Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fegursta stúlka Reykjavíkur valin í kvöld Fyrsti varaforseti kínverska þingsins Miklir mögu- leikar á frek- ara samstarfi FEGURÐARSAMKEPPNI Reykja- víkur verður haidin á Hótei íslandi í kvöld, 12. apríl, en 15 stúlkur taka þátt að þessu sinni. Reynt er eftir fremsta megni að hafa keppn- ina með nýstárlegum hætti og ann- ast Helena Jónsdóttir sviðsetningu hennar. Boðið verður upp á fjölda skemmtiatriða, meðal annars söng, dans og tískusýningar. Auk fjölda verðlauna vinnur sigurvegari sér rétt til þátttöku í Fegurðarsam- keppni Islands 24. maí nk., sem send verður út beinni útsendingu á Stöð 3. Þar fær sigurvegarinn meðal annars til umráða bifreið frá Jöfri í eitt ár og verður bifreiðin til sýnis í anddyri Hótels Islands í kvöld. Stúlkurnar fimmtán hafa geng- ist undir strangar æfingar frá miðjum febrúar, verið í Iíkamsrækt í World Class, farið í ljós hjá Sól- baðsstofu Grafarvogs, fengið snyrtingu hjá Face og hárgreiðslu hjá HárExpo. TIAN Jiyun, fyrsti varaforseti kín- verska þingsins, sagði á blaða- mannafundi í gær að hann væri mjög ánægður með opinbera heim- sókn sína til íslands og að áfram yrði unnið að því að stuðla að aukinni vináttu og samstarfí ríkj- anna. Kínverska sendinefndin fór í gær m.a. til Þingvalla, skoðaði Ljósafossvirkjun og Hveradali og átti fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Aðspurður hvar hann sæi helst möguleika á tvíhliða samstarfi Íslendinga og Kínverja í framtíð- inni sagði Jiyun að fyrir heim- sóknina hefði hann ekki haft mikla vitneskju um mögulegt samstarf ríkjanna. Eftir að hafa komið til íslands sæi hann hins vegar möguleika á samstarfi á fjölmörgum sviðum, ekki síst varðandi fiskveiðar, fiskvinnslu og fiskeldi. Myndi hann hvetja kínversk fyrirtæki til að fjárfesta á Islandi í kjölfar heimsóknarinn- ar. Þá væri það mjög jákvætt ef áform um álbræðslu yrðu að veru- leika. Það ætti þó enn eftir að koma í Ijós, Kínversk sérfræðinga- Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Þorkell TIAN Jiyun, fyrsti varaforseti kínverska þingsins, og Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, á blaðamannafundinum í gær. nefnd hefði heimsótt ísland til að kanna möguleikana og á döfinni væri heimsókn íslenskra sérfræð- inga til Kína. Það hvort álbræðslan yrði reist myndi fyrst og fremst ráðast af því hvort rekstur hennar væri tal- inn efnahagslega hagkvæmur. „Eg vona að sú verði raunin,“ sagði Jiyun. Hann sagði að á sviði jarðhita- nýtingar hefði þegar tekist gott samstarf milli Islendinga og Kín- veija en að hann teldi möguleika á enn frekara samstarfi. í ferðinni hefði hann séð íslensk orkuver þar sem væri að finna fyrsta flokks tækni og búnað. Virðum mannréttindi Jiyun var á blaðamannafundin- um spurður um ástand mannrétt- indamála í Kína og gagnrýni í garð Kínveija fyrir mannréttinda- brot. Hann sagði Kínveija virða grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna varðandi mannréttindi og væri verið að grípa til frekari aðgerða til að treysta mannrétt- indi í sessi. Tók hann fram að erfitt væri fyrir þróunarríki og iðnríki að fara eftir sömu stöðlum í þessu sam- bandi. Oft væru önnur ríki einnig að reyna að skipta sér af innri málefnum Kína undir yfirskini mannréttinda. Þegar spurt var hvort Kommún- istaflokkur Kína myndi hugsan- lega afsala sér völdum í framtíð- inni þannig að lýðræðislega kjörin stjórn tæki við völdum sagði Jiyun að Kommúnistaflokkurinn væri það stjórnmálaafl sem væri viður- kennt af kínversku þjóðinni. Flokkurinn myndi bæta stjórn sína en ekki gefa hana upp á bátinn. Það yrði ekki gert þar sem flokkur- inn væri fulltrúi hagsmuna og rétt- inda þjóðarinnar. Jiyun var einnig spurður um deilur Kínveija og Tævana og sagði hann það vera skoðun sína að ef ráðamenn í Tævan létu af „skemmdarverkastarfsemi" sinni myndi það draga úr spennu. Að- spurður hvort Kínveijar gætu ein- hvern tímann sætt sig við Tævan sem sjálfstætt ríki svaraði hann „Aldrei". Mótmæli afhent Þingflokkur Kvennalistans af- henti Tian Jiyun í gær bréf, sem hann er beðinn að koma á fram- færi við þingmenn kínverska þingsins og kínverska ráðamenn. I bréfinu er skorað á kínverska forystumenn að virða meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna um virðingu fyrir mannréttindum, friðsamlega lausn deilumála og virðingu fyrir sjálfsákvörðunar- rétti fólks. M.a. eru Kínveijar beðnir um að fara að ábendingum Amnesty International um hvernig þeir geti bætt ráð sitt í mannrétt- indamálum. Andlát ÓLAFUR E. ÓLAFSSON ÓLAFUR E. Ólafs- son, fyrrverandi kaupfélágsstjóri Kaupfélags Króks- fjarðar, er látinn 78 ára að aldri. Ólafur fæddist 30. janúar 1918 að Vals- hamri í Geiradals- hreppi, í Austur- Barðastrandasýslu. Foreldrar hans voru Ólafur E. Þórðarson og Bjarney S. Ólafs- dóttir. Ólafur gekk í ungl- ingaskóla séra Helga Konráðssonar og stundaði nám í Samvinnuskólanum á árunum 1934-36. Hann starfaði hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga og hóf störf hjá Kaupfélagi Króksfjarðar 1938. Var hann kaupfélagsstjóri frá .1943-73 og starfaði því næst í nokkur ár sem fulltrúi hjá Ríkis- endurskoðun. Ólafur vann mikið að málefn- um Rauða krossins og var skrifstofustjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins um árabil. Ólafur var hrepps- stjóri Geiradalshrepps í rúma tvo áratugi. Hann átti sæti í stjórn SIS og var einnig í stjórn Þörungavinnsl- unnar, stjórn Baldurs í Stykkis- hólmi og í stjórn Gests hf. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Friðrikka Bjarnadóttir frá Höfn í Hornafirði. Eignuðust þau sex börn sem eru öll á lífi. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.