Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 6

Morgunblaðið - 16.04.1996, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minkagjöf ekkitil minnkunar ÞÓTT stjórn Byggðastofnunar hafi samþykkt að færa hópi bænda minkalæður að gjöf segist Davíð Oddsson forsæt- isráðherra sannfærður um að stjórnarmenn stofnunarinnar muni ekki gera neitt sem verði þeirn til minnkunar. í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær lék Sighvati Björgvins- syni þingmanni Alþýðuflokks forvitni á því hvort það hefði verið í samráði við forsætis- ráðherra sem yfirmann Byggðastofnunar, að stjórn stofnunarinnar samþykkti að færa hveijum manni í til- greindum hópi bænda í Skagafirði 10 minkalæður að gjöf. Sighvatur spurði af hvaða tilefni þetta hefði verið gert, hvaða tilgangur lægi að baki og hvaða skilyrði menn þyrftu að uppfylla til að fá slíka gjöf. Davíð Oddsson sagði að Byggðastofnun væri ekki skylt að bera slíkar ákvarðan- ir sérstaklega undir hann. „Ég er hins vegar sann- færður um að forráðamenn stjórnar Byggðastofnunar munu ekki gera neitt sem verður stofnuninni, mér eða ráðuneytinu til minnkunar," sagði Davíð. Sighvatur þakkaði Davíð skýr og ljós svör og sagðist vera sammála honum um að það væri honum alls ekki til minnkunar þótt stofnun undir hans stjórn gæfi mönnum 10 minkalæður. Lægstur í Kálfastrand- arvogum JÓN Oddur Jónsson á Djúpavogi átti lægsta tilboð í lagningu liðlega 4 km kafla á Hringveginum, um Kálfastrandarvoga og Markhraun við Mývatn. Býðst verktakinn til að vinna verkið fyrir 22,7 milljónir kr., þ.e. 76% af kostnaðaráætluninni sem hljóðar upp á liðlega 30 milljónir kr. Verkinu á að vera lokið 1. október næstkomandi. Vill breyta vinnureg’lu Hús- næðis stofnunar Ammoníaksleki í Sundahöfn PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að Hús- næðisstofnun breyti vinnureglum um að vaxtadagur húsbréfalána miðist við dagsetningu tilboös en ekki kaupsamnings. Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokks, gerði það að umtals- efni í fyrirspurnartíma á Alþingi, að Húsnæðisstofnun miðar upphafs- vaxtadag á húsbréfaláni við dag- setningu tilboðs en ekki kaupsamn- ings. Gísli sagði að þegar kaupandi gerði tilboð í húseign, með húsbréfa- láni sem byggði á greiðslumati lána- stofnana, þá hefði það gerst að Húsnæðisstofnun hafnaði greiðslu- Norðurlandaráð og Eystrasaltsríkin Fyrsti fundur stendur yfir FYRSTI sameiginlegi fundur Norðurlandaráðs og Þing- mannasamtaka Eystrasalts- ríkjanna stendur nú yfir í Vil- nius í Litháen. Fundinn sækja m.a. sex íslenskir alþingis- menn, ásamt Halldóri As- grímssyni, utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Norður- landa. Umræðuefni fundarins eru einkum þrjú; í fyrsta lagi evr- ópskt samstarf og nýjar lausn- ir, sem stuðlað geta að stöðug- leika og öryggi í Evrópu, í öðru lagi efnahagsþróun, um- hverfis- og orkumál og í þriðja lagi menning, menntun og rannsóknir._ Halldór Ásgrímsson flutti í gær ræðu á fundinum og fjall- aði um Norðurlönd og öryggis- mál í Evrópu. matinu og það hefði tekið nokkra mánuði að fá viðurkenningu á greiðslumatinu. Þannig hefði stofn- unin komið í veg fyrir viðskipti í umræddan tíma og kaupandinn því greitt vexti af fjármunum sem hann hefði ekki haft afnot af. Gísli spurði hvort