Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 41
WHOOPI Goldberg var aðalkynnir
hátiðarinnar í annað skipti á ferlinum.
Hún þótti standa sig vel og vera af-
slappaðri en í fyrra skiptið.
FÓLK í FRÉTTUM
ROBIN Williams notaði tækifærið og
fór með gamanmál áður en hann af-
henti teiknaranum Chuck Jones heið-
ursóskar.
BRUCE Springsteen flutti lagið
Dead Man Walking úr samnefndri
mynd á verðlaunaafhendingunni.
Hann hlaut tilnefningu fyrir lag-
ið, í flokknum besta frumsamda
lagið, en Colors of the Wind úr
myndinni Pocahontas sigraði i
þeim flokki.
TYRA Banks, fyrirsætan kunna,
mætti að sjálfsögðu til að fylgjast
með þessum stærsta atburði ársins
í Hollywood.
Besta leikkona
í aðalhlutverki
Susan Sarandon var valin besta
leikkonan og að flestra mati er hún
vel að verðlaununum komin. Túlkun
hennar á nunnu í myndinni Dead
Man Walking hreif fólk um allan
heim. Þetta er fyrsti Óskar hennar,
en hún hafði verið tilnefnd flórum
sinnum áður. Fyrirfram var talið
öruggt að hún myndi hljóta verð-
launin, en hún bar sigurorð af Elisa-
beth Shue, Emmu Thompson, Shar-
on Stone og Meryl Streep. Þegar
hún tók við verðlaununum þakkaði
hún meðleikara sínum, Sean Penn,
fyrir „frábæran dans“ og sambýlis-
manni sínum, Tim Robbins, sem leik-
stýrði myndinni. „Þessi gripur er
þinn jafnt sem minn,“ sagði hún.
„Guði sé lof að við búum sarnan."
Besti leikari í aukahlutverki
Talið var að kapphlaupið í þessum
flokki stæði á milli Ed Harris (Apollo
13) og Tim Roth (Rob Roy). Sú
varð hins vegar ekki raunin og
óvæntur sigurvegari varð Kevin
Spacey, sem lék í myndinni Usual
Suspects. Aðrir keppendur í þessum
flokki voru James Cromwell (Babe)
og Brad Pitt (12 Monkeys).
Besta leikkona í aukahlutverki
Mira Sorvino sigraði í þessum
flokki með leik sínum í Woody Allen-
myndinni Mighty Aphrodite, sem
ekki hefur verið tekin til sýninga
hér á landi. Þar með bar hún sigur-
orð af Joan Allen (Nixon), Kate
Winslet (Sense and Sensibility),
Mare Winningham (Georgia) og
Kathleen Quinlan (Apollo 13). Marg-
ir spekingar voru á því að Kate
Winslet ætti verðlaunin skilin, en
hún þótti sýna afar sannfærandi leik
í Sense and Sensibility.
Aðrir flokkar
Helst bar til tíðinda í öðrum flokk-
um að Emma Thompson hlaut verð-
launin fyrir besta handritið byggt á
áður birtu efni, en hún skrifaði hand-
rit myndarinnar Sense and Sensibi-
lity. Besta frumsamda handritið var
valið handrit Christophers McQu-
arries að Usual Suspects. Besta
kvikmyndin á öðru tungumáli en
ensku var valin hollenska myndin
Antonia’s Line.
John Toll var valinn besti kvik-
myndatökustjórinn fyrir vinnu sína
að myndinni Braveheart og bestu
klippararnir voru valdir Mike Hill
og Dan Hanley fyrir Apollo 13. Ósk-
arinn fyrir bestu hljóðupptökuna
hlutu Rick Dior, Steve Pederson,
Scott Millan og David McMillan fyr-
ir vinnu sína við Apollo 13. Besta
heimildamyndin í fullri lengd var
valin Anne Frank Remembered, en
framleiðandinn, Jon Blair, tók við
verðlaununum.
MIRA Sorvino brosir út að
eyrum, yfir sig ánægð með
Óskarsverðlaunin fyrir best-
an leik í aukahlutverki.
KEVIN Spacey hlaut Óskar-
inn fyrir túlkun sína á Keyser
Soze í myndinni Usual
Suspects. f þakkarræðunni
þakkaði hann móður sinni
fyrir stuðninginn.
Panasonic
myndbandstæki NV SD200
Panasonic SD200 [Super Dríve, A1 Crystal viewj
allar aðgerðir koma fram á skjá, innstilling
stöðva sjálfvirk ásamt langtíma upptökuminni.
SD 200 fékk 10 fyrir myndgæði I What Video
Tækið endurgreitt!
Einn heppinn vtOsklptavlnur fær tæklð endurgrelttl
LAUGAVEGI - SIMI 552 6860
KRINGLUNNI - SÍMI 568 9980
tilboðsdagar
Sumarkjólar áöur kr. 5.990,- nú kr. 3.990,-
Allar peysur áðurkr. 5.990,- nú kr. 2.990,-
Gallajakkar áður kr. 5.990,- nú kr. 3.990,-
Gailaskyrtur áður kr. 4.990,- nú kr. 2.490,-
Síð sumarpilí áður kr. 3.990,- nú kr. 1.990,-
(fimm litir)
Leggings Bolir aöur kr. 1.990.- nu kr. 79O0~ áöurkr. 1.990,- HÚ kr, 790,-
4