Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 33 Ég hélt lengi vel að amma ætti súkkulaðiverksmiðju, svo mikið átti hún alltaf af því. Og hún var sann- arlega ekki nísk á sælgætið. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku langamma mín, en ég veit að þú ert núna hjá afa með skeggið og þar líður þér vel. Þinn Hermann. Kær vinkona mín Kamilla Þor- steinsdóttir hefur kvatt þetta tilveru- stig og er stigin inn í veröld ljóss og friðar. Þar sem ég á þess ekki kost að fylgja henni síðasta spölinn, langar mig að minnast hennar fáum orðum. Kamillu kynntist ég fyrst veturinn ’55-’56 þegar ég var í skóla með dóttur hennar. Frá upphafi fannst mér ég hafa eignast traustan og hollráðan vin þar sem Kamilla var, slíkt var við- mót hennar og hlýja í minn garð frá fyrstu tíð. Kamilla Þorsteinsdóttir var fríð kona og fönguleg, ljós yfir- litum og tíguleg í framgöngu. Hún hóf hjúkrunarnám rúmlega tvítug og reyndist frábær í hjúkrunar- starfi. Árið 1935 réðst hún til starfa á Kristneshæli. Þar með voru örlög hennar ráðin, því að hún giftist framkvæmdastjóranum á staðnum, Eiríki G. Brynjólfssyni. Á Kristneshæli bjuggu þau hjón og störfuðu í meira en 50 ár. Heim- ili þeirra var rómað fyrir gestrisni og rausnarskap, enda voru þau eink- ar samhent í því að hlúa vel að gest- um sínum með glaðværð og góð- gerðum. Mestallan þann tíma sem þau hjón bjuggu í Kristneshæli, var skrifstofa hælisins i sama húsi og íbúð þeirra. Margir áttu erindi á skrifstofuna og oftar en ekki bauð Eiríkur við- mælendum sínum til kaffidrykkju í eldhúsinu hjá Kamillu. Má nærri geta hver ábót þetta var við stórt heimili, enda fannst mér eldhúsið hennar Kamillu stundum líkjast umferðarmiðstöð. En þótt margir ættu erindi við Eirík voru þeir ekki færri sem settust í eldhúsið til að létta á hjarta sínu við Kamillu. Og Kamilla brást ekki trausti skjólstæð- inga sinna. Skilningsrík hlýddi hún á vandamál fólks, lagði gott til mála og veitti huggun og styrk með hlýrri nærveru sinni. Kamilla vinkona mín var glaðvær og hafði einkar gott skopskyn og næma kímnigáfu, sem engan meiddi. Hún var í eðli sínu félags- lynd, en heymardeyfa bagaði hana frá barnsaldri og gerði hana hlé- drægari en efni stóðu til. Sakir heymardeyfunnar naut hún sín ekki í margmenni, en fór oft á kostum í fámennum vinahópi. Ég get ekki lokið þessum fátæk- legu minningarbrotum um Kamillu mína án þess að minnast á það hversu bamgóð hún var. Börn hænd- ust ótrúlega að henni og hún var mjög fundvís á það sem glatt gat litlar sálir. Ósjaldan dró hún einhver sætindi upp úr tösku sinni til að stinga að litlum vinum og dóttir mín ein kallaði hana alltaf „Súkkulaði- konuna“. Lokið er lífsgöngu mætrar konu, mikillar ættmóður og hollráðs vinar. Söknuður er í hjarta þeirra sem á eftir henni sjá, en það er huggun harmi gegn að hún átti góða heim- von og kvaddi sátt að loknum löng- um ævidegi. Við Ingólfur sendum aðstandendum öllum samúðarkveðj- ur. Hvil í friði, kæra vinkona. Jenný Karlsdóttir. TORFILÝÐUR TORFASON + Torfi Lýður Torfason var fæddur á Bakka í Hnífsdal 20. nóvember 1907. Hann lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 31. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Akraneskirkju 10. apríl. Við vomm ekki háar í loftinu við systurnar er við fórum fyrst með foreldrum okkar í ævintýrasiglingu með Akraborginni. Ferðinni var heitið upp á Skaga þar sem Halla amma og Torfi afi bjuggu. Ein slík ferð stendur öðrum framar í minn- ingunni. Eins og venjulega var afi mættur á bryggjunni, skælbrosandi og veif- andi, er lagt var að. Hann var sér- lega kampakátur þennan dag því þau amma voru þá nýflutt í drauma- húsið sitt á Suðurgötu 27. Er þang- að kom vorum við umsvifalaust drifin í skoðunarferð um húsið, sem var á þremur hæðum. Minnisstæðastur er kjallarinn í þessari fyrstu heimsókn þangað. Það fyrsta sem fyrir augu bar var búrið, yfirfullt af alls konar matvör- um og ekki síst af sælgæti. Þar var einnig stærðar frystikista sem amma sýndi okkur stolt ofan í og afi stóð við hlið hennar og kímdi. Ókunnugir hefðu sjálfsagt haldið að húsfreyjan héldi heimili fyrir minnst tíu manns og væri með allt á hreinu hvað varðaði fyrirhyggju í innkaupum og matseld. En matar- búrið og frystikistan hennar ömmu áttu sína sögu. Á unga aldri sór hún þess eið að ef fátæktin tæki enda skyldi hún alltaf eiga nógan mat. Og þannig var það, en það er önnur saga. — Og þó, kannski ekki. Amma og afi kynntust eftir miðjan aldur en höfðu átt mjög ólíkt lífshlaup. Hún margra barna móðir og amma, en hann fyrrum sjómaður, einhleyp- ur og barnlaus. Hún þétt í lund og dálítið stjórnsöm en hann ljúf- mennskan uppmáluð. Öllum ber saman um að kynni þeirra hafi ver- ið gæfa beggja, þótt ólík væru. Seint gleymist hversu lukkulegur hann var í nýja húsinu þeirra, óþreytandi við að snúast í kringum ömmu — sendast upp og niður stiga að sækja hitt og þetta — fyrir kon- una sína sem hann lét sér svo óend- anlega annt um. Það má eiginlega segja að hans mesta gleði hafi ver- ið hennar gleði. Hann naut þess út í ystu æsar að veita henni það sem hún hafði farið á mis við í lífínu. Heimili með gnægð af öllu og það sem henni fannst mest um vert, handavinnu. Það var hennar hjart- ans mál og stoltur fylgdi hann gest- um um húsið og rakti sögu allra myndanna hennar, sem prýddu nán- ast alla veggi heimilisins. Þessum kafla í lífí hans lauk fyr- ir átta árum er amma dó. Er hún lá banaleguna fór hann undantekn- ingarlítið tvisvar á dag gangandi að heimsækja hana. Var hann þá sjálfur sárlasinn og þurfti margoft að hvíla sig á leiðinni. Við höfðum áhyggjur af afa, búandi einum. En áður en langt um leið fréttum við af honum sem módeli á tískusýningu á skemmti- kvöldi í Höfða! Og þar með var ís- inn brotinn. Upp frá því tók hann virkan þátt í félagsstarfínu þar á bæ, allt frá spilamennsku til ferða- laga landshoma á milli. Eftir erfið veikindi í vetur kvaddi afi þennan heim á pálmasunnudag. Með söknuði kveðjum við kæran afa, með þakklæti fyrir allt. Á íslandi pæfa foldgná fjöll við fölbláa lygna voga. Þar bjuggu hetjur og helgir menn við hafdjúpsins vafurloga. Hann afi var líka einn af þeim, því ekkert hann hræðast kunni. Við bylgjur og storma hann barðist oft, með bros og söngva á munni. Og síðast lagði hann á sæinn einn og sigldi til furðustranda. Við sjónhringinn stjama brosir björt og bendir til sólarlanda. (Árelíus Níelsson.) Marta og Sesselja Jörgensen. JÓNA G UÐMUNDSDÓTTIR + Jóna Guð- mundsdóttir fæddist 2. ágúst 1915 að Sjólyst, Gerðum í Garði. Hún andaðist á Sól- vangi laugardaginn 30. mars síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guð- mundsson, kenndur við deild, Akranesi, og Guðrún Þorkels- dóttir af Vatns- leysuströnd. Eigin- maður hennar var Gestur Magnús Gamalíelsson húsasmiður og síðar kirkju- garðsvörður í Hafnarfirði, f. 2. júní 1910, d. 17. maí 1995. Eignuðust þau tvö börn: 1) Erlu Guðrúnu, f. 22. október 1948, d. 28. júní 1992. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ármann Nú er hún amma Jóna dáin, rétt tæpu ári eftir andlát afa. Ótal minn- ingar leita á hugann og af nógu er að taka, því margar voru stund- imar sem maður átti hjá ömmu og afa í gegnum tíðina. Maður sótti hreinlega í að vera hjá þeim, þetta var einhvers konar frísvæði þar sem allt var leyfilegt, næstum hversu vitlaust sem það var. Ég minnist þeirra stunda með söknuði sem við amma Jóna áttum yfir spilum, en hún naut þess að spila og var með afbrigðum heppin og þá ekki síst í spilakössum Rauða krossins. Hún fór nú varla í þá öðruvísi en að hálftæma þá. En varðandi spilamennsku okkar þá var tíminn aukaatriði og þannig var það reyndar alltaf, spilað var fram eftir nóttu við þann stutta ef því var að skipta og svo farið í bíltúr að skoða skipin eða í búðarglugga, þá komin hánótt. Amma var með eindæmum barn- góð enda voru þau afi búin að ganga í gegnum þá hörmulegu raun að missa barn á unga aldri, og svo síðar einkadóttur sína i blóma lífs- ins sem setti mark sitt á þau og ekki síst hana það sem eftir var ævi. Ég minnist þess er fyrsta langömmu- og langafabarnið kom í heiminn, hún Alfa, hversu mikið eftirlæti hún var og hvemig dekrað var við hana á þeirra bæ, þau geisl- uðu svo í hennar návist, þá endur- upplifði maður eigin barnæsku að sumu leyti. Stundirnar með afa og ömmu eru fyrir mér með öllu ómetanlegar og tilhugsunin, þegar ég var lítill drengur, um það að þau gætu dáið var bara ekki til umræðu, það var bara ekki hægt, svo stór þáttur voru þau í lífí mínu. Hjá þeim var alltaf komið fram við mann sem fullorðinn væri og Eiriksson. Börn þeirra eru Jón Gest- ur sem kvæntur er Ástu Birnu Ingólfs- dóttur og eiga þau dótturina Erlu Guðnýju, Steinunn Eir sem á dótturina Ölfu Karitas Stef- ánsdóttur og Her- mann. 2) Gamalíel, f. 31. júlí 1952, d. í ágúst sama ár. Jóna mun vera sú fyrsta sem lærði vélritun í Hafnar- firði og fékkst hún við ýmis vélritunarstörf til fjölda ára bæði hjá Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar en þó lengst af hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði. Jóna verður jarðsungin í dag frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði og hefst athöfnin kl. 13.30. einhvern veginn leið manni alltaf þannig. Amma og þau bæði höfðu alltaf nægan tíma fyrir mann. Allt- af var farið með bænir fyrir svefn- inn og kenndi hún mér og okkur systkinunum margar bænir sem lifa í hugum okkar og munu gera um ókomna tíð. Bæði voru þau mjög trúuð, og voru virk í starfi bæði fyrir kirkjuna og KFUM og ekki síst hið síðar- nefnda. Þangað fór maður með þeim á samkomur frá því ég fyrst man eftir mér. Síðustu ár, og þá sérstaklega síð- asta ár eða frá því afi dó, tók veru- lega að halla undan fæti hjá ömmu, hún var orðin lasburða og átti orðið erfitt með að horfa framan í tilver- una enda búin að skila sínu og vel það myndi eflaust margur segja. Ég mun minnast þess með þakk- læti hversu vel við kvöddumst þeg- ar ég, Ásta konan mín og Erla Guðný dóttir okkar heimsóttum hana þremur dögum fyrir andlát hennar. Þarna sat hún í hjólastóln- um sem hún var nú ekkert sérlega ánægð með og kallaði mig í þrígang til sín til að kveðja mig, það var sem hún vissi í hvað stefndi. Amma! Ég kveð þig með söknuði og trega en tilhugsunin um að þú dveljir nú meðal ástvina handan móðunnar miklu gerir missinn létt- 'bærari. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð veri sálu þinni náðugur og ég vil enda þessi skrif á bæn sem við fór- um svo oft með saman og mér þyk- ir tilheyra henni ömmu Jónu: Vertu nú yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Jón Gestur Ármannsson. JÚLÍUS HARALDSSON + Júlíus Ilaralds- son fæddist 28. apríl 1970. Hann lést 27. