Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 39 FRÉTTIR Fyrirlestur um hvernig hjálpa má börnum alkó- hólista i i i BARNAVERNDARSTOFA í sam- vinnu við félagasamtökin Barnaheill boða til opins fræðslufundar með Claudiu Black laugardaginn 13. apríl nk. kl. 15 í Norræna húsinu. Claudia Black mun flytja erindið „How Can We Help Children and Adolescents in Alcoholic Families“ og að því loknu svara fyrirspumum gesta. Erindið og umræður verða á ensku. Claudia Black er félagsráðgjafi og doktor í sálfræði. Hún er einn fremsti fræðimaður í heimi á sviði fíknisjúk- dóma og áhrif þeirra á fjölskylduna og böm sérstaklega. Eftir hana liggja sjö bækur og er þekktust þeirra bók- in „It will never happen to me“ um fullorðin börn alkóhólista sem seldist í milljón eintökum. Þá hefur Claudia gefið út mikið magn fræðsluefnis m.a. 15 myndbönd um fíknisjúkdóma. Claudia er eftirsóttur fyrirlesari víða um heima og er á íslandi nú í tilefni alþjóðaráðstefnunnar EUROCAD, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundurinn er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfír. íslandsmeistara- mót í Svarta Pétri ÍSLANDSMEISTARAMÓT í Svarta , Pétri fer fram laugardaginn 13. apríl á Sólheimum í Grímsnesi. Keppt Gjöfin VALUR Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, afhendir Jóni Is- berg, formanui stjórnar Héraðs- skjalasafns A-Húnavatnsssýslu, peningagjöf til minningar um afhent Pétur Sæmundssen bankastjóra. Peningarnir, 250 þúsund krónur, verða notaðir til að kaupa sér- taka bókaskápa, eins og sagði frá í frétt Morgunblaðsins í gær. Tónleikar hjá Frelsinu ULF Christiansson er hingað kominn í boði Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, til að halda tónleika og verða þeir haldn- ir annað kvöld, laugardag'skvöld, kl. 21, í húsnæði Frelsisins, Hverfisgötu 105, 1. hæð, en samfara þeim vígir Frelsið nýjan samkomusal. Ulf mun einnig predika á samkomu Frelsisins á sunnudagskvöld, kl. 20. t Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ÓMARS EMILSSONAR, er lést í Bandaríkjunum. Kristín Guðmundsdóttir, Hjálmtýr Jónsson og systkini hins látna. verður um íslandsmeistaratitilinn „Svarti Pétur 1996“. Mótið hefst kl. 15 og því lýkur kl. 18. Stjórnandi mótsins er Bryndís Schram. Keppt er um veglegan far- andbikar og eignarbikar auk þess sem allir fá aukaverðlaun. Mótið er opið öllum sem áhuga hafa og mun aðstoðarfólk vera við hvert spilaborð. Gert verður hlé á mótinu og boðið upp á pylsur og gos. Þátttaka tilkynnist í síma 486 4430, þátttökugjald er 300 kr. Skipu- lagðar sætaferðir verða frá Umferð- armiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 og komið til baka um kl. 19.30. ■ ITCIII. ráð heldur laugardaginn 13. apríl sinn 44. og 45. ráðsfund. Verður hann haldinn á Hvoli, Hvols- velli, og hefst kl. 10. Stef fundarins er: Bjarsýnum manni skjátlast eins oft og bölsýnum en honum líður ólíkt betur. Gestgjafadeildin er ITC Stjanan í Rangárþingi. Meðal dag- skráratriða verður ræðukeppni milli deilda. Fundurinn er öllum opinn. 17 ITC deildir starfa víðs vegar um landið og eru fundir haldnir tvisvar í mánuði þar sem m.a. er boðið upp á þjálfun í fundarsköpum og mann- legum samskiptum. