Morgunblaðið - 16.04.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.04.1996, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prófessor í tölvunarfræði um tilboð Tákns hf. til tölvunarfræðinema Gagnstætt siðareglum og sennilega ólöglegt ODDUR Benediktsson, prófessor í tölvnnarfræðiskor við Háskóla ís- lands, hefur sent Bjama Júlíussyni framkvæmdastjóra Tákns hf., orð- sendingu þar sem hann segir að tilboð Bjarna til tölvunarfræðinema um að brjótast inn í tölvukerfi sitt sé gagnstætt öllum siðareglum og sennilega ólöglegt. Bjarni segir þessi viðbrögð Odds á misskilningi byggð. Oddur vitnar í reglur um notkun tölvubúnaðar í eigu eða umsjón Reiknistofnunar Háskólans og notkun tölvunets Háskóla íslands. Hann segir að aðgangur að tölvu- búnaði, tölvuneti, gögnum og ann- arri þjónustu sem veitt er hjá Reiknistofnun Háskólans og á tölvuneti Háskóla íslands sé ætlað- ur til eflingar kennslu, rannsóknum og öðrum þáttum er samræmast markmiðum Háskólans og stofnana hans. Verði vart við brot á þessum reglum verði notandanafni viðkom- andi aðila umsvifalaust lokað og upplýsingar varðandi misnotkun sendar stjóm Reiknistofnunar Há- skólans. Noti nemendur búnað Há- skólans til innbrotstilrauna sé það ótvírætt brot á reglunum. Ekki verið að hvetja til ólöglegs athæfís „Ég tel að athöfnin sé brot á siða- reglum Skýrslutæknifélags íslands. í Bandaríkjunum eru tilraunir til tölvuinnbrota ólöglegar og refsi- verðar samkvæmt lögum. Sennilega hérlendis líka ef til kasta laganna kæmi. Ég vil því biðja þig um að aflýsa þessu boði með tölvupósti til tölvunarfræðinema og biðja nem- endur afsökunar. Ef þú gerir það ekki innan tveggja daga mun ég taka málið upp með formlegum hætti,“ segir Oddur. Bjarni Júlíus- son segir Odd taka heldur djúpt í árinni og þá sérstaklega í ljósi þess að tölvunarfræðinemar hefðu verið fengnir til þess verkefnis að prófa umrædda vörn. „Það að við séum að hvetja til ólöglegs athæfis er einfaldlega rangt. Það er ákveðinn hópur tölv- unarfræðinema sem fær leyfí til að framkvæma þetta próf en aðrir ekki, og það að þetta skuli hafa undið upp á sig er ekki með okkar vitund og vilja. Það sem gerðist er að fleiri reyna heldur en bara tölvu- fræðinemarnir, en tilboð okkar á alls ekki við aðra en þá. Ég held að þetta sé því á misskilningi byggt hjá Oddi og menn leysi þetta mál einfaldlega með því að tala saman og að sjálfsögðu munum við tala við Odd og fara yfír þetta mál með honum,“ sagði Bjarni. Morgunblaöið/Árni Sæberg Grafið við Hvalfjörð Jakob Þ. Möller í mann- réttindaráð RÁÐHERRANEFND Evrópuráðs- ins hefur samkvæmt ákvæðum Dayton-samkomulagsins tilnefnt átta menn til setu í mannréttinda- ráði Bosníu-Hersegovínu og er Jak- ob Þ. Möller, ritari mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf, einn þeirra. Auk fulltrúa Evr- ópuráðsins eiga fjórir fulltrúar múslima og Króata og tveir fulltrú- ar Serba sæti í mannréttindaráðinu. Því er ætlað að tryggja að í Bosníu- Hersegóvínu verði virt grundvallar- ákvæði um mannréttindi og mann- frelsi. Jakob Þ. Möller er fæddur í Reykjavík 28. október 1936 og lauk lagaprófi frá Háskóla íslands 1967. Um árabil hefur Jakob starfað hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, nú síð- ast sem ritari mannréttindanefndar- innar. UNNIÐ er að því að grafa niður að gangnamunna Hvalfjaröar- ganga beggja vegna fjarðarins. Grafið er niður fyrir klöpp. Þarna verða steyptir upp veg- skálar en áður þarf að fjarlægja verulegt magn af jarðvegi. Áætl- að er að komið verði niður á lóð- réttan hamravegg nálægt mán- aðamótunum maí-júní. Þá verður byrjað að sprengja fyrir göngun- um sjálfum. Tími sinubruna að hefjast Mikilvæg efni tapast úr jarðvegi við sinubruna MEÐ reglugerð frá árinu 1993 hefur sinubruni verið takmarkaður verulega frá því sem áður var. Til dæm- is er óheimilt að brenna sinu nema á jörðum sem eru í ábúð eða eru nýttar af ábúendum lögbýla og þá samkvæmt leyfí sýslu- manns. Þá má hvergi brenna sinu eftir 1. maí, en telji sýslumaður að veðr- átta eða snjóalög hafi hamlað sinubrennu fyrir þann tíma getur hann, að höfðu samráði við um- hverfisáðuneytið, veitt leyfishöfum að brenna sinu til 15. maí. Menn eru ekki á einu máli um hvort sinubruni geri meiri skaða en gagn; bændur sem stunda sinubruna líta á skjóta sprettu í kjölfar hans en fræðimenn