Morgunblaðið - 16.04.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 15
VIÐSKIPTI
Myndsímar fyrirferðarmiklir á samnetssýningu Pósts & síma
Háir tollar setja
strik í reikninginn
ir við starfsmann Open Networks í Sviþjóð í gegnum myndsíma.
Morgunblaðið/Sverrir
VALDIMAR Óskarsson, tæknifræðingur hjá Apple-umboðinu, ræð-
MYNDSÍMAR voru það sem helst
bar fyrir augu á samnetssýningu
Pósts & síma, sem lauk á fímmtu-
daginn. Sýnt var talsvert úrval
síma, allt frá símum í tölvur og
skrifborðssímum upp í viðameiri
fjarfundabúnað sem kostar allt að
5 milljónir króna. Verðið er nokkuð
misjafnt eftir því hversu viðamikl-
um búnaði er sóst eftir, en það
liggur á bilinu frá tæpum 200
þúsundum og upp í um 5 milljón-
ir. Þessi búnaður hefur hins vegar
verið tollafgreiddur á annan hátt
en hefðbundnir símar, sem bera
enga tolla, og hefur það talsverð
áhrif á verðið.
Haraldur Leifsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs Ný-
heija, segir að enn sem komið er
séu íslensk fýrirtæki lítið farin að
nýta sér þessa tækni, en fjölmarg-
ir hafi þó sýnt henni áhuga. Vil-
hjálmur Hreinsson hjá Símvirkjan-
um hefur sömu sögu að segja.
Ekkert hafi selst fram til þessa,
en mikill áhugi sé greinilega á
þessari tækninýjung.
Haraldur segir þennan búnað
tilvalinn í þeim tilfellum þar sem
um reglulega stöðufundi, sem
krefjist ferðalaga, sé að ræða.
Menn verði þó að gera sér grein
fyrir því við kaup á þessum bún-
aði að hér sé ekki um sömu gæði
og í sjónvarpi að ræða. Hins vegar
velti myndgæðin nokkuð á því
hversu mikinn flutningshraða
menn geti notað. Þegar stærri
búnaður eigi í hlut sé mælt með
því að ekki séu notaðar færri en
3 ISDN-línur, sem gefi 384 kb/s
flutningsgetu. Það geri myndina
nokkuð eðlilega, en við minni
flutningsgetu sé hreyfing í mynd
nokkuð „spastísk“.
Tollar á myndsíma þeir
hæstu á Norðurlöndum
Haraldur segir verðið hins vegar
enn nokkuð hátt á þessum búnaði
og muni þar miklu um hvernig
tollyfirvöld hafi flokkað þessa
vöru. „Þessir símar hafa verið sett-
ir í sama tollflokk og dyrasímar
með skjá, sem þýðir að þeir bera
37,5% vörugjald og 7,5% toll.
Hefðbundnir símar bera hins vegar
engin vörugjöld né tolla.“
Haraldur segir að unnið sé að
því að fá þessa tollflokkun endur-
skoðaða, sérstaklega í ljósi þess
að hvergi annars staðar á Norður-
löndum beri þessi vara jafnháa
tolla. „Með þessu er verið að
standa í vegi fyrir því að þessi
tækni komi hér inn í landið. Hún
hefur verið í notkun á hinum Norð-
urlöndunum í nokkur ár og verð
á þessum vörum er væntanlega
komið niður á það stig sem það
kemur til með að verða á. Innflutn-
ingurinn strandar því fyrst og
fremst á háum tollum.“
25,5 milljóna
tap á Höfn-
Þríhymingi
TAP af reglulegri starfsemi Hafn-
ar-Þríhyrnings hf. varð 15,7 millj-
ónir á síðasta ári, sem er talsvert
verri útkoma en árið áður þegar
fyrirtækið skilaði 11,5 milljóna
króna hagnaði. Óreglulegir liðir
voru fyrirtækinu einnig óhagstæð-
ir og nam heildartap af rekstri
þess á síðasta ári 25,5 milljónum
króna.
Rekstrartekjur Hafnar-Þríhyrn-
ings hf. á síðasta ári urðu 1.144
milljónir, en útgjöld 1.127 milljón-
ir. Gestur Hjaltason framkvæmda-
stjóri sagði að ástæðan fyrir verri
afkomu væri harðnandi samkeppni
á kjötmarkaði og lægri álagning.