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför RAGNHILDAR ÓSKARSDÓTTUR RÓSKU. Manrico Pavolettoni, Höskuldur Harri Gylfason, Anna Birna Ragnarsdóttir, Sigurbjörg Emilsdóttir, Óskar B. Bjarnason, Borghildur og Guðrún Óskarsdætur og barnabörn. RAÐjAUGI ysingar ( < < < I < < I < < ( < I ( Uppboð Framhald uppboðs fer fram á eigninni Hrossafell 2, hesthús, Skaga- strönd, þingl. eign Magnúsar Hjaltasonar, gerðarbeiðandi sýslumað- urinn á Blönduósi, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 18. apríl 1996, kl. 14.30. Blönduósi, 11. apríl 1996. Sýslumaðurinn á Blönduósi. Til sölu úr þrotabúi Til sölu eru úr þrotabúi Almenna bókafélags- ins hf. ýmis skrifstofuáhöld svo sem skjala- skápar, húsgögn, símstöð og ýmislegt fleira. Munir þessir verða seldir á fyrrum skrifstofu félagsins í Skipholti 25, Reykjavík, laugardag- inn 13. apríl 1996 kl. 13.00-19.00. F.h. þrotabús Almenna bókafélagsins hf., Skarphéðinn Þórisson hrl., skiptastjóri. Bækur Bóksalan að Hjarðarhaga 24, bakdyr, verður á ný opin frá og með laugard. 13. apríl. Afgreiðslutími: laugard. 10.00-13.45 og virka daga 14.00-17.45. Símaþjónusta 9.00-11.30 sömu daga. Björn H. Jónsson. Stangaveiðimenn Nýtt flugukastnámskeið hefst í Laugardals- höllinni sunnudaginn 14. apríl kl. 10.20 ár- degis. Kennt verður 14., 21., 22., 25. og 28. apríi. Við leggjum til stangir. Þetta er síðasta námskeið vetrarins. 22. apríl er kennslan kl. 20.00. K.K.R., S.V.F.R. og S.V.F.H. Stýrimannaskólinn í Reykjavík GMDSS - fjarskiptanámskeið Nýja neyðar- og öryggisfjarskiptakerfið Námskeiðin verða : 15. apríl-24. apríl og 29. apríl-8. maí. Námskeiðin hefjast kl. 16.10. Vinsamlega hafið strax samband. Upplýsingar í síma 551 -3194, fax 562-2750. Skólameistari. Þjórsárdalsvegur um Gaukshöfða Niðurstöður frumathugunar og úrskurður skipulagsstjóra rfkisins samkvæmt lögum nr. 63/1993 Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, lagningu Þjórsárdalsvegar númer 332-02, frá Þverá undir Gaukshöfða að Ásólfsstöðum. Úrskurðurinn er byggður á frummatsskýrslu Vegagerðarinnar, umsögnum og svörum framkvæmdaraðila við þeim. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagi ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkom- andi aðila. Skipulagsstjóri ríkisins. Húseigendur - húsfélög - verkkaupar Samtökum iðnaðarins berast reglulega kvartanir vegna óprúttinna viðskiptahátta verktaka, sem hafa hvorki fagréttindi né fag- þekkingu, bjóða nótulaus viðskipti og leggja ekki fram verklýsingu eða gera verksamning. Að gefnu tilefni vilja Samtök iðnaðarins leggja áherslu á eftirfarandi: • Skiptið við fagmann. Samkvæmt iðnlög- gjöfinni skulu verktakar í löggiltum iðn- greinum hafa meistararéttindi. • Forðist ólöglega þjónustu. Nótulaus við- skipti eru ólögleg og gera kaupanda verks eða þjónustu réttlausan gagnvartverktaka. • Gerið ráð fyrir endurgreiðslu virðisauka- skatts. Virðisaukaskattur af vinnu við ný- byggingar, endurbætur og viðgerðir á íbúðarhúsnæði fæst endurgreiddur hjá skattstjórum. Eyðublöð þess efnis fást hjá skattstjóra og á skrifstofu Samtaka iðnaðarins sem jafnframt veita aðstoð við útfyllingu. • Girðið fyrir hugsanlegan ágreining við uPP9jör. Mikilvægt er að fá verklýsingu með tilboði og gera verksamning, að öðr- um kosti hefur kaupandi ekkert í höndun- um yfir það sem hann er að kaupa. Stöðl- uð verksamningsform fást á skrifstofu Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins ráðleggja fólki að leita upplýsinga um verktaka áður en samningur er gerður. Hjá Samtökum iðnaðarins og meistarafélögum fást upplýsingar um hvaða meistarar og verktakar eru félags- bundnir. SKIPTIÐ AÐEINS VIÐ FAGLEGA VERKTAKA! SAMTÖK IÐNAÐARINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.