líta til lífríkis og umhverfis. Þeir hafa mikinn áhuga á að auka möguleika ís- lensks gróðurríkis til að binda koldíoxíð, en við bruna er dæminu algjörlega snúið við. „Gróðurinn, lifandi og dauður, er undirstaða dýralífs og hann þarf að brotna niður smám saman og verða hluti af jarðveginum. Þegar sina er brennd tapast mikilvæg næring- arefni út úr vistkerfinu,“ sagði Hólmfríður Sigurðardóttir. „Það hefur átt sér stað mikil umhverfisvakning á undanförn- um árum ekki bara meðal fræði- manna heldur einnig meðal bænda, sem betur fer. Huga þarf að mörgu í umhverfinu þegar sina er brennd, því töluverð mengun kemur frá reyknum auk áhrif- anna sem það hefur á lífríkið. Fólk verður að vera sérstaklega vakandi út af fuglalífi og gæta þess að brenna ekki sinu á varp- tíma. Þess vegna hafa verið sett timamörk i reglugerð, sem nauð- synlegt er að halda.“ - Hveijar eru helstu afleiðing- ar sinubruna? „Eftir bruna þegar sinulagið er horfið flýtir það fyrir sprettu. Undirlendið verður svart og dreg- ur þar af leiðandi í sig hita. Ef jarðvegur er þurr geta efstu sentimetrar hitnað og haft skað- leg áhrif á smádýr í jarðvegi, auk þess sem eldurinn eyðir kvikind- urp á yfirborðinu. Éinnig getur verið mikil hætta á að eldurinn breiðist út í lyngmóa, berjalönd og skógræktarsvæði eins og dæmi hafa sýnt. Oftast er verið að brenna úthaga sem notaðir eru til beitar. Þar lifa ánamaðkar yfírleitt í yfirborðinu og hætta er á að þeir drepist. Það er slæmt, því eins og allir vita hafa ána- maðkar áhrif á fijósemi jarðvegs og eru mikilvæg fæða fugla.“ — Er skaðinn af sinubruna þá í raun orðinn meiri en ---—---------- gagnið? Wlenneru - „Ég mundi ekki fastir í endilega segja það. Ég hefðum held samt að menn séu _________ fastir í hefðum og þeir sem hafa brennt sinu gera það áfram án þess að hugsa ef til vill mikið út í annað en það sem þeim fínnst jákvætt. Skortur á köfnunarefni veldur því að niður- brot lífræns efnis er lítið og sina safnast fyrir. Til að draga úr sinu- söfnun gætu bændur borið á út- haga sína, en áburðargjöf líkt, og sinubruni er inngrip í umhverfíð. Það getur því líka raskað jafn- vægi þess. Líkja má svona inn- Hólmf ríður Sigurðardóttir ► Hólmfríður Sigurðardóttir fæddist 1960 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófí frá MR 1980, jauk BA-prófi í líffræði frá HÍ 1984. Hún hóf síðan framhaldsnám við Árósarhá- skóla og lauk þaðan prófi í jarðvegslíffræði 1987. Hún var fagdeildarsljóri umhverfis- deildar Garðyrkjuskóla ríkis- ins 1988-91, vann að jarðvegs- líffræðirannsóknum hjá RALA 1991-96 og vinnur nú sem sér- fræðingur á umhverfissviði hjá Skipulagi ríkisins við mat á umhverfisáhrifum. Hólmfríður er gift Ágústi Þór Gunnarssyni byggingafræðingi og eiga þau tvö böm. gripi i umhverfið við að fjarlægja dempara úr bíl og allir gera sér grein fyrir hvað það þýðir fyrir bílinn og aksturslagið. En ef við drögum saman kost- ina kemur í ljós að grasnálin kemur fyrr fram með'sinubruna. Ef land er þýft er hugsanlegt að dýr geti forðað sér niður á milli þúfnanna, þar sem minni raki er og þá nái eldurinn ekki að drepa eins mikinn fjölda. Síðan geti þau dýr numið land uppi á þúfunum þegar fram í sækir. Ókostirnir eru þeir að aukin mengun verður við bruna vegna reyks, næringar- efni tapast úr vistkerfinu, við drepum dýr á yfírborði og hugs- anlega niður við jarðveginn. Við verðum að gera okkur grein fyrir að bruni er ekki náttúrulegur þáttur í íslensku vistkerfi." - Hvað ef brennt er til dæmis þrjú ár í röð eins og sýslumaður getur veitt leyfi til? „Það hefur auðvitað áhrif, því tíma tekur fyrir kvikindi að nema land á nýjan leik. Við vitum ekki hvað það gerist hratt, þannig að ég ímynda mér að eitthvað fækki í sumum dýrahópum í landi sem brennt er. Það vantar tilfínnan- lega víðtækari rann- sóknir á þessum mál- um.“ - Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á afleiðingum sinu- bruna á smádýralíf? „Já. Við líffræðiskor HÍ hefur Árni Davíðsson unnið masters- verkefni um áhrif sinubruna á smádýralíf í jarðvegi. Aftur á móti hefur Guðmundur Halldórs- son skordýrafræðingur á Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá kannað áhrif sinubruna á smádýralíf á yfirborði jarðvegs. Niðurstöður úr þessum rannsókn- um munu birtast von bráðar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.