnur Guðjóns- dóttir kynna næstu hópferð til Kína sem farin verður í maí og verður það eina ferðin sem farin er þangað í ár. Árshátíðin er opin öllum bæði þeim sem farið hafa til Kína og þeim sem eiga það eftir. Aðalfundur BÍ í kvöld AÐALFUNDUR Blaðamannafélags íslands verður haldinn í húsnæði félagsins í Síðumúla 23 í Reykjavík í> kvöld, miðvikudaginn 27. mars, og hefst kl. 20. Að aðalfundinum loknum verður haldinn sérstakur umræðufundur um frumvarp til upplýsingalaga sem Alþingi hefur nú til meðferðar. Fyrir aðalfundinum liggja meðal annars tillögur um breytingar á iögum félagsins auk kosninga og annarra hefðbundinna aðalfunda- starfa. J.J. Soul á Kringlukránni HLJÓMSVEITIN breska blúsöngv- arans J.J. Soul leikur miðvikudaginn 27. mars á Kringlukránni. Auk J.J. Soul, sem syngur og leik- ur á munnhörpu, leika þeir Ingvi Þór Kormáksson á píanó, Steingrímur Óli Sigurðarson á trommur, Eðvarð Lárusson á gítar og Stefán Ingólfs- son á bassa. Tónlist þeirra félaga er oft kölluð bræðingur, þ.e.a.s sam- suða djass-, rokk- og blústónlistar. Tónlistarflutningur J.J. Soul hefst kl. 22 og stendur fram yfir miðnætti. Myndbanda- kvöld hjá LAUF LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, heldur myndbanda- og kaffikvöld fimmtudaginn 28. mars kl. 20. á Laugavegi 26, 4. hæð, (gengið inn Grettisgötumegin). Sýnd verða fræðslumyndbönd um flogaveiki í eigu félagsins. Kaffi og spjall á eftir. Allir velkomnir. LAUGARDAGINN 3. mars var haldin stærðfræðikeppni í Há- skóia Islands. Þar öttu kappi 35 ungmenni í úrslitum Stærðfræði- keppni framhaldsskólanema. Keppni þess hefur verið haldin í 12 ár og er opin öllum nemendum framhaldsskólanna. Síðastliðið haust mættu 746 nemendur úr 17 skólum til leiks í forkeppni og unnu 40 þeirra sér rétt til að taka þátt í úrslitun- um nú. Fyrir keppendur voru lágðar 6 þrautir og fengu þeir 4 tíma til þess að leysa þær. Sigur- vegari var Kári Ragnarsson, MH. Hann sýndi töluverða yfirburði í keppninni og leysti allar þraut- irnar nánast á fullkominn hátt. Úrslit voru tilkynnt sunnudag- inn 24. mars. í fimmtán efstu sætunum voru: 1. Kári Ragnarsson, MH. 2. Stefán Freyr Guðmundsson, Flensborg. 3. Sveinn B. Sigurðsson, MR. 4. Þórður Heiðar Þórarinsson, MR. 5. Magnús Þór Torfason, MR. 6. Pétur Runólfsson, FSlands. 7. Hannes Helgason, Flens- borg. 8. Þórdís Linda Þórarinsdóttir, LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp í samvinnu við Kennaraháskóla ís- lands, Háskóla íslands og Fulbright stofnunina á íslandi hafa boðið hing- að til lands tveimur erlendum fræði- mönnum um málefni fatlaðra, þeim Anders Gustavsson, dósent við Há- skólann í Stokkhólmi, og Robert Bogdan, prófessor í félags- og sér- kennslufræðum við Háskólann í Syracuse. Anders Gustavsson mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 í Skála, Hótel Sögu, þar sem fjallað verður um rannsókn hans á því ferli sem foreldrar fatlaðra barna takast á við vegna sérstæðrar foreldraábyrgðar. Jafnframt verður ijallað um þau mótandi áhrif sem starfsfólk félags- og heilbrigðisþjón- ustu hefur á aðstæður foreldra. Fyr- irlesturinn verður fluttur á sænsku en verður snarað á íslensku. Föstudaginn 29. mars frá kl. 13-17 standa Landssamtökin Þroskahjálp fyrir málþingi undir heit- inu Hvernig vegnar fötluðum úti í samfélaginu? Þar munu báðir gest- irnir tala. Málþingið verður haldið í Háskólabíói sal 4. Ráðstefnugjald er 1.000 kr. 9. Bjarni R. Einarsson, MH. 10. Finnbogi Óskarsson, Flens- borg. 11. -13. Einar Guðfinnsson, MR. 11.