Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Raunhæfar leikreglur atvinnulífsins ÉG HEF í fyrri greinum mínum Qallað um slæma stjórnarhætti heil- brigðismála, enda er ég sjálfur læknir. Alvarlegustu misbrestir varða þó önnur málefni, einkum atvinnumál. Lög og reglur þurfa að vera skynsamlegar og hugsan- legar afleiðingar lagasetningar þarf að meta í nefndavinnu alþingis, áður en endanlegt lagafrumvarp er sett fram. Helst þyrftu lögin að vera þannig að hagsmunir heildar- innar og einstaklings falli saman, ef þess er nokkur kostur. Þannig mætti jafnvel lokka „skúrka" til góðverka. Vanhugsuð lög, sem við fyrstu sýn virðast bæta úr brýnni nauðsyn, geta hins vegar leitt jafn- vel „góða borgara" til að vinna heildinni mein. Þetta er augljóst mál, en samt er mikilvægi þessarar grunnreglu fyrst að renna upp fyrir mönnum nú. Menn hafa vaknað við vondan draum, eftir að hafa horft á mikinn skaða. Færa má t.d. rök fyrir því, að geymslu- og urðunar- styrkir til lambakjötsframleiðslu hafi átt meginsök á þeim vanda, sem sú búgrein býr við í dag. Þeir sem komu þessu á, voru einatt tald- ir vinir bænda. Hinir sem börðust gegn þessu, m.a. Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV, og Gylfi Þ. Gísla- son, fyrrverandi ráðherra, hafa ver- ið úthrópaðir, sem höfuðóvinir ís- lenskrar bændastéttar. Ætli sögubækur framtíðar eigi ekki eftir að snúa þessu við. Tvö afdrifarík- ustu dæmin um hliðstæða hluti í dag eru lög um fiskveiðistjórnun og lög um skattlagningu hagnaðar af áhættufjármagni. Gallað kvótakerfi Ég held að enn stærri harmieikur sé á leiðinni í sjávarútvegi. Fisk- veiðistjórnun, sem veldur því að smáfíski og þorski er hent, gengur ekki upp. Sjávarútvegsmálaráð- herra er að hugleiða að herða refs- ingar. Ég efast um, að ástandið batni við hertar refsingar, a.m.k. yrði að taka upp kínverskt réttarf- ar, þar sem þjófar væru sendir til feðra sinna. Vistvænsta og mest atvinnuskapandi grein sjávarút- vegs, trilluútgerðin, er lögð í rúst. Síðast en ekki síst, þá veita núver- andi reglur enga vörn gegn yfirtöku útlendinga á veiðirétti og vinnslu hér við land. Lög um eignaraðild útlendinga er hægt að sniðganga með óbeinni aðild. Ef banna ætti óbeina aðild, þá væri allt erlent fjár- magn nær útilokað frá íslensku atvinnulífi. Sóknarstýring, ásamt upptöku auðlindaskatts, alls staðar þar sem takmarkaðar auðlindir þjóðarinnar eru nýttar, gerir mönnum fært að keppa á jafnréttisgrundvelli. Sókn- arstýring þarf að sjálfsögðu að vera útfærð með vitrænum hætti, þannig að tillit sé tekið til stærðar og af- kasta skipanna. Einnig mætti sókn utan 50 mílna vera ódýrari en sókn á grunnslóð fyrir afkastamikil skip. Þannig væri hægt að fella öll skip í sama kerfið. Sóknarstýring hefur einnig þann kost að vera næmari á líffræðilegar sveiflur fiskistofna. Sókn er ákveðin út frá væntingum um stofnstærð. Sveiflist stofnstærð upp á árinu, þá mun ákveðin sókn leiða til meiri afla. Öfugt þegar stofnstærð minnkar. Stærsti vand- inn við að snúa frá núverandi kerfi, er eign útgerðamanna á aflakvóta. Taka þarf tillit til þeirrar eignar þegar skipt er um kerfi, annað væri eignaupptaka. Helst mætti gera það með því að veita þeim útgerðarmönnum, sem eiga kvóta i dag, verulegan afslátt af veiði- leyfagjaldi, sem færi minnkandi næstu 12 árin. Skattlagning hagnaðar Burtséð frá hverfandi frítekju- marki, þá er hagnaður skattlagður a.m.k. til jafns við launatekjur, en vextir af lánsfjármagni sleppa við skattlagningu. Þeir, sem eiga ríkis- skuldabréf, fá verðbætur, auk 5-6% vaxta og njóta jafnframt eignaskattfrelsis. Þetta fyrirkomu- lag er í anda sumra stjórnmála- manna á vinstri væng, sem bann- færa allan gróða og telja það aðeins til að bæta hag „fjölskyldnanna Öfundarheimspeki skilar engu, segir Sig- urður Gunnarsson, sem hér skrifar um þjóðfélagsmál. fjórtán". Þessi öfundarheimspeki skilar engu, því væntanlega eru meðlimir fjölskyldnanna engir gras- asnar og hafa sitt á þurru, hvernig sem lög og reglur eru. Þeir færa fjármagn sitt úr áhættufé í lánsfé, nema þá einstaka hugsjónamaður og eftir stendur