félagsmálaráð- herra væri tilbúinn til að beita sér fyrir breytingu á þessari ómaklegu vinnureglu Húsnæðisstofnunar. Páll Pétursson sagðist telja eðlilegt að menn greiddu vexti frá þeim tíma sem þeir fengju fjármunina í hendur og hann væri tilbúinn að beita sér fyrir því að Húsnæðisstofnun breytti þessari reglu. SLÖKKVILIÐ og lögregla höfðu talsverðan viðbúnað þegar til- kynning barst frá athafnasvæði Eimskipafélagsins í Sundahöfn um ammóníaksleka á tíunda tím- anum i gærmorgun. Að sögn slökkviliðs höfðu starfsmenn Eimskips verið að vinna við þrýstivökvapressu á frystigámi þegar losaði um bolta þannig að hann fór að leka amm- oníaki. Ragnar Sólonsson, aðalvarð- stjóri hjá slökkviliði Reykjavík- ur, sagði að slökkviliðið hefði alltaf talsverðan viðbúnað þegar tilkynnt væri um ammóníaks- leka. Þess vegna var farið á stað- inn með 11 manns á tveimur slökkvibílum og þremur sjúkra- bílum, auk þess sem lögregla var beðin að loka umferðarleiðum að Sundahöfn. „Við viljum heldur loka af stærra svæði í byijun og draga svo úr lokunum heldur en að loka minna svæði og reyna svo að auka við ef ástæða reyn- ist til,“ sagði Ragnar. Ekki teljandi hætta Í ljós kom hins vegar að ekki var teljandi hætta á ferðum. Tveir slökkviliðsmenn fóru í efnaköfunargalla og sá þriðji var í viðbragðsstöðu meðan félagar hans tóku þrýsting af kerfinu, komu boltanum í að nýju og stöðvuðu þannig lekann án þess að tjón hlytist af. Ragnar sagði að ekki hefði verið talin ástæða til að færa starfsmenn Eimskips í læknisskoðun enda væri um að ræða menn vana aðstæðum og vinnu við ammoníakskerfi. Morgunblaðið/Kristinn SLÖKKVILIÐSMENN íklæddir sérstökum búningum voru sendir að stöðva ammoníakslekann í Sundahöfn. Guðrún Pétursdóttir segist undrast með hvaða hætti forsætisráðherra blandi sér í kosningabaráttuna GUÐRÚN Pétursdóttir forseta- frambjóðandi segist vera undrandi á því að Davíð Oddsson forsætisráð- herra skuli blanda sér í kosninga- baráttuna með þeim hætti sem hann gerði í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag. Hún segir vangaveltur hans um að leggja niður embætti þjóð- kjörins forseta eins og til þess var stofnað með stjórnarskránni 1944 vekja furðu. „fjóðin þarf á sameiningartákni að halda sem er henni haldreipi á hveiju sem gengur og verðugur fulltrúi hennar erlendis. í mínum huga er enginn vafi á að sá fulltrúi á að vera og getur ekki verið annað en þjóðkjörinn," sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið. í viðtalinu við forsætisráðherra sagði hann m.a. að að forsetafram- bjóðendur hefðu talað um forseta- embættið með þeim hætti að það sé til þess fallið að grafa undan því. Einn frambjóðendanna gæfi til kynna að forsetinn eigi að vera eins- konar farandsendiherra sem eigi að vera á faraldsfæti, annar hafi sagt að til greina kæmi að hafna lögum frá Alþingi ef undirskrifta- safnanir bærust um það, og einhver forsetaframbjóðandi geti haft það helst sér til ágætis að hafa verið á móti húsum. Vangaveltur sem hljóta að vekja furðu Guðrún Pétursdóttir sagði að hvað varðar synjunarvald forseta þá liti hún svo á þar sé um algert neyðarúrræði að ræða, enda hafi því aldrei verið beitt í sögu lýðveld- isins. Þingræðið sé hornsteinn stjórnkerfis okkar og vonandi komi aldrei til þess að svo skerist í odda með þingi