-13. Gísli Harðarson, MA. 11.-13. Jón Thoroddsen, MR. 14.-15. Gunnar Geir Gunnars- son, MR. 14.-15. Kristján Rúnar Krist- jánsson, MR. Tíu efstu keppendunum verð- ur boðið að taka þátt í tíundu norrænu stærðfræðikeppninni, sem fram fer 11. apríl næstkom- andi. Að henni lokinni verður landslið Islands valið, sem keppir á Ólympíuleikunum í stærðfræði í Bombay á Inglandi næsta sum- ar. Félag raungreinakennara og íslenska stærðfræðafélagið standa að keppninni og þjálfa landsliðið. ístak hf. og Steypu- stöðin hf. veita þremur efstu keppendum í úrslitakeppninni peningaverðlaun og standa straum af kostnaði við keppnina. Raunvísindastofnun Háskólans leggur til aðstöðu og stendur straum af kostnaði við þjálfun nemenda. Menntamálaráðuneyt- ið og Seðlabanki íslands styrkja landsliðið til Indlandsfararinnar. Þar mun Anders Gustavsson flytja tvo fyrirlestra, sá fyrri tjallar um rannsókn á viðbrögðum nágranna við sambýli fatlaðra í íbúðarhverfinu. Rannsóknin var tvíþætt, annars veg- ar var könnuð reynsla starfsfólks á sambýlum af því hvernig nágrnannar höfðu tekið íbúum sambýlanna. Rannsókn þessi náði til allra sam- býla í Svíþjóð árið 1987. Seinni hluti rannsóknarinnar var fólginn í við- tölum við 6 fjölskyldur þar sem 3 fjölskyldur voru ánægðar og 3 fjöl- skyldur voru óánægðar með fatlaða nágranna sína. Markmiðið með seinni hluta rannsóknarinnar var að skilja ástæður fyrir ólíkum viðbrögð- um þessara fjölskyldna. Seinni fyrirlestur Anders Gustavs- sons fjallar um fyrstu kynslóð þroskaheftra sem hafa einvörðungu notað almenna þjónustu en ekki sérs- tæka þjónustu fatlaðra. Rannsókn þessi náði til ungs fatlaðs fólks með væga greindarskerðingu. Robert Bogdan mun í fyrirlestri sínum fara yfir helstu niðurstöður rannsókna sinna á hvernig ófatlaðir bregðast við þátttöku fatlaðra í dag- legu lífi. MH. Málþing og fyrir- lestur um fatlaða Ferðakynning Heimsklúbbsins Mikil aðsókn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: Heimsklúbbur Ingólfs efndi til ferðakynningar á Hótel Sögu síðast- liðinn sunnudag og var fullt út úr dyrum. Þar voru kynntar tvær sér- ferðir af menningarlegum toga. Önnur var Ítalíuferð, sem farin verður í ágúst undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, þar sem þræddar verða allar helstu listaborgir lands- ins, s.s. Mílanó, Veróna, Feneyjar, Flórens, Písa, Síena, Assisi og Róm. í Veróna hafa aðgöngumiðar verið tryggðir að einni rómuðustu óperu ársins, Nabucco eftir Verdi, sem fer nú sigurför um Evrópu í uppfærsl- unni frá Veróna. Hin ferðin, sem kynnt var, er ný af nálinni, Klassíska leiðin, og býður upp á frægar listaslóðir sameinaðs Þýskalands með borgum í Þýringa- skógi og Weimar, sem um langt skeið var eins konar menningarhöf- uðborg Evrópu, sem allir listamenn þyrptust til, og hefur nú verið valin menningarhöfuðborg Evrópu árið 1999. Borgin tengdist gegnum þá