íslenskt atvinnulíf snautt af hlutafé. Allir vita að fyrir- tæki án verulegs áhættufjármagns eru ekki burðug. Ekkert má út af bregða til þess að fyrirtækið verði gjaldþrota. Ekki er fjármagn til að fjármagna nýsköpun og tæki til að bæta framleiðni. Þetta ásamt óhóf- legum vinnutíma veldur lítilli fram- UNDANFARI bankastofnunar í Mosfellssveit er ekki neinn einn at- burður. Miklu fremur röð ýmissa atvika og þó nokkur fundarhöld. Um stofnun sparisjóðs heyrði ég fyrst talað árið 1928 eða 1929 á fundi á heimili foreldrá minna. Því má skjóta hér inn að fleiri mál voru þar á dagskrá; m.a. stofnun sjúkra- samlags og lagning bílvegar úr Reykjahverfi um Skammadal norður í Mosfellsdal. Vegamál voru ofarlega á baugi um þetta leyti því menn hugðu á áætlunarferðir til Reykja- víkur. Hvatamaður þeirrar umræðu var Karl G. Pálsson frá Eiði við Gufunes, sem vildi hefja skipulega fólksflutninga á bíl milli Reykjavíkur og Mosfellssveitar. Aka átti þrisvar á dag, en sett var það skilyrði að nefndur vegur um Skammadal kæm- ist á og skyldu heimamenn annast þá framkvæmd. Þannig skyldi tengja þessa tvo byggðakjarna Mosfells- sveitar, Reykjahverfi og Mosfellsdal, til hagræðingar fyrir rútuna. Enn er talað um veg þessa leið, en aldrei var þar annað en reiðvegur og er svo í dag. Áætlunarferðir hóf Karl líklega um 1931 og hét fyrirtækið „Áætl- unarbílar Mosfellssveitar". Farið kostaði 1 krónu og allir farþegar voru sóttir heim í Reykjavík. Þetta fyrirtæki lagðist svo niður um það leyti er Mosfellingar fengU kaup- staðarréttindi árið 1987. Bændur í Mosfellssveit máttu á þessum tíma teljast efnamenn. Þeir óku framleiðslu sinni á eigin bílum og seldu á nærtækum markaði í Reykjavík. Áhugi fyrir peningastofnun var takmarkaður bæði hjá bændum sveitarinnar og aðalbankanum í Austurstræti. Astæðan var m.a. sú að nokkrir helstu viðskiptavinir bænda voru blómabúðirnar í Hafn- arstræti, Austurstræti og næsta nágrenni. Menn seldu og innheimtu tvisvar eða þrisvar í viku og lögðu inn í aðalbankann. Pósthúsið var í næstu götu og notalegir veitingastaðir þar sem menn gátu hitt kunningjana áður en haldið var heim. En um 1960 fór þetta ástand að breytast og umræðan um peningastofnun varð alvara. Sparisjóðurinn lét bíða eftir sér, þótt oft væri hann á loforðalista frambjóðenda, eins og vegurinn góði um Skammadalinn. Sjúkrasamlagið komst hins vegar á legg um 1930, leiðni og stuðlar að lág- um launum og mikiili vinnuþrælkun. Það er því ekki að undra að mörg lítil fyrirtæki eru skálkaskjól til að fela einkaneyslu og í besta falli til að skapa eiganda og launþegum vinnu, en ekki til þess að skapa arð, sem þó er grund- völlur aukinnar verð- mætasköpunar í fram- tíðinni. Afleiðingar skattpíningar Litlu fyrirtækin eru vaxtarbroddur atvinnu- lífsins og þjóðlífsins alls. Ef þau búa við skilyrði sem stuðla að sjúk- leika þeirra, þá mun heldur ekki verða neitt fé til að borga lífeyri fyrir gamalt fólk og öryrkja. Þá verður heldur ekki fé til að borga fyrir heilbrigðisþjónustu. Ef menn reyna að auka Ijárstreymi til þessa málaflokks við þær aðstæður, með því að hækka skattprósentuna enn frekar, þá mun það gerast, að skattféð mun minnka, þótt skatt- hlutfallið hækki, vegna þess að all- ur þróttur fer úr hagkerfinu. Það mun gerast miklu fyrr hjá okkur en hjá auðugum iðnríkjum á borð við Svíþjóð. Auk þess má benda á, og var það okkar ástsæli prestur, séra Hálfdan Helgason, sem varð gæslumaður þess. Árið 1963 gerði hreppsnefnd sam- þykkt um að peningastofnun yrði sett á laggirnar. Þrátt fyrir góðan vilja og umleitanir, m.a. við Búnað- arbankann, dróst þó málið þar til í lok þess áratugar. Árið 1964 var sparisjóðurinn í Hveragerði heims- óttur. Þá voru send erindi til sömu aðila og Seðlabanka 1967 og 1969, Umræðan um peninga- stofnun, segir Jón M. Guðmundsson, varð al- vara um 1960. og þá loksins komst skriður á málið. Búnaðarbankinn tók að sér verk- efnið og útibúið var opnað í Mark- holti 2 hinn 1. apríl 1971. Þörfin var brýn og hreppsnefndir í héraðinu voru samtaka. Greinarhöfundur var á þessum tíma oddviti Mosfellshrepps og