og þjóð að þörf sé á að beita þessu ákvæði 26. greinar stjórnarskrárinnar. „Ef mér er ætluð sneiðin um frambjóðanda sem hafi það helst sér til ágætis að vera á móti húsum vil ég segja þetta: Deilan um Ráð- húsið á sínum tíma snerist ekki um hús. Fjölmenn hreyfing setti fram kröfu um að borgarbúar fengju að kjósa um umdeilda framkvæmd sem átti eftir að kosta fjóra milljarða af almannafé. í kjarna sínum sner- ist þessi deila því um stjórnar- hætti. Ég tei ekki við hæfí að for- setaframbjóðendur takist á við for- sætisráðherra með þessum hætti, enda mun eitthvert okkar væntan- lega vinna með honum í framtíð- inni. Það er full þörf á því að það samstarf verði gott,“ sagði Guðrún Pétursdóttir. Telur athugasemdirnar ekki beinast að sínum málflutningi Guðrún Agnarsdóttir sagði að hún sæi ekki ástæðu til þess að taka neitt af því sem forsætisráð- herra sagði í viðtalinu sérstaklega til sín. í viðtalinu væri forsætisráð- herra að lýsa skoðunum sínum og hún hefði í sjálfu sér ekkert um þær að segja. „Ég sé ekki að athugasemdir hans geti beinst að mínum málflutn- ingi. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu embætti og tel að það eigi fullan rétt á sér, annars væri ég ekki að bjóða mig fram til þess, og ég tel ekki að það eigi að sameina það öðrum embættum sem fyrir eru eða hlutverkum. Ég lít fyrst og fremst á forseta- embættið sem sameiningartákn, en forsætisráðherra notar m.a. orðin öryggisventill þjóðarinnar þar sem sitja eigi maður sem getur gripið inn í á örlagastundu. Ég held að þessi orð hans lýsi mjög vel þeirri hugsun sem hlýtur að hafa búið að baki þegar það ákvæði var sett í lög um forsetaembættið að forseti gæti synjað samþykkis lagafrum- varpa og þannig skotið málum til þjóðarinnar og ég lít á þetta sem mikilvægan vamagla fyrir lýðræðið í landinu sem þurfi hins vegar að íhuga mjög vandlega áður en gripið er til. Um leið og forseti hlýtur að huga að því að styrkja íslenskt sam- félag og líta þannig inn á við þá verður forsetinn eins og allir aðrir landsmenn að vera einbeittur mál- svari íslenskra hagsmuna og sér- stöðu á alþjóðavettvangi," sagði Guðrún Agnarsdóttir. Öllum frjálst að hafa sínar skoðanir Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ekki telja eðlilegt að fara að fjalla eitthvað sérstaklega um viðtalið við forsætisráðherra. „Við búum í lýð- ræðislegu landi og það er öllum fijálst að hafa sínar skoðanir. Það er ekkert í þessu viðtali sem víkur sérstaklega að mér og ég sé þess vegna enga ástæðu til að fjalla sér- staklega um það,“ sagði hann. Aðspurður sagðist Olafur Ragnar alls ekki taka til sín þau ummæli forsætiráðherra að einn frambjóð- endanna gæfi til kynna að forsetinn eigi að vera einskonar farandsendi- herra. „Ég hef hvergi viðhaft þau ummæli og þau hljóta að eiga við einhvern annan,“ sagði hann. Hann sagðist ekki telja það eðli- legt að forsetaframbjóðendur væru að fjalla um allt það mikla sem menn kynnu að segja nú eða á þeim vikum sem framundan væru til kosninga. „Það er öllum fijálst að hafa sínar skoðanir án þess að ástæða sé til þess að við ljöllum um það í hvert sinn nema eitthvað sérstaklega sé að okkur vikið sem við þurfum að tjá okkur um en ég tel ekkert slíkt vera í þessu við- tali,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.