Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Göngubrú yfir andarifið Rafmagns- verð ekki hækkað frá 1993 SVANBJÖRN Sigurðsson, rafveitu- stjóri Rafveitu Akureyrar, segir að ragmagnsverð á Akureyri hafi ekki hækkað frá 1. ágúst 1993 en frá þeim tíma hefur Landsvirkjun tví- vegis hækkað útsöluverðið um 3% í hvort skipti, nú síðast 1. apríl sl. í Morgunblaðinu í gær var hins vegar haft eftir Svavari Ottesen, formanni veitustjórnar, að raf- magnsverð hafi ekki hækkað frá árinu 1994. Svanbjöm segir að Landsvirkjun hafi hækkað útsöiu- verð um 6% 1. ágúst 1993 og þá hafi Rafveita Akureyrar hækkað rafmagnsverðið um 4,2%, eða aðeins til að mæta útgjaldaaukningu vegna orkukaupa. Landsvirkjun hækkaði útsöluverðið aftur um 3% 1. janúar 1994 og eins og nú 1. apríl tók Rafveitan þá hækkun á sig. í frétt blaðsins í gær kom fram að útgjaldaaukning RA vegna hækk- unarinnar nú sé um 8,5 milljónir króna á ársgrundvelli og einnig að heitt vatn og rafmagn lækkaði um 3% í sl. áramót. STARFSMENN Véla- og stál- smiðjunnar eru þessa dagana að byggja göngubrú yfir andarifið svokallaða við Strandgötu og stendur hún á gijótgarði sem þar var byggður. Brúarbitar og handrið eru úr stáli en gólfið úr timbri. Stefnt er að því að taka brúna í notkun um næstu mánaða- mót. A myndinni eru þeir Hilmar Ingólfsson og Jóhann Ólafsson að bolta brúarbitanna niður. Rúna sýnir í Galleríi Allrahanda RÚNA Gísladóttir opnar sýningu í Galleríi Allrahanda í Grófargili á morgun, laugardaginn 13. apríl, kl. 15. Þetta er í fyrsta skipti sem Rúna sýnir í Eyjafirði. Hún er ættuð úr Svarfaðardal en hefur alla tíð búið sunnan heiða, síðast- liðin 20 ár á Seltjarnarnesi þar sem hún starfar sem myndlistarmaður og kennari. Hún rekur eigin mýnd- listarskóla, Myndmál, þar sem hún kennir á námskeiðum undirstöðu- atriði myndsköpunar og málun og hafa fjölmargir sótt til hennar fróðleik þau ellefu ár sem hún hefur haldið námskeið sín. Rúna sýnir málverk í Galleríi Allrahanda en meginhluti sýn- ingarinnar nú eru collagemyndir, þ.e. myndir samsettar úr ýmsum pappírsgerðum sem hún málar sjálf. Þetta eru landslagstilvísanir og náttúruform með ljóðrænu ívafi. Sýningin verður opin í tvær vik- ur, á afgreiðslutíma gallerísins, en Rúna verður sjálf á staðnum um heigina. Afgreiðslu á sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÚA frestað Bæjarfulltrúi telur óvissuna skaðlega Morgunblaðið/Kristján. ÓLAFUR Helgi Rögnvaldsson í hlutverki hr. Auðjóns, föður Fríðu, og Jóhanna G. Jóhannesdóttir sem leikur Fríðu. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Sýna Fríðu og dýrið í Samkomuhúsinu LEIKFÉLAG Menntaskólans á Ak- ureyri sýnir um þessar mundir leik- ritið Fríða og dýrið eftir David Greg- an í þýðingu Finns Friðrikssonar. Tónlist er eftir Brian Protheroe. Leikstjóri er Rósa Guðný Þórsdóttir og tónlistarstjórn er í höndum Arnar Viðars Erlendssonar. Fríða og dýrið er fjölskylduleikrit, sem ekki síst höfðar til yngstu kyn- slóðarinnar. Það er byggt á æva- fornu ævintýri þar sem segir frá konungi sem hnepptur er í álög af illgjarnri álfkonur og það eina sem getur bjargað honum er að falleg og góð stúlka geti elskað hann og vilji giftast honum. Með ýmsum brögðum tekst tveimur góðum álf- konum að koma Fríðu til dýrsins og að lokum losnar dýrið úr álögum og þau giftast. Margar fleiri litríkar og skemmtilegar persónur koina við sögu; ástkær faðir Fríðu, eigingjarn- ar og frekar systur hennar og trygg- lynt þjónustufólk. Um 30 manns, nemendur í Menntaskólanum á Akureyri, taka þátt í uppfærslunni. Næstu sýningar eru á morgun, laugardaginn 13. apríl, kl. 14 og sunnudaginn 14. apríl kl. 14 og 17, en sýnt er í Sam- komuhúsinu. BÆJARRÁÐ frestaði á fundi sín- um í gær að afgreiða málefni varð- andi sölu á_ meirihluta hlutabréfa