vann að framgangi þessa máls með fullt- ingi oddvita Kjalarneshrepps og Kjósarhrepps. Þá komu Þingvelling- ar einnig við sögu og var miðað við að athafnasvæðið væri hið sama og læknishéraðið, eða þessir fjórir hreppar. Ákveðið var að senda fyr- irtækjum boð um bankaþjónustu, og sá oddviti Mosfellshrepps um að senda 30 aðilum í Mosfellshreppi bréf, 15 í Kjalarneshreppi og 25 ein- staklingum víða á svæðinu, sem að ýmsar fjárfesting- ar, sem ekki tengjast heilbrigðismálum beint, geta bætt heilsu almennings og aukið þrótt hagkerfis- ins: 1. Kenna þarf fólki að umgangast líkama sinn og sál, þannig að það sé samrýman- legt góðri heilsu. 2. Fé, sem fer í að breikka einbreiða brú, gæti nýst enn betur en fé til að ljölga rúm- um á Grensásdeild, þrátt fyrir, að endur- hæfing sé ein arðbæ- rasta grein læknisfræðinnar. Lokaorð Þetta er þriðja og síðasta grein mín hér í Morgunblaðinu í flokki greina, sem fjalla allar um auka- verkanir lagasetninga, sem geta verið bæði góðar og slæmar. Þeim, sem ekki vilja taka þátt í umræð- unni hér í blaðinu en vildu þó koma athugasemdum um málið á fram- færi, er velkomið að senda mér línu, einnig á netinu. Netfang: siggunn- eldhorn.is Höfundur er heilsugæslulæknir á Djúpavogi. höfðu með höndum búrekstur eða ráku fyrirtæki. Oddvitar hreppanna voru þá auk Jóns í Mosfellshreppi þeir Bjarni Þorvarðarson, Bakka á Kjalarnesi, Ólafur Andrésson, Sogni í Kjós, og Einar Sveinbjarnarson, Heiðabæ, oddviti Þingvallahrepps. Útibússtjóri var ráðinn Páll Bri- em. Honum farnaðist vel. Menn veltu fyrir sér að bjóða forsvarsmönnum hreppanna og stærri fyrirtækja til hófs, en að ráði oddvita Mosfells- hrepps var hætt við það. Þannig stóð á að héraðsbúar söfnuðu peningum fyrir góðum flygli sem vera skyldi í Hlégarði. Lokagreiðslan var 250.000 krónur og í stað veislu af- henti Búnaðarbankinn þessa pen- inga í flygilsjóðinn. Hljóðfærið var Bösendorfer, að verðgildi á þriðju milljón, og er enn í Hveragerði. Á*þessum árum var í héraðinu mikið og vaxandi samstarf í ýmsum menningar- og skólamálum. Þá má nefna brunavarnir, heilbrigðiseftirlit og félagslíf á sviði íþrótta- og söng- mála. Samstaðan um að eiga vandað hljóðfæri á einum stað í héraðinu var eindregin, eins og þetta dæmi sýnir. Nú eru bankaútibúin orðin tvö, íslandsbanki er hér við sömu götu. Þessi saga verður vonandi skráð við hentugleika. Útibússtjórar Búnaðarbankans hafa verið þrír; Páll Briem, Moritz W. Sigurðsson og Karl Loftsson, núverandi útibússtjóri. Stofnuninni skulu færðar árnað- aróskir á þessum tímamótum. Höfundur er fv. oddviti Mosfells- hrepps. AÐALFUNDUR SÍF HF. Aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 26. apríl og hefst kl. 14.00. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. grein 4.03 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga stjórnar um arðgrciðslur. 3. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 4. Tillaga um breytíngu á 2. gr. samþykkta um heimild til stjórnar tíl hækkunar á hlutafé með sölu nýrra hluta. 5. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundinum, skulu komnar í hendur stjórnar eigi síðar en 7 sólarhringum íyrir fúndinn til þess að þær verði teknar a dagskrá. Dagskrá aðalfúndarins, ársreikningur félagsins og endan- legar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis frá og með 19. apríl 1996. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á skrifstofu félagsins að Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði, þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. apríl næstkomandi. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa, gesti þeirra og framleiðendur í Súlnasal Hótel Sögu og hefst hófið kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Miðar á hófið verða seldir á skrifstofu SÍF og á aðalfundinum. Stjórn SÍF hf. Búnaðarbankinn I Mosfellsbæ 25 ára MYNDIN er tekin á stofndeginum, er Páll Briem afhendir Gísla Jónssyni, formanni hljóðfærisnefndar, 250 þúsund kr. ávísun að oddvita Mosfellshrepps, Jóni Guðmundssyni, viðstöddum. Sigurður Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.