Hann sagði að útlit væri fyrir að
fyrirtækið yrði rekið með hagnaði
í ár.
Gert ráð fyrir
hagnaði í ár
Gestur sagði að útlit væri fyrir
mun betri afkomu á þessu ári.
Tekist hefðu hagstæðari samning-
ar við verslanir með samstarfi við
Baug hf. Frá áramótum hefði ver-
ið gripið til margvíslegra aðgerða
til að lækka kostnað og myndu
þær skila um 30 milljóna króna
sparnaði á þessu ári. Til viðbótar
hefði verið unnið að því að skapa
fyrirtækinu sóknarfæri á nýjum
sviðum.
Verið er að vinna að breytingum
á verslunum Hafnar-Þríhyrnings
hf. á Hellu og Selfossi. Gestur
Sagði að þeim yrði lokið í júní.
Stefnt væri að því að lækka vöru-
verð í verslunum. Rekstraráætlan-
ir gengu út frá því að verslunin á
Selfossi skilaði 30% meiri veltu á
þessu ári en í fyrra.
Gestur sagði að rekstur kjöt-
vinnslunnar hefði verið erfiður á
síðasta ári. Búið væri að grípa til
aðgerða sem vonast væri eftir að
skiluðu sér í 20 milljóna króna
tekjuaukningu á þessu ári. Kjöt-
vinnslu í Þykkvabæ yrði hætt og
sá þáttur í rekstri sláturhússins
þar færður til Selfoss.
Verið væri að gera lagfæringar
á sláturhúsinu á Hellu, en það er
stærsta stórgripasláturhús lands-
ins með 24% af allri nautgripa-
slátrun á landinu. Gestur sagði að
kostnaður við breytingarnar næmi
7-8 milljónum. Markmiðið væri
m.a. að sláturhúsið fengi leyfi til
að flytja út hrossakjöt til Japans.
Starfsmenn Hafnar-Þríhyrn-
ings hf. eru 115. í byijun árs var
tekin sú ákvörðun að fækka starfs-
fólki niður í 105 og taka uppsagn-
irnar gildi í júní.
Gestur sagði að flestum starfs-
mönnum yrði boðin vinna í sumar
og hugsanlega áfram í samræmi
við vöxt fyrirtækisins. Starfs-
mönnum, sem hafa unnið í kjöt-
vinnslunni í Þykkvabæ, yrði boðin
vinna á Selfossi, en ekki væri víst
að allir hefðu aðstöðu til að þiggja
hana.
Stéttarfélög veita félagslegt öryggi
Kjarasamningar stéttarfélaga veita launafólki og
fjölskyldum þess dýrmæt réttindi sem stuðla að
félagslegu öryggi.
Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar-
iðnaði, málmiðnaði, bíliðnaði, garðyrkju
og netagerð. í Samiðn er 31 félag um land
allt með um 5500 félagsmenn.
Hver vill missa laun í veikindum, eiga von á
fyrirvaralausum uppsögnum, fá ekki greiðslur í orlofi
eða missa rétt til sjúkrabóta?
Samiðn hvetur iðnaðarmenn til að standa vörð um
stéttarfélag sitt. Teflum ekki félagslegu öryggi
fjölskyldunnar í tvísýnu.
Samíðn
SAMBANDIÐNFÉLAGA
Suðurlandsbraut 30.108 Reykjavík.
Sími 568 6055. Fax 5681026.
Heimasíða: http://www. rl. is/samidn.html
Onnur kynslóð Oracle hönnunar- og þróunarverkfæra
Gartner Group, ADM. Research Note C-ORA-1143, 1995:
h,„
„Við teljum að Oracle haldi forystu sinni á
sviði þróunarverkfæra á komandi árum..."
Ef þú vilt vita meira um Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000
eða fá tækifæri til að prófa hugbúnaðinn án endurgjalds í takmarkaðan tíma,
hringdu þá strax í síma 561-8131 og pantaðu ókeypis geisladisk til reynslu.
ORACL6®
Enabling the Information Age™
Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eru að fullu samþætt Oracle7,
sem er útbreiddasti gagnagrunnsmiðlari heims með 44% markaðshlutdeild. Nú
bjóðum við þessi þrjú verkfæri saman með 40% afslætti.
Borgarlvni 24, 105 R é y k / 0 V 11
Slmi 561 8131
Brélrimi 562 8131
N e t f a n g teymi@oracle.is