snillinga, sem þar bjuggu og störf- uðu, sögu tónlistar, með J.S. Bach, Liszt og Wagner í broddi fylkingar, myndlistar með starfi L. Cranachs og bókmennta, þar sem sjálfur Goet- he stýrði þjóðleikhúsinu þýska um langt skeið. Dresden við Saxelfi er frá fornu fari ein mesta listaborg heimsins og er líkt við sjálfa Flór- ens. Leipzig var höfuðborg tónlistar Evrópu í tvær aldir og blómstrar nú með nýtt „Gewandhaus“, ei'nn besta konsertsal heimsins með einstakan hljómburð, þar sem hinn heimsfrægi Kurt Masur hefur haldið um tón- sprotann í 25 ár og að nýju komið bæði Staatskapelle í Dresden og Gewandhaus hljómsveitinni í tölu hinna bestu í heimi. Klassísku leið- inni lýkur í Berlín, sem að nýju er orðin ein mesta menningarborg álf- unnar með einstaklega opinn og skemmtilegan borgarbrag. Ferðin hefst 24. maí og stendur yfir hvítasunnu í 10 daga undir leið- sögn Ingólfs. Báðar ferðirnar eru nærri uppseldar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSTRAKTOR hf. í Garðabæ hefur hafið á ný sölu á stórum vörubílum. Iveco vöru- bílar sýndir ÍSTRAKTOR hf., umboðsaðili Iveco á íslandi, hyggst hefja sölu á vöru- bílum að nýju eftir nokkurra ára hlé. Fyrirtækið hefur síðustu árin einkum selt Iveco sendibíla og fjór- hjóladrifna ferðabíla. Páll Gíslason framkvæmdastjóri segir að sam- keppni hafi aukist í sölu á sendibíl- um og fyrirtækið hyggist nú hasla sér völl sem söluaðili á stærri bílum. Um helgina verður sýning á Iveco bílum hjá ístraktor. Nýlega var byggt við fyrirtækið að Smiðsbúð 2 í Garðabæ og er nú hægt að taka tvo stóra vörubíla inn í hús ásamt minni sendibílum. Vöru- bílalínan frá Iveco telst nokkuð ný af nálinni. Tveir bílar eru komnir til landsins, EuroTech 260E42/P, sem var kjörinn vörubíll ársins 1993 í Evrópu, og rtiinni bíllinn Euro Cargo, sem var kjörinn vörubíll árs- ins 1992. Auk þess framleiðir Iveco flaggskipið EuroStar sem er með allt upp í 514 hestafla vél og stóru ökumannshúsi, og EuroTrakker sem er í svipuðum stærðarflokki og EuroTech en er meiri þunga- vinnubíll og með sterkari drifbún- aði. Páll segir að einkum verði lögð áhersla á sölu á EuroTech og Euro Cargo hér á landi og kveðst hann geta boðið mjög gott verð á þessum bílum. Tíu hjóla EuroTech 260E42P er með drifi á fjórum hjólum af sex og með loftfjöðrun að aftan. Hann er fáanlegur með hálfsjálfskiptingu. Vélin er 13,8 lítrar að slagrými og 420 hestöfl. Með miklum aukabún- aði kostar bíllinn 8.700.000 kr. án vsk. en án aukabúnaðar 7.690.660 kr. Euro Cargo 85E15 með diska- hemlum á öllum hjólum og vel bú- inn að öðru leyti kostar á sérstöku tilboðsverði 3.390.000 kr. Sýningin er opin fimmtudag, föstudag og laugardag frá 10-16. -------♦ ♦ ♦--------- ■ AÐALFUNDUR Öldrunarfé- lags íslands verður haldinn fimmtudaginn 28. mars kl. 17 í Félags- og þjónustumiðstöð aldr- aðra við Aflagranda 40. Á dag- skrá eru venjubundin aðalstörf. Að loknum aðalfundi gefst félögum kostur á að kynnast starfsemi fé- lags- og þjónustumiðstöðvarinnar, skoða staðinn og þiggja veitingar. Vinningar í HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Hí’ifi potturinn 26. mars 1996 t kom á miða nr. 36450 'a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.