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Júlíusson og Hall- dóra Eiríksdóttir. Systkini Júlíusar voru Eiríkur Har- aldsson, tvíbura- bróðir hans, og Hrafnhildur Har- aldsdóttir. Júlíus var jarð- settur frá Ak- ureyrarkirkju mið- vikudaginn 3. apríl. Elsku stóri bróðir minn Júlíus Haraldsson er látinn. Hann kom til mín daginn fyrir andlát sitt og kvaddi mig, tók utan um mig, kyssti mig og sagði mér að sér þætti svo vænt um mig og bað mig að hugsa vel um dóttur mína, en hveijum hefði dottið í hug að svona myndi fara. Ætíð gat ég treyst á að hann myndi hugga og styðja litlu systur sína ef eitthvað bjátaði á, þá var alltaf stutt í brosið og húmorinn. Það er svo sárt að sjá hann aldrei aftur en ég er sann- færð um að leiðir okkar munu liggja aftur saman og að bilið á milli þess- ara tveggja heima sé ekki stórt. Það var á laugardagsmorguninn að hann Jón Gestur bróðir minn hringdi til að tilkynna mér að hún amma Jóna væri sofnuð svefninum langa. Vertu nú yfir og allt um kring,- með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Vertu guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, drottinn leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Upp í huga mér flugu þessar bænir ásamt svo mörgum öðrum bænum sem hún amma gamla hafði kennt mér á þeim árum sem ég var lítill strákur. Það er ótrú- legt hvað hún amma mín hefur mátt þola á lífsleiðinni. Hún missti hana mömmu sína, þá aðeins átta ára gömul, faðir hennar var sjó- maður og var því lítið heima, gat hann því ekki tekið hana að sér, fór hún því í fóstur til Jónínu sem var móðursystir hennar og bjó í Hafnarfirði í litlu húsi sem gjarnan var kallað Hraun. Þar gekk hún amma mín í gegnum ágæta en oft erfiða æsku. Svo kynntist hún afa Gesti, þau giftu sig og hafa búið á nokkrum stöðum í Hafnarfirði en lengst af á Vitastígnum. Þau áttu saman tvö börn, mömmu Erlu sem var fædd 1948, dáin 1992, og Gamalíel sem var fæddur 1950 en dó fáeinum mánuðum eftir fæðingu. Og svo nú síðast í maí í fyrra er hann afi Gestur skildi við. Maður getur ekki verið annað en stoltur í hjarta sér yfir þeim dugnaði sem hún amma bjó yfir, að horfa á eftir börnum sínum í gröfina er hlutur sem ein- ungis þeir sem upplifa geta tjáð sig um. Núna síðustu mánuði var farið að síga á svefnhluta lífsvog- arinnar, hún amma Jóna var mikil barnakona og börnum góð, glöggt vitni um það var að í hvert sinn sem börnin í hverfinu við Vitastíg- inn heyrðu dyr opnast hjá ömmu og afa eða bílinn renna í hlað hlupu þau af stað til að geta nú örugg- lega hjálpað henni ömmu sem átti frekar erfitt um gang að ganga út eða inn, hún launaði svo fyrir sig með því að reyna að muna eft- ir afmælisdögunum þeirra sem hún og gerði. Ég kveð þig amma Jóna en er í hjarta mér viss um að við eigum eftir að sjást einhvers staðar annars staðar einhvern tíma. Hermann Ármannsson. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guð blessi fagra minningu. Steinunn Eir og Alfa Karítas í Danmörku. Hann sé hjá okkur þótt dáinn sé, þerri burt tárin sem svo mörg eru á svona stundu. Þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar sem eru mér ávallt svo kærkomnar, elsku Júlli minn. Ég mun ávallt minnast þín. Þín elskandi systir, Hildur. Elsku Júlli minn! Það er erfitt og sárt að þú skulir vera farinn frá okkur en við eigum góðar minningar um þig sem við geymum og varðveitum í hjörtum okkar. Góður Guð styrki fjölskyldu þína og alla ástvini. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst^ú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Amma (Aðalheiður Stefánsdóttir).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.