sinni í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa hefur óskað eftir viðræð- um við Akureyrarbæ um kaup á hlutabréfum bæjarins í félaginu sem svarar til að minnsta kosti 10% af heildarhlutafé félagsins. Afgreiðslu þess erindis var frestað á fundinum. Einnig voru lagðar fram tvær greinargerðir um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í ÚA sem gerðar voru að beiðni bæjarstjóra, annars vegar frá Landsbréfum og hins vegar frá Kaupþingi Norðurlands. „Meirihluti bæjarstjórnar hefur boðað að hlutafé bæjarins í Út- gerðarfélagi Akureyringa verði selt. Það er því mjög brýnt að skýr stefna bæjarstjórnar varðandi Samar sýnaí Deig'lunni SÝNING á verkum tveggja samískra myndlistamanna auk ljósmynda frá Grænlandi verða opnaðar í Deiglunni á morgun, laugardaginn 13. apríl. Listamennirnir eru Andre- as Alariesto og Nils Nilsson Skum og þykja báðir miðla hvor á sinn hátt sérstakri sýn Sama á sögu sína og menn- ingu. Ljósmyndirnar frá Græn- landi eru eftir Ivar Silis sem fæddur er í Lettlandi og hefur búið á Grænlandi um nokkurt skeið. Sýningunni lýkur 28. apríl næstkomandi. boðaða sölu komi fram,“ segir í bókun Sigríðar Stefánsdóttur, bæjarfulltrúa Alþýðubandalags, og jafnframt bent á að aðalfundur ÚA verði haldinn í næstu viku eða 22. apríl. Ráðaleysi ámælisvert Einnig kemur fram í bókun Sig- ríðar að á fundi bæjarráðs í gær, 11. apríl séu gögn sem málið varða í fyrsta sinn bókuð formlega og að enn hafi viðræður við stjórn ÚA vegna erindis hennar frá 20. febrúar ekki farið fram. „Sú óvissa sem ríkir í málefnum félagsins er að mínu mati skaðleg fyrir fyrirtækið, starfsemi þess, starfsfólk og hluthafa. Ég vek athygli á ráðaleysi meirihluta bæjarstjórnar og tel ámælisvert hvernig haldið hefur verið á þessu máli,“ segir Sigríður ennfremur í bókun sinni. Akureyrarbær á rúmlega 53% hlut í fyrirtækinu að nafnverði 409 milljónir króna. Landsbréf telja að mun hærra verð fáist fyrir bréfin verði þau sett á almennan mark- að, en bent er á í niðurstöðu greinargerðar að helstu hagsmun- ir bæjarins varðandi sölu bréfanna séu auk þess að fá sem hæst verð að starfsemi félagsins og kvóti verði áfram á Akureyri. Til að tryggja að svo verði er bent á þann möguleika að bærinn héldi örlitlu hlutafé eftir í svokölluðum forréttindaflokki og að samþykkt- um félagins yrði breytt á þann hátt að ef gera ætti breytingar á starfsemi þess yrði handhafi for- réttindahlutabréfs að samþykkja þær. Greinargerðir Landsbréfa og Kaupþings Norðurlands og ósk stjórnar ÚA um kaup á hlutabréf- um verða til umræðu á fundi bæjarstjórnar næstkomandi þriðjudag. A Utgerðarfyrirtækíð Framheiji Færeyskur togari keyptur og seldur Útgerðarfyrirtækið Framheiji hf. í Færeyjum hefur fest kaup á um 2.000 tonna togara frá Færeyj- um. Samheiji hf. á Akureyri á 40% hlút í Framheija á móti færeyskum aðilum og fyrir gerir fyrirtækið út togarann Akraberg. Þetta nýja skip heitir Ester, er tæplega 90 metra langt og var smíðað í Þýska- landi árið 1965. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, segir að ekki séu uppi hugmyndir um að gera togarann út, heldur sé stefnt að því að selja hann aftur og kaupa nótaveiðiskip í staðinn til að nýta veiðiheimildirnar. Tog- arinn hefur veiðiheimildir fyrir síld, kolmuna, loðnu, makríl og hesta- makríl en ekki þorsk. Togarinn Ester hefur ekki verið á veiðum á þessu ári en sl. sumar var hann við veiðar í Smugunni og á Reykjaneshrygg og þá sá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna um söl- una á framleiðslunni. Akrabergið er nú við karfaveiðar á Reykjanes- hrygg og að sögn Þorsteins Más hafa aflabrögð verið viðunandi. Togarinn var áður við þorsk- og ýsuveiðar í Barentshafi í tvo og hálfan mánuð og gekk nokkuð vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.